NT - 16.10.1985, Blaðsíða 15

NT - 16.10.1985, Blaðsíða 15
 í Miðvikudagur 16. október 1985 19 Lesendur hafa ordid Hver má haf a vit fyrir hverjum? ■ Ekki skortir á það að mikið sé rætt um áfengis- og vímu- efnamál þjóðarinnar og tæpasf heyrist óhappaverks svo getið, að þar komi ekki vímuefni við sögu. Samt sem áður þori ég að fullyrða, að sá áróður sem rek- inn er fyrir aukinni áfengis- neyslu í blöðunum sumum hverjum, er stórum rúmfrekari en frásagnir af óhappaverkum þeim og slysum sem hún veldur, enda kemst aldrei í hámæli nema lítið brot af því böli, sem áfengisneyslan er völd að. Brenglað hugarfar lýsir sér tíðum í máli og skrifunt þeirra, sem ákafast berjast fyrir aukinni áfengisneyslu, með því að hvetja til þess að heimiluð verði frjáls bruggun og sala áfengs öls hér á landi. Þar koma mér fyrst í hug skrif Sturlu Sigurjónssonar í NT, þar sem hann veður fram gegn bindindis- og skátastarfi og hefur alla tilburði til að greiða þeim hreyfingum bana- högg. Það högg hlaut að sjálf- sögðu að verða vindhögg, þar sem öllum með ólemstraða dómgreind ætti að vera ljóst, að þessi samtök hafa ætíð unnið að mannheill og mannbótum. Ég held að það, sem þarna hrökk úr penna þessa lánlitla blaða- manns verði tæpast skýrt á ann- an veg en þann að bjórþorstinn hafi svipt hann heilbrigðri hugsun, nema annað verra hafi á undan gengið. Því er mjög á lofti haldið af þeim, sem krefjast hömlulauss frjálsræðis í sölu, framleiðslu og neyslu áfengis, og þá trúlega einnig annarra vímugjafa, að menn eigi ekki að reyna að „hafa vit fyrir fólki“. Þá er það meðal þeirra „sterkustu" raka, að svo lengi sem við leyfum ekki ótakmarkaða drykkju á áfeng- um bjór í landinu, séum við ekki nema annars flokks þjóð. Samkvæmt þessu ættum við sem höfum hafnað áfengi að vera annars flokks þegnar. í útvarpsfréttum var frá því sagt, að landbúnaðarráðherra og Jón Óttar.Ragnarsson, dós- ent og matvælafræðingur hefðu í ölstofu í Reykjavík skiptst á skoðunum um það hvort leyfa ætti hér sölu áfengs öls eða ekki. Var ráðherrann sagður hafa setið með vatnsglas fyrir framan sig en dósentinn með ölkollu og endurspegluðu drykkj- arföngin viðhorf þeirra. Sögð voru það helstu rök dósentsins gegn bjórbanni að það ætti ekki að reyna hafa vit fyrir fólki. Ég held að Jón Óttar hafi lent á rangri hillu ef þetta er hans raunverulega skoðun. Því hvers er fremur vænst af kennara en að hann miðli nemendunum af þekkingu sinni, leiðbeini þeim, „hafi vit fyrir þeirn". Þegar dósentinn hefur komið fram í ríkisfjölmiðlum, hefur mér virst hann ódeigur við að hafa vit fyrir fólki varðandi matar- æði. Þar sem ég er þess fullviss að mark er tekið á Jóni Óttari er það þeim mun sárara að hann skuli beita áhrifum sínum til að stuðla að aukningu áfengisböls þjóðarinnar. Ég hef tæpast hitt fyrir svo einsýnan áfengisdýrk- anda að hann hafi ekki viður- kennt að þeim mun auðveldara sem er að ná í áfengi því meira er drukkið. Af aukinni drykkju leiðir fjölgun áfengissjúklinga, sem leggja í rústir eigið líf og líf sinna nánustu. Það er ótrúlegt annað en að fjöldi þeirra sem í ölæði hafa unnið ofbeldis- og óhappaverk, hafi eftir á óskað þess að þeir hefðu í tíma lagt eyrun við hollráðum þeirra sem reyndu að hafa vit fyrir þeim. Oskar Sigtryggsson. Að hafa það sem sannara reynist ■ Ekki er langt síðan skekkjur voru reknar ofan í stjórnmála- fræðinginn Þórð Ingva Guðmundsson að því er varðað erlend (kana- disk) stjórnmál. Nú kem- ur í ljós, að Þ.I.G. virðist ekki vera heldur vel að sér unt íslenska stjórn- málasögu, sbr. grein hans í NT 2. okt. sl. Þar segir Þórður Ingvi m.a.: að „flokkurinn (Frarhs.fi.) hafi sctið nú samfellt í ríkisstjórn í 14 ár, sem er einsdæmi fyrir stjórn- ntálaflokk á íslandi.” Þetta er ekki rétt: Al- þýðutlokkurinn sat í ríkisstjórn í fimmtán ár samfleytt, frá 1956 til 1971. Stjórnmálafræðingar ættu að reyna að fara rétt með staðreyndir, enda auðvelt að afla þeirra, að því erþessi atriði varðar. Guðmundur Sigurðsson, Æsufelli 2, Reykjavík. Enn beðið eftir svari ■ Sendi DV fyrir skömmu stutta fyrirspurn til lögfræðinga félags tannlækna. Spurning mín var mjög einföld: Hún var um það, hvort ég ætti ekki kröfu á endurgreiðslu, eins og „opin- beri geirinn", vegna fjörutíu þúsund króna greiðslu til tann- læknis míns, á þeim tíma, sem gjaldskrárhækkun tannlækna stóð yfir, þ.e.a.s. hækkun sú, er tannlæknar urðu síðar að éta ofan í sig: sem sagt: neyddust til að geifla á saltinu. Untræddir lögfræðingar hafa ekki svarað, svo að mér sé kunnugt, og því verð ég að spyrja nánar, - og nefna nöfn: Tannlæknar sögðu í upphafi málsvarnar sinnar, að fyrr- greind hækkun hefði verið gerð að ráði tveggja lögfræðinga (sem síðar virðast hafa haft sig lítt frammi í málinu), og sam- kvæmt fréttagrein um málið í NT á sínum tíma, var þar um að ræða lögfræðingana Guðmund Yngvá Sigurðsson og Benedikt Sigurjónsson. - Leyfi ég mér því að beina umræddri fyrir- spurn til þeirra, þar sem ég hefi engin svör fengið hjá tannlækni mínum í þessu efni. Virðingarfyllst, Jónína Sveinsdóttir. ES: Vona, að svaratregða lög- fræðinganna standi ekki í sam- bandi við það, að sonur annars er sagður tannlæknir (Sigurjón Benediktsson) og sonur hins læknir (Sigurður Guðntunds- son). Birtið myndir af eiturlyfja- sölunum! ■ Sjónvarpsþátturinn um Gullu á dögunum var fróðlegur um margt og gaf nokkra innsýn í þær voðalegu afleiðingar, sem hljótast af neyslu eiturlyfja. Það vakti undrun mína, að það ágæta fólk sem kom þar fram, minntist ekkert á aðal- bölvaldinn: Eiturlvfjasalann. Að vfsu talaði lögreglumaðurinn um að það sé „spilað á“ þetta ástand og eiturlyfjum haldið að áhrifagjörnum unglingum og þá að sjálfsögðu í ábataskyni. Aldrei hafa verið til í þessu landi djöfullegri glæpamenn en þeir sem smygla eiturlyfjum til landsins og selja það ungu fólki og leggja líf þess í rúst. Þessir óþokkar fá svo væga dóma þó að upp um þá komist, að undr- um sætir. Þeir sitja inni stuttan tíma og fara síðan til útlanda að sækja meira eitur strax og þeir hafa verið látnir lausir. Hér verður allur almenningur að bregðast hart við og krefjast þess að stjórnvöldum, að þau reki af sér slyðruorðið og taki á þessum málum af hörku eins og efni standa til. Þess verður að krefjst, að þegar þetta illþýði hefir verið staðið að verki, þá verði birtar myndir af því, ásamt nöfnum og heimilisföngum, og í öllum blöðum landsins og fólk Slysa- gildra ■ Lesandi sendi meðfylgj- andi mynd og texta. Slysa- gildra á Grensásvegi, við gangbraut hjá verslunarhús- unum gegnt Breiðagerði. Þannig hefur frágangur að gangbrautinni verið í rúm- lega eitt ár, eftir að gengið var frá bílastæðum við versl- anir þarna. Þessu þarf að kippa í lag. hvatt til að geyma blöðin og festa sér útlit þessara djöfla í mannsmynd vel í minni. Einnig vcrði þessum myndum komið fyrir sem víðast á almannafæri. Þannig væri hægt að útiloka þessa sölumenn fjandans frá öllu samneyti við heiðarlegt fólk, og sýna þeim þá fyrirlitn- ingu, sem þeir hafa til unnið. Barnavinur. Ok St. Jósefsspítali v Landakoti Lausar stöður Fóstru og starfsmann vantar á dagheimiliö Brekkukot (börn á aldrinum 3-6 ára). Starfsmann vantar á skóladagheimilið (börn á aldrinum 6-9 ára). Upplýsingar í síma 19600-250-260, milli kl. 09.00-16.00. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á Lyflækninga- deildir l-A og ll-A Handlækningadeildir l-B og ll-B, Barnadeild, Svæfingardeild, Skurðdeild og Gjörgæslu. Boðið er upp á aðlögunarkennslu fyrstu vikurnar. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir við eftirtaldar deildir: Lyflækningadeildir l-A og ll-A, Handlækningadeildir l-B, ll-B og lll-B. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600-220- 300, alla virka daga. Reykjavík 11. október 1985. Laus staða Dósentsstaða í stærðfræði við raunvísinda- deild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Dósentinum er einkum ætlað að starfa á sviði fágaðrar rúmfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vís- indastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 15. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið, 10. október 1985. Framleiðslustjóri Bifreiða- og trésmiðju Kaupfélag Skaftfellinga, Vík, óskar að ráða framleiðslustjóra fyrir bifreiða- og trésmiðju. Starfið er fólgið í daglegri stjórnun og sölumennsku. Leitað er að dugmiklum, áhugasömum manni sem á gott með að umgangast og stjórna fólki. Góð almenn menntun æskileg. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist kaupfélags- stjóra eða starfsmannastjóra Sambandsins er veita nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 30. þessa mánaðar. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 82. og 89. tbl. lögbirtingarblaðs á jörðinni Lyngási Kelduhverfi, þinglesinni eign Sveins L. ÓlafssonarogElínarKarlsdótturferframeftirkröfu Trygginga- stofnunar ríkisins á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 14.00. Sýslumaðurinn Þingeyjarsýslu Bæjarfógetinn Húsavík flokksstarf Framsóknarvist Framsóknarvist hefst aftur sunnudaginn 27. október n.k. í Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18 kl. 14.00. Ennfremur verður spilað á sama tíma sunnudaginn 10. nóvember og sunnudaginn 1. desember. Nánar auglýst síðar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.