NT - 26.10.1985, Síða 24

NT - 26.10.1985, Síða 24
Vid tökum við ábendingum um fréttirallan solarhringinn. Greiddarverða 1000 krónurfyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvðldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495 —i — Aðalfundur fiskvinnslustöðva: Krefjast „réttrar“ gengisskráningar - en ráðherrar hafna gengisfellingu ■ „Gengislækkun er engin galdraformúla." Þetta má segja aö hafi verið skilaboð Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra til aðalfundar Sambands fisk- vinnslustöðva sem haldinn var í gær. Þorsteinn sagði að gengis- lækkun ein sér myndi ekki leysa vanda sjávarútvegsins, heldur yrðu að koma til víðtækari og almennari hagstjórnaraðgerðir. Hann sagði ennfremur að ríkis- stjórnin væri að vinna að þess- um málum, sbr. þá ákvörðun að taka ekki crlend lán á næsta ári umfram það sem þarf til afborg- ana á þeim lánum sem þegar eru fyrir hendi. Markaðsskráningu á gengi taldi Þorsteinn ckki heldur fýsilegan kost. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráöherra tók í sama strcng, en í ávarpi sínu gerði hann markaðsmál, fiskveiðistjórnun og tekjuskiptingu milli atvinnu- greina að umtalsefni. Halldór sagðist meðvitaður um vanda fiskvinnslunnar, en þann vanda yrði að skoða í samhengi við þjóðfélagsaðstæð- ur í heild og skyndilausnir eins og gengislækkun gætu haft alvar- legar afleiðingar í för með sér. Hann minnti á kjarasamninga sem framundan væru og taldi víst að sjávarútvegurinn gæti ekki staðið undir miklum launa- BSRB-þingið: Samþykkt að reisa hljóðver ■ Þing BSRB samþykkti í gær tillögu um að samtökin komi upp hljóðveri í þeim tilgangi að framleiða fræðslu- og útvarps- efni, auk þess sem í hljóðveri þessu geti farið fram þjálfun fólks í dagskrárgerð. Einnig var samþykkt að öðrum samtökum launafólks verði boðin aðild að hljóðverinu. Með þessu tekur BSRB frum- kvæði í þeim viðræðum sem hafa átt sér stað milli samtak- anna, ASÍ og SlS. Vilja ýmsir meina að þarna hafi verið kveð- inn upp dauðadómur yfir þeim samræðum sem þessir aðilar hafa átt í. Hljóðver af þessu tagi þarf ekki að kosta mjög mikið, en þegar búið er að koma því upp vantar ekkert nema sendi til að hægt sé að byrja útsendingar. „Það verður að byrja smátt, síðan mun koma í ljós hvert framhaldið verður,“ sagði ög- mundur Jónasson, fréttamaður, sem á sæti í Útgáfu og fjölmiðla- nefnd BSRB þingsins. Tillaga á Iðnþingi: Breytt iðnlöggjöf - starfsgreinar ekki lögverndaðar heldur „meistaratitillinna ■ Löggjafar- og skipulags- nefnd Landssambands iðnað- armanna lagði í gær fram tillögu á þingi landssambandsins þess efnis að iðnaðarlögum verði breytt. í stað þess að starfsrétt- indi verði lögvernduð verði starfsheiti lögvernduð, þannig að enginn megi kalla sig meist- ara nema að ákveðnum skilyrð- um uppfylltum. Tillagan verður lögð fyrir þingið í dag, þar sem hún fær umfjöllun. Verði hún samþykkt verður hún væntanlega felld inn í stefnuskrá landssambandsins sem er til endurskoðunar á þing- inu. Sigmar Ármannsson lög- fræðingur Landssambands iðn- aðarmanna sagði í samtali við NT í gær að eftir það yrði tillögunni komið á framfæri við opinbera aðila. Ástæðan fyrir tillögunni mun vera sú að þessi þáttur iðnlöggjafarinnar mun vera hálf dauður bókstafur og stjórnvöld hafi ekki framfylgt ákvæðum varðandi brot á lög- vernduðum starfsréttindum sem skyldi. Fari svo að þessi tillaga verði síðar meir að frumvarpi og síðar lögum, getur hver sem er sett upp bakarí, rakarastofu og einn- ig tekið að sér verkefni í málm og skipasmíðaiðnaði. En hins- vegar geta einungis þeir sem hafa réttindi kallað sig meistara. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra talaði á þinginu í gær. Meðal þess sem hann sagði var að hann velti fram þeirri spurningu hvort rétt væri að færa fagmenntun í iðn- aði undir fagráðuneytin, í stað þess að allt heyrði undir menntamálaráðuneytið. Að iðnmenntun yrði færð undir iðnaðarráðuneytið, fiskvinnslu- skólinn og menntun stýrimanna og skipstjórnarmanna yrði fært undir sjávarútvegsráðuneytið. Hátka á HeHisheiði: hækkunum. Halldór sagði jafn- framt að með hagkvæmni og betri skipulagningu gæti sjávar- útvegurinn skapað jákvæðara almenningsálit, um leið og hann ynni sig út úr vandanum. Yfirskrift aðalfundarins í gær var, „stefnumörkun í sjávarút- vegi”, en aðal áherslan var þó á rekstrarskilyrðum fiskvinnsl- unnar. Starf fundarins var með tvennum hætti, fyrri hlutinn fólst í venjulegum fundarstörf- um að viðbættum ávörpum þeirra Þorsteins Pálssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Síðari hlutinn fólst í hópvinnu um stefnumörkum greinarinnar og voru viðfangsefni hópanna eftirfarandi: Rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar; innra skipulag sjávarútvegsins; fiskveiðistefn- an 1986-1988; staða og hlutverk hagsmunasamtaka. Samband fiskvinnslustöðva hefur að undanförnu lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirra skilyrða sem greininni er búin, en þar hefur átt sér stað tap- rekstur og stórfelld rýrnun á eigin fé. Talsmenn fiskvinnsl- unnar telja að úrbóta sé þörf nú þegar en lagðar voru fyrir for- sætis-, viðskipta- og sjávarút- vegsráðherra s.l. sumar tillögur ■ . Menningarstofnun íslands og Bandaríkjanna - Fullbright-stofnunin bauð styrktarfélögum sínum til samkvæmis í gxrkvöldi. Meðal þeirra gesta sem sérstaklega voru boðnir var Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir. Á myndinni sést þegar hún heilsar sendiherrahjónunum bandarísku í gærkvöldi. NT.mvnd: Ámi Biama. velta ■ Tvennt var flutt á slysadeild eftir bílveltu sem varð á Hellisheiðinni í gærkvöldi. Fólksbifreið valt í efri Hveradala- brekkunni og er hálku kennt um. Sjúkrabíll frá Selfossi flutti hina slösuðu á slysadeild Borgarspítal- ans í gærkvöldi um klukk- an 21. Þegar NT fór í prentun var ekki vitað hversu alvarleg meiðsli var um að ræða. til úrbóta. Ráðherra hefur nú brugðist við þessu eins og grein- ir frá annars staðar í blaðinu. Tvö atriði ber hæst í hugmynd- um fiskvinnslunnar, en það eru erlend lán annars vegar og gengisskráning hins vegar. I ályktun sem var einróma sam- þykkt á fundinum í gær segir meðal annars: „Láta verður skilyrðislaust af skuldasöfnun erlendis. Sjávar- útvegur á Islandi neitar að standa lengur undir erlendum lánum stjórnvalda. Koma verð- ur í veg fyrir, að hið opinbera og aðrar atvinnugreinar geti í krafti erlends Iánsfjár yfirboðið útflutningsgreinarnar á vinnu- markaðinum. Það er frumskilyrði, að gengisskráning íslensku krón- unnar og stjórn peninga- og lánsfjármála miðist við, aö út- flutningsgreinarnar standi undir gjaldeyriseyðslu þjóðarinnar." ■ Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í ræðustól í gær. Aðalfundi Sambands fisk- vinnslustöðvanna var ekki slitið eins og gert hafði verið ráð fyrir NT-mynd: Róbert heldur frestað. Þetta var gert til að leggja áherslu á þörfina fyrir úrlausn í málum greinarinnar.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.