NT - 02.10.1985, Blaðsíða 7

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 7
w Miðvikudagur 2. október 1985 Útlönd Sovéskt geimsalat Moskva-Reuler: ■ Sovéskir geimfarar hafa aö undanförnu rækt- að salat og aörar jurtir um borð í geimstöð sinni, Sa- lyut-7. Að sögn Tass-fréttastof- unnar óx geimgróðurinn fullkomlega eðlilega í 200 daga og var vöxtur hans ekki síðri en jarðbundins gróöurs. Plönturnar báru meira að segja fræ sem voru tekin aftur til jarðar- innar og sáð þar með ágæt- um árangri. Náttúrufræðingar hafa haldið því fram að að- dráttarafl sé nauðsynlegt til þess að jurtir geti vaxið eðlilega og myndað rætur, stilk og blöð. Sovéski vísindamaður- inn, sem sá um ræktun jurtanna, Alfonsas Merkis, sagði í viðtali við Tass-fréttastofuna að geimgrænmetiö gæti kom- ið sér vel fyrir geimfara í löngum geimferðum þar sem þeir gætu fengið vítamín út grænmetinu auk þess sem það endur- nýjaði súefnisbirgðir geimfaranna. Botha forseti: S-Afríkustjórn annt um UNITA Jóhannesarborg-Reuter ■ Botha forseti S-Afríku hélt ræðu í gær þar sem hann varði stefnu stjórnar sinnar hvað varðar afskipti af innanlandsá- tökum í Angóla. Þar að auki varaði hann stjórnvöld þarlend- is við því að reyna að ganga milli bols og höfuðs á UNITA- hreyfingunni. Pessi ræða forsetans fylgir í kjölfarið á miklum árásum stjórnarhersins í Angóla á Líbanon: Sovétmenn fórnar lömb hryðjuverka stöðvar UNITA. Eins og oft áður eru sovéskir og kúbanskir hermenn og ráðgjafar sagðir taka þátt í herferðinni. Botha vísaði á bug ásökunum Angóla- stjórnar þess efnis að flugher S-Afríku hefði gert loftárásir til stuðnings UNITA. Hann lagði áherslu á það að S-Afríkumenn gætu ekki setið aðgerðalausir cf gersigra ætti UNITA, þar sem slíkt nryndi kalla á meðfylgj- andi hernaðaraðgerðir Sovét- manna í Namibíu. Botswana og S-Afríkulýðveldinu sjálfu. Magnús Malan, varnarmálaráð- herra S-Afríku, hefur áður viðurkennt opinberlega að UN- ITA hafi verið veitt almennur stuðningur. Botha gat þess í ræðu sinni að ásakanir Mósambik-stjórnar unt að S-Afríkuntenn hafi ekki farið eftir samkomulagi ríkj- anna unr afskiptaleysi um innan- ríkismál hvers annars, væru úr lausu lofti gripnar. Hertekin skjöl sem Mósambik-stjórn vís- ar til máli sínu til stuðnings' benda til þess að náin samskipti hafi verið með skæruliðunr þar í landi og s-afrískum hershöfð- ingjum. Botha kvaðst hafa feng- ið drcngskaparorð viðkomandi hershöfðingja þess efnis að svo hefði aldrei verið. Moskva-Reutcr ■ Sovétmenn eru nú orðnir fórnarlömb hryðjuverka í Líb- anon ekki síður en vestrænar þjóðir. Öfgasinnaður hryðju- verkahópur múslíma hefur enn í haldi fjóra Sovétmenn sern var rænt í fyrradag í Beirút og hóta því að drepa þá ef Sovétmenn hætta ekki stuðningi við lið Sýrlendinga sem hefur umkringt Tripoli þar senr andstæðar fylk- ingar múslfma berjast. Mannræningjarnir sendu al- þjóðlegri fréttastofu Ijósmyndir af þremur Sovétmannanna þar sem byssu var haldið að höfði þeirra. Engin mynd var send af fjórða Sovétmanninum og er ekki vitað hvort hann er á lífi. í frétt um mannránið í sov- éska sjónvarpinu í gær segir að öfgasinnaðir hægriglæpamenn hafi tekið Sovétmennina fjóra í gíslingu. Sovétmenn hafa gefið í skyn að þeir muni ekki breyta stefnu sinni í málefnum Líbanon og að þeir geti því ekki fallist á kröfur mannræningjanna. Þeir segjast samt ekki hafa misst vonina um að gíslunum verði sleppt. ■ Suður-afrískir hermenn eru ekki aðeins notaðir til að bæla niður andstöðu svartra Suður-Afríkubúa við kynþáttastefnu stjórnarinn- ar. Þeir eru líka notaðir til að styðja hægrisinnaða skæruliða í nágrannalöndunum, jafnvel þótt þeir séu svartir. Alan Garcia forseti Perú: S-Ameríka getur valið skuldirnar eða lýðræðið ■ Matmálstími í Perú: Örbirgðin þar í landi er svo mikil að hætt er við hungursneyð ef ríkið verður neytt til að greiða allar skuldir sínar við erlendar lánastofnanir. New York-Reuler ■ Alan Garcia forseti Perú segir í viðtali við alþjóðatíma- ritið Newsweek að Perúmenn og aðrar skuldugar þjóðir í Suður-Ameríku verði að velja á milli skuldanna og lýðræðis. Garcia ræðst á Alþjóðagjald- eyrissjóðinn sem hann segir að krefjist harkalegra aðhaldsað- gerða og harðræðis af fátækum þjóðum og dragi taum voldugra þjóða. Garcia hótaði því nýlega að beita sér fyrir því að Perú- menn gangi úr Alþjóðagjaldeyr- issióðnum. I viðtalinu við Newsweek seg- irhannm.a.: „Hungur og fátækt eru uppspretta ofbeldis.. og hungur og ofbeldi aukast þegar alþýðan verður að berjast við harkalegar aðhaldsaðgerðir... þess vegna er valið greinilegt: Annað hvort skuldir eða lýðræði." Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur krafist strangra aðhalds- aðgerða af skuldugum þjóðum sem skilyrðis fyrir frekari lánum frá sjóðnum. Garcia hefur lýst því yfir að Perúmenn muni aðeins verja 10% af útflutningstekjum sín- um til að greiða erlendar skuldir sem þýðir að þeir munu komast í vanskil með greiðslur til flestra skuldunauta sinna. Hann segir að erlendir bankar hafi enn ekki þrýst á stjórnvöld í Perú til að breyta þessari stefnu. En hann viðurkennir að það sé eðlilegt að bankarnir verji hags- muni sína: „Ef ég væri banka- maður myndi ég gera hið sama. Þess vegna bíðum við núna.“ Alsír: Fórnarlömb Frakka finnast að lokum Alsírborg-Reuter ■ Er alsírskir verkamenn hrófluðu við jarðvegi, fyrir nokkru, þar sem bækistöð frönsku útlendingahersveitar- innar stóð eitt sinn, fundu þeir beinagrindur 67 manna. íbúar í nærliggjandi þorpi telja að þetta séu líkamsleifar nokkurra þeirra alsírsku uppreisnar- manna sem voru teknir höndum af frönskum yfirvöldum í hinu svokallaða Alsírstríði er lauk árið 1962. Beinin fundust er unnið var að undirbúningi byggingar nys þorps um 350 km fyrir sunnan Alsírborg. Þau báru þess merki að hafa verið brennd ásamt ýmsu rusli. Á sama stað fundust byssukúlur og skothylki. Krabbamein sendir Kínverja í gröfina Peking-Reuter ■ Krabbamein er nú mannskæðasti sjúkdómur- inn í Shangai að sögn kín- verska vikuritsins Beijing Review. Um fjórðungur allra dauðsfalla í þessari stærstu borg Kína er vegna krabbameins en næst al- gengasta dánarorsökin eru hjartasjúkdómar. „Menningarsjúkdóm- arnir“, krabbamein og hjartasjúkdómar hafa þannig tekið við af hefð- bundnum sjúkdómum eins og malaríu, berklum og gulu sem helstu fjör- tjónssjúkdómarnir í Kína. Kínverjar segja að þetta stafi m.a. af bættum lífs- kjörum og betri heils- ugæslu sem hefur nær út- rýmt mörgum sjúkdómum sem áður voru mannskæð- ir. En þeir viðurkenna að fjölgun krabbameinssjúkl- inga og hjartasjúklinga stafar einnig af óheil- brigðu mataræði, reyking- um, aukinni iðnaðar- mengun og streitu. Algengustu krabba- meinssjúkdómarnir í Kína eru krabbamein í maga og meltingarfærum, lungna- krabbi og krabbamein í lifur. NEWSIN BRIEF October 1.1985 TUNIS - Israeli planes, in a dramatic sortie up the Mediterranean, hit the he adquarters in Tunisia of the Palestine Liberation Organization (PLO) with rockets and bombs, killing up to 50 people. • WASHINGTON - The White House called Isra- el’s raid on Palestine Li- beration Organization he- adquarters in Tunis „a leg- itimate response and an expression of self def- ence“. • CAIRO - Egypt cond- emned Israel’s attack on the Tunis headquarters of the Palestine Liberation Organization, calling it a „Criminal act against the Palestinian people." • BEIRUT - A Moslem group holding four Soviet embassy olficials hostage [Jj issued photographs of the g four men with pistols at Cq their heads and threaten- ^ ed to kill one of them "*• shortlv. # g£ WASHINGTON - A ^ Czechoslovak military ^ plane lired at least two rockets at a United States army helicopter over West Germany on Saturday but the rockets missed, thc Defence Department said. • JOHANNESBURG - Jailed South African black nationalist leader Nelson Mandela is having medical tests and wili undergo sur- gery within two weeks, his lawyer said. • BRUSSELS - Western leaders are likely to urge President Reagan to com- promise on his space def- cnce plan in exchange for big cuts in Soviet nuclear arms when they nieet this month, dipiomats said. • WARSAW - Poland’s next parliament would decide whether to amn- esty political prisoners after a general election on October 13. government spokesman Jerzy Urban said. • LONDON - The dollar fell further against other currencies on foreign exc- hanges, dcpressed by speculative selling that European traders attribut- ed to fears central banks will soon move jointly to attack the U.S. unit. • PARIS - President Fra- ncois Mitterrand is likely to resist pressure for a joint condemnation of space-based defensive we- apons during a visit this week by Soviet Leader Mikhail Gorbachev, his spokesman indicated. • FRANKFURT, WEST GERMANY - Fragile pe- ace reigned in Frankfurt following two nights of serious clashes ahead of a rally called in protest at the death of an anti-Nazi demonstrator. • LUXEMBOURG - Foreign Ministers of the European Community began talks expected to focus on fears that France might delay the entry of Spain and Portugal unless a special deal is agreed for other Mediterranean states. NEWSIN BRIEFA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.