NT - 24.10.1985, Síða 24
HRINGDU ÞÁ í SÍIX/IA 68-65-62
Við tökum við abendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja abendingu sem leið ir til
fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495
.. -...................." ■— ■ I ■■■■■■— ■■■■■■■XH, ' . ■ .....................—" — ■
Arnarflug:
Rauðglóandi
símalínur
Aukaferð til Amsterdam í dag
■ Flugfreyjur mæltu á þingpalla í gærkvöld til að hlýða á löggjafann setja á þær lög og senda þær aftur til vinnu. NT-mynd Svenír.
Flugf reyj uverkf all ið:
Flestir þingmenn Alþýðuflokksins styðja ríkisstjórnina
■ Símalínurhjá Arnarflugi
voru rauðglóandi í gær, á
það jafnt við á skrifstofum
flugfélagsins innanlands og
erlendis. Var fólk að forvitn-
ast um áætlanir félagsins, og
einnig var töiuvert meira um
pantanir en venjulega.
Að sögn Magnúsar Odds-
sonar, markaðsstjóra Arnar-
flugs, var ekkert flug til Am-
sterdam í gær, hinsvegar
verður bætt við einni ferð í
dag og því flognar tvær ferðir
til borgarinnar. Sagði hann
að þeir hugsuðu stutt í þessu
máli og létu hverjum degi
nægja sínar þjáningar. Mjög
óljóst væri hvað gerðist á
næstu dögum, hvort ríkis-
stjórnin setti lög á verkfall
flugfreyja, eða hvort með
einhverjum hætti mætti ná
samkomulagi.
Hvað innanlandsflugið
áhrærði gerði flugfélagið
ekki meira en að anna áætl-
unarflugi sínu í gær, vegna
þess að allt innanlandsflug
hafði legið niðri á þriðjudag.
BSRB þing:
Óvissa í
stjórnar-
kosningu
■ Samkvæmt heimildum
NT leikur vafi á því hvort
Einar Ólafsson, formaður
Starfsmannafélags ríkis-
stofnana, gefi kost á sér í
stjórn BSRB, en þar hefur
Éinar átt sæti. Mun Einari
þótt að sér vegið á þinginu,
og náði m.a. ekki kjöri til
uppstillingarnefndar þings-
ins.
Enn er óljóst með fram-
boð til embættis annars vara-
formanns bandalagsins, en
Haraldur Steinþórsson mun
ekki gefa kost á sér aftur.
Hafa tvær konur, þær Guð-
rún Árnadóttir, SFR, og Síg-
urveig Sigurðardóttir, HFI,
helst verið nefndar til
starfans.
Þá segja heimildarmenn
NT að Haraldur Hannesson,
sem er í framboði til fyrsta
varaformanns bandalagsins,
gegn núverandi varafor-
manni, Albert Kristinssyni,
sé tilbúinn til að draga fram-
boð sitt til baka, ef honum er
tryggt sæti í stjórn banda-
lagsins.
Bjóst hann ekki við neinni
aukaferð í dag þó pantanir
höfðu aukist töluvert.
Viðræður milli Arnarflugs
og flugfreyja fóru mun
seinna af stað en við Flug-
leiðir, og því hafa flugfreyjur
ekki enn boðað verkfall hjá
Arnarflugi. Hefur Arnarflug
boðið sömu hækkun og Flug-
leiðir, 18,75% ogvarsíðasti
fundur með flugfreyjum á
mánudag.
BSRB:
Aukaþing
að vori
-eingöngu um
skipulagsmál?
■ Miklar líkur eru taldar á því
að kallað verði saman aukaþing
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, n.k. vor, og þá eingöngu
til að ræða skipulagsmál banda-
lagsins, en mikil umræða er á
vfirstandandi þingi um skipu-
lagsmál.
Það var Haukur Helgason,
skólastjóri sem lagði fram til-
lögu þess efnis í fyrrakvöld, og
viðmælendur NT á þingi BSRB
í gær, töldu miklar líkur á að
hún yrði samþykkt.
Samkvæmt tillögu Hauks,
verður starfandi fram að auka-
þinginu nefnd til að endurskoða
þessi mál, og kynna þau á vinnu-
staðafundum.
Meðflutningsmenn Hauks
voru þau Ögmundur Jónasson,
Guðrún Árnadóttir og Sjöfn
Ingólfsdóttir.
■ Síðast er fréttist áður en
NT fór í prentun benti allt til
þess að stjórnarfrumvarp um
að vísa kjaradeilu Flugfreyju-
félagsins og Flugleiða til
kjaradóms yrði samþykkt sem
lög frá Alþingi aðfaranótt
fimmtudags eða þann dag.
Fundur neðri deildar Al-
þingis var stuttur í gær, hófst
kl. 14 og lauk hálfri klukku-
stund síðar. Þá var ljóst að
lagasetning ríkisstjórnarinnar
var væntanleg og þingflokk-
arnir ákváðu að bera saman
bækur sínar. Frumvarpið var
lagt fram síðdegis og fundur
hófst aftur í deildinni kl. 17.30
og var þá fjöldi flugfreyja á
áheyrendapöllum Alþingis.
Að loknu matrarhléi þing-
manna skilaði samgöngu-
nefnd álitum sínum og kom
þá í ljós að nefndin var þríklof-
in í afstöðunni til frumvarps-
ins. Það vakti athygli að þing-
flokkur Alþýðuflokksins ákv-
að að styðja umrædda laga-
setningu að Jóhönnu Sigurð-
ardóttur undanskilinni, en
hún hafði áður lýst yfir harðri
andstöðu sinni við samþykkt
frumvarpsins. Fundur í neðri
deild hófst aftur kl. 21.45 og
urðu þá töluverðar umræður
um málið eins og fyrr um
daginn.
I greinargerð að frumvarp-
inu segir: „Af fyrri reynslu er
ljóst að stöðvun stærsta hluta
farþegaflugs veldur því að
fjöldi ferðamanna þarf að
breyta ferðaáætlunum sínum.
Slíkt ástand leiðir einnig af
sér verulega skert traust á
íslensku áætlunarflugi og
stefnir í voða .árangri af víð-
tæku erlendu kynningarstarfi.
Vinnustöðvun þessi teflir því
mun víðtækari hagsmunum í
tvísýnu en þeirra sem í deilu
eiga þ.á m. hagsmunum allra
þeirra launþega sem með ein-
um eða öðrum hætti starfa við
flug- og ferðaþjónustu hér á
landi".
í frumvarpinu er kveðið á
um að deilunni verði vísað til
kjaradóms. Gert er ráð fyrir
að Hæstiréttur tilnefni þrjá
menn í dóminn sem skal
ákveða fyrir 1. desember 1985
kaup og kjör félagsmanna í
Flugfreyjufélaginu sem starfa
hjá Flugleiðum. Kjaradómur
skal við ákvörðunina hafa til
viðmiðunar við úrskurð sinn
síðast gildandi kjarasamning
aðila, almennar kaup- og
kjarabreytingar sem orðið hafa
síðan hann tók gildi svo og
breytingar á launum annarra
starfsmanna Flugleiða.
Ákvarðanir kjaradóms
munu verða bindandi og
verkföll, verkbönn eða aðrar
aðgerðir sem ætlað er að
knýja fram aðra skipun kjara-
mála en lögin kveða á um eru
óheimilar. Brot á lögunum
verður farið með að hætti
opinberra mála.
„Við höfum barist fyrir því
að fá greitt vaktaáiag síðan
1973 og við munum svo sann-
arlega ekki gefast upp þó að
lög virðist ætla að verða sett í
þetta skiptið," sagði Margrét
Guðmundsdóttir formaður
Flugfreyjufélagsins í samtali
við NT.
Litlu flugfélögin græða:
Eins dauði er annars brauð
Flugfélög á landsbyggðinni anna farþegaflutningum innanlands
■ Flugfélög á landsbyggð-
inni anna svo til algjörlega
farþegaflutningum innan-
lands. Voru í gær flognar
margar aukaferðir frá Akur-
eyri, Egilsstöðum og ísafirði
og voru framkvæmdastjórar
flugfélaganna almennt sam-
mála um að verkfal! flug-
freyja væri lyftistöng fyrir
litlu flugfélögin, eða eins og
einn þeirra orðaði það: „Eins
dauði er annars brauð.“
Hjá Flugfélagi Norður-
lands fengust þær upplýsing-
ar að í gær hefðu verið farnar
átta ferðir til Reykjavíkur.
Eru þeir með tvær vélar og
tekur hvor um sig 19 farþega.
Sögðust þeir algjörlega hafa
getað annað þessum flutn-
ingum. Undir venjulegum
kringumstæðum fer ein vél
einusinni á dag frá Akureyri
til Ólafsfjarðar og Rvíkur.
Hjá Flugfélagi Austur-
lands á Egilsstöðum sögðu
þeir að það hefði verið líflegt
í gær. Alls flutti flugfélagið
70 manns í gær. Var flogið
fimm sinnum til Reykjavíkur
á tveim 7 sæta vélum. í dag
verða farnar 2-3 ferðir til
Reykjavíkur auk þess verður
flogið tvisvar til Hornafjarð-
ar og einnig þaðan til
Reykjavíkur.
Flugfélagið Ernir á ísafirði
flaug tíu ferðir til Reykjavík-
ur í gær með tveim vélum.
Tekur önnur vélin 10 farþega
og hin fimm. Alls voru því
fluttir 150 farþegar í gær.
Sagði framkvæmdastjórinn
að mjög hefði dregið úr far-
þegaflugi eftir að skólar byrj-
uðu og kæmi þetta því sem
lyftistöng núna.