NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 06.10.1985, Qupperneq 23

NT - 06.10.1985, Qupperneq 23
Það ætti að gefa útmiklu meira af hljómplötum með íslensku efni Reynir Sigurðsson slagverksleikari var fyrst tilkvaddur sem aukamaður í sinfóníuna 1959 þegar þættir úr Sögusinfóníu Jóns Leifs voru fluttir á sextugs afmæli Jóns. Síðan varhann viðloðandi hljómsveitina, jafnframt því sem hann kenndi tónmennt í grunnskóla, allt þar til hann var fastráðinn 1969. Reynir er eini slagverksleikar- inn á föstum samningi. Ég baö hann fyrst að lýsa því hvað slagverk væri. Fyrir utan pákurnar greinist slag- verkið einkum í trommuhljóðfæri, hljómborðs- slaghljóðfæri, simbala og ýmis smáhljóðfæri t.d. þríhorn, tamburinuj og tréblokk. Er ekki oft mikið að gera fyrir einn mann með öll þessi hljóðfæri í kring- um sig? Jú, því miður er ég bara einn á föstum samningi. Það þyrftu að vera tveir til þrír fastráðnir slagverksmenn í sveitinni. Það getur verið mikið að gera hjá einum manni og sum verk eru skrifuð fyrir einn spilara með mörg hljóðfæri í gangi. En þegar mikið liggur við er bætt við aukamönnum og til dæmis vorum við fimm á slagverkinu í „Mandarínin- um makalausa," eftir Béla Bartok. Nú fórst þú í ferðina til Frakklands, telurðu svona utanlandsferðir þarf- legar fyrir hljómsveitina? Já, ég held að þær séu tvímæla- laust af hinu góða. Þær virka hvetj- andi á mannskapinn. Náttúrlega reynir maður alltaf að gera sitt besta en ekki síst í svona ferðum. Þetta var þriðja utanlandsferðin; sú fyrsta var til Færeyja 1978, árið 1982 fórum við til Austurríkis og Þýska- lands og nú í vor til Frakklands. Okkur var allstaðar mjög vel tekið og aðsókn mjög góð. Eg hef nú ekki persónulega séð neina gagnrýni það- an svo ég veit ekki hvernig hún hefur verið. Nú hefur þú spilað í danshljóm- sveitum, djassböndum og á stöðum þar sem áheyrendur láta mikið í sér heyra; er ekki hálf dauflegt í saman- burði að spila í sinfóníunni? Þetta eru ólík form og aðrar kring- umstæður. Viðfinnum náttúrlega við- brögðin á tónleikum, sérstaklega þegar vel er gert. Það er góð tilfinning sem grípur mann eftir tónleika sem við erum ánægð með og þar sem áheyrendur hafa verið sama sinnis. Okkur hefur verið mjög vel tekið úti á landi og ég held að hljómsveitar- stjórinn Páll P. Pálsson eigi sinn þátt í því. Hann er frábærlega léttur og gefandi hljómsveitarstjóri og mikill stemmningsmaður. Hann velur líka oft létta og fjöruga efnisskrá fyrir þessa tónleika. Sumum finnst ef til vill of mikið af léttmetinu og vilja eins alvarlega tónlist og á tónleikunum í Reykjavík. Það eru mörg sjónarmið sem þarf að taka tillit til. Þegar við höfum spilað vínarvalsa, fjöruga polka og létta söngva úr óperettum þá hefur legið við að fólk hafi tekið undir. Sigurður Björns- son framkvæmdastjórinn okkar hefur líka oft náð upp góðri stemmningu þegar hann hefur sungið með hljóm- sveitinni og oft beinlínis hvatt fólk til að taka undir á vissum stöðum. Svo finnur maður auðvitað alltaf sambandið við áheyrendur og það er allt annað en að spila fyrir mikrófóna í stúdíói en að hafa lifandi áheyrend- ur. Hvernig stendur á því að svo lítið ergefið út afklassískum hljómplötum á Islandi? Mér finnst persónulega að það mætti gefa út miklu meira af íslensku efni, því það eru til mjög góð verk. Ég veit ekki á hverju það byggist að svo lítið hefur verið gefið út, en það er sjálfsagt dýrt að koma slíku í fram- kvæmd og tónskáldin misjafnlega ákveðin í því að koma verkum sínum á hljómþlötur. Gæti sinfónían ekki átt frumkvæði þarum? Ef til vill. Starfsmannafélag sinfón- íunnar hefur gefið út eina barnaplötu. Svo hafa nokkur íslensk verk verið gefin út af öðrum aðilum þar á meðal klarinettkonsert og fleiri verk eftir Áskel Másson og Sögusinfónían eftir Jón Leifs sem fékk mjög lofsverða dóma í virtum alþjóðlegum tónlistar- tímaritum. •Ég held að sinfónían ætti að gera meira af því að leika inn á plötur því hljómplatan er eitt besta tækið til þess að vekja athygli á sveitinni. Mér finnst að íslensk tónskáld eigi það skilið að þeirra verk séu leikin á hljómplötur. Mér finnst það til dæmis mjög slæmt að verk Jóns Nordal sem hefur skrifað alveg frábær verk, bæði fyrir einleikara og hljómsveit, skuli ekki fyrir löngu vera komin á plötur. Hefur hlutverk sinfóníunnar breyst með auknu framboði af klassískri tónlist? Hljómsveitin hefur lengi verið hin eina sinnar tegundar í landinu og að vera góður þjálfari. Útgeislun á tónleikunum sjálfum er góð og bless- uð en hún dugir skammt ef þjálfun sveitarinnar er ábótavant. Ég held að margir, að minnsta kosti yngri kolleg- arnir, efist um að nógu gaumgæfileg leit að stjórnanda sé í gangi. Þetta er mál númer eitt, tvö og þrjú fyrir hljómsveitina - að fá hingað einhvern sem virkilega þjálfar okkur saman. Ég er viss um aö það mundi skila sér i aukinni aðsókn og vinsældum bæði hér í bænum og úti á landi. Það er hægt að gagnrýna fram- kvæmdastjórnina og það er hægt að gagnrýna verkefnavalið en ef vel er staðið að þjálfuninni þá kemur allt hitt í kjöífarið. Þetta er sextíu og fimm manna hópur og það þarf mikla vinnu og samæfingu til þess að hann hljómi eins og eitt og mikið hljóðfæri. Ein- hverra hluta vegna finnst mér að stundum skorti hér nokkuð á. Við höfum oft spurt okkur að því, ég og vinir mínir, hvort ekki væri ráð að fá hingað nokkra menn til reynslu, ekki bara einn eða tvo og hafa síðan samráð við spilarana um ráðningu, í stað þess að einhverjir utan hljóm- sveitarinnar, eins og til dæmis stjórn- in taki slíkar ákvarðanir upp á eiqin spýtur. NT Sunnudagur 6. október 23 Reynir Sigurðsson slagverksleikari NT-mynd: Róbert þess vegna þurft að gegna marghátt- uðu hlutverki. En með tilkomu ís- lensku hljómsveitarinnar og fleiri minni sveita hlýtur hlutverkið að breytast. Sérstakar óperu og leikhús- hljómsveitir munu sjálfsagt verða stofnaðar í náinni framtíð. Nóg er af fólki sem er að koma úr námi. Það er hreint ótrúlegur tónlistaráhugi í land- inu og það virðist vera grundvöllur fyrir allskonar tónlist. gse [§] I lúsnæöisstofnun ríkisins BREYTTUR EINDAGI UMSOKNA UM LÁI\I 71L BYGGIIMGAFRAMKVÆMDA Á ÁRINU 1986 II ■ J i V- A EL §§, § 1 Ef ■. I . ■ ! | ej v 1 ■BHH ■ m. I 1 VERÐUR EINDAGIFRAMVEGIS í STAÐ 1. FEBRÚAR Þess vegna purfa umsóknir vegna framkvæmda á árinu 1986 aö berast fyrir 1. nóvember nk. Lán þau sem um ræðir eru þessí: - Til byggingar á íbúðum eða kaupa á íbúðum f smíðum. - Til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða, og dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða. - Til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis. - Til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði. - Til tækninýjunga í byggingariðnaði. Ofangreindur eindagi gildir einnig fyrir framkvæmdaaðila í byggingariðnaði, sem vilja leggja inn bráðabirgðaumsóknir vegna væntanlegra kaupenda. Umsækjendur, sem eiga fullgildar lánsumsóknir hjá stofnunlnnl, er borist hafa fyrir 1. febrúar 1985, en gera ekki fokhelt fyrir 1. nóvember nk., skulu staðfesta þær sérstaklega, ella verða þær felldar úr gildi. Reykjavík, 4. september 1985 ^Húsnæðisstofnun ríkisins gse

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.