NT - 02.10.1985, Blaðsíða 15

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 2. október 1985 15 (97 Ráð til að endurheimta hugarró Eftir Mikjail Dmitruk Ýmsir erfiðleikar, vandamál og sorgir svipta okkur stundum hugarró. Sumir endurheimta hana með þvi að taka lyf, aðrir helga sig eftirlætis áhugamálum sínum. Enn aðrir reyna að ná tilætluðum árangri með sérstökum leikfimiæfingum, sem koma mönnum í gott skap. ■ Hæfileikinn til sjálfstjórn- ar, að skeyta ekki skapi sínu á öðrum og að leggjast ekki í þunglyndi, þegar erfiðleikar steðja að, er sjaldgæfur eigin- leiki. I flestum tilfellum er hann áunninn með þjálfun. En er hægt að hjálpa fólki, sem hefur orðið fyrir að vera geðvont og er komið yfir þann aldur, að það „læri“ af öðrum, til þess að ávinna sér þennan dýrmæta eiginleika? Það bæði getur og verður að læra sjálfstjórn. í fyrsta lagi vegna þess, að fljótræði tor- veldar líf ofui tilfinninganæmra manna og veldur öðrum sí- felldum erfiðleikum. í öðru lagi segja vísindamenn, að við- brögð þeirra við óæskilegu ástandi séu ósjaldan svo ofsa- fengin, að þeir brenni upp jafnmikilli taugaorku eins og fiugmaður, sem skotið er út úr flugvél við slys. Slíkt ofurálag hefur óhjákvæmilega áhrif á líkamann. Fyrr eða síðar brotnar hinn náttúrlegi aðlög- unarbúnaður líkamans niður. Oft leiða reiði, langvarandi sorg, stöðugur kvíði eða gremja til alvarlegra sjúk- dóma, svo sem of hás blóð- þrýstings, kransæðaþrengsla, maga- og skeifugarnarkrabba og sykursýki. f>að er bráðunauðsynlegt að draga úr taugaspennu í tíma. Pað hefur heppnast ágætlega hjá leikurum. Með sérstökum aðferðum geta þeir komið sjálfum sér í rétt hugarástand og framkallað réttar tilfinning- ar. Frammi fyrir áhorfendum þurfa þeir alltaf að vera í góðu formi, hvort heldur þeir hafa áhyggjur af einhverju eða eru ekki vel fyrir kallaðir. Jógar öðlast hugarjafnvægi og kraft með því að spenna og slaka á vöðvum sínum. Hvernig væri að fá eitthvað lánað frá þeim? Pað var þannig, sem Alexei Bojarsjinov, fyrrverandi leik- ari í Moskvu, bjó til óvenjulegt þjálfunarkerfi, sem hann kall- aði „leikfimi“ fyrir leikara í þágu samræmdrar fullkomn- unar“ (skammstafað LLSF). Það er svo einfalt, að það krefst ekki neinna sérstakra hæfileika. LLSF klúbburinn, sem Bojarsjinov stofnaði, var upphaflega einvörðungu ætl- aður leikurum, en hann hefur fært út áhrifasvið sitt frá því hann var stofnaður fyrir 9 árum. Nú sækjast félagar ann- arra starfsgreina eftir að ganga í hann. Ég sótti nokkrar kennslustundir í klúbbnum. Með fjaðurmagna skrefum gengur hinn vel á sig komni Bojarsjinov í fimleikasalinn. Hann er kominn yfir sextugt en sýnist 10 árum yngri. „Byrjumlþ skipar hann og gerir merki með hendinni. „Leggist niður! Lokið augun- um! Svefnbylgjur flæða um allan líkama ykkar. Aftur, frá höfði til fóta.“ Afbrigði sjálftilbúinnar þjálfunar, segi ég við sjálfan mig. Slík byrjun á kennslustund í fimleikum er engin tilviljun. Ef þú ert æstur, áhyggjufullur eða einfaldlega þreyttur, munu æfingarnar ekki gera þig hress- ari. Fyrst verðurðu að róast, fjarlægja allar vöðva- og tauga- þvingur.ef svo má orða það, sem eru samtengdar. Hvernig? Gerðu þér í hugarlund tvo bílstjóra, sem eru að deila um það, hvor þeirra sé ábyrgur fyrir árekstri. Líkamar þeirra eru spenntir, andlit þeirra af- mynduð, andardráttur þeirra er þungur og augu þeirra virð- aSt skjóta gneistum. ímyndaðu þér annað svið: Fólk í sumar- leyfi flatmagar í sólinni, liggur í velsæld á ströndinni, líkamar þess, andlit og taugar fullkom- lega afslöppuð. í báðum tilfell- um eru það merki, sem koma frá heilanum, sem stjórna vöðvunum, sem á hinn bóginn senda boð til heilans, er treysta ríkjandi ástand. Lág, kverkmælt, svæfandi rödd Bojarsjinovs er farin að hafa áhrif. Andlitin óskýrast og leysast upp eins og þau séu böðuð innra ljósi. Pátttakend- ur í námskeiðinu lýsa skynjun sinni á þessu stigi með ýmsum hætti: „Mér finnst ég undar- lega þéttur." „Ég finn ekki fyrir eigin líkamsþyngd “ „Ég er alveg rólegur Allir segja, að ástand syfjuleika og um leið algerrar einbeitingar, sem er nauðsynleg fyrir eftirfarandi æfingar, hefjist samtímis. Næst kemur nokkuð óvænt: „Búið ykkur nú undir að gráta! Lyftið augabrúnunum og fitjið upp á nefið. Syngið háa „e“ið í huganum. ímyndið ykkur, að það myndist ein- hvers staðar uppi í nefinu. Hækkið tóninn og lyftið brún- unum enn hærra! Ykkur líður vel og þið fellið tár af einskærri gleði!“ Ég fann innra með mér, að þetta hafði leikræn áhrif, og ég litaðist um með áhuga til þess að sjá áhrif æfinganna. Flest- um hafði vöknað um augu. Kæri lesandi, vertu hrein- skilinn, hve langt er síðan þú grést síðast? Felldir tár af létti, hrifningu eða í sigurvímu. Af einhverjum ástæðum hefur sú venja aflagst að sýna tilfinning- ar sínar opinberlega. Því miður. Leo Tolstoj ráðleggur fullorðnum að læra af börnum að vera hamingjusamur, en þau geta ekki falið tilfinningar sínar. Af þessum sökum skaltu til þess að byrja með reyna að framkalla gleðitár eftir geð- þótta. Þau eru ekki aðeins afsakanleg heldur eru þau og. eftir því sem vísindamenn segja, holl þar sem þau breyta samsetningu blóðsins og veita streituhormónunum út úr líkamanum. Ef þú heldur augabrúnunum upplyftum í nokkrar mínútur fylgir því til- finning gleði og léttir. „Nú, þegar þú ert búinn að gráta, þá hugsaðu um eitthvað jarðbundið, t.d. ljúffengan, ríkulegan miðdegisverð. ímyndaðu þér, að fyrir framan þig bakka með uppáhaldsrétt- unum þínum og að sýn þeirra og ilmur veki matarlyst þína. Hún vex. Pú finnur það með öilum líkamaþínum, meðfing- urgómunum, með hárrótun- um.“ í þessu tilfelli vildi ég skipta um orðið „matarlyst" - tala heldur um ánægjutilfinningu, nautn, sprottna af ímyndun- inni. Þegar allir eru orðnir barma- fullir af matarnautn, segir leið- beinandinn: „Hugsið ykkurnú sólbjartan sumardag. Ósjálf- rátt færist bros á varir ykkar. Brosið breiðar! Hlæið innra með ykkur eins og þið hafið rifjað upp eitthvað skemmti- legt.“ Brosviprur sjást. Brosin stafa af ánægju og í samræmi við gagnvirknisregluna auka þau hana að sínu leyti, bæta líkamlegt ástand mannanna og láta þá finna til einhvers, sem líkist auknum þrótti. Égskynja líkama minn með nýjum hætti: Allt virðist léttara en áður - höfuð, handleggir, fætur. Holl áhrif vingjarnlegs bross og hláturs hafa lengi verið þekkt. Á okkar tímum hafa lífeðlisfræðingar og lífefna- fræðingar uppgötvað leyndar- dóminn: Heili einstaídings, sem er glaður, fær róandi efni, sem kallast endorphine. Eitthvað svipað á sér stað, þegar maður skokkar. Næsta viðfangsefni gerir byrjanda ruglaðan. „Þér finnst þú þurfa að geispa. Þú teygir út handlegg- ina, lokar augunum og opnar munninn upp á gátt, er þú andar að þér. Kyrr, ekki að anda!“ Allir líta kátlega út. Eftir fáeinar sekúndur kemur út- öndunin en henni fylgir lágt, langdregið hljóð „u-u-u“, sem kemur neðan úr maga. Allir þátttakendur fylgja þessu eftir með ánægjulegum andar- drætti. Aftur og aftur gerir hver og einn sér upp djúpan geispa. Hvers vegna? Hvers vegna geispa menn yfirleitt? Lang- dregin innöndun skiptist á við snögga útöndun, vöðvar and- lits og barka ýmist teygjast mjög eða slappa alveg af. Súr- efnisríkt blóðið streymir inn í æðarnar í höfðinu og fjarlægir þreytu og taugaspennu. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir „hressandi" geispa fyrir svefninn? Náttúran sér til þess, að áhrif og tilfinningaleg reynsla dagsins komi ekki í veg fyrir að við föllum í rólegan svefn. En það er ekki nóg að ná hugarjafnvægi. Nauðsynlegter að varðveita það, festa það og þjálfa. Þess vegna er allt endurtekið aftur, en nú í tengslum við hreinar líkams- æfingar. Best fallnareru ýmsar kyrrstöðustellingar, m.a. „hatha-joga". Þegar ég reyni að líkja eftir því, sem allir aðrir voru að gera, þá náði ég engu af því - hvorki tilfinningunum né æf- ingunum. Ég fór að efast um. að það tæki því að koma aftur. Engu að síður, kynti það undir áhuga mínum, að allir nema ég höfðu greinilega ánægju af tímanum og héldu heim geisl- andi og glaðir. Augsýnilega var það efa- hyggja mín, sem stóð í vegin- um. Líkt og allir byrjendur þurfti ég áð gæta varúðar. Loks, í þriðja tíma, fann ég til ánægjulegrar syfj utilfinningar. Brátt „fékk“ ég matarlystina. Og innra brosið birtist. Og ég skildi, hvers vegna leiðbein- andinn sagði okkur að fitja upp á nefið. Það gerði andar- dráttinn frjálsari, léttari, meira hressari. Mín eigin reynsla sannaði mér, að með því að líkja eftir geispa, getur maður róað sig, og að fagnaðartár friða sálina. Að ráðleggingu þjálfarans einbeiti ég mér nú að því að varðveita góða skapið, ánægjutilfinninguna, fremur en að leikfimiæfingunum sjálfum. Eftir áreynslu kyrrstæðra stellinga virtist hlaup á staðn- um auðvelt, það var líkast því að líkami minn væri orðinn þyngdarlaus. Að lokum átti ég í vændum að ég færi að fljúga. í sannleíka sagt, þá tyllti ég mér á tær, lokaði augunum, baðaði höndunum. Mér fannst eins og barni, sem dreymir, að ég mæddist af flughraðanum. Eftir æfingatíma svíf ég bók- staflega. Höfuðið er hreint og býður heim vingjarnlegum og ánægjulegum hugsunum. Eg fór að sofa skemur en dýpri svefni en áður. Frá ritstjóra Spútniks í heimsstyrjöldinni síðari særðist Alexei Bojarsjinov illa: Hann fékk 14 sprengjubrot í sig í grennd við hjartað og vinstri handleggurinn lamað- ist. Læknarnir urðu að berjast harðri baráttu, fyrst fyrir lífi hans, síðan fyrir heilbrigði hans. Alexei barðist einnig. Viljastyrkur hans, sársauka- fullar æfingar og staðföst trú hans á víðtæka getu manns- líkamans hjálpuðu honum til þess að ná árangri. Hann lifði ekki aðeins af, hann endur- heimti aftur not af handleggn- um. Með tímanum tók Bojar- sjinov meira að segja að leika sundknattleik og knattspyrnu hjá íþróttaklúbbi áhuga- manna. Smám saman bjó hann til eigið æfingakerfi og prófaði verkanir þess á sjálfum sér. Samtímis óx sú sannfæring hans, að æfingarnar myndu verða öðrum til hjálpar, að þær myndu hjálpa til þess að leiða í ljós hinn mikla vara- forða og varnarmátt, sem nátt- úran hefur gætt manninn. Úr dagblaðinu Moskovskí Komsomolets 1 já K ' & ■ Teikningar eftir Vladimir Sviridov flokksstarf Norðurland - eystra Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason, halda almenna stjórnmálafundi sem hér seqir: Miðvikudaginn 2. október kl. 21.00 Bergþórshvoll, Dalvík. Fimmtudaginn 3. október kl. 14.00, Samkomuhúsið, Grímsey Fimmtudaginn 3. október kl. 21.00, Tjarnarborg, Ólafsfirði Föstudagur 4. október kl. 21.00, Samkomuhúsið, Grenivík Laugardagur 5. október kl. 21.00, Melar, Hörgárdal Sunnudagur 6. október kl. 14.00, Sólgarður, Saurbæjar- hreppi. Fimmtudaginn 3. október kl. 21.00 Tjarnarborg, Ólafsfirði. Föstudagur 4. október kl. 21.00 Samkomuhúsið, Grenivík. Framsóknarflokkurinn Þjóðmálanefnd Sambands ungra framsóknarmanna Áríðandi fundur verður haldinn niánudaginn 7. október að Rauðarárstíg 18, kl. 20.30. Fundurinn eröllum opinn. Framkvæmdastjorn SUF. Mosfellssveit - Kjalarnes - Kjós Aðalfundur Framsónarfélags Kjósarsýslu verður haldinn fimmtudaginn 3. október kl. 20.30 í Hlégarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hjartans þakkir færum viö börnum okkar og fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum sem minntust okkar með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum á merkisafmælum okkar í sumar. Ingibjörg og Jóhannes frá Flóðatanga. t Eiginmaður minn Jóhann Eiríksson Háteigsvegi 9, Reykjavík lést á Elliheimilinu Grund sunnudaginn 29. september. Helga Björnsdóttir t Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, Ingibjargar Örnólfsdóttur Droplaugarstöðum Reykjavík Laufey Magnúsdóttir, Ólafur Sæmundsson Helga Magnúsdóttir, Þórður Þórðarson Sigrún Magnúsdóttir, Trausti Magnússon Hrefna Lúthersdottir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa. Áma Ögmundssonar Galtafelli, Hrunamannahreppi Guðrún Guðmundsdóttir Áslaug Árnadóttir og Agnar Haraldsson Herdís Árnadóttir og Hannes Bjarnason Margrét Árnadóttir Svavar J. Árnason og Hrafnhildur Magnúsdóttir Hjalti Árnason og Guðrún Hermannsdóttir Jónfna G. Ögmundsdóttir Magnús Ögmundsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.