NT - 16.10.1985, Blaðsíða 23

NT - 16.10.1985, Blaðsíða 23
 Miðvikudagur 16. október 1985 27 Sjónvarp kl. 21.05: Verður erfðaskrá in dæmd ógild? - í Dallas í kvöld ■ Dallas verður á dagskrá sjónvarps í kvöld eins og vera ber og mun væntanlega snúast um þá spurningu hvort Miss Ellie fær ógildingu á erfðaskrá Jocks eður ei, til að binda enda á hatramma samkeppni þeirra bræðra. Pað ætti. vel að vera niögu- legt, með þeim annmörkum þó, að þá þarf að lýsa því yfir •að Jock hafi veriö gcðveikur þegar hann sanrdi han;i. og það er Miss Ellie að sjálfsögðu ekki sérlega Ijúft. Bobbie ætlar að sjá við bens- ínsölu hins klóka J.R.. rneð því að dæla upp aukinni olíu, en hvort leysist úr öllum þess- um flækjum í kvöld fá áhorf- endur að vita kl. 21.05. ■ Pamela Ewing með Christopher litla, en hún stendur með Miss Ellie í gegnum þykkt og þunnt. Barnaútvarpið - karnivaltónlist og framhaldssaga Útvarp kl. 13.30: Heimili og skóli - í dagsins önn ■ Bogi Arnar Finnbogason mun fjalla um heimili og skóla í þættinum „f dagsins önn", á dagskrá útvarps í dag. Gestur Boga í þættinum verður Wolfgang Edelstein, en hann er að vinna að rann- sókn á högum ungra barna, á íslandi fyrir Menntamála- ráðuneytið og var staddur hér á landi fyrir nokkru þar sem hann flutti erindi á ráð- stefnu um íslenska skóla- stefnu, en sú ráðstefna var haldin á vegum Bandalags kennarafélaga. Wolfgang hefur lengi unnið fyrir vísindasstofnunina Max Planck, í Vestur-Þýskalandi, og fengist við rannsóknir á skólamálum þar í landi. í þættinum í dagfá áheyrendur væntanlega að heyra álit ■ Bogi Amar Finnbogason stjómandi þáttarins „í dagsins önn“, í dag, og mun hann fjalla um heimili og skóla. Wolfgangs á íslenska skóla- kerfinu, um hvert stefni í þeim skólamálum og hvert beri að stefna, þá átt við grunnskólakerfið. ■ Barnaútvarpið verður á sínum stað í útvarpinu í dag og er stjórnandi í forföllum Krist- ínar Helgadóttur. Kolbrún Halldórsdóttir. 1 dag verður karnivaltónlist leikin í barnaútvarpinu og framhaldssagan „Bronssverð- ið“, eftir Johannes Heggland í þýðingu Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka lesin. af Knúti R. Magnússyni. Bronssverðið fjallar um tvo unglinga, Örn, sem missti for- eldra sína í bernsku og Nönnu dóttur höfðingjans Gauta sem féll er Herðir, þjóðflokkur sunnan úr löndum gerði innrás á heimaey þeirra, As, og veiði- stöð Ásverja á eynni Hvítserk. Flestir manna Gauta féllu með honum en fáeinir komust und- an til meginlandsins ásamt konum og börnum. Atburðir þessir ge.rast á Bronsöldinni, og er sagan þrungin spennu og ýmsir ógn- vekjandi atburðir gerast sem reyna á þolrifin í unglingunum tveimur sem eru ekki mjög ólíkir unglingum okkar tínia ef vel er að gáð. Sagan er önnur í röðinni af þriggja bóka skáldverki um Örn og Nönnu, en sú fyrsta var lesin í útvarpi í fyrra og bar nafnið „Hvítu skipin". Þriðja bókin heitir Eyjan helga. Hver bók er sjálfstæð saga þótt aðal- persónurnar sér þær sömu í þeini öllum. Bækurnar hafa fengið mörg verðlaun í landi höfundar, Noregi, en þar er hann vel þekktur rithöfundur og hefur árum saman verið formaður norsku rithöfunda- samtakanna. ■ Kolbrún Halldórsdóttir, stjórnandi Barnaútvarpsins að þessu sinni. Miðvikudagur 16. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Saetukoppur“ eftir Judy Blume. Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sina (15). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þátt- ur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesiö úr forustugreinum dag- blaðanna. 10.40 Land og saga. Umsjón: Ragn- ar Ágústsson. 11.00 Ur atvinnulífinu - Sjávarút- vegur og fiskvinnsla. Umsjón: Gisli Jón Kristjánsson. 11.30 Morguntónleikar. Þjóðlög Irá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tiikynningar, Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heimili og skóli. Umsjon: Bogi Arnar Finn- bogason. 14.00 Miðdegissagan: „A strónd- ]“ innl“ eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarðvik les þýðingu sína (18). 14.30 Óperettutónlist. a. Lög úr óperettunum „Nótt í Feneyjum" eftir Jóhann Strauss yngri og „Brosandi landi" eftir Franz Lehar. Söngvarar og kór Rikisóperu Vin- arborgar og Filharmoníusveit Vin- ar flytja undir stjórn Wilhelms Lo- ibners. b. „Sögur úr Vinarskógi", vals op. 325 eftir Johann Strauss yngri. Filharmoniusveit Lundúna leikur. Antal Dorati stjórnar. 15.15 Sveitin mín. Umsjón: Hilda Torfadóttir (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Kvintett i a-moll éftir Friedrich Kalkbrenner. Mary Louise Bohem leikur á pianó, Howard'-Howard á horn, Fred Sherry á selló og Jeffrey Levine á bassa. b. Trió i G-dúr fyrir þrjár flautur eftir Ludwig van Beethoven. Jean Pierre Rampal og Christian og Alain Marion leika. 17.00 Barnaútvarpið „Bronssverð- ið“ eftir Johannes Heggland. Knút- ur R. Magnússon les þýðingu Ing- ólfs Jónssonar frá Prestbakka (4). Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Síðdegisútvarp. - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Heigi J. Hall- dórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guö- mundsson sér um þátt um mann- réttindamál. 20.00 Hálftrminn. Elin Kristinsdóttir kynnir tónlist. 20.30 íþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannesson. 20.50 Hljómplöturabb. Þáttur Þor- steins Hannessonar. 21.30 Flakkað um Ítalíu. Thor Vil- hjálmsson lýkur lestri ferðaþátta sinna (7). 22.00 Fréttir. Dagská morgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. Orö kvöldsins. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórar- insson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Én Miövikudagur 16. október 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson 14:00-15:00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson. 16:00-17:00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveinsson. 17:00-18:00 Úr kvennaburinu Ton- list flutt og/eða samm af konum. Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Miðvikudagur 16. október 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni Sögu- hornið - Drengurinn og norðan- vindurinn. Sögumaður Anna Sig- riður Árnadóttir. Maður er manns gaman og Forðum okkur háska frá - teiknimyndaflokkur frá Tékk- óslóvakiu um það sem ekki má i umferðinni. 'Sögumaður: Sigrún Edda Björnsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kvikmyndahátið Listahátíð- ar kvenna Kýnningarþáttur. Umsjón: Margrét Rún Guðmunds- dóttir og Oddný Sen. Stjórn upp- töku: Kristin Pálsdóttir. 21.05 Dallas Dómur Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 21.50 Þjóðverjar og heimsstyrjöld- in síðari (Die Deutschen im Zweit- en Weltkrieg) Lokaþáttur- Þriðja ríkið hrynur Nýr þýskur heimild- amyndaflokkur i sex þáttum sem lýsir gangi heimsstyrjaidarinnar 1939-1945 af sjónarhóli Þjóðverja. Þýðandi Veturliöi Guðnason. Þulir: Guðmundur Ingi Kristjansson og Maria Maríusdóttir. 23.15 Fréttir i dagskrárlok Þeir komu - þeir sáu - þeir skruppu í búðir Stjörnuglópar ★★^ (Morons froni Outer Space) Aðalhlutverk: Griff Rhys Jones, Mel Smith, Joanne Pe- arce, Jirnutv Nail o.fl. Leikstjóri: Mike Hodges Lengd: 90 mínútur. Bretland, 1984. ■ Fjórir íbúar stjörnunnar Blob taka sér geimskip á leigu og halda í skemmtiferð. Vegna smábilunar í stjórntækjum geimskipsins nema þau staðar til að átta sig á staðsetningu sinni. Bernard, sá eini sem kann að stjórna skipinu, notar tækifærið og laumast út til að spila geimbolta. Á meðan ræsa hin geimskipið óvart og þjóta stjórnlaust af stað, Bernards- laus eins og gefur að skilja. Þau nauðlenda á næstu stjörnu, sem er jörðin, nánar tiltekið á hraðbraut rétt utan við London. . Koma þeirra vekur að von- um mikla athygli og ungur sjónvarpsmaður gerir þau að einum skærustu stjörnum poppheimsins. Frægðin stígur geimbúunum til höfuðs og þegar Bernard, sem lent hefur á jörðinni upp á eigin spýtur, reynir að ná fundi þeirra, er honum vísað frá. Væri það ekki makalaust að fyrstu geimverur sem lentu á jörðinni væru hálfgerðir van- vitar? Mel Smith og Griff Rhys Jones leggja út af þeirri hug- mynd í þessari stjórnlausu grínmynd og þeim tekst næst- um að halda uppi húmor í 90 mínútur. Þeir félagar sömdu ekki ein- ungis handrit- heldur leika einnig aðalhlutverk - Smith sem hinn óásjálegi leiðtogi geimveranna, sem verður við- skila við sína þunnu samstarfs- menn og Rhys Jones sem hlaupadrengur á sjónvarps- stöð, er gerir geimverurnar að stjörnum. Myndin inniheldur dauð atr- iði, atriði þar sem gengið er út í öfgar og svo óborganleg atriði inn á milli. Smith fer á kostum þegar hann hnerrar í hjálminn sinn og þegar hann reynir að rökræða við ruslatunnu er hann lendir á jörðinni; „Take me to your leader“ biður hann og lokið slæst til í golunni. Nokkur atriði draga dár af „Close encounters", t.d. þegar jarðarbúar reyna að ná sam- bandi við geimverurnar, sem að sjálfsögðu tala ensku og eiga við drykkjuvandamál að stríða eins og við hin. Önnur samlíking á sér stað í lok myndarinnar þegar geimskipa- leigusalinn lendir á svipmikinn hátt á íþróttaleikvangi og krefst þess að fá geimskipið sitt aftur. Jimmy Nail gerir það gott sem hinn drykkjusjúki Des- mond svo og Paul Brown sem hinn persónulausi Julian. Dinsdale Landen og James B. Sikking skila sínum hlutverk- urn nieð prýði. Stjörnuglópar er ýkt útgáfa af dæmigerðum breskum húmor, ófágað skop en bráð- skemmtilegt á köflum. MJA ■ Mel Smith er aldeilis óborganlegur í hlutverki Bern- ards Blobbúa. ■ Er hann ekki lúdalegur (Griff Rhys Jones)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.