NT - 02.10.1985, Side 17

NT - 02.10.1985, Side 17
Miðvikudagur 2. október 1985 17 ■ Sagt er að söngvarnir hennar Re-Mi litlu séu áreiðanlega áhrifameiri í þágu friðarins en hinar endalausu samningaviðræður stjórnmálamannanna. Re-Mi litla er komin af tónlistarfólki og hún er aldrei ánægðari en þegar þau eru að æfa saman fallegt lag. Hér er hún við upptöku á plötu, en foreldrarnir hafa komið sér upp tækjum til þess í stofu sinni í íbúðablokk á hæðunum fyrir utan Beirut, þar sem ekki er alveg eins ófriðlegt og í miðborginni. ■ René, pabbi Re-Mi, (hún er skírð eftir tónstiganum!) kennir henni nýtt lag við píanó- ið. ■ „Ég breiði upp fyrir liöfuð þegar farið er að skjóta eða skríð upp í rúm til möinmu og pabba,“ sagði Re-Mi í París, þegar hún var spurð um stríðið í heimaborg hennar. Litla stúlkan í Líbanon syngur um frið en hún hefur aldrei upplifað hann ■ Úr hálflirundum hús- um í Beirut má stundum heyra barnsrödd sem syng- ur björtum rómi fallegt lag og ljóö sem flest hver eru um hinn langþráða frið. Petta er hún Re-Mi litla Bendalay, tæplega 6 ára telpa sem syngur. Hún hefur sungið inn á margar plötur, eða um 10 söngva. Lögin hefur René, pabbi hennar, gert við ljóð Houda móður hennar. Eitt laga Bendalay-fjölskyldunnar hefur komist í toppsæti á vinsældaiistum, og Re-Mi hefur þegar leikið í einni kvikmynd, „Aminée undir regnboganum“. Re-Mi litla söng við hátíðahöld í forsetahöll- inni í Beirut um síðustu áramót, þar var boðið til veislu sendiráðsfólk sem enn er í landinu. Sagt var að varla hefði verið þurrt auga í samkvæminu þegar Re-Mi söng um friðinn sem allir þrá. Ljóðið var eitthvað á þessa leið: Ég er lítið barn og mig langar til að leika mér, af hverju má ég það ekki? Brúðurnar mínar bíða mín. Vinir mínir biðja guð um frið, og lítil hjörtu grátbiðja, - gefið okkur frið! Nýlega kostuðu líbönsk yfirvöld Re-Mi litlu í ferð til Parísar, þar sem hún kom fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Frakklands „Champs El- ysées“. 15 millj. manna horfðu og hlustuðu á litlu stúlkuna frá Líbanon syngja um frið. ■ Re-Mi í heimsókn hjá líb- anskri herdeild, en hún er átrúnaðargoð og eftirlæti alira. Hún fær heila póstpoka af aðdáendabréfum, - en er lítið farin að lesa sjálfT ÚTSALA Útsalaánýjum vörubílahjólbörðum af öllum stæröum og mörgum viöurkenndum tegundum. Dæmi um verö: 900x20 Nylon verö frá kr. 8.650,00 1000x20 Nylon verö frá kr. 9.700,00 1100x20 Nylon verö frá kr. 10.800,00 1200x20 Nylon verö frá kr. 11.400,00 Vörubílstjórar: komið, skoöiö, geriö góö kaup. Barðinn Skútuvogi 2, sími 30501. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA við nýja póst- og símstöð á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar veitir póstútibússtjóri í R-7 (vesturbæjarútibú) sími 26000. Kópavogskaupstaður - Deiliskipulag Auglýst er deiliskipulag í Suðurhlíð, Digranes í samræmi við grein 4.4. í Skipulagsreglugerð frá 1. ágúst 1985. Teikningar ásamt greinagerð, skilmálum og leiðsöguteikningum fyrir reit merkt- an A, liggja frammi á skrifstofu bæjarverkfræð- ingsins í Kópavogi, Fannborg 2, 3. hæð frá og með 2. október til 2. nóvember 1985. Athuga- semdir ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast bæjarverkfræðing fyrir 5. nóvember n.k. Bæjarverkfræðingur Laus staða Staða forstjóra Rannsóknastofnunar land- búnaðarins er laus til umsóknar. Umsækjend- ur skulu hafa lokið háskólaprófi í raunvísind- um og vera sérmenntaðir í einhverri grein búvísinda. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 31. október 1985. Landbúnaðarráðuneytið, 30. september 1985. Nei takk ég er á bílnum UUMFEROAR F RÁO

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.