NT - 24.10.1985, Page 5
Fimmtudagur 24. október 1985
Borgarspítalinn:
Breytt og bætt
vinnuaðstaða
- m.a. til að laða að
hjúkrunarfræðinga
■ Undanfarna mánuði hafa verið
framkvæmdar miklar breytingar á
skurð- og lyflækningadeildum Borg-
arspítalans, sem miðar að bættri
vinnuaðstöðu. Er þetta tilraun af
hálfu spítalans að laða til sín hjúkr-
unarfræðinga. Um tvíþættar breyt-
ingar er að ræða, breytingar á hús-
næði og stjórnskipulagi deildanna.
Vinnuaðstaða hjúkrunarfólks hef-
ur verið bætt með því að endurskipu-
leggja herbergjaskipan deildanna.
Samróma álit starfsfólksins er að
breytingarnar hafi tekist vel og gert
deildirnar að betri og þægilegri vinnu-
stað.
Fram að þessu hafa allar sjúkra-
deildir verið mjög stórar og dagleg
stjórn í höndum eins deildarstjóra.
Pað er yfirgripsmikið starf og mikil-
vægt að hann hafi yfirsýn yfir sjúkl-
inga, starfsfólk, og allt er varðar
starfsemina.
Eftir skipulagsbreytinguna eru tvær
sjálfstæðar deildir á hverjum gangi og
deildarstjóri á hverri deild. Hann
hefur þá mun færri sjúklinga í sinni
umsjá eða um 15-16 í stað 32ja
áður. Undanfarið hefur verið mikill
skortur á hjúkrunarfræðingum til
starfa og því ekki hægt að reka allar
deildir spítalans með fullum afköst-
um.
í Borgarspítalanum eru rúm fyrir
469 sjúklinga, þar af 69 á lyflækninga-
deild, 97 á skurðlækningadeild, 20 á
Utideild á
Akureyri
■ Á Akureyri er nú unnið að því að
koma á fót unglingaráðgjöf og úti-
deild. Bæjarstjórn hefur gert leigu-
samning til eins árs um húsnæði
handa unglingaráðgjöfinni og verður
hún til húsa að Eiðsvallagötu 18.
Forstöðumaður unglingaráðgjafar-
innar og útideildarinnar er Hulda
Stefánsdóttir . Hjá henni fengust þær
upplýsingar að ráðgjöfin væri öllum
opin þrisvar í viku frá fimm til tíu þar
sem unglingar og aðrir gætu kynnt sér
starfsemina rætt sín vandamál og
byggt sig upp. Unglingarnir ráða því
sjálfir hvort þeir koma til okkar og ef
þeir ákveða að starfa með okkur
gerum við um það samning,“ sagði
Hulda, „og heimilið er þeim þá opið
frá þrjú á daginn, þeir gista ekki hjá
okkur en meiningin er samt að hafa
þetta sem heimilislegast." Aðspurð
að því hvort raunveruleg þörf væri
fyrir slíka starfsemi svaraði Hulda því
játandi og benti á að nefnd á vegum
æskulýðsráðs og félagsmálaráðs hefði
komist að slíkri niðurstöðu.
Undirbúningur að útideild er haf-
inn en ekki er á þessu stigi ljóst
hvenær hún tekur til starfa.
HIH/AK
umferðarslys
■ Fanný Porbergsdóttir lést á
Borgarspítalanum síðastliðinn laug-
ardag. Hún lenti í umferðarslysi á
Brúnagötu þann 8. október. Fanný
hlaut höfuðmeiðsl, ásamt öðrum
áverkum, þegar hún varð fyrir bíl
áðurnefndan dag. Hún var 65 ára
gömul.
gjörgæslu- og gæsludeild, 103 á öldr-
unardeild, 91 á geðdeild og 89 á
hjúkrunar- og endurhæfingardeild.
■ Eftir
herbergi.
breytingarnar þar sem vinnuaðstaða deildarritara sést inni í vakt-
Fimm þúsund
pör af ACT
■ Föstudaginn 11. október var
fimm þúsundasta parið af einni gerð
af ACT-skóm selt í versluninni Torg-
inu í Reykjavík. Hinn heppni kaup-
andi fékk að velja sér firnm pör af
ACT-skóm til viðbótar í verðlaun.
Fessar upplýsingar fengust úr Sam-
bandsfréttum sem komu út nýlega og
þar segir einnig að þessir umræddu
skór séu karlntannaskór nteð reimum
og þeir eru fáanlegir í gráu og svörtu.
Það er skóverksmiðja fatadeildar
Sambandsins á Akureyri sem fram-
leiðir þessa vinsælu skó og segja
Sambandsfréttir að vinsældir þeirra
fari sífellt vaxandi.
Drekkum mjólk á hverjum degi
* Mjólk: Nýmjólk, létlmjólk. eða undanrenna.
Allt frá því að tennurnar
byrja að vaxa þurfa þœr -
daglegan kalkskammt,
fyrst til uppbyggingar og
síðan til viðhalds
Rannsóknir benda til að
vissa tannsjúkdóma og
tannmissi á efri árum
megi að hluta til rekja til
langvarandi kalkskorls.
Með daglegri mjólkur-
neyslu, a.m.k. tveimur
glösum á dag, er
líkamanum tryggður
lágmarks kalkskammtur og
þannig unnið gegn hinum
alvarlegu afleiðingum
kalkskorts.
Tennurnar fá
þannig á hverjum degi þau
byggingarefni sem þœr
þarfnast og verða sterkar og
fallegar fram eftir öllum aldri.
Gleymum bara ekki að bursta
þœr reglulega.
Helstu heimikír Bækingurinn Kak og beinþynning efbr dr. Jcm Óöar Ragnareson og
Nutriíon and Physical Fitness, 11. útg., eftir Briggs og Caloway, Hoit Reinhaidt and
Winston, 1984.
SúSsrn*
MJÓLKURDAGSNEFND
Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur afkalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum (2,5dlglös)* Lágmarks- skammturí mjólkurglösum (2,5dlqlös)**
Börnl-lOára 800 3 2
Unglingarll-18ára 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið Ófrfskarkonurog 800“* 3 2
brjóstmœður 1200““ 4 3
■ Hér er gert ráð fyrir að allur dagskammturlnn af kalkl koml úr mjólk.
" Að sjálfsögðu er mðgulegt að fá allt kalk sem likamlnn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat
en sllkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringarfrœðl. Hér er mlðað við neysluvenjur elns og
þœr tlðkast I dag hér á landl,
™ Marglr sérfrœðingar telja nú að kalkþðrf kvenna eftlr tlðahvárf sé mun meiri eða 1200-1500
mg á dag.
™ Nýjustu staðlar fyrir RDSI Bandarlkjunum gera ráð fyrir 1200 tlll 600 mg á dag fyrlr þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar faeðutegundir og auk
þess B-vftamín, A-vítamín, kalfum, magnfum, zink og fleiri efni.
Um 99% af kalkinu notar Ifkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna.
Tœplega 1 % er uppleyst f líkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum,
og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt,
hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum
efnaskiptahvötum.
Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vftamín, sem hann fœr
m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla
annarra faeðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en
300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr
mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum
af mjólk.