NT - 01.11.1985, Side 28
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? -
HRINGDU ÞÁ í SÍMA 68-65-62
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir tii
fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, slmi: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495
Þingflokkur Alþýðuflokksins:
Olöglegar eignaupptökur
- engar reglur um útreikning dráttarvaxta
I „Viö viljum bjarga þeim sem eru að missa eignir sínar á uppboöi, e.t.v. vegna ólöglegra okurvaxta sem lagðir eru á skuldir,“ sagði
Sighvatur m.a. á fundinum. NT-mynd: Ami Bjarna
■ „Pað leikur ekki nokkur
vafi á að í dag eiga sér stað
eignaupptökur sem eru beinlín-
is ólöglegar vegna þess að við-
skiptabankarnir fylgja ekki regl-
um um hvernig dráttarvextir
reiknast á skuldir enda eru þær
mjög á reiki," sagði Sighvatur
Björgvinsson alþingismaður á
biaðamannafundi sem þing-
flokkur Alþýðuflokksins boðaði
til í gær þar sem kynnt var
tillaga flokksins um hvernig
draga má úr ríkjandi neyðar-
ástandi í húsnæðismálum hér á
Iandi.
I tillögu flokksins til þings-
ályktunar stendur m.a.: „Al-
þingi ályktar að fela félags-
málaráðherra að sjá svo um að
sett verði á stofn sérstök deild
við Húsnæðisstofnun ríkisins til
þess að veita húsbyggjendum
ráðgjöf s.s. með því að áætla
fyrir þá greiðslubyrði og greiðslu-
getu, kanna lögmæti greiðslu-
krafna eins og útreikninga á
dráttarvöxtum og innheimtu-
kostnaði, aðstoða við endur-
skipulagningu lána og gefa ráð
og ábendingar um aðstoð sér-
fróðra manna."
Sighvatur sagði ennfremur að
ef ekki fengjust ákveðin svör
um stofnun þessarar ráðgefandi
deildar myndi flokkurinn leggja
fram frumvarp til laga um
málið.
Á fundinum kom einnig fram
að enn vantar 389 milljónir
króna af þeirri lögbundnu fjár-
hæð sem er tæpir 2 milljarðar
króna og renna á til húsnæðis-
mála. Vilja þingmenn Alþýðu-
flokksins halda fund með félags-
mála-, fjármála- og forsætisráð-
herra þar sem þessi mál verða
rædd og reynt að fá skýringu á
hversvegna svo stóra fjárhæð
vantar ennþá. í framhaldi af
þessu sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir alþingismaður að enn
hefði ekkert komið út úr starfi
milliþinganefndar sem sett hefði
verið til þess að reyna að finna
lausn á húsnæðisvandanum.
Vildi Jóhanna ekki segja um
hvort Alþýðuflokkurinn hygðist
segja sig úr nefndinni, en af-
staða yrði tekin eftir að áður-
nefndur fundur með ráðherrun-
um hefði verið haldinn.
Kolbeinsey
seld í gær
■ Togarinn Kolbeinsey
frá Húsavík var í ga:r sleg-
inn Fiskveiðasjóði íslands
fyrir 176 milljónir króna.
Uppboðið sem haldið var
í gær var seinna uppboðið
á togaranum. Sigurður
Gizurarson bæjarfógeti á
Húsavík hélt uppboðið og
tók það snöggt af. Tíu
mínútur og Fiskveiðasjóð-
ur fékk Kolbeinsey.
Aukafjár-
veitingar
Alberts
■ Listi yfir aukafjárveitingar
á síðustu dögum Alberts Guð-
mundssonar, fyrrv. fjármála-
ráðherra, í embætti, var lagður
fram á þingi í gær, sem svar við
fyrirspurn Guðrúnar Helgdótt-
ur og Svavars Gestssonar.
t ljós kemur að á síðustu 15
dögum Alberts í fjármálaráðu-
neytinu voru veittar um 45
aukafjárveitingar, af rúmlega
200 það sem af er árinu. Á árinu
hafa alls um 1100 milljónir verið
veittar sem aukafjárveitingar,
og í 60 skipti hefur fjárveiting
verið án milligöngu viðkomandi
fagráðherra.
Skál Hafnfirðingar:
Vínveitingaleyfi
Hafnarfiarðar
■ Nú um helgina geta Hafn-
firðingar lyft glasi með góðri
samvisku og nærst á gómsætum
réttum á nýju veitingahúsunum
við Akurgerðislóðina í miðbæ
Hafnarfjarðar. Samkvæmt heim-
ildum NT hefur dómsmálaráðu-
neytið ákveðið að úthluta Ridd-
aranum og F. Hansen takmörk-
uðu vínveitingaleyfi og er það
gert í samráði við áfengisvarnar-
nefnd Hafnarfjarðar, sem fram
til þessa hefur lagst harðlega
gegn því að nokkur vínveitinga-
leyfi verði veitt í Hafnarfirði.
Bæði þessi veitingahús höfðu
sótt um vínveitingaleyfi án nokk-
urra takmarka og þegar áfeng-
isvarnarnefnd fjallaði um þau,
lagðist hún gegn þeim og vísaði
til samþykktar Heilbrigðis-
nefndar Sameinuðu þjóðanna,
um að besta ráð til að berjast
gegn áfengisbölinu væri að hafa
sem fæsta útsölustaði áfengis á
hverjum stað. í Hafnarfirði
háttaði því aftur á móti svo til
að enginn útsölustaður áfengis
var í bænum og þótti mönnum
því þessi röksemd ansi veik.
Munu bæjaryfirvöld og jafn-
framt menn úr dómsmálaráðu-
neytinu hafa beðið nefndina að
endurskoða afstöðu sína.
Sl. þriðjudag kom svo nefnd-
in aftur saman og ræddi málin.
Engin bókun var gerð á þeim
fundi en á fundi með dómsmála-
ráðherra féllst nefndin á að
veita þessum veitingahúsum
takmarkað vínveitingaleyfi,
sem þýðir að leyfilegt er að
veita matargestum létt vín með
mat og koníak með kaffinu og
aðra sterka og bragðmikla
■ Jón Helgason, dómsmála-
ráðherra.
drykki á meðan meltingar-
færin eru að jafna sig.
Kökubankinn:
Lögbann á sjálfan sig
■ Lögbann hefur verið sett á
alla brauðsölu og aðrar fram-
leiðsluvörur brauðgerðarhúsa
í Kaupfélagi Hafnfirðinga á
Miðvangi. Það er Kökubank-
inn í Hafnarfirði sem lagði
fram 200.000 krónur til að fá
þetta sölubann sett á og kom
það til framkvæmda á miðviku-
daginn.
Að sögn Guðbjarts Vil-
helmssonar, verslunarstjóra í
Kaupfélaginu, þá er Köku-
bankinn einnig að setja lög-
bann á sölu á sínum eigin
vörum, þó líkast til hafi slíkt
ekki verið ætlunin, því að í
lögbannsúrskurðinum er kveð-
ið á um lögbann á sölu á.
daglegri framleiðslu brauð-
gerðarhúsa.
Ástæðan fyrir þessu lög-
banni er gamall samningur
milli Kaupfélagsins og móður
Valdimars Bergssonar, eig-
anda Kökubankans, en hún
keypti verslunarhúsnæði af
Kaupfélaginu 1977, tveim
árum áður en Kaupfélagið
opnaðií núverandi húsnæði. Þá
var gerður samningur um að
Kaupfélagið seldi eingöngu
brauð frá Kökubankanum.
Viðskiptavinum verslunarinn-
ar líkaði þetta fyrirkomulag
illa og söfnuðu undirskriftum
sl. sumar þar sem farið var
fram á að Kaupfélagið hefði
meira úrval af brauði og var
ákveðið að verða við því og
láth reyna á þetta mál, en
Guðbjartur telur að þarna sé
um að ræða brot á lögum um
frjálsa verslunarhætti.
Brauðsala mun hafa aukist
um helmiftg við að úrvalið
jókst en nú verður sem sagt
ekkert brauð á boðstólum og
viðskiptavinir Kaupfélagsins
því að leita annað þar til kveð-
ið hefur verið upp úr þessu
máli, sem gæti tekið þó nokk-
urn tíma.