NT - 02.10.1985, Blaðsíða 10

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 2. október 1985 10 Beethoven vann Æskulýðssinfónía glímir við gamla og nýja meistara undir stjórn Mark Reedman ■ Ef trúa ætti dagblöðunum, snerist áhugamál unglinga um dans, föt og popphljómsveitir. Hljóðara er um starfsemi hins ótrúlega fjölda tónlistarskóla landsins, þar sem þúsundir unglinga rækta með sér verð- uga og varanlega lífsfyllingu. Enda listmúsík í senn fagrænt og óáþreifanlegt fyrirbrigði og greinilega ekki það sem kúl, töff og svalur gæi á að fást við, ef auglýsingaskrumið ætti ein- hverju að ráða. Þó gæti alveg eins farið svo, að fjölmiðlar gæfu erindi ungl- inga við listmúsíkina betri gaum á næstu misserum, ef hin nýstofnaða Sinfóníuhljóinsveit Æskunnar stendur sig framvegis eins vel og sl. laugardag í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Ég tala nú ekki um, ef þetta gerðist erlendis, því það er ríkt í okkur að vakna vel af værum svefni þegar „local boy makes good“ í útlandinu. Tíu helstu tónlistarskólar landsins eru nú aðilar að SÆ, þ.e.a.s. stærstuskólarSuðvest- urhornsins auk skólanna á Akureyri og ísafirði. Mark- miðið er sagt vera að „gefa nemendum.. tækifæri til að spila í fullskipaðri sinfóníu- hljómsveit... Með þessu móti er þeim nemendum sem stefna að atvinnumennsku í tónlist gefinn besti undirbúningur sem völ er á, og allir þátttak- endur njóta þess aga, sam- vinnu og þroska sem fæst með því að æfa og glíma við erfið verkefni og spila þau fyrir áheyrendur." Vonandi firra þeir ágætu tónskólastjórar sig ekki þar með allri ábyrgð á skólahljóm- sveitarrekstri heima í héraði. Allir vita, að langt komnir nemendur þurfa tíða brúkun, helst mánaðarlegt konsert- samspil eða oftar, þótt reyndin hérlendis sé nú yfirleitt þetta 2-3 hljómleikar á ári. Þetta framtak tónlistar- skólastjóranna, að stofna SÆ á aðsteðjandi æsku- og tónlist- arári sl. desember, er hið lofs- verðasta, enda slík Kólumbus- arlausn á praktískum vanda- málum (plássi, kostnaði, hljóðfæra(leikara) skorti o.þ.h.) einkum smærri skól- anna, aðfurðusætirhvíengum datt þetta í hug fyrr. Kveikjan mun hafa verið svonefnd Zuk- ofsky-mámskeið, sem hafa verið hér árlega í ein 6-7 ár, þar sem víðkunnur fiðluleikari og nútímatæknifræðingur á strengjaleik hefurstjórnaðætt- arlaukum tónþjóðarinnar í æðra samspili, framan af í kammerverkum, en síðan í vaxandi mæli í stórum hljóm- sveitarópusum. Þótti ýmsum grimmt að horfa upp á margt gott spilaformið, uppsafnað á þessu árlega námskeiði, eyðast á ný eftir nokkra mánuði. Til þess, segir fiskisagan, var SÆ meðal annars stofnuð: til að bjarga verðmætum. Fyrstu hljómleikar SÆ munu hafa verið í vor og var undirr. þá fjarri góðu gamni. Á laugardaginn var lék SÆ listir sínar fyrir opnum tjöldum í annað skipti, 67 manna lið sem telst dágóð lítil sinfóníusveit í dag, á stærð við SÍ. Áheyrend- ur voru ábyggilega fimmfalt fleiri, því að háfiðasalur MR var þéttskipaður. Þetta var fríður hópur á hljómsveitarpalli, ekki síst vegna þess að kvenfólkið dóm- íneraði gjörsamlega í efri strengjum (26 af 32) og reynd- Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Myndin er tekin á æfingu. ar í flestum hljóðfæragrúppum öðrum nema í hornum, tromp- etum, kontrabössum og slagverki. Þar ríkti ómengað karlaveldi. Nú er að útskýra þetta, kvennabaráttukonur! Á efnisskrá voru 4 verk frá jafnmörgum stílsöguskeiðum, Flugeldasvíta Hándels (barrokk), The Quiet City Cop lands frá 1940, Serenaða Ric- hards Strauss (með löngu au-i, útvarpsþulir) fyrir 13 blásara rómantík) og loks EroicaBe- ethovens, sem er glæsilegur frumburi rómantíska skeiðs- ins, þótt hún sé jafnframt agað afkvæmi Vínarheiðlistar Moz- arts og Haydns. Anzi stór og langur biti fyrir svona ungt fólk, hlaut manni að finnast. En spilarar sýndu að þeir voru ekki á sama máli. Frómt frá sagt tókst flutningur flestra verka með sannkölluðum glæsibrag. Það eina sem maður saknaði í flugeldasvítunni var snarpari punkteringar. Ég veit ekki hvort það er swing-synk- ópum dægurlaganna að kenna, ■ Fríður og föngulegur hópur nemenda og kennara á námskeiðum Leikfélags Akureyrar fyrir skömmu. Leikfélag Akureyrar: Námskeið fyrir áhugaleikfélög ■ Leikfélag Akureyrar hélt 5 námskeið í ýmsum greinum leiklistar fyrir fólk frá áhuga- leikfélögum á Norðurlandi fyrir skemmstu. Námskeiðin voru haldin að beiðni Leikfélaga- sambands Norðurlands og það var starfsglaður fimmtíu manna hópur sem vann í þessum opna skóla myrkranna á milli þá daga sem námskeiðin stóðu. Ingvar Björnsson ljósameist- ari L.A. kenndi lýsingu, Hilda Torfadóttir kennari og útvarps- maður leiðbeindi um raddþjálf- un, Sigríður Svana Pétursdóttir förðunarmeistari L.A. kenndi förðun, Þráinn Karlsson leikari kenndi leikmunagerð og Erla B. Skúladóttir leikari kenndi látbragðsleik og spuna. Að námskeiðinu loknu sýndu þátt- takendur dæmi um árangur erfiðisins og var gerður góður en það virðist lífsins ómögulegt að fá unga spilara (nema mjög reynda) til að „barokk-punkt- era“ vel. Hið fallega strengja- verk Coplands tókst einnig eigi allilla, með Ijúfum sólóum á enskt horn og trompet. Seren- aða Strauss var kannski við- kvæmust, enda kammerverk og kröfuhart þótt samið sé á skólaárum tónaljóðaskáldsins. Þar var og minnst gagn af sérþekkingu stjórnandans, en hann er sem kunnugt er fiðlu- leikari og strengjakennari. Stóri bitinn, sem reyndar var lengsta sinfónía síns tíma (1803-5), 3. sinfónía Beetho- vens. rann ótrúlega ljúflega niður. Að hægt skuli vera að æfa þetta prómeþeifska ferlíki með þvílíkri útkomu á tveim vikum, þegar óharðnaðir tón- skólanemar eiga í hlut gegnir furðu. En út komst hún, Aþena, úr enni Alföðurs, án teljandi vafninga. Þrátt fyrir örlítil „slys“ hér og þar, sem búast hefði mátt við að yrðu miklu fleiri en reyndust, swing- aði hljómlistarfólkið Beetho- ven gamla með slíkum dýna- mískum sveigjanleika, að mútta Sísí vestur í bæ hefði verið fullsæmd af. Víólur voru full fáliðaðar (6) fyrir þetta NT-mynd Ámi Bjama verk, en mikið var samt gaman að samstillingunni hjá efri strengjum á klístraðri stöðum, Þegar þeir stundum spiluðu sem einn maður. Og hornin þrjú smullu af sannri eldfíkn! Strengjabrúðurnar dírigentahreyfingar geta villt manni sýn: þrátt fyrir við- kvæman efnivið og viðkvæma áhöfn tókst stjórnandanum að leiða sinfóníuhljómsveit æsk- unnar fram til sigurs af sönnum hetjuskap. í Es-dúr, náttúr- lega. Megum við fá meira að heyra. RÖP Guðlauqur Berqmundsson skrifar frá U.S.A. rómur að. Margir lögðu á sig langa ferð, nemendur komu allt frá Hvammstanga og Þórshöfn. í tengslum við námskeiðið héldu leikfélögin á Norðurlandi árleg- an haustfund þar sem þau ræddu vetrarstarfið og báru saman bækur sínar. Þetta er fjórða árið í röð sem leikfélögin á Norðurlandi koma saman á haustnámskeiðum. íhaldsmenn koma sér fyrir í dómskerfinu ■ íhaldssamir þrýstihópar í Bandaríkjunum vita sem er, að Reagan forseti á eftir að skipa mikinn fjölda dómara í embætti, áður en annað kjör- tímabil hans er á enda. Þeir hafa heldur ekki legið á liði sínu, og róa að því öllum árum, að stjórnvöld velji menn, sem aðhyllast hug- myndafræði þeirra. Það er von íhaldsmannanna, að dómskerfið verði ekki leng- ur skipað frjálslyndum mönn- um frá Carter árunum að meirihluta, heldur „réttarfars- legum aðhaldssinnum*-. Þar er átt við, að dómurum sé veitt takmarkað svigrúm til að túlka lögin. Það myndi t.d. útiloka stefnumarkandi ákvarðanir Hæstaréttar, eins og þá að lögleiða fóstureyðingar. Jimmy Carter fyrrum forseti skipaði fleiri dómara en nokk- ur annar á valdaferli sínum, eða 258. Það er þó talið, að Reagan muni auðveldlega slá það met. Hann hefur þegar skipað 200 dómara í héraðs- og áfrýjunardómstóla, og einn í Hæstarétt. Enn eru 86 sæti auð, og búist er við að á næsta 3 1/2 ári muni tugir dómara- sæta losna. Þrýstingur íhaldsmanna hef- ur valdið ýmsum áhyggjum um framtíð dómskerfisins, og stofnuð hefur verið nefnd til að fylgjast með skipunum Reagans. Ralph G. Neas, framkvæmdastjóri samráðs- hóps 175 mannréttindasam- taka, segir, að íhaldsmenn geti ekki komið stefnumálum sín- um fram í þinginu, og þær stefnubreytingar, sem stjórn- völd geri á hverjum tíma, geti næsti forseti að engu gert. „Þess vegna vilja hægriöflin sjá til þess, að dómskerfið verði þétt skipað skoðana- bræðrum sínum, áður en Rea- gan forseti hverfur af sjónar- sviðinu," segir Neas. í dómsmálaráðuneytinu er þessari gagnrýni vísað á bug, og embættismenn segja, að þar sé ekki verið að hygia neinum á annarra kostnað vegna stjórnmálaskoðana. Engu að síður virðist sem þrýstingur íhaldsmanna sé far- inn að borga sig í reynd. Frá árinu 1982 hafa að minnsta kosti þrír líklegir kandídatar, með mikla og góða reynslu, verið settir til hliðar, vegna þess, að íhaldsmönnum tókst að sannfæra stjórnvöld um, að þeir væru of frjálslyndir. Á meðan hafa stjórnvöld skipað 12 menn í áfrýjunardómstóla, með blessun íhaldsmannanna. Talið er að Reagan dómar- arnir muni hafa mikil áhrif á dómskerfið. Margir þeirra voru tiltölulega ungir, þegar þeir settust í embætti áfrýjun- ardómara, og þeir munu vænt- anlega sitja þar lengi. Þar við bætist, að margar ákvarðanir þessara dómara verða endan- legar. Áfrýjunardómstólar endurskoða ákvarðanir hér- aðsdómara, og aðeins brot af úrskurðum þeirra fer síðan fyrir Hæstarétt. Gagnrýnendur segja, að margir þessara ungu dómara hafi hvorki nægilega mikla reynslu af lögunum, né lífs- reynslu til að geta orðið góðir dómarar. Almenningur komi inn í réttarsalina með raun- veruleg vandamál og dómar- arnir hafi ekki nógu mikið til að byggja á við ákvarðanatöku sína. Stuðningsmenn forsetans, eins og öldungadeildarþing- maðurinn Orrin G. Hatch, sem situr í dómsmálanefnd Öld- ungadeildarinnar, verja gerðir forsetans, og segja, að margir hinna ungu dómara séu mjög gáfaðir og þeir muni setja mark sitt á dómstólana. Demókratar hafa ásakað íhaldsmenn um að hafa gengið lengra en aðrir í því að koma mönnum sínum í dómarasæt- in, á meðan Repúblikanar svara því til, að stjórnvöld hafi staðið sig frábærlega vel í að skipa hæfa menn til starfans. (Byggt á þingtíðindum)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.