NT - 06.10.1985, Page 17
NT Sunnudagur 6. október 1 7
lega í Húsi skáldsins. Þar var leik-
myndin sjálf eignin sem lífið á Svið-
insvík snerist í kringum og þeir sem
störfuðu að leikmyndinni voru rödd
eignarinnar. Við gengum svo langt
að sviðsmyndin varð að transport-
tæki, teinavögnum sem gengu eftir
sviðinu endilöngu.
í leikmynd íslandsklukkunnar not-
ast ég hinsvegar við eina elstu hug-
mynd leikhússins sem menn þekkja;
þeríaktoi eða þrístrendinga, sams-
tconar og Grikkir notuðu fyrir meir en
tvö þúsund árum. Það eru þrístrend-
ingar sem hægt er að snúa og fá
þannig fram mismunandi fleti, og þar
af leiðandi þrennskonar stemmningu
af sama strendingnum.
Hvaða stemmning er nú mikilvæg-
ust í leikritinu. Það er Þingvallamynd,
Almannagjárveggur er í hverri bók,
fjórum sinnum í allt í verkinu. Ég vil
því fá hamravegg og set því svart
bómullarefni á eina hlið strending-
anna.
Mjög dramatískur punktur í leikrit-
inu er bókabruninn; fornritin, menn-
ingararfurinn, tilvera þessara bóka í
vitund hvers Islendings og svo enda-
lok þeirra í Kaupmannahöfn. Einn af
möguleikunum varð því að fela í sér
bækur. f eldri sýningunum hafði há-
punkturinn verið eldur í Kaupinhavn,
en við fluttum áhersluna á bækurnar
og hápunkturinn varð því bókabrun-
inn.
Bókin fjallar um umkpmuleysi og
aðallega snærisleysi á íslandi. Það
er ekki hægt að afla neins því það
fæst ekki snæri. Á sama tíma er
Kaupmannahöfn full af meiningar-
Snæfríður (slandssól uppáklædd af Lárusi til hægri og af Sigurjóni til vinstri. Herdís Þorvaldsdóttir lék
Snæfríði 1950 og dóttir hennar Tinna Gunnlaugsdóttir fer með hlutverkið nú 35 árum síðar.
lausum kniplingum og blúndum. Þess
vegna bý ég umhverfi aðalsins til úr
útsaums-veggfóðri. I leiðinni er ég að
líkja eftir tilklipptum runnum, hekkum.
En ég mála þá ekki heldur nota þetta
efni vegna þess að það rímar við
innihald leiksins.
í þeim atriðum sem gerast þar
sem fleira kemurtil en bækur kaus ég
að notast við til skiptis bókahillur og
viðarþiljur.
Úr sex svona þrístrendingum get
ég þar af leiðandi búið til klettavegg,
bókastofur, Jagarlund og svo fram-
vegis.
Þar sem þarf að hafa borð nota ég
samskonar strending, bara lægri og
aðra tvo minni sem set.
Síðan eru notaðar litskyggnur í
sumum atriðum. Sýningarvélin er
höfð baksviðs og myndinni varpaö
aftur frá á tjald. Litskyggnur komu
inní dæmið upphaflega vegna þess
að í verkinu er kafli sem kallar á
dokumentasjón; þegar Jón Marteins-
son sýnir Jóni Hreggviðssyni Kaup-
mannahöfn á fylleríi. Hann leiðir Jón
á milli frægra garða og glæstra halla
og fræðir hann um hverjirbúa þar. Og
það eru ýmsir íslandskaupmenn eða
danskir embættismenn sem auðgast
hafa á íslandsversluninni. Þetta atriði
varð kveikjan að því að við notum
litskyggnur. Síðan komu fleiri atriði
inn í myndina. Til dæmis byrjar
sýningin og endar á Kjarvalsmálverki
sem bakgrunni á Þingvöllum.
íslandsklukkan er fyrst og fremst
bókmenntaverk sem reynt er að
dramatísera. Ég reyndi því að þvæl-
ast ekki fyrir bókmenntagildi sýning-
arinnar þegar á leikmyndasmíðinni
stóð. Ég reyndi að hafa bakgrunninn
minimal; einfaldan flöt fyrir flutning-
inn. Ég hef ekki farið jafn langt áður í
að einfalda hlutina og það má segja
að þetta hafi verið hálfgerð tilraun.
En þetta voru nú helstu hugmynd-
irnar og má segja að þær séu einfald-
ar lausnir og síður en svo merkilegar.
Sviðsmyndin frá 1950 var eftir
forvera minn Lárus Ingólfsson. Þetta
var ein af fyrstu sýningum hússins og
því mikið í hana lagt. Þegar Þjóð-
leikhúsið var tekið í notkun var í
fyrsta sinn hægt að gera raunsanna
lýsingu í kringum leikrit svo vel væri.
Þá fyrst höfðu menn fyrsta flokks
tækjabúnað og uppá það varð náttúr-
lega að halda. Það hlýtur að hafa
legið í loftinu að nýta skyldi tækni
hússins til fullnustu.
Sviðsmyndin er hæfilega rómant-
ískt raunsæisverk, sem vafalaust
hefur verið krafa samtíðarinnar. Síð-
an eru liðin 35 ár með Þjóðleikhúsi og
þegar við setjum leikritið upp núna
erum við einfaldlega að reyna að
skoöa hlutina frá öðru sjónarhorni.
Það sem okkur finnst mestu varða er
innihald textans, skáldskapur verks-
ins og flutningur. Og við reynum að
vera eins tillitssöm gagnvart verkinu
og við teljum okkur fært. Áhorfendur
hafa líka breyst. Þeir hafa alist upp
við meiri leikhefð en áður og gera
aðrar kröfur. Við getum sagt að
tíminn hafi kennt okkur að vera
djarftækari, við leyfum okkur hluti í
leikhúsi í dag sem okkur hefði ekki
komið til hugar fyrir 35 árum.
Hins vegar má benda á það að til
þess að vera nýtískulegri í dag en
gamla sýningin hefði orðið þá förum
við aftur til fornaldar að leita að
hugmyndum. Ekkert er nýtt undir
sólinni. Eitt er ekki betra en annað,
það á bara betur við á sínum tíma.
Og þegar allt kemur til alls verður
þú að taka fullt tillit til áhorfenda. Það
þýðir ekki að vera með sýningu í
leikhúsi sem enginn kærir sig um að
horfa á.
Það má segja að Lárus Pálsson
hafi í sinni uppfærslu lagt áherslu á
lyrískan þátt sögunnar og dregið
fram hetjusögu þeirra allra; Snæfríð-
ar, Arnasar og Jóns Hreggviðssonar.
En í verkinu felst líka mikil harmsaga,
ástarsaga þeirra Arnasar og Snæ-
fríðar. Viðleitni sýningarinnar núna
er að draga þessa harmsögu fram og
gera hana að viðameiri þætti heildar-
sögunnar en hún var áður. Það þýðir
það að hetjusagan hefur þokað að-
eins fyrir ástarsögunni og þeim harmi
sem hún vekur.
í þessari sýningu hef ég gert bún-
ingana þjóðlegri en þeir hafa verið
áður og sérstaklega búninga Snæ-
fríðar. T þeim atriðum sem gerast í
Kaupmannahöfn notaði ég mikið af
búningum úr Amadeus vegna þess
að þeir voru léttari og stásslegri en
búningar fyrri sýninga, meira fansí ef
ég má nota það orð. Meö því móti
fékk ég meiri fánýtisblæ yfir senurnar.
„Allt það snakk verður léttvægara."
Búningalega eru þetta einfaldar
andstæður. Annars vegar íburðar-
miklir barrokkbúningar en á hinn
bóginn er örsnauður íslenskur al-
múgi, tötralýður á Þingvöllum sem
Jón Hreggviðsson glóir útúr. Þannig
standa aðalpersónurnar þarna á milli
og það er feikna mikilvægt að búning-
ar þeirra séu í takt við hugmyndirnar
á bak við söguna og verkið. Þar er
náttúrlega fyrst að nefna Snæfríði og
Arnas. Samband þeirraerafskaplega
merkileg saga, ástarsaga, hetjusaga
og harmsaga þeirra beggja.
Arnas er Islendingurinn sem hefur
notið vegsemda erlendis, nýtur álits
og er í miklum metum hjá kóngi.
Hann er heimsmaður og íslendingur
í senn og þar má hvorki vera of né
van.
Snæfríður þarf að vera álfkona,
hún þarf að vera hið Ijósa man, spönn
um mittið, ríkust kvenna á íslandi
sem allt lýtur, en samt örsnauð. Hún
þarf að vera Island sjálft. Einhverra
hluta vegna hefur Lárus haft hana
meira í evrópskum stíl en ég geri
núna. í bókinni er hún þó evrópskari
en hjá okkur báðum, því þar er hún
með púðraða hárkollu og í alla staði
uppábúin sem Kaupmannahafnar-
búi. En ég vildi hafa hana að meira
eða minna leyti í íslenskum búning-
um að hætti þesstíma. Sannleikurinn
er sá að átjándu aldar búningar
íslenskir eru einkar glæsilegir. I
Kaupmannahöfn þegar hún fer á
fund Gullinló er hún á yfirborðinu
klædd á evrópskan hátt en undir
möttlinum er hún í íslenskum búning.
Þannig er farið bil beggja.
gse
Skálholt utandyra. Til vinstri er leikmynd Lárusar Ingólfssonar frá 1950 og til hægri er sviðsmynd Sigurjóns frá þessu ári.