NT - 06.10.1985, Qupperneq 7
NT Sunnudagur 6. október 7
Saga
húss
Pakkhús verður gallery
„Gamli“ Lundur, þegar þetta nafn
er nefnt kannast flestir Akureyringar
sem komnir eru að miðjum aldri við
gisinn og veðurbarðan timburhjall
sem stóð á Eyrinni fyrir sunnan
Eiðsvöllinn. Þetta hús sem á sér
merkilega sögu sem næstum allir
voru búnir að gleyma og beið að mati
flestra einungis þess að verða jafnað
við jörðu. Þeir höfðu rangt fyrir sér
það sem áður var hreysi er nú höll.
Jón Gíslason trésmiður á Akureyri
hefur endurbyggt húsið frá grunni,
fyrir eigið fé, og ætlar að reka þar
gallery og aðra menningarstarfsemi.
Þetta hús er byggt árið 1858 og
kemst það fyrst í skjöl embættis-
manna á þann hátt að Eggert Briem
sýslumaður sendir amtmanni sínum
bréfstúf þar sem hann ber sig upp
undan því framtaki að reisa hús á
Oddeyrinni. Líkast til er þessi and-
staða þáttur í viðleitni yfirvalda að
stemma stigu við því að uppflosnað
fólk úr sveitunum flæktist á mölina í
þurrabúðarvist og fátækt. Það var
þróun sem ekki var stöðvuð og flýtti
mjög fyrir borga- og bæjamyndun á
fslandi.
Það er sunnlenskur maður sem
reisir þetta hús, sem á laugardaginn
sjötta október, um hundrað tuttugu
og sjö árum síðar verður opnað sem
gallery. Hann hét Lárus Hallgrímsson
og var bróðir séra Sveinbjörns Hall-
grímssonar sem var ritstjóri Þjóðólfs
um tíma. Honum auðnaðist ekki að
búa í húsinu, komst aldrei lengra en
að gera það fokhelt. Þá tekur að
sækja að honum sinnisveiki og bendir
sumt til þess að ofneysla áfengis hafi
átt sinn stóra þátt í því. Yfirvöld voru
hörð og miskunnarlaus og hann var
fluttur hreppaflutningum heim í sveit
sína.
Húsið fokhelda á Oddeyrinni var
nú boðið upp, þrir menn buðu í húsið,
misjafnar upphæðir eins og gengur.
Sá maður sem lægst bauð hét Jón
Laxdal og er það vart í frásögu
færandi, nema hvað honum var sleg-
ið húsið. í uppboðslýsingunni kemur
skýring á þessu undarlega tiltæki,
tpar sem yfirvöld bera stórlega brigður
á að hinir mennirnir tveir séu þess
umkomnir að greiða það fé er þeir
lofa, og seldu þess vegna Jóni húsið;
þar sem þau voru örugg um að nægir
peningar væru fyrir hendi. Jón Laxdal
mun hafa búið í húsinu skamman
tima og ýmsar fjölskyldur þar á eftir.
Lundur hefur fengið að hýsa sinn
skammt af ógæfufólki svo var með
Guðjón Jónsson sem eignaðist það á
eftir Jóni. Litlar heimildir eru til um
Guðjón þennan utan þær að hann
stytti sér aldur í húsinu, hengdi sig.
Lundur er íbúðarhús fram til ársins
1873 þegar Gránufélagið kaupir það,
þá var rifið innan úr því og því breytt
í einhverskonar pakkhús þó ekki sé
ólíklegt að önnur starfsemi hafi farið
þar fram jafnhliða s.s. sölustarfsemi.
Gránufélagið var með þessu að koma
sér upp aðstöðu og fótfestu í næsta
nágrenni Akureyrar þar sem félaginu
hafði verið neitað um fyrirgreiðslur.
Árið 1880 er stofnuð niðursuða í
Gamla Lundi, Þorsteinn Einarsson
hafði forframast í þeirri iðn í Noregi
,og hann og líkast til einhverjir fleiri
hófu að bræða og sjóða niður, sú
starfsemi stóð í nokkur ár.
Faðir Jóhannesar á Borg, Jósep
að nafni, sem nefndur var „keyrari"
eftir atvinnu sinni, eignaðist Lund
1890 og breytti honum aftur í íbúðar-
hús.
Það var svo hlutverk hússins allt
fram á sjötta áratug tuttugustu aldar
að hýsa fjölskyldur þangað til Völund-
ur Kristjánsson hóf að hamra heitt
járnið á steðjum undir þaki Gamla
Lundar og járnsmiðja hans var í
húsinu allt þar til hann lést árið 1981.
Þá færðist þögn yfir þetta hús sem
átt hafði svo litríka sögu: Hafði verið
byggt af manni sem fluttur var
hreppaflutninga, selt lægstbjóðanda,
átt bjálka fyrir hengds manns snöru,
verið pakkhús, íbúðarhús, niðursuða
og járnsmiðja.
Gluggarnir voru brotnir af þeim er
vita ekki að „gæfumenn brjóta aldrei
gler“ og raftarnir héngu saman meir
af gömlum vana en að nokkur skyn-
samleg ástæða væri fyrir því að þeir
gerðu það. Þegar fokið virðist í flest
skjól fyrir þessu gamla húsi kaupir
Jón Gíslason það fyrir tveimur árum
og hefur á þvi endurbætur sem
verða að hreinni nýsmíði svo illa var
Gamli Lundur farinn.
Gamli Lundur orðinn sem nýr. - Húsið að utan.
Stungið á hálsæðarnar
Strax eftir að skrokkurinn hefur verið los-
aður úr gærunni er honum snúið við og hengd-
ur upp á hæklana. Þá er stungið á slagæðarn-
ar í hálsinum og blóðið látið leka úr
skrokknum. Þaðan rennur það um rásir niður
í kjallara sláturhússins þar sem því er pakkað
í plastpoka og pappakassa og síðan selt til
sláturgerðar.
Tekið innanúr
Eftir að skrokkurinn hef ur verið þveginn og
snyrtur er kviðurinn ristur og innyflin fjarlægð.
Þau eru síðan skilin sundur við sérstakt borð
þar sem hvert líffæri hefur sína rennu niður í
kjallarann.
Engu er hent nema lungum en ráðgert er
að nýta þau í framtíðinni sem dýrafóður.
Pökkun og hreinsun
innmatar
Niðrí kjallaranum hefur hver maður sitt
hlutverk. Þar eru gærur snyrtar og hausar
búnir undir svíðingu. Lifur, nýru og hjörtu eru
þökkuð eða send í frystingu. Garnir og
vambir, sem síðar verða umbúðir utan um
pylsur og slátur, eru hreinsaðarog hrútspung-
um pakkað til geymslu fram að þorra.
Skrokkurinn kominn af
færibandinu
Eftir að dýralæknir hefur skoðað skrokk-
inn og gæðametið er hann vigtaður og síðan
stimplaður og merktur. Þá fer hann í kæli-
geymslu þar sem hann er látinn hanga yfir
nótt.
Þegar hér er komið eru liðnar tæpar sextán
mínútur síðan skotið reið af og skrokkurinn er
nú um 40% af upphaflegri þyngd sinni.