NT - 02.10.1985, Blaðsíða 1

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 1
Sjávarútvegsráðherra á fundi með Vestfirðingum - Sjá bis. 4 ■ Ríkissjóður mun að öllum líkindum tapa, í beinhörðum peningum, á sölu hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum á næstu 3 árum. Tapið er vegna þess að skattafsláttur sem veittur er þcim sem kaupa hlutabréf, verður að öllum líkindum hærri en sú upphæð sem greidd verður í ríkissjóð fyrir bréfin á þcssum tíma. Ofangreint miðar við að hlutabréfin, sem Flugleiðir hafa nú boðið starfsmönnum sínum og hluthöfum til kaups. dreifist á 500-1000 aðila, en fjöldi hlut- hafa og starfsmanna er um 5000. Flugleiðir hafa boðið helming þeirra hlutabréfa sem þeir keyptu nú í haust til kaups, á sama verði og kjörunt, og fyrir tækið greiddi sjálft. Flinn helni- ingurinn verður til sölu á næsta ári. Ef skattafsláttur kaupenda bréfanna cr borinn saman við kaupverð bréfanna á núvirði er aðeins um 1,04 nafnverð, í stað 9.4 falds nafnverðs, eins og talað var um í útboðinu. Sjá nánar bls. 3. Túnis: ísraelsmenn gera loft- árás á PLO NEWS SUMMARYIN ENGLISHfj SEE P. 7 Viðskiptavit?: Tapar ríkið á sölu Flugleiðabréfanna? Skattafsláttur kaupenda næstu þrjú ár hærri en nemur greiðslum í ríkissjóð Túnis-Lúxemborg-Washington-Reuter: ■ Átta ísraelskar flugvélar steyptu sér inn yfir búðir Palest- ínuaraba í Túnis í gærmorgun eftir 2400 km flug og létu flug- skeytum og 500 kg sprengjum rigna yfir þær. Svo virðist sem markmið árásarinnar hafi veriö að rnyrða Yasser Arafat leið- toga PLO sem var staddur í búðunum. Hann slapp en 156 stuðningsmenn hans létu lífið eða særðust. Fimm hæða höfuðbækistöðv- ar PLO í Túnis þurrkuðust út í árásinni og tvær aðrar byggingar aðauki. PLOfluttu bækistöövar sínar til Túnis eftir innrás ísra- elsmanna í Líbanon árið 1982. Þar liafa þeir fengið að vera í friði hingað til. Israelsmenn hafa viðurkennt að þeir vissu að Yasser Arafat yrði í höfuðbækistöðvum sínunr þegar þeir gerðu árásina. En morðið á honum mistókst þar sem hann ákvað á seinustu stundu að ganga til höfuðbæki- stöðvanna í staðinn fyrir að aka þangað. ísraelsmenn halda því fram að þeir hafi gert árásina í hefndarskyni fyrir morð þriggja ísraelskra borgara í Kýpur í seinustu viku. En PLO harð- neitar því að samtökin beri ábyrgð á þessum morðum. Ríki heims hafa nær einróma fordæmt árásina. Egyptar, sem eru eina arabaþjóðin nreð stjórnmálasamband við ísraels- menn, voru fyrstir til að for- dærna hana sem glæp sent ógni friði við Miðjarðarhaf. Utanrík- isráðherrar EBE, sem nú funda í Lúxemborg, fordæmdu líka allir árásina sem einn maður. Bandaríkjamenn hafa hins vegar varið árásina og sagt hana lögmætt svar við hryðjuverka- árás. Stjórnvöld í túnis hafa hingað til haft mjög góð sam- skipti við vestræn ríki, þ.á m. Bandaríkin. Alþjóðleg tónlistarhátíð í Hollandi: Sérstakir íslenskir tónleikar ■ íslenskum tónskáldum hefur verið boðið að halda sérstaka íslenska tónleika á alþjóðlegu ISCM-hátíðinni í Hollandi sem er stærsta hátíð samtímatónlistar sem haldin er. Að þessu sinni verða flutt tónverk eftir sámtímatón- skáld frá 30 löndum. Á íslensku tónleikunum verða leikin verk eftir Guð- rnund Hafsteinsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Snorra Sigfús Birgisson og þau Nora Kornblueh sellóleikari, Ósk- ar Ingólfsson klarinettuleik- ari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld leika á tónleikunum sem verða í Amsterdam 8. okt- óber næstkomandi. Borgarstarfsmenn og hjúkrunarfræðingar: Segja upp samningum Semjum ekki svona aftur, segir Haraldur Hannesson ■ Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar og Hjúkrunarfé- lag íslands hafa sagt upp kjara- samningum sínum frá og með 1. janúar 1986. „Við erum orðin langþreytt á þessu samningastreði og von- umst einfaldlega til þess að það verði gerðir einhverjir samning- ar af viti og tryggðir með ein- hverju öðru en einhverjunr lof-' orðunr og yfirlýsingunr sern menn víkja sér svo undan að standa við,“ sagði Haraldur Hannesson formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar í samtali við NT. „Mergurinn málsins er að samningur eins og gerður var síðast verður ekki gerður aftur.“ Strætisvagnar Kópavogs: Miðinn í 25 kr. ■ Gjaldskrá strætis- vagna Kópavogs hækkaði um 13,6% 25. september sl. Kostar venjulegur far- nriði nú 25 krónur í stað 22ja áður. Þá er hægt að kaupa kort með 8 farmið- um á tvö hundruð krónur og kort með 44 farmiðum á eitt þúsund krónur. Far- gjald fyrir barn er sjö krónur en var áður sex. Þá eru til kort með svo kölluðum elli- og öryrkja- miðum, en þar kosta 20 farmiðar 140 krónur. Minnihluti bæjarstjórn- ar, sem Sjálfstæðisflokks- menn skipa, var andvígur því að afsláttarkort yrðu seld. Ástæðan fyrir því er sú að venjuleg fargjöld eru ekki seld á kostnaðar- verði heldur niðurgreidd af bænum. Rétt er að geta þess að ;allir þeir sem eru 67 ára og eldri og með lögheimili í Kópavogi geta fengið kort hjá Félagsmálastofn- un og geta þeir ferðast frítt með strætisvögnunum með því að sýna kortið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.