NT - 26.10.1985, Page 15

NT - 26.10.1985, Page 15
8í_____8Éð(' ts«S4No .dfi tueM■it-rgitBJ E Laugardagur 26. október 1985 19 M ng Jóhann Skaptason fyrrverandi sýslumaður Jóhann Skaptason fyrrver- andi sýslumaður í’ingeyjarsýslu og bæjarfógeti Húsavíkur andaðist að heimili sínu þann 17. október s.l. Nokkur ár eru liðin frá því að hann hætti embættisstörfum, en þau hjónin Sigríður og Jóhann nutu efri áranna á sínu myndar- lega heimili Túni Húsavík, tóku þar með rausn á móti vinum og ættingjum, nutu haustdaga lífs- ins við minningar um fjölbreytt og litríkt ævistarf. Þar sem Fnjóskáin brýst í gegn um Dalsmynnið vestur til Eyjafjarðar er sérkennilegt og fagurt landslag, spilar þar sam- an áin, brattar hlíðar fjallanna og birkiskógurinn. t þessu um- hverfi var og er frændgarður JóhannsSkaptasonar. ÁSkarði í Dalsmynni bjó afi hans Jóhann Bessason og Sigurlaug Einars- dóttir, þau merku hjón, og á bökkum Fnjóskár, þar sem hún steypist fram úr gljúfrunum stendur bærinn Litlagerði. Þar bjuggu upp úr aldamótunum foreldrar Jóhanns, Skapti Jó- hannsson og Bergljót Sigurðar- dóttir, ættuð frá Kollastaða- gerði á Völlum. í Litlagerði fæddist Jóhann 6. febrúar 1904 og var eini dreng- urinn í systkinahópnum. Þaðan minntist hann oft fyrstu æskudaganna í litríku landslagi heima hjá foreldrum og systkin- um. En dvölin var þar stutt og glöðu æskudagarnir fengu skjót- an enda. Þegar Jóhann var að- eins þriggja ára dó faðir hans frá sjö ungum börnum og var það hinum unga dreng og fjölskyld- unni mikil raun. Móðir hans reyndi að halda barnahópnum saman, en lífs- baráttan var erfið, mögu- leikarnir takmarkaðir, svo að flestum barnanna varð að koma í fóstur. Eitt sinn sagði Jóhann mér að hann hefði stöðugt geng- ið með þann ótta í brjósti að móðir hans mundi ætla að koma sér í fóstur til vandalausra, en það gat hann ekki hugsað sér að skilja við móður sína. í þessu sambandi sagði hann mér frá því að eitt sinn þegar hann var um fimm ára gamall, hafi móðir hans tekið hann með sér til að heimsækja frændfólk sem þau áttu á Seyðisfirði. Þessi ferð varð Jóhanni eftirminnileg, því hann var hræddur um að hún færi frá Seyðisfirði án þess að hann vissi og mundi skilja hann eftir í fóstri þarna til langframa. Eitt sinn tapaði litli drengur- inn af móðurinni, líklega vegna þess að hún hafi brugðið sér í næsta hús. En þá varð Jóhann óttasleginn og hélt að hún væri farin norður, en hann einn eftir hjá vandalausum. Þá tók litli drengurinn til sinna ráða og ætlaði að strjúka norður til heimahaganna í Dalsmynni, og stefndi hröðum skrefum upp á Fjarðarheiði. Þegar drengurinn var týndur var hafin af mörgum miki'i leit og fannst hann neðar- lega á Fjarðarheiðinni á leiðinni heim. Ef til vill hefur þetta atvik orðið til þess að aldrei síðar var um það talað að hann þyrfti að yfirgefa móður sína, nema sem sumardrengur í sveit. Ég segi frá þessari bernsku- sögu hér vegna þess að ég veit að föðurmissirinn og erfiðleikar fjölskyldu hans og hin mikla ást Jóhanns til móðurinnar, settu þegar í upphafi varanlegt svip- mót á skaphöfn hans og lífsstíl allan. En þó að fátækt og erfiðleika bæru að garði fjölskyldunnar, var Jóhann Skaptason fæddur inn í hóp aldamótakynslóðar- innar. Þegar á æskuárum, eign- aðist hann sína drauma um skólagöngu og að verða þátttak- andi að byggja upp betra mann- líf í landi okkar. Jóhann hóf skólagönguna á Akureyri, en þá var fjölskyldan flutt þangað, en tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1927 og lög- fræðipróf frá Háskóla íslands 1932, hann var um tíma við framhaldsnám erlendis. Um þetta leyti, eða árið 1930 giftist Jóhann, Sigríði Víðis Jónsdóttur, ættaðri frá Þverá í Láxárdal, mikilli mannkosta- konu og góðum lífsförunaut. Nú voru bjartir dagar fram- undan, og ungu hjónin trúðu á lífið og framtíðina. Fyrir Jó- hann voru erfiðleikar æskudag- anna að líða hjá og þau fylgdu hinum stóra ötula hópi alda- mótafólksins á vit nýrra og mikilla verkefna. Þegar Jóhann Skaptason var 31 árs gamall er hann skipaður sýslumaður Barðastrandar- sýslu, segja má því að þegar Jóhann og Sigríður flytja til Patreksfjarðar byrji lífsstarfið fyrir alvöru. Auk embættis- starfa kom Jóhann mjög við sögu um framfarir og félagsmál. Hann var í stjórn Eyrarspari- sjóðsins, stóð að uppbyggingu Hraðfrystihússins og hafði for- ystu um byggingu sjúkrahúss- ins, svo að nokkuð sé nefnt. Hann ritaði fyrir Ferðafélag íslands, Árbók um Barða- strandarsýslu og náttúrufar hennar, enda var hann orðinn vel kunnugur héraðinu, því marga ferðina voru þau hjónin búin að fara á hestunum sínum um sveitirnar allar og áttu vin- um að mæta. Þau hjónin töluðu oft um dvölina fyrir vestan, en þar voru þau í tuttugu og eitt ár. Þar voru hnýtt vinabönd sem ekki slitnuðu. Árið 1956 rættist leyndur gamall draumur Jóhanns Skaptasonar. Þá var hann skipaður sýslumaður Þingeyjar- sýslu og bæjarfógeti Húsavíkur, hann var þá 52 ára. Jóhann var mikill Þingeyingur, sveitamaður Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. í húð og hár, og málsvari þeirrar menningar sem hér hefur ríkt, með sterkar rætur meðal frænda og vina frá æskudögum. Það var honum því mikil hamingja að fá tækifæri til að vinna með þessu fólki sem byggði héraðið og vera aftur kominn heim. Sigríð- ur átti líka upphaflegu ræturnar í Laxárdalnum, svo að heim- koman til Húsavíkur, var heim- koma þeirra beggja. Þegar Jóhann Skaptason tók við sýslumannsembættinu í Þingeyjarsýslu flutti hann með sér mikla starfsreynslu sem reglusamur embættismaður úr gamla skólanum og lagði mikla og nákvæma vinnu í skyldustörf- in , og svo tók hann til óspilltra mála að sinna áhugamálum sínum, sem urðu að lokum stór þáttur af ævistarfi hans. Hann kom með sér full- mótaðar teikningar að stóru og vönduðu íbúðarhúsi og við- byggingu fyrir embættið, hann kom þessu upp á stuttum tíma og nefndi Tún, stór lóð var umhverfis þar sem nú er mikill trjágróður. Jóhann var merkur náttúru- fræðingur, þá þekkingu aflaði hann sér með lestri bóka um þau efni, hann bar með sér mikla ást til íslenskrar náttúru, ferðaðist töluvert um landið, safnaði stöðugt steinum, fuglum, ýmsu úr jarðfræði og þekkti vel til flóru íslands. Af öllu þessu kom hann með all- mikið að vestan frá Patreksfirði, og varð það síðar uppistaðan að söfnunum, sem hann stóð fyrir að koma upp á Húsavík. Jóhann Skaptason hafði mik- inn áhuga að efla þingeyska menningu, og hann var ekki lengi að framkvæma þær hug- sjónir sínar. Hann stóð fyrir þeirri merkilegu framkvæmd, sem er bygging Safnahússins á Húsavík. Hann fékk stóra lóð í miðbænum sem rúmar fleiri stórbyggingar, svona var bjart- sýni hans, áhugi og reisn. Bygging Safnahússins hófst 1967 og stóð yfir í 12 ár. Jóhann var formaður byggingarnefndar allan tímann, og það er skoðun allra að án hans dugnaðar hefði ekki orðið af þessum fram- kvæmdum. Hann fékk til liðs við sig um 170 einstaklinga, sem allir lögðu fé til byggingarinnar, sumir stórfé. Á vígsludegi Safnahússins 24. maí 1980 þegar söfnin voru opnuð almenningi afhenti Jó- hann eignaraðilum S-Þingeyjar- sýslu og Húsavík, Safnahúsið skuldlaust með öllu, en inni- stíeðu á byggingarreikningi, þessi saga er eins og ævintýri. Á þessum degi voru þau glöð Jóhann og Sigríður, mikill draumur hafði ræst. Þingeying- ar fjölmenntu og þökkuðu þeim af heilum hug, glæsilega forystu um byggingu Safnahússins, sem fyrst og fremst er þeirra verk. Þegar Jóhann skilaði af sér þessum framkvæmdum hafði hann skipulagt í aðalatriðum náttúrugripasafnið, byggða- safnið og að nokkru leyti skjala- safnið. Bókasafnið var tekið í notkun fyrr. Þetta stóra verk þeirra sýslumannshjónanna, og samstarfsfólks þeirra er mikill og veglegur minnsivarði, sem setur svip á héraðið allt og eflir þingeyska menningu. Jóhann ritaði um þetta leyti Árbók F.í. um S-Þingeyjarsýslu austan Skjálfandafljóts. Árið 1958 stóð hann fyrir að gefa út nýtt tímarit, Árbók Þingeyinga, ritaði hann upp- hafsorð og lýsti því að þetta ætti að vera rit sem geymir ýmis menningarmál, atburði og hverskonar sögulegar heimildir sem snerta Suður- og Norður- Þingeyjarsýslu. Þetta rit hefur komið út árlega og er eitt út- breiddasta átthagarit sem gefið er út á landinu. Sjálfur skrifaði Jóhann töluvert í Árbókina, var lengi í ritstjórninni og sá um allar fjárreiður til 1979. Þegar sýslumannshjónin hættu störfum gáfu Þingeyingar þeim fagurt málverk frá æsku- byggð Jóhanns, Dalsmynninu. Þar sést Fnjóskáin liðast, silfur- tær í hinu fallega umhverfi, gjöfinni fylgdu þakkir fyrir merkileg menningarstörf í þess- ari byggð. Hjá frændfólkinu í Skarði fékk hann land undir sumar- bústað, sem hann byggði og nefndi Skaptahlíð. Þar var hans uppáhalds gróðurreitur, þar kunni hann við sig, í sambýli við skóginn, blómin og fuglana, enda lágu þar hin léttu spor smaladrengsins. Þarna var gott að dvelja í önn dagsins. Ég hefi áður sagt að Jóhann nefndi íbúðarhús þeirra hjóna Tún. Það fór vel á því, hann var ræktunarmaður mikill, vann töluvert að skógræktarmálum og kom sér upp stórum trjágarði við íbúðarhúsið. Grenitrén skarta að sjálfsögðu fagurgræn en núna á síðustu haustdögun- um, þegar laufin eru nær öll að falla af alaskaöspinni í garðin- um þeirra hjóna, féll þessi sterki stofn Jóhann Skáptason, hann var allur, hann skildi eftir sig menningarsögu, sem Þingeying- ar gleyma ekki og þakka lionum. í fölva haustlitanna leggur hann nú á heiðina í átt til landamæranna eilífu til móts við móður sína og föður, sem hann unni svo mjög. Við hjónin þökkum Jóhanni Skaptasyni fyrir vináttu og sam- starf og sendum Sigríði Víðis samúðarkveðjur og óskum henni blessunar í skjóli góðra frænda og vina. Finnur Kristjánsson Emma Guðrún Karlsdóttir Fædd 16. oktúber 1922 Dáin 18. oktúber 1985 Eftir löng og ströng veikindi hefur Emma nú hlotið hvíldina eilífu. Einhvernveginn er það svo að aldrei verður maður minni og varnarlausari en ein- mitt þegar dauðinn knýr á dyr. Efst í hgua mínum er þakklæti fyrir að hafa kynnst Emmu, þakklæti fyrir góða samfylgd sem verið hefur mér mikils virði. Náin kynni okkar Emmu hóf- ust um það leyti sem skyldunámi okkar Jónu dóttur hennar var að Ijúka. Alltaf hafði hún brennandi áhuga á því sem við vorum að starfa, hvort sem það voru íþróttirnar eða námið. Seinna eftir að við Jóna héldum til framhaldsnáms og leiðir skildu, hélt hún áfram að fylgjast með af sama áhuganum. Þó svo að við hittumst orðið æ sjaldnar, var alltaf jafngaman að koma til Emmu ogspjalla. Umræðuefnin voru óþrjótandi. Því við hana var hægt að tala um allt; heims- málin, stjórnmál, íþróttir og ekki síst öll manns hjartans mál. Emma átti við erfiðan sjúkdóm að glíma. En sá vilja- styrkur og það þrek sem hún sýndi í veikindum sínum er aðdáunarvert og hjálpar manni sjálfum að trúa á og meta lífið. Emma með sinn sterka persónuleika á alltaf eftir að verða mér minnisstæð. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan guð að styrkja Jónu vin- konu mína, lngva og Erlu og veita þeim huggun harmi gegn. Erla Gunnarsdúttir Minning Ólöf Jónsdóttir Egilsstöðum Fædd 23. júní 1896 Dáin 22. október 1985 Ólöfvar fædd á Egilsstöðum á Völlum 23. júní 1896. dóttir hjónanna Jóns Bergssonar bónda, kaupmanns og póstaf- greiðslumanns á Egilsstöðum f. 21. maí 1855 - d. 9. júlí 1924 og konu hans Margrétar Péturs- dóttur fædd á Brimnesi á Seyðis- firði 28. mars 1865 d. 16. júlí 1944, Sveinssonar bónda og al- þingismanns í Vestdal á Seyðis- firði. Börn þeirra hjóna voru 9. fimm drengir og fjórar stúlkur. Ólöf var sjötta barn þeirra hjóna. Systkini hennar voru Sig- ríður fædd á Seyðisfirði 24. maí 1888 og dó barn að aldri á Seyðisfirði, Þorsteinn f. 20. júlí 1889 á Egilsstöðum, kaupfélags- stjóri á Reyðarfirði, Sigríður f. 26. maí 1891, stöðvarstjóri póst og síma á Egilsstöðum, Sveinn bóndi Egilsstöðum f. 8. janúar 1893, Egill héraðslæknir á Seyð- isfirði f. 17. júlí 1894, Bergur bóndi Ketilsstöðum á Völlum f. 6. apríl 1899. Öll eru þessi systkini Ólafar nú látin, en á lífi eru Pétur bóndi á Egilsstöðum f. 23. október 1904 og Unnur íþróttakennari í Reykjavík f. 17. ágúst 1907. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum í stórum systkinahóp og á mjög fjöl- mennu heimili, þær sem foreídr- ar hennar, auk þess að reka stórt bú, höfðu með höndum verslun, póst og símaafgreiðslu og gistihús og greiðasölu. Voru, oft á heimili nær fjórir tugir manna. Ung að árum fór Ólöf í Gagn- fræðaskólann á Akureyri og síð- er í Kvennaskólann í Reykja- vík, í hússtjórn og síðan sigldi hún til Kaupmannahafnar að afla sér frekari menntunar. Er hún kom heim var hún í fyrstu hjá foreldrum sínum á Égils- stöðum þeim til styrktar og hjálpar við verslunina, sem þar var rekin. Eftir að bróðir hennar Þor- steinn varð kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, réðist hún til Kaupfélagsins við skrifstofu- og verslunarstörf. Var þetta laust eftir 1920 og hjá Kaupfélaginu á Reyðarfirði starfaði hún allt þar til Kaupfélag Héraðsbúa flutti á Egilsstaði, eftir að þorp fór að myndast 1944, og við vefnaðarvörudeild Kaupfélags Héraðsbúa starfaði hún allt til sjötugs. Ég er þessar línur rita, kynnt- ist Ólöfu föðursystur minni, barn að aldri, en hún var í heimili foreldra minna allan þann tíma er ég var í foreldra- húsum. Ólöf var vel gerð kona, vel að sér las mikið, orðheppin og fræddi okkur systkinin um margt er áður var, en nokkuð afskiptasöm og vildi aga okkur og siða, sem við systkinin þau eldri, kunnum ekki alltaf að meta. Hún vildi okkur þó alltaf vel og áhugi hennar var að koma okkur til þroska, en hún var kona ógift, barnlaus og átti því ekki að önnur börn en bræðrabörn sín, sem hún var öllum góð. Við störf sín við verslunina var hún vel kynnt, enda var fjöldi viðskiptavina Kaupfélagsins víðsvegar á Hér- aði er skrifaði henni og bað hana um aðstoð við val á einu og öðru er konur þurftu með til fatnaðar á heimilum og ekki hvað síst að velja smekklega svuntu og slifsisefni til íslenska búningsins er konur þá klæddust. Ólöf hafði næmt fegurðar- skyn, vinnusöm, ströng við sjálfa sig og vann oft langan vinnudag án þess að hirða um að það færi fram yfir eðlilegan og tilskildan vinnutíma. Þessu kynntist ég vel, er ég starfaði með henni við verslunina á Reyðarfirði. Eftir að verslunin kom á ný á Egilsstaði, og hún fór að starfa þar, átti Ólöf heimili með systur sinni Sigríði og var svo allt til Sigríðar missti við. Ólöf var þá orðin fullorðin. hætt störfum vegna aldurs og heilsan farin að bila. Fór hún þá fyrst til systur sinnar Unnar í Reykjavík, var þar vetrarlangt, en fór síðan aftur til síns heimilis á Egilsstöðum. En heilsu henn- ar hrakaði svo að hún varð að vistast á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og þar var hún þar til yfir lauk að kveldi þriðju- dagsins 23 þ.m. að hún fékk langþráða hvíld. A sjúkrahúsinu naut hún góðrar umönnunar lækna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks, og var því öllu þakklát. Ólöf var bundin Egils- stöðum og gladdist yfir að mikið og blómlegt kauptún var risið á heimaslóðum hennar á hinu heillandi og fagra Héraði. Gengin er góð og trúuð kona, en hún hafði það fyrir fasta venju að lesa í Biblíunni á hverju kvöldi að leita sér styrks og huggunar meðan hún mátti. Við systkinin þökkum sam- fylgdina. Utför Ólafar fer fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 28. október k. 14.00. Margrét Þorsteinsdóttir.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.