NT

Ulloq

NT - 16.11.1985, Qupperneq 14

NT - 16.11.1985, Qupperneq 14
Laugardagur 16. nóvember 1985 14 Ofsaveður gekk yfir vestan og sunnanvert landið í gær: „Alltfauksemfokið gat út um allan bæ“ - sagði aðalvarðstjóri Reykjavíkurlögreglu ■ Kröpp lægð fór yfir ísland í gærdag. Veðurofsi fylgdi í kjöl- farið. Strax klukkan átta um ntorguninn var allt lögreglulið Reykjavíkur kallað út. Ástæðan var sú að skólabörn á aldrinum sex til tólf ára höfðu lagt af stað í skólann klukkan átta. Lögreglu- bílar smöluðu saman þeim börnum sem urðu á vegi þeirra og keyrðu í skólann. Allan daginn hringdi síminn á varðstofunni í Reykjavík og var ekki hægt að sinna öllum útköllum. Járnplötur hvassar sem eggjárn IJugu um loftið í Breiðholti og var mildi að ekki hlaust slys af. í Kötlufelli fór þak af fjölbýlishúsi, svo að segja í heilu lagi og flokkaði Rúnar Guðmundsson aðalvarðstjóri ástandiö undir, alvarlcgt. Rúnar sagði í samtali við NT í gær- kvöldi að heima hjá honum, í Grænuhlíö hefði veriö mesta rriildi að ekki varð slys, þegar járnplata fauk í gegnum stofu- rúðuna. „Ég hef ekki kynnst foki jafn víða. í Reykjavík síðan ég byrjaði í lögreglunni fyrir 35 árum,“ sagði Rúnar. Kona slasaðist á Kleppsvegin- um, þegar þakplata fauk áhana, þegar veðrið var á hápunkti í gær. Meiðsli hennar urðu ekki alvarleg. Samkvæmt upplýsing- um veðiírstofunnar var vind- hraðinn mest um 83 hnútar í hryðjunum í gærdag. Víða fuku bílar í Reykjavík og er viðbúið að eignatjón hafi veriö mikið. Kópavogur „Pað fauk allt sem fokið gat 'út um allan bæ,“ sagði Sævar Finnbogason lögregluþjónn í samtali við NT í gærkvöldi. Hann sagði að björgunarsveitir hefðu verið í viðbragðsstöðu. tilbúnar til þess að bjarga þök- um og öðru þess háttár sem talið var að væri í hættu vegna veðurs. Járnplötur voru víða á fcrðalagi vegna vindsins, sem lcysti hreinlega upp mörg þök. Engin slys voru skráð hjá lög- reglunni í Kópavogi og eins og Sævar orðaði það: „Það var mesta mildi.“ Hafnarfjörður Veðurofsinn sneiddi ekki hjá þeim Hafnfirðingum. Á lög- regluvaröstofunni fengust þær upplýsingar seint í gærkvöldi, að björgunarsveitir hefðu unnið baki brotnu að því að aðstoða borgara. Garðar Kristjáns- son varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði að þakplötur og allskyns dótarí hefði verið á faraldsfæti í gærdag, og vildi hann þakka forsjánni fyrir að enginn varð á vegi þeirra stykkja sem ferðuðust um loftin blá í gær. „Við sjáum ekki fram úr þeim verkefnum sem hafa skotið upp kollinum í dag,“ sagði Garðar. Rétt þcgar NT lauk samtalinu við hann hringdi síminn á fullu. Verið var að tilkynna um bíl sem hafði fokið inn í garð og annan sem valt. „Þetta lítur vel út,“ sagði Garðar, og greinileg- ur áhyggjuhreimur var í rödd- inni. Keflavík „Það er nóg af drasli fjúkandi ■ Barónsstígnum var lokað í gser, vegna þess að járnplötur af þaki losnuðu. Með aðstoð björgunarsveita tókst að forða því að þakið fyki. hér um allt. Bæði járnplötur og annað drasl sem fólk hefur ekki hugsað um að festa niður,“ sagði Pálmi Aðalbergsson varð- stjóri í Keflavík þegar NT sló á þráðinn í gærkvöldi. Hjólhýsi fór um koll, rétt fyrir utan bæinn. „Þetta er bara þetta venjulega þegar hann rýkur upp svona snögglega," sagði Pálmi. Hann sagði að sjómenn hefðu verið snöggir að bregða við í morgun, þegar veður fór að versna, og hefðu þeir gengið frá bátum sínum á skömmum tíma. Akranes Þar fauk enginn; og var greinilegt að lögregla var ánægð með þann þátt málsins. Hins- vegar var hvasst með afbrigð- um, og mikið um fok á járnplöt- um og var mesta mildi að ekki hlaust slys, á meðan á því stóð. Friðrik Björgvinsson hjá lög- reglunni á Akranesi sagði að tilkynnt hefði verið um eitt gróðurhús sem hefði skemmst vegna veðurs. Björgunarmenn lögðu sig alla fram um að koma fólki til hjálpar, og var umtals- verðum verðmætum bjargað með aðstoð björgunarsveitar- innar.að sögn lögreglu. Borgarnes - sem Nagasaki Veðurofsinn var einna mestur í Borgarnesi, enda staðurinn opinn einmitt fyrir suð-vestan átt. „Síðan ég man eftir mér hefur veður ekki verið jafn slæmt og í gær sagði Björn Þorbjörnsson lögregluþjónn í Borgarnesi í gærkvöldi í samtali við NT. Bílskúrarsplundruðust, bílar fuku og fólk hlaut meiðsli meðan veðrið var sem verst. Fólksbiðreið fauk á hliðina á Brákarbrú í Borgarnesi í gærdag. Ökumaðurmeidistlítil- lega. Þá fauk flutningabíll á hliðina á einni af aðalgötum bæjarins. Ökumaður slapp ó- meiddur. Björn lögregluþjónn sagði að bílskúrar hefðu orðið fyrir sérstökum skakkaföllum, ■ Það var vissara að vera í vatns og vindheldu í gær, þegar mestu lætin voru í veðurguðunum. NT-myndir: Róbert. og hefði meðal annars einn skúr, nýbyggður lagst saman. „Ég var sjálfur búinn að slá upp fyrir skúr. Það lagðist allt saman. Ég held að það sé of mikið að líkja þessu við Nagsaki á sínunt tíma, en það fer í áttina," sagði Björn. Búist var við því að veður myndi ganga niður í nótt, en Unnur Ölafsdóttir á Veðurstofu íslands sagði í gær í samtali við NT að viðbúið væri að lægð sú sem myndi ganga yfir landiö í kvöld yrði ekki síður kröpp. Sem sagt vissara að huga að þakinu. „Frábært hvað fólk gerir“ Brynhildur Sigurðardóttir tók strætisvagn upp í Breiðholt að loknum vinnudegi. Hún býr í Smyrilshólum. Þegar Brynhild- ur kom með barnabarn sitt í biðskýlið í Þrastarhólum, trcysti hún sér ekki til þess að fara með barnið út úr skýlinu, svo ntikill var veðurofsinn. í stað þess að ganga vegalengd, sem vanalega tekur þrjár mínútur, þá beið Brynhildur eftir næsta vagni og fór með honum niður í bæ. Þar tók hún leigubíl, og fór með honum heim til sín. Brynhildur, sem vinnur á Barnaspítala Hringsins, sagði í samtali við NT í gær, að hún mætti ýmsu í sínu starfi, en í þetta skipti varð ég hrædd sagði Brynhildur. „Það var eftirtektarvert hversu allir voru hjálplegir í gær, þegar veðrið var sem verst. Það var alveg frábært hvað fólk gerir fyrir mann,“ sagði hún Garðyrkjubóndi í Borgarfirði: Fauk af þaki og rifbeinsbrotnaði ■ Garðyrkjubóndi á Klepp- járnsreykjum í Borgarfirði rif- beinsbrotnaði og marðist þegar hann fauk ofan af þaki gróður- húss í ofviðrinu í gær. Maðurinn ar að reyna við annan mann að loka opnanlegum glugga á baki gróðurhússins þegar glugginn opnaðist og þeytti manninum niður af þakinu. Annar milli- lenti á þakskegginu og slapp með skrámur en hinn skall beint á jörðina og rifbeinsbrotnaði eins og áður sagði. Margar rúður í gróðurhúsum á Kleppjárnsreykjum brotnuðu í veðrinu, þakplötur fuku víða af húsum og hesthús í Reykholts- dal skekktist á grunninum. Skólabílstjóri í Hálsasveit, sem ekið hefur skólabörnum í all- mörg ár, sagði NT að hann myndi ekki eftir jafn hvössu. Rafmagnslaust varð á Hvann- eyri í gær og urðu bændaskóla- nemar að handmjólka allar kým- ar á staðnum. Landeyjar: Refabúi bjargað ■ Naumlega tókst að bjarga refabúi á bænum Eystra Fífl- holti í Landeyjum í gærkvöldi, þegar ofsaveður gekk yfir stóran hluta landsins. Dráttarvélar voru fengnar til þess að strengja niður búið og er talið að ekkert dýranna hafi sloppið út. Erfitt var að eiga við viðgerð, þar sem Búrfellslína var slitin, og raf- magn var skammtað. Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við NT í gær að veður hefði verið mikið, og m.a. fuku útihúsin á bænum Múlakoti í Rangárvalla- sýslu í einu lagi og eru talin gerónýt. Unnið var að viðgerð á Búr- fellslínu í gærkvöldi, og á með- an var rafmagn skammtað. Þeg- ar NT fór í prentun seint í gærkvöldi var verið að leita að biluninni, en hún hafði ekki fundist.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.