NT - 16.11.1985, Síða 9

NT - 16.11.1985, Síða 9
andlega eða líkamlega haml- aðir.“ Pessi skýrgreining kallar strax á nýjar orðaskýringar, fyrst og fremst það hvað það merkir nákvaemlega að vera „hamlaður" andlega eða lík- amlega. Þetta orðalag er þannig að það gefur tilefni til mjög rúmr- ar túlkunar og sennilega miklu rýmri túlkunar en löggjafinn ætlaðist til. Á ráðstefnunni um atvinnumál fatlaðra kom það álit fram hjá ágætum lögfræð- ingi að það sé „stór hópur íslendinga sem telja má til fatlaðra, að öllum líkindum um 35 þús. manns". Þá verður manni á að spyrja: Er það hugsanlegt að 35 þús. íslend- um málefni fatlaðra af raun- sæi? Leiðir sh'k lagatúlkun til raunsærrar lagaframkvæmdar? Ég er efins um það. Fyrir mína parta held ég að það sé undir- stöðuatriði í sambandi við mál- efni fatlaðra að um þau sé fjallað af raunsæi og bjartsýni og svo kreddulaust sem verða má. Ég sé enga ástæðu til - og tel reyndar málinu í heild til óþurftar að gera úr þessu nauð- synlega réttlætismáli slíkt yfir- þyrmandi stórverkefni að mönnum fallist hendur við að fást við það og ráða fram úr því á skynsamlegan hátt. Er ekki kjarni málsins sá að átta sig á hversu margir eru hjálparþurfi vegna fötlunar, því ljóst er af almennri skynsemi, aðfjöldinn allur af fötluðu fólki (í víðasta skilningi) hefur vilja, færni og menntun, þ.e. starfskunnáttu, til þess að sjá sér farborða og er ekki upp á neinar félagslegar ráðstafanir komið. Afstætt hugtak „Einsdæmin eru verst“ segir í fornum bókum, og enginn þarf að óttast það að ég ætli að leysa félagsleg vandamál með prédikunum, sem hafa að út- leggingarefni persónuleg for- dæmi einstakra manna og kvenna, hvort sem það væri Helen Keller eða Franklin D. Roosevelt, þ.e. fordæmi sem ekki hafa neitt almennt gildi. Miklu fremur vil ég vara við „Fyrir mína parta held ég að það sé undir- stöðuatriði í sambandi við málefni fatlaðra að um þau sé fjallað af raunsæi og bjart- sýni og svo kreddulaust sem verða má.“ ingar séu „fatlaðir“, þ.e. „hamlaðir" andlega og líkam- lega? Er það hugsanlegt að 14-15 hundraðshlutar af þjóð- inni séu þannig á sig komnir að vera andlega og líkamlega hamlaðir? Kjarni málsins Nú má vel vera að með rúmri túlkun á lagagreinum megi komast að slíkri niður- stöðu. En er hér verið að fjalla slíkum einhliða prédikunum. Fram hjá hinu verður þó ekki gengið að um ógnir fötlunar (og þar á ég ekki síst við líkamlega fötlun) fer eftir að- stæðum hvers og eins og þær eru engin föst, óumbreytanleg stærð. Þótt hvers kyns fötlun sé að sjálfsögðu alltaf til rauna þeim, sem fyrir henni verður, þá er ekki þar með sagt að öll fötlun geri hvern sem í hlut á að félagslegu vandamáli. Laugardagur 16. nóvember 1985 9 Góður Guðbergur Ef slík afstaða á að ráða við framkvæmd laga um málefni fatlaðra - ekki síst hvað varðar atvinnumál fatlaðra - þá er hætt við að lögin verði aldrei framkvæmd þannig að þeir fái notið þeirra, sem helst var til ætlast, heldur endi þessi starfsemi á einhvers konar blindingsleik starfsmanna fé- iagsmálaþjónustunnar í leit að nýjum og nýjum vandamálum, sem gæti reyndar lyktað með því að sérfræðingarnir færu að „búa til“ vandamál í stað þess að leysa þau vandamál sem við blasa. Hverjir eru hjálparþurfi? Lögum um málefni fatlaðra er auðvitað ætlað að finna leiðir til þess að leysa vandmál þeirra fötluðu einstaklinga, sem raunverulega eru hjálpar- þurfi. Slíkir einstaklingar eru svo margir og vandamál þeirra svo margvísleg og fjölþætt að það er ærið verkefni að fást við þau eins og þau liggja fyrir. Pessi vandamál eru flókin vegna þess að þau eru miklu fremur einstaklingsbundin en að þau séu stöðluð eftir fræði- legu flokkunarkerfi. Og sumir, kannske margir, fatlaðir menn eiga ekki við nein sérstök vandamál að stíða yfirleitt, a.m.k. ekki endilega þess hátt- ar vandamál sem opinberri fé- lagsþjónustu er ætlað að leysa. Þeir heyra því tæpast í reynd undir lögin nr. 41/1983. Raunsæi og bjartsýni Atvinnumál fatlaðra er sér- stakt vandamál, sem brýnt er að leggja sig fram um að leysa. Að lausn þess verður að vinna af raunsæi og bjartsýni. Það hefur komið mjög skýrt í ljós að flestir, sem eiga við fötlun að stríða, hafa mikla löngun til að vinna og taka þátt í störfum eins og fullgildir þjóðfélags- þegnar. Það er auk þess óum- deildur réttur hvers manns á hendur samfélaginu að hann fái starf við sitt hæfi. Þess vegna ber löggjafa og fram- kvæmdavaldi að haga þannig lögum og lagaframkvæmd að slíkur réttur komi fram í verki. Að mínum dómi er þetta hægt, ef rétt er að staðið. Ég tel auk þess að sveitarfélögin hafi hér miklu hlutverki að gegna, enda hafa allmörg þeirra þegar lagt grunn að því að inna slíkt hlutverk af hendi. Ingvar Gíslason Hermann Másson Froskmaðurinn Forlagið, 1985 ■ Þessi bók setur ritdómara í töluverðan vanda. Hún er eignuð manni sem nefndur er Hermann Másson, og á kápu er hann sagður fæddur í Sand- gerði 1959, kynntur sem frosk- maður sjálfur og eigi það afrek rétt óunnið að koma á fyrsta froskmannasafaríi í heiminum með því að skipuleggja hóps- und froskmanna frá Skotlandi til íslands. En við hliðina á þessu er hins vegar andlits- mynd sem engin leið er að sjá annað en sé af Guðbergi Bergssyni rithöfundi ungum. Hermann Másson rithöfund og froskmannasafarí hans hef ég aldrei heyrt minnst á fyrr, og líka þykir mér grunsamlega lítið byrjandahandbragð á þessu verki, heldur beri öll bókin þess merki að vera skrif- uð af þjálfuðum rithöfundi. Pá minnist ég þess að Hermann er nafn á sögupersónu sem víða hefur komið við í verkum Guð- bergs Bergssonar, allt frá Tóm- asi Jónssyni metsölubók, ef ég kann rétt að muna. Frásagnar- aðferðin og hugmyndaflugið í bókinni minnir mig líka veru- lega mikið á Guðberg. Ég þori að vísu ekki að leggja fræðimannsheiður minn að veði fyrir því að Guðbergur hafi fært þessa bók í letur. Til þess skortir mig allar þær heim- ildir sem veita beina vitneskju. En ég held að ég láti mig þó hafa það að eigna Guðbergi það að vera a.m.k. skrásetjari þessa verks. Ég treysti því að fari ég þar með rangt mál verði það leiðrétt hér í blaðinu af hlutaðeigandi aðilum. Það er líka sannast sagna að sé Hermann Másson raunveru- legur rithöfundur þá er hann undir svo gífurlega sterkum áhrifum frá verkum Guðbergs Bergssonar að naumast er hægt að telja hann sjálfstæðan í skrifum sínum. Ef það er hins vegar svo sem sýnast má að hér hafi Hermann sögupersóna tekið upp á þeim óskunda að fara sjálfur að skrifa, þá er það listilega til fundið og raunar svo sem ekki í fysta skiptið sem sögupersóna tekur völdin af höfundi sínum. Þá er það eitthvað í áttina við það sem Tómas Guðmundsson lýsti hér um árið að gerðist þegar „pennar skrifa meira/en penn- um ætti að líðast". En það sem Hermann Más- son fæst við í verki sínu er þó alls ekki fyrst og fremst frosk- köfun. Þetta er síður en svo nokkur handbók eða kennslu- bók í þeim fræðum. Sagan gerist í sjávarþorpi, líklega hér suður með sjó, og megin- þráðurinn byggist á því að iroskmaðurinn hittir hafmeyju sem vill fá hann til sín og hótar að leggja sjávarútveg lands- manna í rúst að öðrum kosti. Og þessu byrjar hún raunar á nteð því að IJækja netatrossur í skrúfum fiskibáta í heima- þorpi froskmannsins. Merki- legt nokk þá gerir hún þetta mjög skipulega eftir bátastærð- um, og raunar líka eftir pólit- ískum skoðunum skipstjór- anna. Þetta vekur vitaskuld strax grunsemdir í þorpinu um að hér séu Rússar á feröinni með dvergkafbáta og ætli að eyðileggja sjávarútveg þjóðar- innar. Þessu linnir ekki fyrr en froskmaðurinn fer út með bát- unum, en þá steinhættir þaðog er engin skýring gefin á því í bókinni. Er þaö dálítill veik- leiki á frásögninni. En þetta er þó góð saga, og eins og í öllum góðum sögum þá leynist hér ýmislegt undir yfirborðinu. Raunar gegnir hafmeyjan litlu beinu hlutverki í sögunni og lýsingin á henni ”sem persónu er langtífrá nokk- urt meginatriði. Froskmaður- inn sjálfur er miklu veigameiri persóna, og raunar eiginkona hans ekki síður. En meginatr- iðið er það að sagan fjallar kannski fyrst og fremst urn leynda drauma og þrár karl- manns sem er að byrja að eldast og finnur að tekið er að fyrnast yfir ástarbrímann með eiginkonunni. Og á þessu er hert með góðri lýsingu á öldr- uðum föður froskmannsins sem er hvarvetna nálægur söguna í gegn líkt og kór í grísku leikriti. Með öðrum orðum er haf- meyjan tákn fyrir þetta, eða eins og hún orðar það sjálf þá er hún „sú óuppfyllta ósk sern hægt er að lifa í sátt við eins og hún hefði ræst“ (bls. 67). Líka lýsir froskmaðurinn þessu sjálfur er hann segir að „á vissum aldri finna allir karl- menn hafmeyjuna í sér“ og „það er ekki fyrr en eftir langt hjónaband að maður finnur óljóst fyrir hafmeyjunni“ (bls. 105). Hér væri auðvelt að halda áfram og leggja út af þessu um drauma íslenskra karlmanna, og ekki síst sjómanna, um fagrar dýrðarverur af hinu kyn- inu um aldir, en öllu slíku skal þó haldið innan marka hér. Aðeins skal þess getið að í viðtali við Hermann Másson sem birtist í Helgarpóstinum um daginn (var það tilviljun að á sörnu síðu var grein eftir Guðberg Bergsson?), gaf hann nokkrar ábendingar um túlkun sögunnar. Þar var því lýst að leitin að hugsjóninni geti kom- ið frain með ýmsu móti, og að sjómaðurinn eigi sér haf- meyju, Iíkt og bóndinn eigi huldukonu og stjórnmála- maðurinn fjallkonu. Þótt hér sé greinilegur leikur á ferðinni fer hitt ekki á milli mála að eftir þessum nótum felst töluverður boðskapur í sögunni. Hér er verið lýsa vandamáli karlmanns sem vaknar upp við að hann er að verða miðaldra, er að missa af strætisvagninum í ástamálum og byrjað er að halla undan fæti á leiðinni til elli og grafar. Lausn sögunnar skal ekki rakin hér,en hafmeyjan er þó ekki annað en tákn um þann draum sem maðurinn á innra með sér og notar sem flóttaleið frá þessum raunkalda veruleika. Eysteinn Sigurðsson mál og segja fréttir af pólitísk- um vettvangi. Frétt frá Alþingi En látum þessum siðferðis- þönkum lokið. Snúum okkur beint að nýlegri frétt frá Al- þingi. Fjölmiðlar gerðu mikið úr því í fréttum sínum nú í vik- unni að fundir í deildum Al- þingis hefðu gengið treglega einn tiltekinn dag, þ.e. á mánudaginn. Sagt var að efri deild hefði ekki getað starfað vegna verkefnaskorts og í neðri deild hefði orðið að ljúka fundi hálftíma fyrr en ætlað var vegna mannfæðar. Ekki er gott til afspurnar ef að Alþingi gerir mikið að því að vinna með þessum hætti. En það er jafn slæmt ef þessi frétt leiðir til þess að almenningur fær það á tilfinninguna að svona „séu“ vinnubrögðin á Alþingi. Stimpilklukka? Þeir sem fylgjast með störf- um Alþingis og þekkja þar sæmilega til, munu ekki telja það mestan ókost á þinginu að þar séu ekki haldnir fundir reglulega og nokkurn veginn skammlaust. Það er ekki mest- ur ljóður á alþingismönnum og ráðherrum að þeir sæki illa þingfundi. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af ýmsu öðru í fari og háttalagi stjórnmála- manna. Sannleikurinn er sá, að Alþingi getur ekki unnið eftir stimpilklukku. Alþingi er ekki verksmiðja og störf Al- þingis og alþingismanna verða aldrei skipulögð eftir forskrift- um frá Stjórnunarfélaginu eða verkstjóranámskeiðum Iðn- tæknistofnunar. Aðstöðu þingmanna og skyldum, að ekki sé minnst á ráðherrana, er þannig háttað að jafnvel á auglýstum þingfundartímum getur eitthvað það komið fyrir sem krefst þess að þingmenn og ráðherrar - einn eða fleiri - séu neyddir tii að vera lausir við í þinghúsinu. Þetta er göm- ul og ný reynsla og er þekkt í öllum þjóðþingum heims. Þetta sakar stjórnmálalífið í landinu eða þingstörfin yfir- leitt ekki nokkurn skapaðan hlut. starfsvettvangur stjórnmála- manna hefur sína sérstöðu, sem ekki verður jafnað við atvinnufyrirtæki eða embættis- stofnanir, sem eðlilegt er að reka eftir stjórnunarformúlum og nákvæmri reglu um vinnu- tíma og starfsaðferðir. Sann- leikurinn er sá að Alþingi er • mjög lifandi og lífræn stofnun. Alþingi er ekkert dauft og sísljótt embættisbákn, sem lokar að sér og pukrast með það sem það er að gera. Al- þingi leynir því ekki hvernig það er fyrirkallað í það og það sinn. Stundum er það fjör- mikið og athafnasamt - vinnur myrkranna á milli - stundum er það þreytt og dálítið dapur- legt, - sem sagt eins og lifandi manneskja, en ekki eins og staðlað vélmenni „Made in Japan“, þessi líka unaðslegi „persónuleiki" sem fútúrista frjálshyggjunnar dreymir um og allan vanda á að leysa í þjóðfélaginu. En undir það skal tekið, sem almenningur krefst, að Alþingi sé virk stofnun og alþingis- menn tali þannig og vinni þannig að þeim sé trúað og treyst. Gestur í Vík. Sérstaða Alþingis Alþingi sem stofnun og

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.