NT - 24.10.1985, Qupperneq 13
flokksstarf
-I mr Fimmtudagur 24. október 1985 13
J [yj Spegill
Jórdaníu■
prinsessa
stundar
hestarækt
-meðgóðum
árangri
■ Hussein Jórdaníukonungur á sjálfur ung
börn og nú væntir kona hans 4. barnsins. En
afabarmð hans á sinn ákveðna sess í hjarta hans.
Sonur Aliu kann vel við sig í fangi afa síns. ■ Hestastóðið hans Husseins þykir stórglæsilegt.
■ Alia prinsessa var
ekki há í ioftinu þegar
foreldrar hennar skildu.
En hún hefur alttaf lagt
áherslu á að halda góðu
sambandi við þau bæði,
egypsku prinsessuna
Dinah og Hussein Jór-
daníukonung.
■ Kórónu sköpunarverksins vilja dýravinir kalla þá. Olíufurstar
og aðrir auðkýfíngar sem ekki vita aura sinna tal, borga gjarna
stórar fjárfúlgur fyrir þetta dýrmæti - oft bara til að njóta
ánægjunnar af því að horfa á þá. Það er arabíski hesturinn
marglofaði sem hér er verið að ræða um.
Hussein Jórdaníukonungur setti þegar 1960 á laggirnar hrossa-
ræktarstöð, sem hefur það að markiniði að ná fram sem bestum
hreinræktuðustum eiginleikum arabíska hestsins og þykir ræktun-
in hafa tekist ágætlega vel. Það er Alia prinsessa, 28 ára gömul
dóttir konungsins, sem veitir hrossaræktinni forstöðu.
■ Alia prinsessa hefur mikið yndi af því að umgangast hestana.
Alia hefur alist upp með
þessum göfuga hestastofni frá
blautu barnsbeini. í fyrstu um-
gekkst hún hestana sem ljúfa
leikfélaga, en nú orðið hefur
hún mesta nautn af því að
fylgjast með glæsilegum hreyf-
ingum þeirra. Hún hefur svo
mikið yndi af því að umgangast
hestana, að hún hefur lýst því
yfir að ekkert veiti sér meiri
ánægju.
Margir þjóðhöfðingjar og
aðrir höfðingjar hafa heimsótt
hrossaræktarstöðina og hrifist
af árangrinum sem þar hefur
náðst. M.a. er sagt að Elísabet
Bretadrottning, sem sjálf hefur
dágott vit á hestum, hafi hrifist
svo mjög af stofninum sem þar
hefur náðst fram þegar hún
kom í opinbera heimsókn til
Jórdaníu í vor sem leið, að hún
hafi falast eftireinum stóðhesti
til að kynbæta eigin hross
heima í Englandi.
Alia prinsessa er dóttir
Husseins og fyrstu eiginkonu
hans, egypsku prinsessunnar
Dinah, sem hann giftist aðeins
19 ára gamall. Þrem árum
síðar skilaði hann henni aftur
heim, en hún giftist síðan 1970
einum svarnasta óvini Huss-
eins, skæruliðaforingja sem vill
allt til vinna að koma Hussein
fyrir kattarnef! Það voru því
ekki fáar augabrúnir sem lyft-
ust þegar Dinah heimsótti
dóttur sína fyrir skemmstu í
Amman!
En Alia hefur alltaf lagt
áherslu á að halda góðu sam-
bandi við móður sína. Og hún
hefur reyndar líka haft gott
samband við stjúpmæður sínar
og hálfsystkini. Sjálf á hún
einn son, sem þegar er farinn
að ganga í skóla, en maður
hennar er háttsettur embættis-
maður stjórnar Jórdaníu og
gegndi áður störfum í leyni-
þjónustunni. Hann þykir með
afbrigðum hlédrægur maður
og lítið gefinn fyrir að láta á sér
bera.
B Allt skal vera í röð og reglu og reiðtygin
skulu alltaf vera í besta lagi. Prinsessan hefur
sjálf eftirlit með því.
Kjördæmisþing á Vesturlandi
Kjördæmlsþing framsóknarmanna ( Vesturlandskjördæmi
verður haldið í Hótel Borgarnesi þann 1. og 2. nóvember.
Dagskrá auglýst síðar.
Stjórnin.
Konur
A-Skaftafelissýslu
Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeið á Höfn í
Hornafirði fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið verður haldið
dagana 25., 26. og 27. október n.k. og hefst það kl. 20.00.
Veitt verður leiðsögn í styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku,
fundarsköpun og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbein-
endur verða Unnur Stefánsdóttir og Þórdís Bergsdóttir.
Þátttaka tilkynnist til Erlu í síma 97-8286 og Agnesar í síma
97-8580. Konur eru eindregið hvattar til aö nota þetta
sérstaka tækifæri.
L.F.K.
Viðtalstími borgarfulltrúa og
varaborgarfulltrúa
Næst komandi laugardag verða til viðtals á Rauðarárstíg 18
milli kl. 11 og 12, þau Gerður Steinþórsdóttir og Sveinn Grétar
Jónsson. Gerður á sæti í félagsmálaráði og fræðsluráði og
Sveinn í íþróttaráði.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Heldur afmælisgleði 31. október n.k., að Hótel Hofi kl. 19.00.
Heitur réttur - kaffi. Skemmtiatriði úr ýmsum áttum, glens
og gaman. Mætum allar.
Tilkynnið þátttöku til Þórannar í síma 24480.
Kjördæmisþing í
Suðurlandskjördæmi
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi
verður haldið föstudag og laugardag 8. og 9. nóvember n.k.
og hefst kl. 17.30 stundvislega á föstudeginum í Félagsheimil-
inu Hvoli Hvolsvelli. Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ræða: Stjórnmálaviðhorfið, Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra.
3. Ræða: Framsóknarflokkurinn störf og stefna. Guðmundur
Bjarnason alþingismaður.
4. Ávarp gesta landssambanda.
5. Umræður og fyrirspurnir.
6. Þingslit kl. 17.30 á laugardeginum.
Gisting og matur á Hótel Hvolsvelli á frábærum kjörum. Félög
og einstaklingar tilkynnið þátttöku sem fyrst.
Stjórnin
Siglfirðingar -
Sauðkrækingar
Landsamband framsóknarkvenna heldur námskeið í fram-
sóknarhúsinu viö Suðurgötu fyrir konur og karia á öllum aldri.
Námskeiðið verður haldið dagana 15., 16. og 17. nóvember
n.k. og hefst það kl. 20.00 15. nóv. Veitt verður leiðsögn í
styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku, fundarsköpum og fram-
komu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinendur verða þær Inga
Þyrí Kjartansdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir. Þátttaka tilkynn-
ist hjá Halldóru í síma 96-71118 ogGuðrúnu í síma 96-5200.
Fólk er eindregið hvatt til að nota sér þetta sérstaka tækifæri.
L.S.K.