NT - 02.10.1985, Blaðsíða 6

NT - 02.10.1985, Blaðsíða 6
auglýsingar varahlutir ■ varahlutir Hedd hf. Skemmuvegi M-20 Kópavogi Varahlutir - ábyrgð - viðskipti Höfum fyrirliggjandi varahluti í flestar tegundir bifreiða, m.a. Galant 1600 árg 79 Subaru 1600 árg 79 Honda Civic árg 79 Datsun 120 Aárg 79 Mazda 929 árg 77.. Mazda 323 árg 79 Mazda 626 árg 79 Mazda 616 árg 75 Mazda818árg76 Toyota M II árg 77 Toyota Cressida 79 Toyota Corolla árg 79_ Toyota Carina árg 74 Toyota Celica árg 74 ; Datsun Diesel árg 79 Datsun 120 árg 77, Datsun 180 B árg 76 Datsun 200 árg 75 Datsun 140 J. árg 75 Datsun 100 Aárg 75 Daihatsu Carmant árg 79 Audi 100 LS árg 76 Passat árg 75 Opel Record árg 74 VW 1303 árg 75 C Vega árg 75 Volvo 343 árg 79 ' • Range Rover árg '75 Bronco árg 74 Wagoner árg 75 Scout II árg 74 Cherokee árg 75 Land Rover árg 74 Villis árg '66 Ford Fiesta árg ’80 Wartburg árg ’80 Lada Safir árg '82 Lada Combi árg '82 1 Lada Sport árg '80 Lada 1600 árg '81 Volvo 142 árg 74 Saab 99 árg 76 ! Saab 96 árg 75 Cortina 2000 árg 79 , Scout árg 75 V-Chevelle árg 79 ; A-Alegro árg '80 Transit árg 75 Skodi 120 árg ’82 Fiat 132 árg 79 Fiat 125 P árg’82 F-Fermont árg 79 j, .F-Granada^árg 78 Mini árg 78 Ábyrgð á öllu, allt inni þjöppumælt’ og gufuþvegið. Vélar yfirfarnar eða uppteknar með allt að 6 mánaða ábyrgð. ísetning ef óskað er. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs og jeppa. Staðgreiðsla. Opið virka daga frá kl. 9-19 laugardaga kl. 10-16. Sendum um land allt. Hedd h.f. síma 77551 og 78030 Reynið viðskiptin ökukennsla Kenni á Audi ‘82. Nýir nemendur geta byrjað strax og greiða aðeins tekna tíma. Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi. Æfing í borgarakstri. Lærið þar sem reynslan er mest. Greiðslu- kjör, ennfremur Visa og Eurocard. Símar 27716 og 74923. Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar. Aðalpartasalan Simi 23560 Autobianci'77 Buick Appalo’74 AMCHornet'75 HondaCivic’76 AustinAllegro'78 Datsun 100 A'76 AustinMini’74 Simca1306’77 •Chevy Van 77 ' Simca 1100 77 Chevrolet Malibu’74 Saab 99 73 Chevrolet Nova 74 Dodge Dart '72 DodgeCoronet '72 Ford Mustang 72 Ford Pinto'76 Ford Cortina'74 Ford Escort '74 Fiat 131 77 Fiat 132 76 Fiat 125 P '78 Lada1600 '82 Lada1500 78 Lada1200 '80 Mazda323 77 Mazda929'74 Volvo145'74 VW1300-1303 7- VW Passat 74 MercuryComet’7 Skoda120L 78 Subaru4WD '77 Trabant’79 Wartburg'79 ToyotaCarina'75 ToyotaCorolla'74 Renault4’77 Renault5'75 Renault12'74 Peugout504 '74 Jeppar Wagoneer'75 RangeRover’72 Scout 74 Ford Bronco 74 Ábyrgð á öllu, kaupum bíla til niðurrifs, sendum um land allt. Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga frá kl. 10-16. Aðal- partasalan Höfðatúni 10, sími 23560. BIIAUI6A REYKJAVÍK: 91-31815/686915 AKUREYRI: 96-21715/23515 BORGARNES: 93-7618 VÍÐIGERÐl V-HÚN.: 95-1591 BLÖNDUÓS: 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: 95-5884/5969 SIGLUFJÖRÐUR: 96-71498 HÚSAVÍK: 96-41940/41594 EGILSTAÐIR: 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: 97-3145/3121 SEYÐISFJÖRÐUR: 97-2312/2204 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: 97-8303 interRent skipaafgreiösla jes zimsen hf Bjóðum eftirtalda þjónustu: - frágangur innflutningsskjala - frágangur útflutningsskjala - bankaþjónusta og ferðir í toll - umsjón með endursendingum tollafgreiddra og ótollafgr. vara - verðútreikningar - pökkun og umsjón búslóða til flutnings - transit vöruafgreiðsla - telexþjónusta - vélritunar og Ijósritunarþjónusta - erlendar bréfaskriftir, viðskiptabréf. Öll almenn flutningsmiðlun. f STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. T [' Miðvikudagur 2. október 1985 6 út 1 öncfl Afganistan: Sovétmenn eltast við fimm franska lækna Læknisaðstoð við afganska uppreisnarmenn litin hornauga Islamabad-Reuter: ■ Sovéski herinn í Afganistan leitar nú ákaft fimm evrópskra lækna sem sagðir eru vera í landinu. Mikil harka hefur einkennt leitina og eru 34 Afganar taldir hafa verið drepnir af sovéskum hermönnum vegna hennar. Þess eru mörg dæmi að evrópskir eða bandarískir borgarar hafi farið inn í Afganistan með uppreisnar- mönnum til þess að fylgjast með þeim eða aðstoða þá. Flestir hafa verið blaðamenn eða læknar. Samtökin „Medicins Sans Frontieres" eða „Læknar án landamæra" eru heims- þekkt vegna starfs í Afganistan. Læknarnir fimm teljast til þeirra og eru sagðir hafa komið scr upp aðstöðu í Mazar-I-Sharif. Unr leið og .fréttir bárust af hinni sovésku læknaleit tilkynnti hópur uppreisnarmanna að ungur banda- rískur blaðamaður hefði fallið í nágrenni við borgina Kandahar. Að sögn var hann þar á ferð ásamt tveimur bandarískum læknum og fréttamanni. Eldflaugaárás var gerð á vörubifreið sem þeir voru í og blaða- maðurinn var grafinn á staðnum án þess að kunnugt sé hver hann var. Félagar hans þrír eru enn sagðir vera í Áfganistan. Undanfarnar vikur hafa geisað hörð átök víða í landinu og hafa Sovétmenn gripið til þess úrræðis að hefna fyrir árásir uppreisnarmanna með stórfelldum loftárásum á þá staði þar sem stjórnarhermenn eða sovésk- ir hermenn eru vegnir. En stjórnvöld í Kabúl virðast ekki láta blóðsúthellingarnar á sig fá. Dagblað kommúnistastjórnarinnar birti fyrir skömmu grein þar sem fjallað var um hina ýmsu ferða- mannastaði í Afganistan sem ættu sér enga hliðstæðu. Að auki var skorað á erlenda ferðamenn að kynna sér þá af eigin raun. Pað sem vakti furðu var að flestir þeirra staða sem nefndir voru í greininni eru ekki á valdi Karmal-stjórnarinnar eða á alræmdum átakasvæðum. Þannig nefndi greinar- höfundur t.d. Nuristan-hérað sem „sérstaklega athyglisvert fyrir ferða- rnenn og veiðimenn". Þangað hefur enginn afganskur eða sovéskur her- maður komið síðan Sovétmenn réð- ust inn í landið árið 1979. Héraðið hefur frá þeim tíma algerlega verið á valdi uppreisnarmanna. Palme biður um efnahagseiningu Stokkhólmur-Keuler ■ Olof Palme forsætisráðherra Svía óskaði í gær eftir þjóðareiningu við lausn efnahagsvandamála sænsku þjóðarinnar. Hann sagði í opnunar- ræðu sinni á þinginu að allir stjórn- málaflokkar bæru ábyrgð á framtíð ríkisins og bað stjórnarandstöðuna urn að hafa samvinnu við stjórnina um lausn efnahagsvandans. Palme sagði að stjórnin myndi fylgja aðhaldsstefnu til að draga úr verðbólgu. Reynt yrði að halda skatta- byrðinni sem næst óbreyttri en ríkis- útgjöld yrðu minnkuð til að draga úr hallanum á fjárlögum sem hefur neytt Svía til að taka mikil lán erlendis. Palme lagði áherslu á mikilvægi þess að gera heildarsamninga um launakjör seni sköðuðu ekki við- skiptahagsmuni Svía. Stærsti banki Svía, Skandinaviska Enskilda Banken, spáir tveggja ára kreppu í Svíþjóð ef stjórninni tekst ekki að halda launum niðri í landinu. ■ Palme biður stjórnarandstæðinga um að hjálpa sér til að leysa efnahags- vanda sænsku þjóðarinnar. Gorbachev í París ■ Gorbachev þarf ekki að hafa áhyggjur af mannréttindagagnrýni Frakka þar sem hann þarf ekki annað en að minna þá á frönsku leyniþjónustuna sem sökkvir skipum í fjarlægum löndum samkvæmt fyrirskipun franskra stjórnvalda. París-Moskva-Reutcr ■ MikhailGorbachevkemurtilPar- ísar í dag í fyrstu opinberu heimsókn sína til Vesturlanda eftir að hann varð æðsti leiðtogi Sovétríkjanna fyr- ir hálfu ári. Hinn nýi utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, Eduard Shevardnadze, mun ásamt fleiri háttsettum sovésk- um leiðtogum koma með Gorbachev til Frakklands. Almennt er búist við því að þeir félagar muni nota heim- sóknina til Frakklands til að koma á framfæri andstöðu Sovétmanna við áætlanir Bandaríkjamanna um víg- væðingu úti í geimnum. Samskipti Sovétmanna og Frakka hafa verið einstaklega stirð frá því að sósíalistar kþmust til valda í Frakk- landi 1981. Áður en Mitterrand varð forseti höfðu franskir forsetar haft þann sið að hitta sovéska leiðtoga einu sinni á hverju ári og gefa út með þeim sameiginlegar yfirlýsingar um ýmis mál. Istanhul-Rcuter: ■ Norrænir víkingar eru nú aftur farnir að sigla fleyjum sínum til verslunarborgarinnar frægu Konstantínópels í Aust- urvegi. Sænska víkingaskipið Krampmacken sigldi í höfn tyrknesku borgarinnar Istanb- úls nú um helgina en hún var til forna þekkt undir nafninu Kon- stantínópel. Skipið lagði af stað frá Got- landi í Eystrasalti fyrir tveimur árum. Víkingarnir þræddu ár og skipaskurði þar sem slíkt var mögulegt en drógu stundum skip sittyfir þurrlendi á milli vatnsfalla. Á vetrum höfðu þeir vetursetu á hótelum og í heima- húsum. Upphatlega var ætlunin að sigla sömu leið og norrænir víkingar í fornöld fóru með skinn og raf til höfuðborgar Ottomansveldisins í Tyrklandi þar sem þeir keyptú gull og gimsteina fyrir heimferðina. Víkingarnir neyddust samt til að hætta við að sigla um Rúss- land þar sem frumbyggjarnir reyndust fjandsamlegir og neit- uðu að opna landamæri sín fyrir víkingainnrás. Þeir urðu því að sigla þess í stað í gegnum Pólland. Tékkóslóvakíu, Ung- verjaland. Júgóslavíu, Rúmen- íu og Búlgaríu þar sem íbúarnir voru vinsamlegri. Frumkvöðull fararinnar. fornleifafræðingurinn Erik Nylen. lét gera skipið sam- kvæmt teikningum og rissi frá elleftu öld. Hann var samt ekki í hópi þeirra níu víkinga sem I mönnuðu skipið heldur kaus hann frekar að aka á fjórhjóla | farartæki til Istanbúls. Mitterrand heimsótti Sovétríkin í júní á seinasta ári og fann þá að því við Sovétmenn hvernig þeir færu með eðlisfræðinginn Andrei Sakharov sem þekktur er fyrir andstöðu sína við mannréttindabrot í Sovétríkjunum. Ólíklegt er talið að Mitterrand muni ræða mikið um mannréttindabrot Sovétmanna að þessu sinni þar sent mjög stutt er síðan komst upp um sprengjuárás frönsku leyniþjónust- unnar á skip grænfriðunga í höfn á Nýja Sjálandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.