NT


NT - 01.11.1985, Síða 3

NT - 01.11.1985, Síða 3
 fíi? Föstudagur 1. nóvember 1985 3 LW Fréttir Abstrakt andlit, olía á striga 64x46 sm. Kvitturinn um Kjarvalsfalsanirnar: Erfitt að Bubbi Morthens: Skaðabætur fyrir brot á höf undarrétti? -lögum af tónleikum hans ólöglega sjónvarpað ■ „Við erum búnir að fara fram á skaðabætur, ég vona að við þurfum ekki að fara út í málshöfðun fyrir brot á höfundarrétti, en það verður hik- laust gert ef skaðabætur fást ekki að fullu greiddar," sagði Viðar Arnarsson umboðsmaður Bubba Morthens í samtali við NT eftir aö lögum af tónleikum með Bubba, sem haldnir voru á Akureyri var sjónvarpað um kapalkerfi á Akureyri í vikunni. „Tónleikar þeir sem um er að ræða voru haldnir í félagsmiðstöðinni Dyn- heimum á Akureyri sl. sunnudag, og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinn- ar fékk að taka þá upp á myndband með því skilyrði að opinber birting á þeim væri stranglega bönnuð. Síðan fcr maðurinn með þctta í kapalkerfi sem nær til fjölda manns um alla Akureyri án þess að spyrja kóng né prest. Þetta er alveg skýlaust brot á lögum, bæði er verið að brjóta höf- undarrétt fyrir plötuútgefanda Bubba og einnig er búið að gera samning um að gerð kvikmyndarum hann þarsem svona atriði eru notuð. Þetta er því mjög alvarlegt brot.“ NT hafði samband við Steindór Steindórsson forstöðumann félags- miðstöðvarinnar Dynheima og spuröi hvort greiddar yrðu skaðabætur. „Ég kannast ekki við að liafa hcyrt minnst á skaðabætur," sagði Stein- dór. „Borguð verða höfundarlaun fyrir þessa birtingu, sem var raunar bara kynning á efni sem kannski er mögulegt að fá að birta seinna. Auk þess náðist hvorki í Bubba eða um- boðsmann til að spyrja um leyfi á þessari kynningu, sem ég hefði haldið að væri alveg sjálfgefiö. Þessvegna koma orð eins og skaðabætur eða málshöfðun eins og þruma úr heið- skíru lofti, ég tcl að þarna hafi ekki veriö um lögbrot að ræða." Ekki tókst að ná í Bubba Morthens sjálfan til þcss að spyrja hann út í málið, hann er nú farinn út til Sví- þjóðar þar sem hann vinnur að gerð nýrrar hljómplötu. Leiðrétting ■ NT biðst velviröingar á meinlegri prentvillu í nivndu- texta undir mynd á forsíðu blaðsins í gær. Geir Hall- grímsson, utanríkisráð- lierra, heitir Geir, en ekki Geiri eins og prentast hafði. sannreyna ■ Listfræðingar þeir sem NT ræddi við vegna fullyrðinga um að 3 olíu- málverk, á sýningu í Háholt í Hafnar- firði á 155 Kjarvalsmyndum, væru falsaðar voru á einu máli um það að erfitt væri að segja af eða á um réttmæti þessara fullyrðinga. Myndirnar sem haldið er fram að séu falsaðar eru olíumálverkin Abstrakt andlit, 64x46 sm, Drauma- landslag, 93x 103 sm og Fossar og fjöll 36x44 sm. Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur sagðist í samtali við NT hafa séð þessa sýningu, en einungis myndin Abstrakt andlit gæfi sér tilefni til efasemda og í því tilviki væri signatúr myndarinnar nokkuð vafa- samur. Ónefndur listfræðingur sem ekki vildi láta nafns síns getið tók í sama streng og sagði að úr því að Kjarval hefði verið eins mistækur og raun bæri vitni byði staðan upp á að fúskarar reyndu að gera hann sér að féþúfu. Sýningin í Háholti væri góð og því væri svolítið glannalegt að stilla þar upp svo vafasamri mynd sem abstrakt andlit. Ólafur Kvaran listfræðingur sagði í samtali við NT að dóm um hvort málverkin væru fölsuð eða ekki væri ekki hægt að fella á íslandi þar eð alla rannsóknaraðstöðu til prófa t.d. lita- samsetningar og efnið sem unnið væri úr og gera á því kemískar rannsóknir skorti á fslandi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa séð sýninguna. Gunnar B. Kvaran listfræðingur sagðist heldur ekki hafa séð sýning- ■ Fossar og fjöll, olía, 36x44 sm. una í Háholti en bætti því við að það væri ekkert í dag sem benti til þess að Kjarvalsmyndir væru falsaðar. Lítill vandi væri hins vegar að rekja eig- endasögu málverka í jafn smáu samfé- lagi og Islandi, eigendur að Kjarvals- myndum væru ekki nema ein eða tvær kynslóðir, en sú saga gæti gefið nokkra vísbendingu um hvort mynd- irnar væru eftir meistarann eða ekki. Hins vegar væru alltaf að koma upp svona sögusagnir um falsaðar Kjar- valsmyndir og að sínu mati væri þetta bara hluti af stóru mýtólógíunni um Kjarval. Enginn Kjarvalssérfræðing- ur væri til hvorki á íslandi né annars staðar. Engin heildarúttekt hefði heldur verið gerð á ferli Kjarvals og stílfræði hans og formskrift hans. Ef slík úttekt lægi fyrir væri hægt með henni að viðbættum vísindalegum vinnubrögðum að komast að sann- leiksgildi fullyrðinga sem þessara. AA-samtökin: Halda kynningarfund ■ AA-deildirnar munu halda opinn kynningarfund á morgun, laugardag- inn 2. nóvember í Háskólanum kl. 14.00. Á fundinum verður leitast við að gefa mynd af starfsemi xamtakanna og þeim aðferðum sem AA-menn beita til að losna úr viðjum alkóhól- ismans, einnig munu aðstandendur alkóhólista kynna starfsemi sína Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt; löngun til að hætta að drekka. Inntöku-eða félagsgjöld eru engin en með innbyrðis samskotum er reynt að sjá samtökunum efnalega farborða. Magnús og Birgir: tveir frábærir matreiðslumenn með nýjan og breyttan matseðil. Hlýlegur staður í hjarta borgarinrtar! boröðpantanir í síma 26906

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.