NT - 02.10.1985, Blaðsíða 5

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 5
og Kasparov jafnaði metin ■ Fjölmargir aðdáendur Garrí Kasparovs hér á landi geta tekið gleði sína að nýju. Þeirra maður jafnaði metin í heimsmeistaraeinvíginu í gær í skák sem stóð í aðeins 25 leiki. Karpov lék hrottalega af sér í lakari stöðu og lýsti sig sigraðan þegar algert afhroð blasti við. Fylgismenn hans, sem eru aðal- lega ýmsir sérvitringar og gamlir Stalínistar, geta huggað sig við þá staðreynd að Karpov er aldrei hættulegri en þegar blæs á móti; hann er þrautgóður á raunastund, hefur gífurlegan viljakraft eða með öðrum orð- um hinn sovéska karakter (sem hratt atlögu nasista í Seinni Heimsstyrjöldinni), svo ég noti nú orðalagið í skeyti sem horf- inn leiðtogi, Leonid Brezhnev, sendi heimsmeistaranum eftir skákorustuna við Baguio þar sem föðurlandssvikarinn Kort- snoj var ofurliði borinn. Aftur á móti þá nutu sín hvergi áður- nefndir eiginleikar Karpovs. Pvert á móti virtist hann þreytt- ur og mæddur og féll fyrir gildru af einföldustu sortinni. Garrí hefur undanfarið haldið uppi skefjalausum hernaði á virkið ósigrandi ýmist með árás úr launsátri eða leiftursókn á ber- svæði þar sem fjölmargir fót- gönguliðar hafa verið sendir beint í opinn dauðann sbr. 9. skákina. Pað er ekki óeðlilegt að ætla að nú hægist um. Kaspar- ov hefur jafnað og getur litið björtum augum fram á veginn. Hann virðist alls óhræddur að taka áhættu, en Karpov á hinn bóginn sýnist dálítið haml- aður vegna þess hversu kreddu- fastur hann er í byrjunarvali. Og þeirri spurningu er vita- skuld enn ósvarað hvort Karpov hafi úthald til að tefla jafn langt og lýjandi einvígi sem þetta. í fyrstu skákum einvígisins hefur Kasparov tekið þá stefnu að berjast til þrautar í hverri ein- ustu skák og það hlýtur að koma honum til góða þegar fram í sækir. I síðasta einvígi þar mikið á ótímabærum jafntéflis- tilboðum hans en þá voru að- stæður raunar aðrar eins og margoft hefur verið minnst á: 11. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Nimzoindversk vörn 1. d4 RÍ6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. RD 0-0 5. Bg5 c5 (Hann vill ekki endurtaka byrjunarleikina í 7. skákinni en þá lék hann 5. -d6.) 6. e3 cxd4 7. exd4 h6 8. Bh4 d5 9. Hcl dxc4?! (Hvítur nær að drepa á c4 í einu stökki. Venjulega er b.eðið með að drepa á c4 þar til hvítreita biskupinn er kominn í spilið. Sjá athugasemd síðar.) 10. Bxc4 Rc6 11. 0-0 Be7 12. Hel b6 13. a3 (Athyglisverður var mögu- leikinn 13. Re5 Rxd4 14. Rb5 með hugmyndinni 14. - Rxb5 15. Rc6 eða 13. - Bb7 14. Ba6! og stiandar 14. - Bxa6 á 15. Rxc6 Dd7 16. Rxe7t Dxe7 17. Rd5! og vinnur.) 13. .. Bb7 (Það athyglisverða við þessa stöðu er að hún kemur oft upp úr öðrum afbrigðum Nimzoind- versku varnarinnar (með eða án -h6 og - Bh4) en þá stendur hvítur hrókur á al en ekki cl eins og hér. Munurinn er greini- lega hvítum í hag. Næsti leikur hvíts er athyglisverður. Venju- lega er ieikið 14. Dd3 en Kasp- arov hefur aðrar meiningar.) 14. Bg3!? Hc8 15. Ba2 Bd6 (Svartur gat ekki hindrað 16. d5 með góðu móti t.d. 16. - Rd5 17. Rxd5 exd5 18. Dd3! með sterkri stöðu.) 16. d5! (Eina leiðin til að ná frurn- kvæði. Prátt fyrir mikil upp- skipti er aðstaða svarts allt ann- að en þægileg vegna yfirráða hvíts á miðborðinu.) 16... Rxd5 17. Rxd5 Bxg3 18. hxg3 exd5 19. Bxd5 Df6 lAlfl 1111 jgj!|#|! i|BI! 11 Mi JJlllllll 11 |i| V mm i bi (Ekki 19. - Ra5 vegna 20. Hxc8 Dxc8 21. Re5! og svartur á við mikla erfiðleika að rjá). 20. Da4 Hfd8 21. Hcdl! (21. De4 hefur ekkert uppá sig vegna 21. - Hd6 ásamt 22. - Hcd8. En nú erum við komin að hinum krítíska punkti skákar- innar. Hvítur. stendur betur vegna ýmissa hótana tengda f7 - reitnum og jafnvel máti í borði en það þarf stóran afleik af hálfu svarts til að útkljá skákina i aðeins fimm leikjum). 21. .. Hd7? (Hann vill hafa gott vald á 17 - reitnum en leikurinn hefur meinlegan galla sem Kasparov er fljótur að koma auga á. 21. - Hd6 er betra en e.t.v. hefur Karpov ekki geðjast að 22. He4 sem hótar 23. Hf4. Þá dugar 22. - Dd8 ekki vegna 23. Bxf7t Kxf7 24. Dc4t ásamt 25. Hf4t og vinnur. 22. - g5 er næstum þvingað, leikur sem Karpov er ekki gefinn mikið fyrir. Og kannski hefur hann óttast 23. Bxf7t!? Kxf7 24. Db3t Kg7 25. Hxd6 Dxd6 26. He6 Dd7 27. Dc3t Kh7 28. Df6 Dg7 29. Df5t Kh8 30. Hg6 Hf8 31. Hxg7 Hxf5 32. Hxb7 og hvítur ætti að vinna endataflið. 24. - Kf8 er betri leikur því staðan sem kemur upp eftir 25. Hxdó Dxd6 26. He6 Rd4! er svörtum í hag.) 22. Dg4! (Geysisterkur leikursem set - ur svartan í alvarlegari vanda.) 22... Hcd8?? (Karpov gerir sig sekan um ótrúlega yfirsjón. í svipinn man ég ekki eftir grófari afleik af hans hálfu. Kemur þó upp í hugann 21. einvígisskák hans við Kortsnoj 1974 sem hann tapaði í aðeins 19 leikjum. 111- skást var 22. - Hdc7 og það er ekki víst að 23. He4 hafi svo mikið upp úr krafsinu. 23. - Ra5 dugar þá ekki vegna 24. Hf4 Dxb2 25. Bxf7t Hxf7 26. Hxf7 Kxf7 27. Hd7t Kg8 28. Rd4! og vinnur. t.d. 28. - Dblt29. Kh2 Dh7 30. Rf5 og vinnur. Betra er 23. - Dxb2 strax og ekki er að sjá rakinn vinning í stööunni t.d. 24. Hdel Df6! 25. He6!? Dd8! o.s.frv. í stað 23. He4 virðist 23. b4! betra. Hvítur heldur uppi miklum þrýstingi á stöðu svarts og fyrr eða síðar hlýtur eitthvað undan að láta.) | 1 11111 iU±ll||||I IlllllilHI 11114111 |f§’ i lllllllJ 11 11011 01 III SIIIIIIII^IHI II 1 1101A '1111 11 .IIBII Bl 23. Dxd7! Hxd7 24. He8t Kh7 25. Be4t - Karpov gat'st upp. Staða hans er gersamlega vonlaus eftir 25. - g6 26. Hxd7. Staðan: Karpov 5 Vi Kasparov 5 Vi 12. einvígisskákin er á dagskrá á morgun og hefur Karpov hvítt. Enn skal minnt á skákskýringar í húsakynnum Skáksambands íslands. í gær skýrði Gunnar Gunnarsson skákina og lögðu fjölmargir leið sína á Laugaveg 71 þar sem Skáksambandið er til húsa. Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák Óvenjulegt lamb Frá fréttaritara NT á Hellissandi: ■ Heldur óvenjulega sjón var að sjá í Hraunskarðsrétt hér fyrir ofan Hellissand á laugar- dag. Þar var lamb sem leit út eins og nashyrningur og muna elstu menn ekki eftir slíku atviki. Eigandi þessa merkilega lambs er Guðbjartur Þorvarðar- son en hann er jafnframt réttar- stjóri í ár. Annars er allt gott að frétta héðan frá Hellissandi, einmuna- tíð var hér í sumar og berja- spretta var með allra besta móti, víða svo að móar voru svartir á að líta. Snæfell Konur í arkitektastétt: Gamli bærinn og Vesturgata 3 kynningarfundir í kvöld og annað kvöld ■ Konur í arkitektastétt halda tvo kynningarfundi í vikunni samhliða sýningum þeirra á Listahátíð kvenna. Fyrri kynningarfundurinn verður í Ásmundarsal við Freyju- götu í kvöld kl. 20.30. Þar sem Guðrún Jónsdóttir arkitekt heldur fyrirlestur um kosti og galla gömlu hverfanna í Reykja- vík. í Ásmundarsal eru ennfrem- ur sýnd verk 13 íslenskra kven- arkitekta auk litskyggnusýninga um finnskar konur í arkitekta- stétt. Síðari kynningarfundurinn verður í Kjallaraleikhúsinu, Vesturgötu 3 fimrntudaginn 3. október kl. 20.30. Þar kynna konur úr arkitektastétt sýningu sem nú er haldin í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3 og fjallar bæði um sögu húsanna og hug- myndir 5 arkitekta um framtíð- arnotkun þeirra. Tillögur þessar eru einmitt settar fram til að hvetja konur úr öllum stéttum og flokkum til að taka þátt í og hafa áhrif á mótun þeirrar starfsemi í húsun- um sem konur hafa nýlega keypt er ætlað að hýsa. Allir eru velkomnir á fund- ina. ■ Rafn Birgisson heldur hér á hinu nashyrningslega lambi en það er í eigu Guðbjarts Þorvarðarsonar. Mynd: Snæfell, Hellissandi. Hommi og lesbía bannorð: Einsdæmi af ríkisfjölmiðli - segir Þorvaldur Kristins- son hjá Samtökum 78 ■ „Það er einsdæmi að ríkis- fjölmiðill skuli standa svona að málum eins og hér er gcrt, því þar sem ég þekki best til til dæmis á Norðurlöndum njóta hommar og lesbíur fulls réttar til auglýsingamiðlunar með þeim rétti að fá að nefna sig sínum eigin nöfnum," sagði Þorvaldur Kristinsson hjá Samtökum 78 - félagi lesbía og homma á íslandi í samtali við NT. Útvarpsráð ákvað á föstudag að staðfesta fyrri ákvörðun um að samtökin mættu ekki notaorðin „hommi og Iesbía“ í auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi og vísar til reglugerðar þar sem kveðið er á um að auglýsingar megi ekki fara í bága við smekk og almennt velsæmi. „Það er auðvitað fyrst og fremst þeirra vandamál hvað þau telja að fari í bága við smekk og almennt velsæmi. Hins vegar stríðir þeirra skiln- ingur á smekk og almennu velsæmi illilega gegn skilningi upplýsts fólks í nágrannalöndum okkar í dag því nú er svo komið að Norðmenn sem standa fremst á lagalegum vettvangi hvað varðar afstöðu til homma og iesbía töldu ástæðu til að setja verndar- ákvæði inn í norsk hegningarlög 1981 þar sem talið er refsivert að mismuna hommum og lesbí- um á almennum vettvangi og meina þeiin að njóta þjónustu sem almennir borgarar hafa rétt á.“ Þorvaldur bætti því við að þetta verndarákvæði væri einsdæmi í heiminum en aðrar Norðurlandaþjóðir hefðu síð- an hafið umræðu um nauðsyn þess að setja slík ákvæði inn í eigin hegningarlög. Þing- mannanefnd Evrópuráðsins hefði samþykkt árið 1981 að krefjast þess af aðildarlöndum sfnum að þau endurskoðuðu og létu kanna stöðu homma og lesbía í löndum sínum og bæta rétt þeirra þar sem ástæða væri til. Að lokum sagði Þorvaldur að Samtökin 78 væru alfarið í auglýsingabanni í DY og þar væri einkamáladálkurinn með- talinn. Ekki hefði reynt á aug- lýsingamál homma og lesbía í Morgunblaðinu en blaðið hefði þar til í ár neitað að birta fréttatilkynningar frá sam- tökunum. Samtökin hefðu hins vegar ekkert út á önnur dagblöð að setja.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.