NT - 24.10.1985, Page 7
Fimmtudagur 24. október 1985 7
Sameinuðu þjóöirnar-Reuter
Kennara-
verkfall í
Austurríki
Vín-Reuter
■ Austurrískir gagn-
fræða- og menntaskóla-
kennarar fóru í eins dags
verkfall í gær til að mót-
mæla því að lausráðnir
kennarar skuli fá lægri
laun en þeir sem eru fast-
ráðnir.
Kennararnir fóru í
verkfall eftir að samninga-
viðræður þeirra við stjórn-
völd um að jafna launin
höfðu runnið út um þúfur.
Verkföll eru ákaflega fá-
gæt í Austurríki, þar sem
sósíalistar fara með völd.
Seinast var kennaraverk-
fall þar árið 1973 og það
stóð aðeins í tvo daga.
■ Karim Lamrani forsætisráð-
herra Marokkó tilkynnti í gær
að Marokkóstjórn hefði ákveð-
ið að lýsa einhliða yfir vopnahléi
í Vestur-Sahara þar sem skæru-
liðar Polisario berjast fyrir
stofnun sjálfstæðs ríkis. Hann
sagði að vopnahléð gengi í gildi
þegar í stað. Stjórnarherinn
myndi ekki berjast við skæru-
liða nema á hann væri ráðist.
Forsætisráðherrann skýrði frá
þessu í ræðu sem hann hélt á
allsherj arþingi Sameinuðu
þjóðanna í gær í tilefni af fjöru-
tíu ára afmæli samtakanna.
Hann sagði að Marokkóstjórn
væri tilbúin til þess að halda
atkvæðagreiðslu í Vestur-Sa-
hara um framtíð svæðisins
snemma á næsta ári undir eftir-
liti Sameinuðu þjóðanna.
Skæruliðar Polisariohreyfing-
arinnar hafa barist fyrir sjálf-
stæði Vestur-Sahara frá árinu
1975 en fram að því hafði’svæðið
verið spænsk nýlenda. Polisarío
hefur notið stuðnings Alsír-
manna í þessari baráttu. Lam-
rani sagði að Sameinuðu þjóð-
unum væri frjálst að senda full-
trúa til að fylgjast með vopnahlé-
inu. Hann gaf mjög sterklega í
skyn að Marokkómenn myndu
samþykkja að Sameinuðu þjóð-
irnar fælu Einingarsamtöicum
Afríkuríkja að aðstoða við
skipulagningu kosninganna um
framtíð Vestur-Sahara. Mar-
okkómenn gengu úr Einingar-
samtökum Afríku í fyrra vegna
þess að samtökin viðurkenndu
arabíska lýðveldið í Sahara sem
Polisario hafði stofnað.
Lamrani sagði að það skipti
mestu máli að finna lausn á
„fölskum vandamálum" í Sa-
hara og að kosningar um fram-
tíð svæðisins væri eina raunhæfa
lausnin. Með því að taka að sér
milligöngu í þessu máli myndu
Sameinuðu þjóðirnar leggja
mikið af mörkum til þess að
bæta heiminn.
Spænsk mjólkurbú
þorna í þurrkatíð
Madrid-Reuter
■ Stjórnvöld í Cantabríu,
einu helsta mjólkurframleiðslu-
héraði Spánar, hafa beðið
spænsku stjórnina um að lýsa
yfir neyðarástandi í héraðinu
vegna langvarandi þurrka sem
hafa valdið kúabændum miklu
tjóni.
Juan Tarim framkvæmda-
stjóri landbúnaðarþjónustu
Cantabríu segir að aðeins hafi
fallið 3,5 lítrar af rigningu á
fermetra í september saman-
borið við 106 lítra í meðalári.
Þetta hafi leitt til þess að mjólk-
urframleiðsla hafi dregist saman
um sjö til níu prósent í mánuð-
inum. Fyrirsjáanlegt sé að sam-
drátturinn verði ennþá meiri í
þessum mánuði.
Héraðsstjórnin í nágranna-
héraðinu Austrias, þar sem
einnig eru miklir þurrkar, segir
að kúabændur þar hafi tapað
2,5 milljörðum peseta (650 mill-
jónum ísl. kr.) á þurrkunum.
Tapið vegna þurrkanna gerir
spænskum kúabændum enn
erfiðara en ella að keppa við
kúabændur í ríkjum Efnahags-
bandalags Evrópu þegar Spán-
verjar ganga í EBE í byrjun
næsta árs.
■ Riddarar í stjórnarher Marokkó leggja til atiögu. Marokkóstjórn hefur ákveðið að þeir skuli hvíla
hesta sína og spara skotfærin í baráttunni gegn Polisario.
Norðmenn auka enn
á olíuframleiðsluna
Aþena-Reuter.
■ Grikkir hafa mótmælt harð-
lega við stjórnir Bandaríkjanna
og Tyrklands yfir margítrekuð-
um brotum flugvéla frá þessum
ríkjum í lofthelgi Grikklands
undanfarna daga.
Talsmaður grísku stjórnar-
innar segir að bandarískar her-
flugvélar hafi brotið gríska loft-
helgi samtals 22 sinnum í fyrra-
dag. Tvær sveitir tyrkneskra
flugvéla hafi svo flogið inn í
gríska lofthelgi í gær og skotið
flugskeytum á æfingaskotmörk
í Eyjahafi.
Bandarísku og tyrknesku
flugvélarnar taka þátt í sameig-
inlegum heræfingum Banda-
ríkjamanna og Tyrkja á umdeildu-
svæði í Eyjahafi sem bæði
Grikkir ogTyrkirgera tilkall til.
Grísk stjórnvöld segjast ekki
hafa fengið neina tilkynningu
um heræfingar fyrirfram.
Grikkir mótmæltu lofthelgis-
brotunum við Robert Keeley
sendiherra Bandaríkjanna í
Grikklandi þegar hann kom í
kurteisisheimsókn til Andreas
Papandreou forsætisráðherra í
fyrradag.
■ Grískar orrustuþotur yfír Eyjahafi. Grikkir ásaka Tyrki og
Bandaríkjamenn um heræfíngar í grískri lofthelgi.
Grikkir reiðir yfir
lofthelgisbrotum
Osló-Reuler.
■ Káre Kristiansen olíu- og
orkumálaráðherra Norðmanna
segir að norsk olíuframleiðsla
muni aukast um 40% á næstu
fimm árum og verða um 1,1
milljón tunnaádagáriðl990.
Kristiansen sagði á ráðstefnu
í gær að olíuframleiðslan yrði
að minnst kosti komin upp í
860.000 tunnur á dag í árslok.
Hann útilokaði allt samstarf við
OPEC, samtök olíufram-
leiðsluríkja um takmörkun á
olíuframboði í heiminum.
Kristiansen sagðist samt vera
tilbúinn til að ræða við Subroto
núverandi formann OPEC, sem
jafnframt er olíumálaráðherra
Indónesíu. Subroto mun ræða
við Peter Walker orkumála-
ráðherra Breta síðar í þessari
viku en Bretar hafa lýst því yfir
að þeir séu ekki tilbúnir til
samstarfs við OPEC.
Kristiansen taldi litlar líkur á
því að aukin olíuframleiðsla
Norðmanna myndi leiða til
mikillar aukningar á Norður-
sjávarolíu þar sem búist er við
því að olíuframleiðsla á
olíusvæðum Breta í Norðurhafi
muni minnka mikið á næsta
áratug. Starfsmenn í norska
olíuiðnaðinum spá því að
olíuframleiðsla Norðmanna
muni fara yfir milljón tunnur á
dag jafnvel strax á næsta ári
þegar byrjað verður að dæla
olíu upp úr nýjum olíulindum.
ísrael:
Eggjastokkalaus
kona fæðir barn
■ í fyrsta skipti í sögu
læknavísindanna fæddist
barn í gær á ísraelsku
sjúkrahúsi, af konu sem
hefur enga eggjastokka, en
komið hafði verið fyrir
frjóvguðu eggi í legi
hennar.
Konan sent er 38 ára
fæddi stúlku sem var 2.7 kg
að þyngd (6.3 merkur), og
heilsast báðum vel.
Áður en egginu var kom-
ið fyrir f legi konunnar,
voru henni gefin hormónin
estrogen og prógesterón,
hormón sem eggjastokkar
myndu framleiða undir
venjulegum kringumstæð-
um. Pannig reyndu læknar
að koma af stað vísi að
tíðahring. Var síðan eggi,
sem búið var að frjóvga af
manni hennar, komið fyrir
í leginu.
Aðgerðin heppnaðist vel
og sagði Joseph Schenker
læknir á fæðinga- og
kvensjúkdómadeild Hdass-
ah spítalans í Jerúsalem, að
þessi atburður gæti vakið
vonir kvenna um allan
heim, sem hafa af einhverj-
um ástæðum þurft að láta
fjarlægja eggjastokka sína
eða eru fæddar með erfðag-
alla í kynlitningum að geta
eignast barn.
&
s
~NEWS IN BRIEF
October 23, Reuter
SOFIA - A Soviel spok'
esman dismissed a U.S
statement that it was de-
ploying mobile SS-25
nuclear missiles as „not
corresponding with rea
lity.“ He was speaking
after a two day Warsaw
Pact meeting, attended by
Soviet leader Mikhail
Gorbachev, which called
for the elimination of the
threat of nuclear war and
improvement in internat-
ional relations.
•
JOHANNESBURG-Se-
ven white clergymen seek-
ing reconciliation in South
Africa decided to meet
anti-Pretoria African Nat-
ional Congress guerrilias
in Zambia. President
P.W. Botha’s office said
the tríp would amount to
defíance of the state aut-
hority.
•
UNITED NATIONS -
Morocco announced an
immediate unilateral ce-
ase-fire in the guerrilla
war in the Western Sa-
hara, as long as there was
no aggression against the
territories for which it was
responsible, Prime Min-
ister Karim Lamrani also
asked the U.N. to oversee
a referendum next Jan-
uary to decide the future.
•
UNITED NATIONS -
Japanese Prime Minister
Yashuhiro Nakasone att-
acked protectionism and
said he was planning make
the Japanese market one
of the most open in the
world.
LONDON - South Afr-
ica, seeking to reschedule
^ its 24-billion-dollar for-
(/) eign debt, presented its
á: creditors with a favour-
UJ able economic outlook in
talks expected to include a
request to extend a uni-
lateral freezc on repay-
ments.
•
LONDON - Police are
investigating an allegation
of a 27-million-dollar
fraud by officers of the
Bank of England, Brita-
in’s Central Bank, the Go-
vernment said. It was
connected with an inquiry
into the colapse last year
of Johnson Matthey
Bankers and its rescue by
the Bank of England.
•
PARIS - Prime Minister
Uj Laurent Fabius and De-
S
s
fence Minister Paul Quiles
left today for the South
Pacific by concorde to
witness a nuclear explos-
ion at the French test site
L|j af Mururoa Atoll, under-
^ lining French determinat-
_ ion to press ahead with its
^ test programme in the face
■I of opposition by Pacific
^ nations.
IMADRID - Spain began
talks with the United Stat-
1 es and is expected to link
U.S. troop reductions
with government support
for continued membership
ofNATO.
•
BANGKOK - Vietnam
has appealcd for internat-
ional aid to help recover
from damage wrought by
typhoon Cecii which killed
670 people and left 257
missing, the Vietnam
News Agency said.
newsinbriefA