NT - 24.10.1985, Page 4
Fimmtudagur 24. október 1985
. f'tey^Hdasíða NT hefur nú göngu sína á nýjan
leikeftir nokkurt hlé. Fastir liðir neytendasíðunnar
verða a sinum stað, eins og t.d. „Svar um hæl“ þar
sem lesendur fá tafarlaus svör við spurningum
sem þeir koma á framfæri við neytendasíðuna. Þá
og^góðralétta^Ha9Vaa9 kynna uPPskriftir ódýrra
Frysting, pökkun, geymsla verðlags 3ð W“l*8t á s^SanhátTmeð þróun
Auk fastra liða mun neytendasíðan sinna málefn-
um neytenda.
Allar ábendingar lesenda eru vel þegnar, bæði
hvað v^rð^r efnisval svo og húsráð og uppskriftir.
Utanaskriftm er sem áður:
Neytendasíða NT
Síðumúla 15
108 Reykjavík
■ Við byrjum á því að tala
um frystingu kjöts og ann-
arra matvæla þar sem slátur-
tíðinni er víðast að ljúka um
þessar mundir og margur
hefur eflaust staðið sveittur í
sláturgerð og kjötskurði að
undanförnu.
Frystikistur eru komnar á
mörg heimili og þykja mikið
þarfaþing, en það er ekki
sama hvernig að frystingu er
staðið eigi hún að skila rétt-
um og góðum árangri. Þeir
sem eru margreyndir í þess-
um efnum þurfa sjálfsagt
ekki leiðbeininga við en þeir
sem eru að stíga sín fyrstu
skref gætu haft eitthvert
gagn af.
Frysting
Það er ágætt að stilla fryst-
inn á mesta kulda daginn
áður en frysta á og jafnvel
2-3 dögum ef frysta þarf
mikið magn í einu.
Yfirleitt er talið að hrað-
frysting vöru t.d. kjöts fari
fram við 25 stiga frost og
venjulega er miðað við að
frostið komist í gegnum 5 cm
þykkan matarpakka á 2 klst.
og fer það þá eftir þykkt
vörunnar hversu langan tíma
það tekur að hraðfrysta hana
og þegar varan er orðin fros-
in í gegn er ráðlegt að lækka
hitastigið í 18-20 stiga frost,
en varist að hafa frostið
lægra en 18 stig því þá er
hætt við að ýmis gerlagróður
fari að búa um sig.
Pökkun
Það er mjög mikilvægt að
VORT DAGLEGA
BRAUÐ
Fljótleg pizza
Hrísgrjónasalat
Pain Perdu
Fljótleg pizza
1/2 bolli súrmjólk
1. bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1 msk matarolía
1/2 bolli tómatsósa
1/4 tsk basilikum
1/4 tsk oregano
1 tsk sykur
100 gr soðin ýsa
50 gr rifinn ostur
Hrærið saman súrmjólk,
hveiti og lyftidufti og búið til
mjúkt deig. Látið á borð og
breiðið út svo það passi á
steikarpönnuna. Hitið olíuna
á pönnunni, leggið síðan pizzu-
deigið á hana. Hafið fremur
lágan hita. Blandið nú krydd-
inu og sykrinum út í tómatsós-
una. Þegar deigið hefur hefast
snúið þá pizzunni við og breið-
ið tómatsósuna yfir pizzuna.
Leggið fiskinn yfir og stráið
rifna ostinum þar yfir. Setjið
nú lok á pönnuna í smátíma á
meðan osturinn er að bráðna
og pizzan er að brúnast að
neðan. Ef á að brúna ostinn
þarf að bregða pizzunni undir
grill í 4-5 mínútur.
Látið pizzuna yfir á disk og
berið fram með salati.
Hrísgrjónasalat
1/2 bolli gulrætur í mjög þunn-
um sneiðum
1/2 bolli gúrka í teningum
1 1/2 bolli hvítkál í ræmum
1 pikleslaukur, saxaður (má
sleppa)
1/8 bolli græn paprika, smásöx-
uð
3/4 bolli kökl hrísgrjón
1/4 bolli majones
1/4 bolli súrmjólk
sojasósa eftir smekk
Nuddið salatskál rneð hvít-
lauk ef vill. Blandið saman
grænmetinu. Blandið saman í
litla skál majonesi og súrmjólk
og hellið því síðan yfir salatið.
Blandið öllu varlega santan.
Smakkið og saltið ef með þarf
en prófið að nota frekar soja-
sósu í staðinn.
Ef það vcröur afgangur af
þessu salati er mjög gott að
nota það í samlokur til dæmis
með köldu kjöti eða þá á
salatblaði.
Pain Perdu
2egg
1/2 bolli mjólk
1 msk sykur
4 brauðsneiðar
kanelsykur
Þeytið saman egg, mjólk og
sykur. Dýfið brauðinu í og
verið viss um að það hafi
blotnað vel í því. Það á að
drekka nokkurn veginn alla
eggjamjólkina í sig. Steikið á
vel heitri pönnu þangað til
brauðið er vel brúnað á báðum
hliðum. Berið fram með kan-
elsykri eða sultu.
Kostnaður
Pizzan kostar um 45 krónur.
Salatið kostar um 90 krónur.
Pain Perdu kostar um 40
krónur.
Samtals fyrir alla máltíðina
175 krónur eða um 43.75 krón-
ur á mann. Uppskriftirnar eru
allar gerðar fyrir fjóra.
búa kjöt og önnur matvæli í
góðar umbúðir því þannig
er hægt að forða því að
varan þorni, eða versni á
annan óæskilegan hátt. Auk
þess taka margar vörur í sig
lykt og bragð úr umhverfinu
og ekki er nú beinlínis gott
ef perutertan fær tólgar-
bragð úr kistunni!
Ýmis efni má nota til
pökkunar eins og t.d. ál-
pappír. Hann leggst mjög
vel að vörunni og útilokar
þar með allt loft en loftið
veldur því að varan er lengur
að frjósa. Álpappír þykir
sérlega hentugur utan um
feitt kjöt eða fisk og einnig
utanum matvæli sem hafa sterka
lykt eins og t.d. tólg eða
mör. Þegar búið er að pakka
vörunni inn í álpappírinn er
góður siður að setja plast-
poka utan yfir, bæði til að
hlífa pappírnum og til að
útiloka loft enn frekar.
Á markaðinum eru til ým-
iskonar álform sem hafa
þann eiginleika að þau má
bæði frysta og hita. Þau
þykja hentug undir ýmsa til-
búna matvöru og formin má
síðan nota aftur ef vel er
farið með þau.
Margir kjósa að frysta
matvæli í plastílátum og þá
verður að muna eftir að loka
þeim vel. Enn aðrir nota
glerílát, en þau hafa ýmsa
ókosti, s.s. fyrirferð, brot-
hætt og þung. Glerílátin
springa ekki ef þau eru fyllt
að 9/io hlutum.
Merkingar
Það er góður siður að
merkja allar þær vörur sem í
frystinn fara með heiti vöru
og dagsetningu og svo er
einnig gott að skrifa utan á
pakkann þyngd hans svo það
verði fljótlegt að velja það
sem hentar hverju sinni.
Reynið að hafa matar-
pakkana í þeim stærðum sem
henta fyrir hin ýmsu tæki-
færi.
Geymslutíminn
Hann má ekki vera of
langur og almennt er talið að
magurt kjöt geymist mun
lengur en feitt, eða allt að 12
mánuðum en feitt kjöt ætti
■ Lesandi hafði samband við
neytendasíðuna og kvartaði
undan því að milli Hafnar-
fjarðar og Reykjavíkur séu
gamlir og slitnir strætisvagnar
og sagði að verðið væri allt of
hátt. Honum fannst einnig
tímabært að Landleiðir hf. taki
upp skiptimiða eins og t.d.
Kópavogsvagnarnir og gerðu
ferðalög milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar þar með beinni
og þægilegri. Lesandinn vildi
vita hvort einhverjar breyting-
ar væru fyrirhugaðar á akstri
og rekstri Landleiða.
Svar um hæl
Hróbjartur Jónsson starfs-
maður Landleiða hf. sagði að
farið milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur kostaði 55 krónur
og í vögnunum eru til sölu
afsláttarkort með 25 miðum
og kosta þau 1100 krónur og
því er hver ferð með afslættin-
um á 44 krónur. Milli Kópa-
vogs og Reykjavíkur kostar
farið 23 krónur og afsláttarkort
með 25 miðum er á 450
krónur.
Hann sagði að talsverö
endurnýjun hafi átt sér stað
undanfarin ár og mest allur
bílaflotinn var endurnýjaður
1976. Hann sagði að verðið
væri ekkert borgað niður því
þetta væri einkafyrirtæki og
bæjaryfirvöld taka ekki þátt í
kostnaðinum.
Þá sagði hann að helstu
breytingar sem gerðar hafi ver-
ið á akstrinum væru þær að nú
er búið að sameina skóla- og
almennan akstur, en með því
nást mun fleiri ferðir en ella.
Ekki er í bígerð að taka upp
framhaldsmiða.
ekki að geyma mikið lengur
í frystinum en í sex mánuði
því fitunni hættir til að þrána
þó vel sé búið um kjötið í
frystinn.
Staðsetning kistunnar
Ekki er alveg sama hvar
kistunni er komið fyrir og
langbest er ef hægt er að
koma því við að hafa hana í
köldu og þurru geymsluher-
bergi og góð loftræsting er
nauðsynleg. Ekki er heldur
talið ráðlegt að hafa frysti-
kistuna nálægt hitagjafa eins
og ofni eða þar sem sólarljós
nær til.
Frystikistu húsráð
- Gott er að setja angóru-
peysur og annan fatnað sem
loðir við í frystikistuna í
smátíma, þá hverfur loðnan
, og hægt er að nota fatnaðinn
eins og ekkert sé...
1 - Þámásetjafötsemhafa
fengið í sig tyggjó í kistuna
og auðvelt reynist að ná því
og enginn blettur situr
eftir...
- Mörgum þykir gott að
setja vín í frystinn, sérstak-
lega brennivín og þá verður
það þykkt og þykir þá gott
með síldarréttum, hákarli
o.fl.
Verðkönnun á Akureyri
■ Frá Neytendafélagi Akureyrar og nágrennis barst verðkönnun á hreinlætisvörum sem félagið gerði 9.-10. október s.l. Verðkönnunin
náði til 21 tegundar og fást vörurnar bæði í apótekum og matvörubúðum.
Verslanirnar sem verðkönnunin fór fram í eru Hagkaup, Matvörumarkaðurinn, tvær verslanir KEA og Akureyrarapótek og
Stjörnuapótek.
Verðmunur reyndist talsverður á ýmsum vörum svo sem bleyjum og Johnson's Baby Lotion.
Hagkaup reyndist hafa flestar vörur ódýrastar eða 8, þá kom KEA í Hrísaiundi með 7, Akrueyrarapótek hafði 4 og Stjörnuapótek,
Matvörumarkaðurinn og KEA í Sunnuhlíð voru hver um sig með eina vöru ódýrasta.
En látum tölurnar tala.
Verðkönnun N. Hreinlætisvörur A.N. á Akureyri 9.-10.10.1985 KEA Matvöru- KEA Akureyrar- Maan Haakauo Hrisalundi markaöurinn Sunnuhlió apótek Stjörnu- apótek
Bamba dagbleyjur 50 stk 185,00 196,30 230,75 196,35 — 231,00
" náttbleyjur 35 3tk 176,00 186,10 — — -- 218,00
Pampers bleyjur normal 28 stk 269,00 281,10 -- 312,40 375,00 351,50
" " maxi 30 stk 409,00 482,60 — — 537,00 558,00
Sjafnar dömubindi venjuleg 18 stk — 41,60 48,75 41,65 51,00 50,00
litil 10 stk 30,90 26,30 30,90 32,80 32,00 31,00
Vespré dömubindi gulur pk. 10 stk 55,90 — 58,55 59,50 50,00 54,00
Tannkrem Colgate fluor 93 ml 56,90 52,00 48,50 52,05 — 62,00
Tannbursti Jordan stór 59,90 58,90 — 62,00 69,00 61,00
Tannbursti Jordan barnastæró 54,90 — — — 55,00 58,00
Kópral sportsjampó 125 ml 41,90 37,40 — 37,40 -- 40,00
Silkience sjampó 200 ml 82,90 88,10 88,10 95,00 90,00
Wellin sjampó, ódýrasti litur 250 ml — 105,40 77,95 75,10 64,00 —
Kópral hárnæring " " 125 ml 36,90 32,30 35,35 34,00 — —
Wella hárnæring græn 200 ml 116,00 124,80 135,30 131,40 88,00 121,00
Wella sjampó 200 ml 89,90 93,40 97,45 98,40 93,50 98,00
Johnson's Baby Lotion 120 ml 78,90 91,00 86,70 — 63,00 91,00
Hand san handáburður 75 ml 79,90 84,50 89,90 89,00 90,00 91,00
Plástur Hansaplast 20 stk 37,90 40,80 — 43,00 — 37,50
Friskamín 250 ml 66,20 o co co m 76,10 76,10 69,00 —
Sanasol án sykurs 500 ml 133,60 111,30 163,10 120,60
Lægsta verð á hverri tegund er undirstrikaó.
Tölurnar i könnuninni skýra sig sjálfar , en litió er hægt aö draga
nióurstöóurnar saman þar sem fáar tegundir fengust i öllum búóunum