NT


NT - 24.10.1985, Síða 18

NT - 24.10.1985, Síða 18
 AMERISKUR FOTBOLTI 49urnar halda áfram að tapa - nú fyrir Ljónunum frá Detroit ■ Nú er komið að úrslitum í sjöundu leikviku ameríska fótboltans en áður en þau birtast er rétt að gera aðeins grein fyrir því í grundvallaratriðum um hvað leikurinn snýst. í hverju liði eru 45 menn sem taka þátt í hverjum leik. Aðeins 11 þeirra eru inná vellinum í einu eins og knattspyrnu. Hverju liði er eiginlega skipt í þrjú lið, þ.e. sóknarlið, varnarlið og varalið (special team) sem aðeins spilar undir sérstökum kringumstæðum svo sem þegar andstæðingarnir sparka boltanum og í upphafi leiks. Sóknar- liðið er inná þegar liðið er með boltann. Varnarliðið er inná þegar andstæðingarnir hafa boltann og varaliðið ýmist þegar boltinn er í höndum liðsins eða andstæðinganna. Athuga ber þó að aldrei eru fleiri en 11 leikmenn úr hvoru liði inná í einu. Leikvöllurinn er 100 jardar á lengd og um 50 jardar á breidd. 100 jardar eru nánast 100 metrar. Völlurinn er þverstrikaður með 5 jarda millibili. Galdurinn er síðan að koma boltanum yfir endalínu andstæðingsins (touchdown) eða sparka knettinum á milli tveggja uppréttra stanga sem staðsettar eru um 10 jarda fyrir aftan endalínur vallarins (field goal). Stengur þessar gnæfa nokkuð hátt upp. Þegar sóknarliðið er með boltann þá fær það fjórar tilraunir til að koma honum 10 jarda. Ef það tekst í einhverri af þessum fjórum tilraunum þá fær liðið aðrar fjórar tilraunir og síðan koll af kolli þar til því mistekst að fara 10 jarda eða skorar stig (fer yfir endalínu eða sparkar í mark). Varnarliðið getur náð boltanum t.d. með því að komast inní sendingu eða slá boltann úr höndum sóknarmanns og ná honum þannig. í stuttu máli. Lið fær fjórar tilraunir til að koma knettinum áfram um 10 jarda og ef það tekst þá fær það aðrar fjórar tilraunir og síðan koll af kolli. Til að skora þá þarf að fara með knöttinn yfir endalínu andstæðingsins eða sparka honum milli tveggja marksúlna. Jæja, þá eru það úrslitin. Á óvart kemur slakt gengi San Francisco 49ers. Chicago og L.A. Rams eru enn ósigruð og má skrifa sigra Chicago á frábært varnarlið en sigra Rams á góða hlaupara (running backs). Los Angeles Rams-Kansas City Chiefs....................... 16- 0 Frl. Denver Broncos- Seattle Seahawks..................... 13-10 Los Angeles Raiders-Cleveland Browns ..................... 21-20 New England Patriots-New York Jets........................ 20-13 Miami Dolphins-Tampa Bay Buccaneers....................... 41-38 Philadelphia Eagles-Dallas Cowboys......................... 16-14 New York Giants-Washington Redskins....................... 17- 3 Detroit Lions-San Francisco 49ers ........................ 23-21 Houston Oilers-Cincinnati Bongals ........................ 44-27 Pittsburgh Steelers-St. Louis Cardinals................... 23-10 Atlanta Falcons-New Orleans Saints......................... 31-24 Minnesota Vikings-San Diego Chargers ..................... 21-17 sBuffalo Bilkls-Indianapolis Colts........................ 21- 9 Chicago Beers-Green Bay Packers ...................... .... 23- 7 Staðan: Austurdeild U T J PHL. SS SF NewYorkJets................... 5 2 0 714 156 104 Miami Dolphins................ 5 2 0 714 186 146 New England Patriots.......... 4 3 0 571 124 129 Indianapolis Colts............ 2 5 0 286 118 159 Buffalo Bills ................ 1 6 0 143 87 172 Miðríkjadeild Cleveland Browns.............. 4 3 0 571 135 107 Pittsburgh Steelers........... 3 4 0 429 152 118 Cincinnati Bengals............ 2 5 0 286 211 240 Houston Oilers................ 2 5 0 286 129 155 Vesturdeild Denver Broncoa 5 2 0 714 179 141 Los Angolos Raiders........... 5 2 0 714 159 133 Seattle Soahawks.............. 4 3 0 571 174 182 Kansas City Chiefs ........... 3 4 0 429 141 151 San Diego Chargers............ 3 4 0 429 169 187 Austurdeild U T J PHL SS SF Dallas Cowboys................ 5 2 0 714 173 115 New York Giants............... 4 3 0 571 160 118 Philadelphia Eagles........... 3 4 0 429 102 104 St. Louis Cardinals .......... 3 4 0 429 155 186 Washington Redskins........... 3 4 0 429 100 151 Miðríkjadeild Chicago Bears................. 7 0 0 1.000 212 105 Detroit Lions ................ 4 3 0 571 126 159 Minnesota Vikings ............ 4 3 0 500 158 140 Green Bay Packers ............ 3 4 0 429 144 163 Tampa Bay Buccanoers.......... 0 7 0 333 150 218 Vesturdeild Los Angeles Rams.............. 7 0 0 1.000 149 89 San Francisco 49ers .......... 3 4 0 429 176 140 New Orleans Saints............ 3 4 0 429 150 186 Atlanta Falcons............... 1 6 0 143 151 216 Wá Fimmtudagur 24. október 1985 18 Vandræði í Sviss: Bræður á burt - Rufer-bræðurnir farnir heim án leyfis ■ Wynton Rufer á hlaupum. Hann er nú kominn til Nýja Sjálands. H Nýsjálendingarnir og bræð- umir Wynton og Shane Rufer eru vandræðagripir. 1 gær kom í Ijós að þeir höfðu flogið til síns heima til að taka þátt í undir- búningi nýsjálenska landsliðsins fyrir leikana gegn ísrael og Ás- tralíu í undankeppni heims- meistarakeppninnar. Þessu tóku kapparnir uppá í trássi við félag sitt, svissneska liðið FC Zurich, sem hafði ekki, og reyndar vildi ekki gefa þeim leyfi til að fara. Varaformaður Zurich Sven Hotz sagði við blaðamenn í Sviss að það hefði verið ósann- gjarnt við aðra leikmenn félags- ins að leyfa bræðrunum að fara, því allar bónusgreiðslur væru bundnar gangi liðsins í heild og það myndi veikjast við brotthvarf miðherjans Shane og varnarmannsins Wyntons. Auk þess var ekkert í samning- um bræðranna sem hefði með leyfi vegna landsleikja að gera. „Eg hafði á tilfmningunni að eitthvað væri að gerast og raun- ar kom svo í Ijós að farseðlar þeirra höfðu verið pantaðir fyrir nokkru. Við sendum skeyti til nýsjálenska knattspyrnu- sambandsins þar sem sagt var að þeim yrði ekki gefið leyfi til að leika með landsliði þeirra,“ HM í kraftiyftingum: Víkingur og Kári fara - til Espoo í Finnlandi - Eiga möguleika á verðlaunum ■ HeimsmeLstaramótið í kraft- lyftingum verður haldið í Espoo í Finnlandi dagana 6.-10. nóvemb- er n.k. Kraftlyftingasamband íslands hefur vaUð tvo keppend- ur á mótið, báða frá Akureyri. í 67,5 kg flokki keppir Kári Elísson og í 125 kg flokki Vík- ingur Traustason. Af þeim tveimur á Kári betri möguleika. Á HM í Dallas í fyrra varð hann í 4. sæti og í ár hefur Kári betri möguleika. Á HM í Dallas í fyrra varð hann í 4. sæti og í ár hefur Kári unnið til silfurs á Evrópumóti og gull á Norður- landamóti og er tU alls Iðdegur. Víkingur vann 5. sæti á Evrópu- mótinu í ár og síðan gullverð- laun á Norðurlandamótinu og á raunhæfa möguleika á 6.-7. sæti á HM. Síðast var Heimsmeistaramót haldið í Finnlandi 1978, þá í Turku og vann Skúli Óskarsson þar til silfurverðlauna, eftir harða baráttu um gullið. Af flestum sem til þekkja var mótið í Turku. talið best skipulagða HM í kraftlyftingum, sem hald- ið hefur verið og bíða menn í ofvæni eftir, hvort mótið nú verður sambærilegt. Samhliða HM verður þing Alþjóða kraftlyftingasamb- andsins og mun Ólafur Sigur- geirsson sitja það af íslands hálfu. Meðal verkefna hans er að sækja um HM unglinga 1987, ef núerandi mótshaldari kraft- lyftingasambandið í Perú missir af mótinu, sem gæti gerst vegna skulda þess við alþjóðasam- bandið. S-Ameríkukeppnin í fótbolta: Aukaleikur - á milli America og Juniors um titiiinn ■ America frá Kólumbíu sigr- þann 8 desember. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Ameríca og skoraði Ortiz markið á 3 mín- útu. Fyrri leikur liðanna endaði 1-0 fyrir Juniors svo liðin verða að eigast við í hreinum úrslita- leik í dag. Sá leikur verður í Asuncion í Paraguay. aði Argentinos Juniors frá Arg- entínu í seinni leik félaganna um Libertadores-bikarinn. Þessi keppni er meistarkeppni S- Ameríku og sigurvegannn í henni keppir gegn Juventus, Evrópumeisturunum, um heimsbikar félagsliða í Tókýo Haustmót JSÍ: Allir nema einn - af sigurvegurunum úr Ármanni ■ Júdósamband Islands hélt sitt árlega haustmót í íþrótta- húsi kennaraháskólans fyrir stuttu. Keppt var í 6 þyngdar- flokkum karla. Sigurvegarar urðu eftirfarandi: f - 60 kg Jón Trausti Gylfason, - 65 kg Karl Ó Erlingsson, - 71 kg Davíð Gunnarsson, - 78 kg Halldór Hafsteinsson, - 95 kg Bjarni Friðriksson, yfir 95 kg Sigurður Hauksson. Sá síðastnefndi er frá Keflavík en allir aðrir sigur- vegarar eru úr Ármanni. Sundbikarkeppni ■ Á þessari mynd sést „hlauparinn“ (ruinning back) Wendel Tyler úr 49unum brjótast með knöttinn í gegnum varnarmúr Miami og spretta í átt að endalínunni. Sleppi hann yfir línuna þá fær hann 6 stig fyrir vikið. ■ Bikarkeppni 2. deildar í sundi verður haldin í Sundhöll Reykjavíkur um komandi helgi. Keppnin hefst á morgun kl. 20.00 en á laugardag kl. 16.00. Á sunnudaginn byrjar keppni kl. 15.00. Petta árið þá flytjast tvö efstu liðin í 2. deild upp í þá fyrstu. Bikarkeppnin í 1. deild verð- ur helgina 8-10 nóvember og hefst föstudaginn 8 nóv. kl. 20.00. sagði gáttaður Hotz við blaða- menn í Sviss í gær en málið hefur þar vakið mikla athygli. Svissneska félagið bíður nú eftir því að Nýsjálendingar sendi þá bræður til baka ellegar taki allavegana fyrir að þeir spili landsleikina. Annars gæti málið farið til Alþjóða knattspyrnu- sambandsins. Molar ■ ...Arthur Ashe hefur verið rekinn sem fyrirliði liðs Bandaríkjanna í tennis. Ástæðurnarmunu vera þær að hann hafði ekki nógu góð tök á óeirðaseggjunum McEnroe og Jimmy Connors. Það er m.a. notað sem afsökun fyrir tapinu gegn Svíum í Dav- is Cup- úrslitunum í fyrra... ...Tyrkir hafa sent Englendingum tilboð um hvenær leikir þeirra gegn Rúmenum og N-Irum skuli fara fram. Tyrkir vilja spila við Rúmena þann 13 nóvember kl. 7:30 að sínum tíma sem þýddi að England og N- Irland myndu spila kl. 5.30 að enskum tíma. Eins og greint hefur verið frá þá hefur FIFA ákveð- ið að leikirnir skuli fara fram á sama tíma þar eð þeir skipta höfuðmáli í riðlinum. Nú er að sjá hvort Englendingar fallist á þetta eða hvort FIFA verður að skerast í leik- inn... ...Evrópumeistara- mótið í karate verður haldið í Mónackó í júlí á næsta ári, nánar tiltekið 14-19 júlí. íslenska karatesambandið hyggst senda keppendur á mótið... ...Þrír leikmenn í landsliði Indlands í hokký voru dæmdir í fimm ára bann frá íþrótt sinni eftir að þeir réðust að ja- pönskum dómara á Asíu- leikunum í janúar síðast- liðinn... ...Bretinn Peter Elliott sigraði í míluhlaupi í San Francisco fyrir stuttu. Hann hljóp bratta braut- ina á 3:43,3 mín. Annar varð Steve Ovett frá Bretlandi. í kvennaflokki sigraði Lynn Williams frá Kanada og varð það fjórði sigur hennar í röð á millivegalengdargötu- hlaupum í Bandaríkjun- um. Hlaup sem þessi njóta mikilla vinsælda þarna vestra... ...Pam Shriver sigraði á opnu kvennamóti í tennis sem fram fór í Stuttgart í V-Þýskalandi fyrir stuttu. Hún sigraði Catarinu Lindqvist frá Svíþjóð í úrslitaleik. Eftir leikinn þá valdi Shriver frekar að fá í verðlaun sportbíl af betri gerðinni heldur en verðlaunafé uppá 32 þúsund dollara... ...Morten Frost er efst- ur að stigum meðal bad- mintonleikara í heimin- um. Hann er nokkuð á undan Han Jian frá Kína sem er í öðru sæti. Eng- lendingarnir Baddeley og Yates koma síðan í þriðja og fjórða sæti.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.