NT - 01.11.1985, Side 17
Föstudagur 1. nóvember 1985 17
Minnmg hjónanna í Sandhúsi
Sigurveig Einarsdóttir
og Hjálmar Kristjánsson
Fædd 5. nóvembcr 1900
Dáin 10. ágúsl 1977
Fæddur 24. apríl 1890
Dáinn 28. ágúst 1985
Samferöamenn kveðja, hver
eftir annan, og eru áöur en varir
horfnir fyrir leiti. Hinir halda
fram sem horfir, en aðeins um
hríð, því að lokum gildir eitt
lögmál fyrir alla.
Hjálmar Kristjánsson fæddist
í Sandhúsi í Brekkuþorpi í
Mjóafirði 24. apríl 1890, næst
elstur sex systkina. Foreldrar
hans voru María Hjálmarsdóttir
Hermannssonar bónda á
Brekku og síðari konu hans,
Jóhönnu Sveinsdóttur, og Lars
Kristján Jónsson, ættaður úr
Fljótsdal. Þau áttu heima í
Sandhúsi til æviloka. Kristján
var um hríð verslunarmaður hjá
Konráð Hjálmarssyni mági
sínum, en sótti annars bjargræði
til sjávarins með smábúskap til
stuðnings.
Hjálmar óx upp með foreldr-
um sínum og vandist þeim störf-
um sem þá voru unnin þarna á
sjávarbakkanum og á sjónum.
Eg hygg að Hjálmar hafi notið
dágóðrar barnafræðslu í Barna-
skólanum í Brekkuþorpi.
Skólagangan varð ekki lengri,
langskólanám heyrði til undan-
tekninga þar og þá. En Hjálmar
var bókhneigður og las mikið
alla tíð. Á yngri árum tók hann
þátt í félagslífi eftir því sem
tækifæri gáfust, t.d. í barna-
stúku, ungmennafélagi og mál-
fundafélagi.
Fjögur af systkinum Hjálmars
hleyptu heimdraganum fremur
ung, stofnuðu eigin heimili og
fluttu burt úr Mjóafirði þegar
fram liðu stundir. Hjálmar og
Svanbjörg systir hans dvöldu
áfram í Sandhúsi með foreldr-
um sínum - og móður sinni eftir
að Kristján féll frá 1941. Svan-
björg lést 1953.
Fæddur 6. febrúar 1904
Dáinn 17. október 1985
Nýlega er fallinn frá, Jóhann
Skaptason, fyrrverandi sýslu-
maður Þingeyinga, 81 árs að
aldri. Með Jóhanni er genginn
maður sem hafði áhrif á um-
hverfi sitt og skildi eftir sig djúp
spor á lífsferli sínum. Farinn er
gegn rnaður, sem setti svipmót
á hvert verkefni, sem hann tók
sér fyrir liendur. Maimgerðin
var sérstæð, rammíslensk og
dæmigerð fyrir mann sem hafði
í heiðri viðhorf og mannkosti
sem hafa reynst þjóðinni til
heilla um gengnar aldir. Hann
var ungmennafélagi á aldamóta-
vísu. Maður þjóðlegra fram-
fara, sem ætíð hugði að hinu
forna og arfi liöins tíma. þegar
áformuð voru nývirki.
Merkast dæmi um þetta er
Safnahúsið á Húsavík. Saman
fór rækt við fornar dyggðir og
framfarahugur um að búa safn-
inu því besta sem krafist er um
húsakynni og aðbúnað. Það er
á engan hallað þótt sagt sé að
Þingéyingar eigi þetta framtak
Jóhanni Skaptasyni að þakka
öðrum fremur. Safnahúsið með
iátleysi sínu, ásamt hinni stíl-
hreinu kirkju staðarins, gera
Húsavík menningarlegri en ella.
Safnahúsið er meira en fyrir
Sigurveig Einarsdóttir var
fædd á Hofi í Mjóafirði 5.
nóvember 1900. Foreldrar
hennar voru Jóhanna Sigurðar-
dóttir Stefánssonar á Hánefs-
stöðum og Sigríðar Vilhjálms-
dóttur konu hans, og Einar
Árnason Vilhjálmssonar á Hofi
og Þórunnar Einarsdóttur konu
hans. Voru þau systkinabörn.
Þau Jóhanna og Einar eignuðust
sextán böm og var Sigurveig
næstelst systranna. Hofsheimil-
ið var því næsta mannmargt á
uppvaxtarárum Sigurveigar,
lífsbjörg sótt jöfnum höndum
til sjós og Iands við aðstæður
sem þá þóttu sæmilegar.
Móðir Sigurveigar var heilsu-
veil síðustu árin sem hún lifði,
en hún andaðist 1921.
Vegna veikinda Jóhönnu
hlutu elstu systurnar, Þórunn
og Sigurveig, mjög að sinna
heimilisstörfum á hinu mann-
marga heimili þegar á barns- og
unglingsárum sínum. Þórunn
giftist ung og fluttist í annað
byggðarlag. En Sigurveig varð í
reynd bústýra á Hofi eftir fráfall
móður sinnar - í tuttugu ár.
Árið 1943 giftust þau Hjálmar
og Sigurveig. Hann hafði þá
búið með Maríu móður sinni í
Sandhúsi sem fyrrgetur. Dvald-
ist hún áfram með þeim hjónum
og andaðist í hárri elli 1961.
• Fleira fólk var og í vist með
þeim fyrstu árin í Sandhúsi.
Sigurveig og Hjálmar eignuð-
ust eina dóttur, Maríu, sem
búsett er í Neskaupstað, gift
Róbert Jörgensen húsasmíða-
meistara, og eiga þau þrjú börn.
Sandhús var eitt af grasbýlun-
um í Brekkuþorpinu, byggt
1886. Húsið stendur niðri við
sjóinn og var túnið grætt upp í
hlíðinni fyrir ofan og sléttað að
miklum hluta. Það var erfitt til
heyskapar vegna brattans en
grasgefið, enda var fiskúrgang-
ur óspart notaður við ræktun-
ina, gaf af sér vel tvö kýrfóður.
Búskapurinn var því verulegur
augað. Það er vísir að mennta-
setri Þingeyinga, en sá var
draumur Jóhanns Skaptasonar.
Það hefði verið mjög að skapi
Jóhanns, að Jarðhitaháskóli
Sameinuðu þjóðanna og Nor-
ræna eldfjallastöðin fengju þar
aðsetur vegna viðfangsefna í
tengslum við lifandi kviku þing-
eyskrar náttúru.
Jóhann Skaptason átti ættir
að rekja til þeirra þingeysku
byggða, sem eru vestan Ljósa-
vatnsskarðs. Honum var annt
um þennan hluta Þingeyjar-
þings og vildi í engu vægja um
endurskoðun héraðsmarkanna
andspænis Akureyri. Svo vel
hélt hann á málum sínum, að
ekki hvarflaði að vestanbyggða-
mönnum að gerast þegnar yfir-
valda á Akureyri, þótt þægi-
legra væri um embættisþjón-
ustu. Sjálfur rækti hann vel
frændsemi sína í Grýtubakka-
hreppi og sérlega við þá í
Skarði. í landi Skarðs helgaði
hann sér reit til skógræktar og
átti í skógarlundinum snoturt
sumarhús. Þennan stað valdi
hann sér til dvalar öllum
stundum. þegar embættisannir
eða vetrarfærð hömluðu ekki
og á meðan heilsan leyfði.
Sýslunefndarstörfin voru Jó-
hanni hugstæðari en sum önnur
skyldustörf sýslumanna. Hann
stuðningur fjölskyldunni eins og
þá var búið.
Hjálmar stundaði sjóinn frá
ungum aldri, bæði á árabátum
og opnum vélbátum. Voru þá
um árabil vandalausir menn á
sjónum með honum, aðkomnir
eða úr sveitinni, og var Hjálmar
formaðurinn.
Árið 1963 brugðu þau Hjálm-
ar og Sigurveig búi í Sandhúsi
og fluttust til Norðfjarðar þar
sem hann vann við fiskverkun
meðan kraftar entust. Síðustu
æviárin voru þau í skjóli dóttur
sinnar og tengdasonar uns vist á
sjúkrahúsi og elliheimili varð
ekki umflúin.
Heilsa Sigurveigar var ekki
sterk þegar líða tók á ævina.
Kjarkur hennar og létt lund oliu
að maður veitti því litla athygli
lengi vel. En síðustu árin urðu
henni mjög erfið. - Hjálmar
var ekki kvellisamur og lá ekki
sjúkralegur fyrr en elli beygði
hann. Bæði létust þau á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað, Sigurveig 10. ágúst 1977
og Hjálmar 26. ágúst 1985 á 96.
aldursári.
Hjálmar Kristjánsson var
hæglátur maður og femur hlé-
drægur. Hann var hlýr í við-
móti, glaðlegur og lumaði á
léttri kímni, umræðuefni ekkert
frekar bundið við bjástur hvers-
dagsins, góður granni og átti
ekki sökótt við aðra menn.
Hjálmar var meðalmaður á
hæð og fremur grannvaxinn.
aldurinn barhann vel, hélt sjón
og heyrn og fullum sönsum þótt
kæmi fram á 10. tuginn. Mér
fannst hann fallegur gamall
maður og þótti gott til hans að
koma þá sjaldan fundum bar
saman eftir að hann var sestur
um kyrrt. í síðasta skipti hitti ég
hann á sjúkrastofu um jólaleytið
í fyrra rúmfastan - og orðinn
næsta þróttlítill. Var honum þá
ríkast í huga, að mér virtis,
hversu gott væri þar að vera á
sjúkrahúsinu, og hve vel væri að
stýrði sýslunefndum Þingeyjar-
sýslna með skörungsskap og
vildi í engu víkja frá því hlut-
verki. að þær væru héraðsvett-
vangur hinna ólíklegustu mál-
efna, er komu upp í sýslunum.
Hann hlutaðist til um að Þing-
eyjarsýslur og Húsavíkurkaup-
staður gæfu út sameiginlega ár-
bók fyrir héraðið í heild. Þetta
var víðkunnugt annálarit og
menningarsögulegt safnrit.
Sýslumaður átti stóran þátt í
þeirri breiðu samstöðu, sem
náðist um stækkun sjúkrahúss-
ins á Húsavík. Honum var annt
um Laugar í Reykjadai og taldi
Þingeyinga setja niður, ef hér-
aðsskólinn yrði afhentur ríkinu.
Slík var málafylgja hans, að
skólinn var ekki afhentur með-
an hann gegndi starfi oddvita
sýslunefndar.
Jóhann braut upp á mörgum
málum í sýslunefnd og má þar
nefna orkumálin. í samstarfi
honum búið og um hann
hugsað. - Mér þötti þetta næsta
lýsandi fyrir lífshlaup og lífsvið-
horf þessa aldurhnigna frænda
míns.
Sigurveig Einarsdóttir var vel
á sig komin, frjálsleg og glaðvær
og röskleg til orðs og æðis.
Hjálpsöm var hún við nágranna
og hrókur alls fagnaðar í kunn-
ingjahópi, aufúsugestur hvar
sem hún kom því fjörið og
glaðværðin fylgdi henni. Mis-
viðri lífsins breyttu þessu lítið.
Árin heima á Hofi urðu Sigur-
veigu mikill reynslutími. Móðir
hennar dó frá ungum börnum.
Fimm hinna sextán systkina dóu
á barnsaldri. Og þegar hún enn
var ung stúlka tók lungnabólgan
fjóra bræður hennar, kornunga
myndar- og mannkostamenn.
Veit enginn hvað innra gerist
við slíkar kringumstæður þótt
óbreytt virðist á yfirborði.
Þrátt fyrir húsmóðurstörfin á
Hofi var það ósjaldan að Veiga
hljóp undir bagga með móður-
systur sinni og móður minni, ef
hún var lasin eða eitthvað sér-
stakt um að vera. Enn minnist
ég þeirra stunda með gleði og
lilýju, enda var henni einkar
lagið að umgangast börn og
Iaða þau að sér.
Sigurveig var vel gefin, söngv-
in eins og fólk hennar flest og
tók fullan þátt í óbrotnu félags-
og skemmtanalífi sveitunganna,
reiðubúin að leggja sitt af
mörkum, einnig á þeirn vett-
vangi.
Sannleikurinn er sá að þjón-
usta varð í ríkum mæli hlutskipti
Sigurveigar frændkonu minnar.
Þess nutu heimili hennar bæði í
ríkum mæli og raunar einnig
frændur og nágrannar eftir því
sem til vannst.
Þingeyjarsýslu og Húsavíkur-
kaupstaðar var haldinn fundur
um að vekja athygli stjórnvalda
á virkjun Jökulsár á Fjöllum og
stóriðju á Norðurlandi. Sýslu-
maður var einn þeirra manna,
sem skipaðir voru í orkumála-
nefnd á sameiginlegum fundi
Austfirðinga og Norðlendinga
1962, til að vinna að virkjun
Jökulsár á Fjöllum. Bæði í
sýslunefnd og á fjórðungsþing-
um braut hann upp á þeirri
tillögu, að orkuvinnslufyrirtæk-
in greiddu orkugjald þeim
byggðarlögum. sem létu í té
fallvötnin og jarðhitann. Ljóst
er, að ef þessi hugmynd hefði
komið til framkvæmda að
hvorki hefði komið til Laxár-
deilu eða Blöndudeilu.
Sýslumaður var náttúru-
verndarmaður, en fyrst og
fremst hagsmunagæslumaður
sinna byggða. Með þessu hugar-
fari réðist hann í það ófæruverk
að leysa Laxárvirkjunardeiluna
á sínum tíma. En þar réðu
ferðinni á báða bóga menn sem
ekki hirtu um leikslokin og
afleiðingar þeirra. Það var fjarri
Jóhanni Skaptasyni að hallast
að öfgum í málameðferð og það
var ekki við hann að sakast um
hvernigfórogþaðöllum í óhág.
Tengsl Jóhanns Skaptasonar
við landið og söguna mörkuðu
viðhorf hans öðru fremur. Hann
beitti sér fyrir, í sýsiunefnd
Suður-Þingeyjarsýslu, að sýslan
fengi yfirráð yfir hinum forna
þingstað Þingey á Skjálfanda-
fljóti. Þar hugðist hann endur-
Þótt Hjálmar og Sigurveig
byggju síðustu æviárin í Nes-
kaupstað, þá hugsa ég ætíð til
þeirra sem sveitunga, enda varð
samfylgdin löng. Mun ég ekki
einn um það gamaila Mjófirð-
inga að minnast þeirra við vega-
mótin þakklátum huga:
Vilhjálmur á Brekku.
Bróðir minn, Hjálmar Jóh-
ann Kristjánsson, andaðist um
klukkan 10 að kvöldi mánudags-
ins 26. ágúst síðastiiðinn. Að
sögn var andlát hans friðsælt og
rólegt eins og ævi hans öll.
Einkadóttir hans og konu hans
Sigurveigar var hjá föður sínum
stundu fyrir andlát hans. Hún
var honum dótturlega hlý og
nærgætin. Nú var löngu lífi hans
lokið og hvíldin að líkindum
kærkomin. Síður hryggðarefni.
Hjálmar fermdist 1904 og þá
þegar talinn í liópi fulltíða
manna.
Á heimili foreldra okkar var
ekki auður, heldur ekki fátækt.
allir, sex börn og foreldrar, alls
átta manns, fengu sitt daglega
brauð og klæðnað.
Faðirinn, Lars Kristján
Jónsson, starfaði við verslun
mágs síns Konráðs Hjálmars-
sonar. Menntun hafði hann
hlotið á lýðháskóla í Noregi í
þrjú ár auk fræðslu heima áður.
Var hann því flestum færari til
skrifstofustarfa. Hann varprúð-
menni í umgengni, starfsamur
og fáskiptinn um annarra hagi,
vinsæll. - Móðirin, María
Hjálmarsdóttir, var rausnar-
kona eins og hún átti ætt til,
mikil húsmóðir og hannyrða-
kona. Það var gott að alast upp í
rcisa einskonar þingstað og
samkomustað allra Þingeyinga.
Leitt er að þessi hugmynd skuli
enn ekki hafa komist í
framkvæmd. Þetta er verkefni
nýrra forystumanna í Þingeyjar-
þingi.
Leiðir okkar Jóhanns Skapta-
sonar lágu saman eftir að ég
réðist sem bæjarstjóri til Húsa-
víkur 1958. Með okkur tókst
góð vinátta, sem hélst alla rnína
tíð á Húsavík. Við höfðum eðli-
lega mikið saman að sælda
vegna starfa okkar. Á þeirri tíð
var Húsavík að vakna af dvala
eftir kyrrstöðutíma og var að
breytast úr sjávarþorpi, þar sem
■ þorri verkfærra manna sótti at-
vinnu sína á vertíðar og síld og
yfir í bæ með vaxandi aflabrögð
á heimamiðum, vetrarútgerð og
vinnu í fiskiðjuverinu allt árið.
Þá tíðkaðist sá háttur að bæirnir
önnuðust lögreglukostnaðinn
og jafnvel bæjarstjórnin ákvað
tölu lögregluþjóna. ennfremur
hverjir gegndu þeim störfum.
Þaðkom afsjálfuséraðbæjar-
stjórnin var treg að sinna kröf-
um tfmans. Allt fór þetta vel að
lokum. Lögregluþjónum var
fjölgað. Keyptur lögreglubíll.
Byggð fangageymsla og lög-
regluvarðstöð.
Þau voru öfá málin, sem við
þurftum að takst á um og leysa
okkar í milli. Jóhann var fálátui
og óádeilinn, en þeim mur
þyngri í málafylgju ef honum
fannst sér væri misboðið. Hann
kom ætíð til dyranna eins og
hann var klæddur, sanngjarn og
skjóli þessara foreldra, því þau
létu sér sannarlega annt um
börn og heimili.
Árslaun föðurins voru 800
krónur og þótti móðurinni erfitt
að fæða og klæða átta manns af
þeirriupphæð. Rak þetta hana á
fund Konráðs kaupmanns bróð-
ur síns, og leitaðist við að hressa
upp á skilning hans. Það bar
þann árangur að launin hækk-
uðu úr 800 krónum í 900. Að
skömminni til skárra.
Þegar Hjálmar var fermdur
þótti sjálfsagt að hann hæfist
handa sem fullorðinn maður.
Var honum ætlað að vera for-
maður á skektuhorni og fenginn
háseti á ellefta ári. f þrettán
vor, sumur og haust réru bræð-
urnir saman. Aldrei var styggð-
aryrði sagt til hins magnlitla
háseta, sem efldist þó er lengur
leið. - Oft minnist ég góðra
stunda þessi ár. Afli jókst og
hagur heimilisins batnaði.
Þannig vann Hjálmar
æskuheimilinu í áratugi. Og
þegar foreldrar okkar hættu
búskap, þreytt og ellibeygð, bjó
hann áfram í Sandhúsi. Mér
kemur í hug ein af heilræðavís-
um Hallgríms Péturssonar,
sálmaskáldsins kunna:
Foreldrum þínum þéna af
dyggð,
það má gæfu veita.
Varastu þeim að veita styggð
viljirðu gott barn heita.
Vissulega breytti Hjálmar,
sjálfrátt eða ósjálfrátt, sam-
kvæmt þessum orðum sálma-
skáldsins.
Árið 1943 giftust þau Hjálmar
og Sigurveig Einarsdóttir Árna-
sonar bónda á Hofi í Mjóafirði.
Þau eignuðust dóttur sem hlaut
nafn ömmu sinnar, Maríu
Hjálmarsdóttur frá Brekku.
Hún er vel gift og eiga þau hjón
tvær dætur og einn son. Heimili
þessarar dóttur Hjálmars Jó-
lianns bróður míns og manns
hennar Róberts er skammt frá
sjúkrahúsinu í Neskaupstað,
þar sem hann dvaldist að síðustu
og gladdist af nærveru ástvina.
Hjálmar var jarðsunginn frá
Norðfjarðarkirkju3. september
og hvflir við hlið konu sinnar
sem dó 1977. Vertu svo blessað-
ur bróðir og fyrrum í æsku
starfsfélagi.
Gísli Kristjánsson,
frá Mjóafirði.
réttlátur, en var ekki miskunn-
samur við þá sem sviku lit í
samskiptum við aðra. Jóhann
var seinn til dóma og gat verið
erfiður þeim, sem beittu laga-
staf til að ná fram vilja sínum til
að hnekkja á sanngjörnum
málstað þeirra er minna máttu
sín. Mér er það kunnugt að
réttsýni hans og gott hjartalag
var sterkara þegar á reyndi.
Ég vil þakka drengilegan
stuðning í störfum mínum og á
nýjum vettvangi og áhuga hans
fyrir málefnum Fjórðungssam-
bands Norðlendinga.-
Þingeyingar kvöddu hinn
látna sýslumann sinn í Húsavík-
urkirkju, laugardaginn 26.
október. Jóhann Skaptason var
borinn til hinstu hvíldar í
Laufási þennan sama dag. Þar
er fegurst útsýni á þingeyskri
grund við Eyjafjörð. Laufás var
sóknarkirkja þeirra frænda í
Skarði. Áskell Einarsson.
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar
á afmælis- og eða
minningargreinum í
blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast
a.m.k. tveim dögum
fyrir birtingardag. Þær
þurfa að Véra vélritaðar.
Jóhann Skaptason
fyrrverandi sýslumaður Húsavík