NT - 02.10.1985, Side 13

NT - 02.10.1985, Side 13
Miðvikudagur 2. október 1985 13 Laus úr fangelsi ■ Islenski sjómaðurinn sem setið hefur í fangelsi í Cuxhaven í tæpan rmínuð vegna kæru fyrir ofbeldis- rán er nú laus úr prísund- inni. Réttarhöld voru í máli hans í gær og var hann sýknaður af kærunni en gert að greiða um 450 marka sekt en það sam- svarar um 7200 íslenskum krónum. Konsúllinn í Cuxhaven sagði að sjómanninum liði vel og væri mjög ánægður með að vera laus úr þessu. Hann sagði að sjómað- urinn væri nú á heimleið. ■ Á myndinni sjást þrír úr stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar. Frá vinstri: Haukur Flosi Hannesson Hákon Sigurgrímsson formaður stjórnarínnar og Haukur Helgason. Á mvndina vantar Guðmund Jónsson og Jón Þórarinsson. NT-mynd Árni Bjama. ar. Hægt er að kaupa áskrift að öllum þessum þremur gerðum tónleika og vildu stjórnarmenn í Sinfóníuhljómsveitinni leggja áherslu á að menn væru ekki bundnir að því að fara sjálfir á alla tónleikana meðal annars væri upplagt að lána skírteinin vinum og vandamönnum. Nær 2 þús. húsbyggjendur sóttu um greiðsluerf iðleðkalán: Atvinnurekendur um 40% tekjulægri en launþegar launin hafði - 300 þús. að með- altali 1984. Meðaltekjur karla sem unnu hjá öðrum voru 40% hærri, eða 440 þús. M.a.s. ein- stæðu mæðurnar í hópi umsækj- enda voru mun betur launaðar en sjálfstæðu atvinnurekend- urnir með 340 þús. króna laun að meðaltali. Meðaltekjur tveggja fyrirvinnu fjöldkyldna voru 625 þús. en einnar fyrir- vinnufjölskyldna 440 þús. krónur. Meðaltekjur einnar fyrirvinnufjölskyldna voru þó mjög misjafnar eftir kjördæm- unr t.d. 565 þús. á Vestfjörðum og 510 þús. í Reykjavík á móti' aðeins 345 þús. á Norðurlandi vestra og 395 þús. á Suðurlandi. Flestar umsóknir af Reykjanesi Þótt meðaltekjur urnsækj- enda væru hlutfallslega lægstar á Norðurlandi vestra koniu það- an hlutfallslega lang fæstar um- sóknir eða aðeins 1,8%, en íbúafjöldinn þar er 4,5 % af þjóðinni. Hlutfallslega lang flcstar umsóknir komu frá Reykjanesi, 29,1% á móti 23,4% íbúafjöldans. Af öllum umsóknum voru 67,3% úr Reykjavík og Reykjanesi. Um 240 íbúðir yfir 200 fm Meðalíbúðin sem sótt var urn lán út á var um 130 fermetrar að stærð. Tæplega þriðjungurinn var undir 100 ferni., en rösklega þriðjungur (35,3%) 141 fer- metri eða stærri, þar af 11,4% eða 239 íbúðir sem voru yfir 200 fermetrar að stærð. Um þriðjungur umsókna kom frá 4ra manna fjölskyldum. En alls voru unr 3 af hverjum 4 umsókn- um frá 3ja til 5 manna fjölskyld- um. Rúmur helmingur umsækj- enda er 25-34 ára. Munur á meðalskuldum um- sækjenda var ekki mikill eftir landshlutum - um 1.240-1.250 þús. í Reykjavík og á Reykja- nesi en lægstar 1.050 þús. á Vest- og Austfjörðum. Vanskil- in voru mest hjá Reyknesing- urn, um 230 þús. að meðaltali, en minnst á Norðurlandi eystra, 165 þús. Skuldir ekki meiri á 1. íbúðinni en 4. Athygli vekur að enginn mun- ur er á skuldum eftir því hve margar íbúðir umsækjendur liafa átt. Skuldir þeirra sem búa í sinni fyrstu íbúð eru svipaðar og skuldir þeirra sem átt hafa eina eða fleiri íbúðir áður. Al- gengt er að unr fjórðungur skuldanna sé við Húsnæðis- stofnun, annar fjórðungur sé lífeyrissjóðslán og síðan helrn- ingur skammtímalán ýmisskon- ar, sem vafalaust valda mun stærri hluta greiðslubyrðarinn- ar. Um 3% eiga ekkert laust veð í ljós kom að 55 af þeim sem samþykkt var að veita lán gætu ekki leyst þau út vegna of hárra veðsetninga á íbúðum sínum, sem miðaðist við 90% af bruna- bótamati verkamannabústaða og 75% aföðrum íbúðum. Voru þeim gefnir möguleikar á að útvega veð í öðrum íbúðum eða sjálfskuldarábyrgð 3ja ábyrgð- armanna. Enn eiga 29 umsækj- endur eftir að ganga frá þessum atriðum og er búist við að nokkur hluti þeirra muni ekki geta leyst út sín lán. Fjöldauppsagnir rafeindavirkja hjá hinu opinbera ■ RafeindavirkjarhjáPóstiog síma og Ríkisútvarpinu sjón- varpi sendu í gær inn uppsagna- bréf. Taka uppsagnir þeirra gildi um áramótin. Með þessu eru rafeindavirkjarnir að þrýsta á stjórnvöld til að fallast á að Sveinafélag rafeindavirkja fari með samningsrétt þeirra. Að sögn Helga Rúnars Gunn- arssonar, starfsmanns og raf- eindavirkja, voru það tvenns- lags bréf sem yfirmönnum Póst og síma og Útvarpsins bárust í gær, annarsvegar bréf þar sem óskað er eftir að teknar verði upp viðræður við Sveinafélag rafeindavirkja, en rafeinda- virkjar í opinbetri þjónustu gengu í félagið í upphafi ársins 1985. Er farið fram á að ráðn- ingasamningi þeirra verði breytt í samræmi við það. Alls bárust yfirmönnum stofnananna bréf frá I20 manns þess eðlis. Auk þess tilkynntu 75 manns að verði ekki orðið við þessum óskum segi þeir upp frá og með áramót- um. Sagði Helgi Rúnar að reynt hefði verið að leysa þetta mál með því að ræða beint við ráðhcrra samgönguráðuneytis og menntamálaráðuneytis. Þeir hefðu vísað málinu til fjármála- ráðherra og hann svo aftur til fagráðuneytanna. - og töluvert slakari en einstæðar mæður ■ Um 930 þús. króna tekjur árið 1984 var meðaltalið hjá þeim útivinnandi (bæði) hjón- um í Reykjavík sem fengu synj- un við umsóknum sínum um lán Húsnæðisstofnunar vegna greiðsluerfiðleika vegna kaupa á íbúðarhúsnæði s.l. vor. Virðist því ljóst að fólk með tekjur allt upp í 1 milljón króna hafi sótt um slíka aðstoð. Meðaltekjur þeirra hjóna í sömu aðstöðu sem fyrirgreiðslu hlutu voru 625 þús. Alls voru þeir 2096 sem sóttu um slík lán. Samþykkt voru 1.852 lán að upphæð urn 241 millj. króna eða um 130 þús. krónur að meðaltali, en 244 umsóknum var synjað. Atvinnurekendur lang launalægstir Karlar í sjálfstæðum atvinnu- rekstri voru sá hópur umsækj- enda sem langsamlega lægstu Glæsilegar nýjungar auk fimmtudagstónleika Fjöldi frægra einleikara og stjórnenda kemur við sögu ■ Vetrarstarf Sinfóníuhljóm- sveitar íslands hefst á fimmtu- daginn með tónleikum í Háskólabíói. Sinfóníuhljóm- sveitin bryddar upp á ýmsum nýjungum í vetur og starfsárið verur glæsilegra en nokkru sinni því auk 16 fimmtudagstón- leika verða 4 helgartónleikar og 6 viðhafnartónleikar þar sem margir heimsfrægir einleikarar koma fram. Fimmtudagstónleikar hafa verið haldnir í 22 ár og að sögn Gunnars Egilssonar starfs- mannastjóra hljómsveitarinnar hefur mjög tryggur hópur fólks sótt tónleikana en sá hópur sé alltaf að vaxa. „Fjölbreytnin verður meiri í vetur en endra- nær og helgartónleikarnir og viðhafnartónleikarnir eru við- leitni til að ná til stærri hóps.“ Og það kennir svo sannarlega margra grasa á efnisskrá hljóm- sveitarinnar í vetur. Fyrstu helg- artónleikarnir verða laugardag- inn 9. nóvember og þá verður flutt leikhústónlist. Á öðrum helgartónleikunum verður flutt tónlist úr austri og vestri, á þeim þriðju verður flutt rússnesk tónlist og á fjórðu tónleikunum verður flutt norræn tónlist. Frægir einleikarar koma fram á þessum helgartónleikum m.a. gríska undrabarnið Dimtri Sgo- uros sem er aðeins 16 ára og leikur píanókonsert nr. 1 í b- ■ Einleikarar úr Blásarakvintett Reykjavíkur leika á fyrstu fimmtudagstónleikunum í Háskólabíói - fimmtudaginn 3. október. Þar verða flutt „Pastoral“ sinfónían eftir Beethoven, Mandaríninn makalausi eftir Béla Bartók og konsert fyrir fjóra tréblásara og hljómsveit eftir J. Francaix. moll eftir Tjaíkovsky og James Barbagallo sem vann brons- verðlaun í hinni frægu Tjaíkov- skykeppni píanóleikara í Moskvu 1982 en síðan þá hefur hróður hans farið vaxandi. Hann leikur einleik í Rhapsody in Blue eftir George Gershwin. Fyrstu viðhafnartónleikarnir eða stjörnutónleikarnir verða laugardaginn 16. nóvember. Þá kemur fram Anna-Sophie Mutt- er sem er liðlega tvítugur fiðlu- snillingur sem hefur heillað áheyrendur um allan heim frá því að sá frægi hljómsveitar- stjóri Herbert von Karajan upp- götvaði hana 13 ára gamla árið 1977. Hún leikur einleikshlut- verkið í Árstíðakonsertum eftir Vivaldi en meðal annarra við- fangsefna á þessum tónleikum verður sinfónía nr. 104 í D-dúr eftir Joseph Haydn. Amadeus- tónleikar verða svo í desember þar sem leikin verður tónlist eftir W.A. Mozart. í janúar verða Vínartónleikar sem að hluta til verða helgaðir minn- ingu tónskáldsins Roberts Stoltz. í apríl verður flutt verkið Stabat Mater eftir A. Dvorak í samvinnu við Söngsveitina Fíl- harmóníu og á sumardaginn fyrsta verða tónleikar fyrir alla fjölskylduna og þar verður flutt verkið Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofief og fleira skemmtilegt. Fyrstu fimmtudagstón- leikarnir verða núna á fimmtu- dag. Þá verður flutt sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68 eftir L.v. Beethoven, konsert fyrir fjóra tréblásara og hljómsveit eftir Jean Francaix og Mandaríninn makalausi eftir Béla Bartók. Stjórnandi verður grísk-þýski hljómsveitarstjórinn Miltiades Caridis og einleikarar úr Blásar- akvintett Reykjavíkurleika. Að sögn Hauks Flosa Hannessonar sem situr í stjórn sinfóníunnar en Mandaríninn makalausi gíf- urlega krefjandi verk og verkið á meðal annars að lýsa miklu ofbeldi og morði. Verkið var upphaflega samið sem ballett og það spratt upp mikil örvænt- ing þegar verkið var frumflutt árið 1926 en verkið er nú talið vera eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar. Þeir Haukur og Gunnar töldu það lýsa miklum gæðum hljómsveitarinnar að geta tekist á við þetta erfiða verk. Síðustu fimmtudagstón- leikarnir verða í lok mafmánað- Leiðrétting ■ Vegna fréttar í blaðinu 1. október s.l. um grafíska myndavél sem ACO hf. afhenli auglýsingastofunni, Svona gerum við, skal það leiðrétt að ACO hafi gefíð vélina. Auglýsingastofan greiddi fyrir hana fullt verð. Þessi mistök settu leiöinlegan blæ á fréttina sem NT vill biðjast afsökunar á hér með.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.