NT


NT - 24.10.1985, Side 2

NT - 24.10.1985, Side 2
 ff¥7 Fimmtudagur 24. október 1985 2 LU Fréttir Gluggasmiðjan: Nýjungar kynntar ■ Gluggasmiðjan sýnir um þess- ar mundir framleiðsluvörur sínar í Iðnaðarmannalnisinu við Hall- veigarstíg. Auk þess eru á sýning- unni kynntar ýmsar nýjungar sem Gluggasmiðjan flytur inn, m.a. frá sænska fyrirtækinu SAPA. Sem dæmi um vörur á sýning- unni má nefna álkerfi fyrir hall- andi gluggaveggi, þakglugga og sólstofur, nýjar eldvarnahuröir úr áli og sjálfvirkan opnunarbúnað sem hægteraðtengja viðþær. Þá geta sýningargestir skoðað ýmsar gerðir af gluggum á sýning- unni, allt frá hefðbundnum glugg- um til álklæddra glugga með nýj- um opnunar- og þjófavarnaút- búnaði. Einnig er á sýningunni kynnt ný framleiðsluvara frá Gluggasmiðjunni, G-glugginn sem er veltigluggi. Er hann mun þægilegri í meðförum en hefð- bundnir veltigluggar. Lausafagið rennur á sleða, sem gerir það að verkum að snúningurinn fer allur fram utan gluggans. Sýningin er opin frá 10-18 og lýkur henni á föstudag 25. okt- óber. ■ Gissur Símonarson, stofnandi Gluggasmiðjunnar ásamt sonum sínum, þeim Símoni Má og Gunnari Levý. NT-mynd: Árai Bjarna. SAMAN 24. október Mætum allar á útifundinn á Lækjartorgi kl. 14 og leggjum áherslu á kröfuna um raunverulegt launajafnrétti. Ávörp: GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, meinatæknir HDLDUR KJARTANSDÓTTIR, iðnverkakona MÁLHILDUR SIGURBJÖRNSDÓTTDR, fiskvinnslukona ÞÓRA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, kennari TILHVERS leikþáttur eftir Helgu Thorberg. Flytjendur: Helga Thorberg og Rósa G. Þórsdóttir TÓNLIST Konur flytja tónlist um og eftir konur. FUNDARSTJÓRI: Guðríður Elíasdóttir, varaforseti ASÍ KVENNASMIÐJAN sýning 70 stéttar- og fagfélaga á störfum og kjörum kvenna, verður opnuð í dag 24. október kl. 11 fh. í nýju Seðlabankabyggingunni. Sýnirigin stendur fram til 31. október. Splúnkunýr Times- Atlas kominn út ■ Splunkuný útgáfa af Times Atlas landabréfabók fæst nú í öllum helstu bókaverslunum landsins en bókabúð Máls og menningar liefur umboð fyrir landabréfabókina. Af því tilefni er staddur hér á landi Barry Winkleman forstjóri Times- bókaútgáfunnar og hann sagði frétta- mönnum frá sögu Times Atlasins hér á landi. Þannig var, að þegar frumgerð Times Atlasins var í undirbúningi hjá John Bartholomew í Edinborg á fjórða áratugnum var stefnt að því að kortabókin yrði hin veglegasta með ítarlegustu og yfirgripsmestu kortum sem þá voru til af landsvæðum á jörðinni. í samræmi við þessa stefnu var íslandi ætluð heil opna og gert íslandskort þótt engar landmælingar væru til á þeim tímum. Síðari heimsstyrjöldin braust út áður en af útgáfu Atlasins varð. Þegar Þjóðverjar hernámu Dan- mörku og breskar hersveitir gengu á land á íslandi til að hindra hernám Þjóðverja hér varð ísland allt í einu hernðarlega mikilvægt. Þess vegna ákvað John Bartholom- ew að gefa íslandskortið út sem sérstakt landabréf. En kortið var afar ófullkomið og þýski herinn sat um Kaupmannahöfn þar sem Geodic In- stitut var, en sú stofnun sá um gerð og dreifingu íslandskorta og því varð hann að leita hjálpar annars staðar. íslenski ræðismaðurinn í Edinborg, Sigursteinn Magnússon (faðir Magn- úsar Magnússonar) gat aflað óútgef- inna landmælingagagna og hjálpað Bartholomews. Þetta kort var gefið út árið 1942 en stuttu síðar bönnuðu yfirvöld á íslandi innflutning þess á Íieim forsendum að Landmælingar slands ættu einkarétt á framleiðslu íslenskra landabréfakorta. Eftir stríðið voru uppi nýjar áætlan- ir um gerð stórrar kortabókar og þar var enn haldið þeirri stefnu að ís- landskort væri á heilli opnu. Þegar þessi veglega kortagerðarbók um öll iandsvæði í heiminum var síðan gefin út árið 1955 bönnuðu íslensk yfirvöld enn innflutning hennar. Barry Winkleman bætti því síðan við að sumir teldu að ef menn vildu láta eitthvað ná vinsældum væri urn að gera að láta banna það en sjálfur taldi hann að feikilegar vinsældir Atlasins á íslandi væru vegna ágætis korta- gerðarbókarinnar og frábærs smekks Islendinga. Þess má geta að frá árinu 1960 var innflutningur kortagerðarbókarinnar heimilaður á íslandi. Kortagerðarbók þessi kom ut á 5 ára fresti og þeirri stefnu er fylgt að gefa öllum landsvæðum sömu um- fjöllun. Bókin er gefin út á ensku, þýsku, frönsku og hollensku og frá árinu 1967 hafa 600.000 eintök selst. Kortagerðarbókin nýja kostar 4450 kr. og hægt er að fá hana á sama verði á afborgunarskilmálum. ■ Árni Einarsson framkvæmda- stjóri í Máli og menningu og Barry Winkleman forstjóri Times- bókaút- gáfunnar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.