NT - 01.11.1985, Síða 21
Föstudagur 1. nóvember 1985 21
Frægasta parið nú í Hollywood Liz T aylor
og Frank Sinatra:
„Upp af gamalli
vináttu
blossaði ástin!“
■ f>ær fréttir berast frá Holly-
wood, að nýjasta ástasamband-
ið sem mesta athygli veki þar sé
samdráttur þeirra Frank Sinatra
og hinnar fögru og marggiftu
Elizabeth Taylor. Þau sjást alls
staðar saman og virðast mjög
hamingjusöm. I>au hafa svarað
spurningum blaðamanna um
samband þeirra á þá leið,- að
það sé möguleiki að þau gifti sig
þegar á þessu ári! Þetta yrði þá
5. hjónaband Sinatra, en átt-
unda hennar!
„Frankieboy“ verður 70 ára í
desember n.k. og giska margir
á að þau hafi ráðgert að gifta sig
þá, en til þess yrði brúðguminn
að hafa gengið áður frá skilnað-
armálum sínum.
Það eru aðeins nokkrar vikur
síðan Sinatra trúði vinum sínum
fyrir því, að hann væri að reyna
að fá „hrað-skilnað“ frá Bar-
böru, sem var ekkja eftir grín-
leikarann Zeppo Marx þegar
Frank kvæntist henni 1976.
Hann segir að hjónaband þeirra
hafi „aðeins verið til á pappírn-
um“ upp á síðkastið.
Liz Taylor var gestur hjá
Frank á búgarði hans í Palm
Springs í Florida snemma í
liaust og þá blossaði ástin upp
úr hinum gamla og góða kunn-
ingsskap sem með þeim hefur
verið um mörg ár. Síðan hafa
þau sést oft saman eins og
nýtrúlofuð á mannamótum, t.d.
nýlega á næturklúbbi, þar sem
Frank settist við píanóið og
söng ástarsöngva til „elsku Liz“.
Þá voru þau boðin saman til
Rainiers fursta í Monaco, óg
Liz ætlar á kvikmyndahátíð í
Deauville, en Frank segist ætla
að koma aðeins við í Monte
Carlo, en annars á þetta að
verða eins konar brúðkaupsferð
hjá þeim, -eða að minnsta kosti
„generalprufa“.
Fréttina um ástarsamband
Liz og Franks höfum við úr
þýsku kvennablaði, ásamt með-
fylgjandi mynd, en satt best að
segja höfum við ekki aðrar heim-
ildir og „seljum það því ekki
dýrar en við keyptum það“!
■ Frank Sinatra og Liz Taylor
eru óaöskiljanleg þessa dagana.
Sinatra hefur boöið eiginkon-
unni, Barböru, 30 millljónir
dollara ef hún gefi honuni eftir
skilnað á stundinni!
Feðgar á ferð:
Upphaf
skólagöngu er
merkisviðburð-
ur fyrir
alla krakka
■ Karl Bretaprins og Diana
hafa farið fram á það við fjöl-
miðla í Bretlandi, að þeir veiti
syni þeirra frið til að vera sem
venjulegt barn í skóla, þ.e.a.s.
í leikskóla, þar sem hann er
aðeins þriggja ára, en litli prins-
inn er að byrja í leikskóla um
þessar niundir.
Foreldrarnir sendu bréf til
fréttastjóra á blöðum og öðrum
fjölmiðlum, þar sem sagt var að
taka mætti rnyndir og fylgjast
með þegar William prins væri
að hefja skólagöngu sína, en
síðan ætluðust þau til, að hann
væri látinn í friði, svo hans
skólavist yrði sem eðlilegust og
lík annarra barna. Bréfið var
undirritað - Charles og Diana.
Karl Bretaprins var aldrei í
leikskóla, en liafði einka-
kennara í Buckingham-höll frá
5 ára aldri þangað til hann varð
8 ára að hann fór í skóla og síðar
stundaði hann sögunám í há-
skólanum í Cambridge. Þegar
hann fór í skóla bað drottningin
móðir hans fjölmiðla um að láta
hann sem mest afskiptalausan,
og það sama er að gerast nú,
þegar sonur hans byrjar í
skólanum.