NT - 01.11.1985, Blaðsíða 27

NT - 01.11.1985, Blaðsíða 27
Sjónvarp föstudag kl. 23. Það er erfitt að starfa í utanríkisþiónustunni! ■ Vinir vorir og frændur Norðmenn hafa gert gaman- þátt um utanríkisþjónustu sína og starfsmenn hennar heima og erlendis, sem verður sýndur í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.25 undir íslenska nafninu í þjón- ustu föðurlandsins (Diplo- matix). Pýðandi er Guðni Kol- beinsson. Norska utanríkisþjónustan rnun ekki aldin að árum og valda því sögulegar ástæður. En skv. þættinum í kvöld var ekki kastað til þess höndunum. þegar henni var hleypt af stokkunum, heldur var stofnað- ur virðulegur skóli til að kenna væntanlegum starfsmönnum hennar hvernig þeir skyldu hegða sér í návist útlendinga heima og heiman. Sýnishornið sem brugðið var á skjáinn sl. sunnudag bendir til að það sé allstrangur skóli, enda enginn barnaleikur að halda sínum hlut (og höfðinu kláru) í scl- skapslífinu og leynimakkinu sem utanríkisþjónustan snýst um. Enda hafa ekki allir kom- ist klakklaust frá því erfiða starfi eins og dæmið um Arnc Treholt sýnir hvað best. Rás 2 laugardag kl. 20. Föstudagui oer 1985 Útvaiv —sfónv rp ■ Þeir bræður David og Jason þurfa margt að ræða í sambandi við framtíðina, þegar sá síðarnefndi er laus úr fangelsinu. Ævintýraeyjan 4. þáttur: Hvað er Jói að bralla? ■ Á morgun kl. 17 verður í útvarpi fluttur 4. þáttur Ævin- týraeyjunnar eftir Enid Blyton í útvarpsleikgerð Steindórs Hjörleifssonar. í síðasta þætti fóru þau Anna, Finnur og Jonni í báts- ferð með Villa vini sínum út að Myrkey þar sem Jonni kom auga á lendingarstað sem hann ákvað að kanna seinna. Hann sagði hinum krökkunum að hann ætlaði að fara þangað á bát Jóa einhvern dag þegar Jói væri ekki heima. Nokkru síðar varð Jonni var við dularfullan Ijósagang úti í Myrkey um miðja nótt. í sama mund sá hann annað ljós sem birtist uppi á hömrunum nálægt húsinu. Hann ákvað þegar að rannsaka þennan dularfulla ljósagang og rakst þá á Jóa sem hótaði honum öllu illu ef hann færi aftur út að næturlagi. Eftir þetta varð Jói æ grunsamlegri í augum krakkanna. Leikendur í 4. þætti eru: ■ Steindór Hjörleifsson leik- stýrir Ævintýraeyjunni. Árni Tryggvason, Halldór Karlsson, Kristín Anna Þórar- insdóttir, Ásgeir Friðsteins- son, Póra Friðriksdóttir, Steindór Hjörleifsson, Valdi- mar Lárusson og Jónas Jónas- son. Diana Ross og The Supremes á svörtu nótunum Framtíðarsýnin er spilavíti á Hawaii ■ Enn heldur Pétur Steinn Guðmundsson áfram að leika á svörtu nótunum á Rás 2. Nú ætlar hann reyndar að taka upp nýtt snið á þáttunum og kynna einstaka listamenn i hverjum þætti. í þættinum annað kvöld, scm stendur yfir kl. 20-21, verður fyrsti þáttur- inn af þreni þar senr fjallað er um feril söngkonunnar Diana Ross og stallsystra hennar í The Supremes, en þær voru feikilega vinsælar á árunum milli 1960 og 1970 og áttu hvert topplagið á fætur öðru á vin- sældalistum. ■ Diana Ross hóf söngferil sinn með The Supremes. Hún er sú eina þeirra þriggja sem enn hcldur áfrain að syngja viö góðar undirtektir aðdáenda sinna. ■ Starfsmenn utanríkisþjónustunnar þurfa að bregða sér í mörg líki. f norska þættinum í kvöld sjá sjónvarpsáhorfendur hvernig þeim tekst upp í þeim erfiða leik. . ■ Kóngur í ríki sínu (The King of Marvin Gardens), bandarísk bíómynd frá 1972 er föstudagsmynd sjónvarpsins og hefst sýning á henni kl. 23. Leikstjóri er Bob Rafelson og með aðalhlutverk fara Jack Nicholson, Bruce Dern, Ellen Burstyn og Julia Anne Robin- son. Útvarpsmaðurinn David (Jack Nicholson) hefur til- hneigingu til að rugla saman raunveruleikanum og því sem gerist í hugarheimi hans sjálfs í spjalli sínu við hlustendur. Hann fær skyndilega tilmæli um að skella sér til spilavítis- borgarinn.ar Atlantic City, þar sem eldri bróðir hans Jason (Bruce Dern) situr í fangelsi ákærður fyrir rán. Það er yfir- maður Jasons í undirheimalíf- inu sent David á að hitta, en sá vill ekkert með David hafa. Þegar Jason sleppur úr fang- elsinu kynnir hann David fyrir vinnufélögum sínum - Sally (Ellen Burstyn) og stjúpdóttur hennar Jessicu (Juíia Anne Robinson). Jason er nú kom- inn með hugann fullan af fram- tíðaráformum, hann ætlar að setja upp spilavíti á Waikiki ströndinni í Honolulu, en þar er sjaldan skortur á skemmti- ferðamönnum í leit að ævintýr- um. David hefur litla trú á fyrirtækinu, en vill þó fylgjast með framvindunni. Það eru sem sagt ekki hvers- dagslegar persónur sem koma við sögu í myndinni í kvöld og afburða leikarar fara þar með hlutverk. Þeim,sem geta haldið sér vakandi fram til kl. 23,ætti því varla að leiðast að fylgjast með draum og raunveruleika óvenjulegra bræðra og lags- kvenna þeirra. Þýðandi er Björn Baldursson. Sjónvarp föstudag kl. 21.25: Utvarp laugardag kl. 17. i Föstudagur 1. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" eftir Ursulu Moray Williams. SigríðurThorlac- ius þýddi. Baldvin Halldórsson les (5). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður í umsjá Sigurðar G. Tómassonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. 10.40 „Sögusteinn" Umsjón: Har- aldur I. Haraldsson. (Frá Akureyri) 11.10 Málefni aldraðra. Umsjón: Þórir S. Guðbergsson. 11.25 Morguntónleikar. Tónlist eftir Verdi, Vaughan Williams, Offen- bach og J.S. Bach. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (9). 14.30 Sveiflur-Sverrir Páll Erlends- son. (Frá Akureyri) 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurtrégnir. 16.20 Sinfónía nr. 1 í c-moll eftir Edward Grieg. Sinfóniuhljóm- sveitin i Björgvin leikur. Karsent Andersen stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðvarður Már Gunnlaugsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Gamlar endur- minningar frá Hornströndum Torfi Jónsson les frásögn Jóns Kr. Lárussonar frá Arnarbæli. b. Vísnaþáttur um tilhugaiíf og hjónaband Jóhanna Björnsdóttir tók saman. Jóna I. Guðmundsdótt- ir flytur. c. Tveir þættir af Brynjólfi Jónssyni Guðríður Ragnarsdóttir les frásögn Ásmundar Helgasonar frá Bjargi. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir „Gloríu" eftir Hjálmar Ragnarsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar. Tónlist eftir P.E. Lange-Múller við leikritið „Det var engang..." 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónasar Jónassonar. (Frá Akureyri) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 00.05 Jassþáttur. - Jón Múli Árna- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 tll kl. 03.00. Föstudagur 1. nóvember 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Ásgeir Tómasson og Páll Þorsteinsson 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir 16.00-18.00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson 20.00-21.00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stefánsson. 21.00-22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharður Linnet. 22.00-23.00 Rokkrásin Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23.00-03.00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1 Föstudagur 1. nóvember 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Norsk æska Tvær barna- og unglingamyndir frá Noregi sem heita Hár og Bjarni og tónlistin. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Norska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Þingsjá Umsjónarmaður Páll Magnússon. 20.55 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur Einar örn Stefánsson. 21.25 f þjónustu föðurlandsins (Diplomatix) Norskur gamanþáttur um utanrikisþjónustuna og starfs- menn hennar heima og erlendis. 22.05 Derrick Þriðji þáttur. Þýskur sakamálamyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 23.00 Kóngur í ri'ki sínu (The King of Marvin Gardens) Bandarisk bíó- mynd frá 1972. Leikstjóri Bob Ra- felson. Aðalhlutverk: Jack Nichol- son, Bruce Dern, Ellen Burstyn og Julia Anne Robinson. Vinsæll út- varpsmaður tekur sér fri frá störf- um og dvelst með bróður sinum um hrið. Bróðirinn hefur komist í kast við lögin en hyggst nú stofna spilavíti á Hawaii. Þýðandi Björn Baldursson. 00.45 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.