NT - 06.10.1985, Side 10

NT - 06.10.1985, Side 10
1 0 Sunnudagur 6. október NT / imi 'östápoM é •• ...sagnaandi? (hvaö eru mörg ö í því) Hver er þessi sagnaandi? Hann hefur verið skorinn upp, og þá var dregin útúr honum sálin: hún reyndist vera svört og því aðeins sýnileg í dagsbirtu en útilokað að festa á henni hendur nema í myrkri; biksvörtu bleki sem stund- um leggst á herðar manna. Þess- vegna eru mennirnir svona undar- legir og ólíkir öðrum skapnaði jarðarinnar: þessi snoðna upp- rétta skepna er dýrið sem segir sögur. En að segja sögur er ekki einsog að drekka vatn í gegnum nefið, sögumaðurinn verður að hafa sagnaandannn í sig blásinn, og sögurnar þurfa það líka. Og þessi andi, skyldi hann hafa háa greindarvísitölu? Nei varla, því skynsemin vefst fyrir honum, allt- útskýrandi skynsemin; hafa ekki allir tekið eftir því hvað draugasög- ur spíritista eru leiðinlegar? Kannski afþví skynsemisgadda- vírinn er strekktur að hálsi sagna- andans. Rökræðuáráttan virðist einnig vera honum óholl. Að tefla fram og raða saman lógík stað- reyndum og viti gerir góðar sögur hjárænulegar, því þær eiga ekki að fæða annað af sér annað meiri þoku. Þessvegna hafa herra- garðskrimmarnir þarsem mystíkin um blóðlausa líkið á bókasafninu er rökrædd til mergjar við te- drykkju og koníakstár annað lík í lestinni og eru dauðanum vígðir: áður en lýkur nösum og síðustu blaðsíðunni er flett þarf að vera búið að kveikja Ijós í öllum myrk- um skotum og blása út alla þoku og eftir stendur nakin kræklótt hrísla sem er hversdagslegri og óljóðrænni en frímúraratalið. Lík- lega hafa þjóðir mismikla áráttu til rökræðna og þá að sama skapi minni til sögusagna, reynsla mín af dönum var sú að varla máttu tveir eða fleiri hittast að ekki væri strax sest á einhverja rökstóla. Einn dró upp skoðun og annar gerðist ósammála og svo var rök- semdum kastað á víxl og þær teygðar og undnar en mörlandinn spilaði taugaveiklaðan takt á borð- plötuna og reyndi að fá fólk til að hætta að rífast með því að læða inn sögu. En hinir þögnuðu hissa og horfðu vorkunnsamlega á manninn sem spilar óstyrkan takt á borðplötuna, því það sem hann sagði kom málinu ekki við. Og kannski má þekkja góða sögu af þessu: Hún kemur málinu ekki við. Sagnaandinn nærist á list sem hefur ekkert sérstakt form frekar en hann sjálfur: frásagnarlist. Deyr fé, deyja listform, en frásagnarlist- in mun aldrei deyja; það er sagt að „skáldsagan" kunni að visna eins- og rímurnar og vikivakakvæðin, en frásagnarlistin er eldri en þetta allt og sagnaandinn hefur fylgt manninum frá því hánn fyrst reis uppá afturlappirnar, lærði að styðj- ast við lurkinn og segja amma og afi. Og frásagnarlistin mun þá fyrst gufa upp með sagnaandan- um þegar síðasti maðurinn á jörð- inni mun segja sjálfum sér frá því hvernig hinn næstsíðasti féll fram með eldhvítan glampa á andliti stirðnuðu í ópi. Er til íslenskur sagnaandi? Hver veit. Rökræðu- kúnstin er amk. ekki á okkar bandi: lítið bara á alþingistíðindi. Að barna sögur með leiðréttingum og útskýringum hefur á íslensku kallast að vera kelling, og góður maður sagði að kellingar af báðum kynjum væru að eyðileggja sagna- list íslendinga. Hið merkilegasta sem þessi þjóð, sem á ekki meiri péturskirkjur til að hæla sér af en sundhöllina við barónsstíg (indæl sem hún er), hefur afrekað eru sögur. Sögur einsog Njála og Heimsljós, og afþvi menn hyllast til að skilja sjálfa sig í Ijósi þess sem þeir hafa ekki gert hafa allir íslendingar sem ekki tekst um sína daga að segja eða skrifa sögu á borð við áðurnefndar beðið ósigur í þessu eina lífi sem þeirfá. Það er kannski hinn svarti íslenski sagnaandi. Einar Kárason Rimbaud Hugleiöingar um íslenska menningu Þorgeir Kjartansson skrifar: íslenskt góðskáld sagði ein- hverntíma í fjölmiðli á þá leið, að ruglun skynfæranna væri einsog að hringja í skakkt númer; það svaraði alltaf sami maðurinn. Þessi hnyttna athugasemd skáldsins var, að því er mér skildist, einskonar uppgjör þess við eitt af höfuðskáldum Frakka fyrr og síðar: Arthur Rimb- aud. Skáldið fékk gott klapp og upphefð meðal frónskra andans manna og menningar. Þessi gullvæga setning, sem af- greiðir í einu heljarinnar höggi það sem dýpst og sannast hefur verið hugsað í öðrum menningarheimi, er á margan hátt athyglisverð sem symptom, og segir meira um orsak- irnar fyrir niðurlægingu íslenskra bókmennta á síðari tímum, en ætla mætti í fljótu bragði. Hún er dæmi- gerð fyrir þá yfirborðslegu brand- aradýrkun sem er helsta handíkapp heillar kynslóðar skálda og menn- ingarvita (og jafnvel rúmlega það), og vitnar um það útbreidda hugleysi manna sem þora ekki að takast á við hlutina undanbragðalaust, en skapa sér meö töff kommentum falskt öryggi: falskan veruleik, sem þeir síðan skapa öðrum með því að senda bækur útúr sínum falska veruleik. Veruleikafölsun fjölmiðlanna hef- ur náð inní skáldsöguna og þá er vissulega illa komið fyrir bókaþjóð- inni. Um árabil hafa dunið á okkur falskar æskuminningar ungra rit- höfunda og þessar bækur seljast vel, því fólki þykir gott að láta blekkja sig og enginn vill missa af strætó.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.