NT - 16.11.1985, Page 21

NT - 16.11.1985, Page 21
Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi sunnudaginn 17. nóvem- ber 1985. Árbæjarprestakall. Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi Iaugardaginn 16. nóv. kl. llárdegis. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðar- heimilinu kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Dagur aldinna í söfnuðin- um. Allt eldra fólk í sókninni sér- staklega boðið velkomið til guðs- þjónustunnar. Samvera með dagskrá að messu lokinni. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri flytur ræðu og Unnur Jensdóttir syngur einsöng við undirleik Vilhelmínu Ólafsdótt- ur. Kaffiveitingar í boði Kvenfélags Árbæjarsóknar. Miðvikudag 20. nóv.: Fyrirbænasamkoma í safnað- arheimilinu kl. 19.30. Sr. Guð- mundur Porsteinsson. Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall. Laugardag kl. 11 - Kirkjuskóli barnanna. Sunnu- dag kl. 14 - Guðsþjónusta í Breið- holtsskóla. Kynning á EXPLO ’85. Hugleiðing, Ingibjörg Hinrikdóttir Sr. Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir messar. Lesari Dagmar Gunnlaugs- dóttir. Bræðrafélagsfundur mánu- dagskvöld. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldr- aðra miðvikudagseftirm. Sr. Ólafur Skúlason. Dómkirkjan. Laugardagur. Barna- samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Sunnu- dag: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Messa kl. 14. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og ræðir um ferminguna. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Fermingarbörn flytja bænir og ritningartexta. For- eldrar fermingarbarna eru sérstak- Iega boðaðir til þessarar messu. Sr. Pórir Stephensen. Dómkórinn syng- ur við báðar messurnar. Organleik- ari Marteinn H. Friðriksson. Digranesprestakall. Barnasam- koma í safnaðarheimilinu við Bjarn- hólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Kórfólk frá Angmagssalik syngur stólvers. Sr. Pórbergur Kristjánsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson prédik- ar. Félagar fyrrverandi sóknar- presta. Fella- og Hólakirkja. Laugardag: Kirkjuskóli fyrir börn 5 ára og eldri kl. 10.30. Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Organ- isti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Æskulýðssamkoma mánudaginn 18. nóv. kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartar- son. Grensáskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Organisti Árni Arinbjarnarson. Biblíulestur þriðjudag íd. 20.30. Umræður og kaffisopi á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja. Laugardag 16. nóv. Basar Kvenfélags Hallgrímskirkju í safnaðarheimilinu k. 14. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Bamasamkomaerásama tíma í safnaðarheimilinu. Samkoma kl. 17. í minningu sr. Matthíasar Jockhumssonar. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ræðu og ýmis þekktustu ljóð þjóðskáldsins verða flutt með söng og upplestri. Þriðjudag 19. nóv.: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Miðvikudag 20. nóv.: Náttsöngur kl. 22. Laugardagur 23. nóv.: Félagsvist í safnaðarheim- ilinu kl. 15. Landsspítalinn. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Háteigskirkja. Messa kl. 10. Bama- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Sr. Arn- grímur Jónsson. Organleikari Ort- huif Prunner. Kársnesprestakall. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í Kópavogskirkju. Litli kór og miðkór Kársnesskóla kemur í heimsókn og syngur undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur. Org- anisti Guðmundur Gilsson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Langholtskirkja. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur-sögur-leikir. Þórhallur Heimisson, Jón Stefánsson. son og Sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurður HaukurGuðjónsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Sóknarnefnd- in. Laugarneskirkja. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barnakór Laug- arneskirkju syngur. Helgileikur í umsjá Jónu Hrannar Bolladóttur. Fermingarbörn aðstoða. Þriðjudag 19. nóv.: Bænaguðsþjónusta kl. 19. Altarisganga. Föstudag 22. nóv.: Síðdegiskaffi kl. 14.30 í safnaðar- heimilinu. Sóknarprestur. Nesprestakall. Laugardagur: Fé- lagsstarfið kl. 15.00. Ragnar Bjama- son skemmtir með söng og gaman- málum. Myndasýning frá Skotlandi og einnig verða sýndar listskyggnur úr Þingvallaferðinni. Sr. Frank M. Halldórson. Sunnudagur: Barna- samkoma kl. 11. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jón- asson.Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Mánudag: Æskulýðsstarfið kl. 20. Miðvikudag: Bænamessa ki. 18.20. Sr. GuðmundurÓskarÓlafs- son. Föstudág 15. nóv.: Umræða um guðspjall næsta sunnudags. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seltjamamessókn. Guðsþjónusta kl. 11 árdegis í Tónlistarskólanum. Sr. Frank M. Halldórsson. Fundur um uppeldismál kl 20.15 í Bústaðakirkju. Fríkirkjan í Reykjavík. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarn- asöngvar. Afmælisbörn boðin sér- staklega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barnasam- koma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Skúli Svavarsson kristniboði pré- dikar. Orgel og kórstjórn Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfs- son. Óháði söfnuðurinn. Guðsþjónusta verður í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 17. nóvember kl. 11. Organisti verður Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. Bessastaðasókn. Messað verður í Bessastaðakirkju kl. 2. e.h.. Sr. Flóki Kristinsson þjónar fyrir altari. Sr. Sigfinnur Þorleifsson prédikar. Kór Stóra-Núpskirkju syngur, org- anisti Steindór Zophaníasson. Alt- arisgana. Sóknarprestur. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN ✓ // C^CICICI H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Laugardagur 16. nóvember 1985 25 50 ára Magnús Oddsson fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi ■ Magnús Oddsson fyrrv. bæjar- stjóri á Akranesi og nú rafveitustjóri verður fimmtugur sunnudaginn 17. nóv. n.k. Hann er fæddur í Reykjavík 17. nóv. 1935. Foreldrar hans eru Oddur E. Ólafsson verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og kona hans Guðný María Oddsdóttir. Odd- urfaðirMagnúsarátti m.a. ættirsínar að rekja vestur í Arnarfjörð. Magnús lauk rafvirkjanámi í Reykjavík en fór síðar í rafmagns- tæknifræði við Tækniskólann í Kaup- mannahöfn. Þarlauk hannprófi 1964. Næstu árin vann hann í Reykjavík, en gerðist rafveitustjóri á Ákranesi 1968. Hann var kjörinn bæjarstjóri á Akranesi 1974 og gengdi því starfi til 1982 eða í tvö kjörtímabil, en gaf þá ekki lengur kost á sér. Tók þá aftur við starfi raíveitustjóra á Akranesi. Bæjarstjórastarfið er vanþakklátt og sjaldan metið að verðleikum. Bæjarstjórinn á að uppfylla óskir allra og gera allt af engu. Hann á að framkvæma mikið, en jafnframt á hann að innheimta sem lægst útsvör. Þetta er alkunn formúla, en erfið í framkvæmd. Hinsvegar er vitundin um það, að málin hafi þokast í rétta átt og sitthvað hafi verið framkvæmt, sem hafi varanlegt gildi fyrir bæjarfé- lagið, hverjum bæjarstjóra nokkur umbun. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1974 urðu bæjarstjóraskipti á Akran- esi, þar sem þáverandi bæjarstjóri óskaði að hverfa til annarra starfa. Vinstri meirihluti sá, sem myndaður var eftir kosningarnar 1970 var stað- ráðinn í því að halda áfram, enda hóf hann margar og umfangsmiklar fram- kvæmdir á vegum bæjarins á hinu fyrsta kjörtímabili sínu. Má þar nefna byggingu Dvalarheimilisins Höfða, íþróttahúsið, sem þá var rétt að gægjast upp úr jörðinni eftir 8 ára byggingartíma, nýtt og veglegt hús fyrir gagnfræðaskólann, miklar hafn- arframkvæmdir, bæði við aðal hafnar- garðinn og ferjubryggjuna, en hin nýja Akraborg sem bílferja kom vorið 1974. Auk þess hinar hefð- bundnu framkvæmdir bæjarins við vatnsveituna, götur - bæði gamlar og nýjar - sjúkrahúsið og mörg önnur verkefni. Það var því mikið í húfi að vel tækist til um nýjan bæjarstjóra, þar sem bæjarstjórinn hafði óvenju- Íega mörg járn í eldinum. Allar þessar framkvæmdir voru mjög brýn- ar og hefðu átt að vera komnar mörgum árum áður, svo Akranes stæði jafn framarlega og hliðstæð bæjarfélög. Starf bæjarstjóra var auglýst 1974. Nokkrir ágætir menn sóttu, en breið samstaða náðist ekki um þá og skoðanir nokkuð skiptar. Þá kom sú hugmynd upp að leita til manna, sem ekki höfðu sótt um starfið en þóttu álitlegir. í þeim hópi var Magnús Oddsson rafveitustjóri. Við Ólafur Guðbrandsson - bæj arfulltrúar Fram- sóknarflokksins - urðum fljótlega mjög einhuga um það að besti kostur- inn væri að fá Magnús sem bæjar- stjóra. Stjórn rafveitunnar hafði farist honum vel úr hendi. Hann var í nefnd á vegum bæjarins, sem undirbjó há- tíðarhöldin 1974 og þótti hafa þar margt til brunns að bera. Mest var þó um það vert að hann var þaulkunnug- ur málefnum bæjarins og það tæki hann engan tíma að setja sig inn í þau. Eftir nokkurt þóf varð svo samkomulag um Magnús, sem kjör- inn var bæjarstjóri með 5 atkv. sumar- ið 1974. Við Ólafur urðum ekki fyrir vonbrigðum. Dugnaður Magnúsar, hugkvæmni og brennandi áhugi fyrir starfinu kom strax í ljós. Jafnframt mikill metnaður um allt sem bæinn varðaði, bæði innra starf í bænum og öll samskipti út á við. Næstu ár urðu hin viðburðaríkustu í sögu bæjarins. Flest málin áttu lengri áðdraganda, en hér skipti sköpum um framgang þeirra, hve röskíega var að verki gengið um þetta leyti. Skulu um þetta nefnd nokkur dæmi. Ferjubryggja Akraborgarinnar var tekin í notkun sumarið 1975. íþrótta- húsið í byrjun árs 1976. Dvalarheimil- ið Höfði snemma árs 1977, Fjölbraut- arskólinn hóf störf sín haustið 1977 í húsnæði gagnfræðaskólans. Hér eru aðeins nefndar 4 framkvæmdir sem dæmi - þær eru mjög ólt'kar hver annarri - en hafa allar mikilsvert gildi fyrir Akraneskaupstað og mun svo verða á ókomnum árum. Ég tel á engan hallað þó fullyrt sé, að engum einstökum manni er það frekar að þakka en Magnúsi, hve vel tókst til með framangreind verkefni og hversu fljótt þau komust í gagnið. Þetta var okkur ljóst, sem næstir honum stóðu í bæjarmálunum. Á ég frá þessum árum mjög ánægjulegar endur- minningar um samstarfið við Magnús. Þegar rúmt ár var eftir af kjörtíma- bilinu slitnaði upp úr vinstra samstarf- inu, sem staðið hafði í tæp 7 ár og skilað bæjarfélaginu mikilsverðum árangri. Hlutu þá leiðir að skilja málefnalega í bæjarstjórninni, því oft voru mjög skiptar skoðanir við hinn nýja meirihluta í mörgum málum, sem Magnús varð að taka afstöðu til. Vináttutengslin slitnuðu þó aldrei og drengilegar leikreglur voru í heiðri hafðar. Álit okkar Ólafs á hæfni Magnúsar sem bæjarstjóra breyttist ekki og höfðum við á margan hátt gott samstarf við hann. Þetta staðfest- um við með því að greiða honum atkv. við kjör bæjarstjóra 1978. Var hann þá kjörinn með atkv. allra bæjarfulltrúanna - 9 að tölu. Ég tel að Magnús hafi vaxið af störfum sínum sem bæjarstjóri. Hann megi vera ánægður með árangurinn og auðvelt sé að færa rök fyrir því að tímabil hans sé meðal hinna merkari í meir en 40 ára sögu bæjarins. Magnús er bjartsýnn dugnaðar- maður. Maður framfara og fram- kvæmda. Óragur að takast á við verkefnin og útsjónasamur fjárafla- maður, svo sumum þykir jafnvel nóg um. Hann er mikill félagsmálamaður. Þetta hefur m.a. komið fram í áhuga hans fyrir æskulýðsmálum bæjarins og málefnum íþróttafólksins. Hann er nú formaður íþróttabandalags Akraness og stendur þar í stór fram- kvæmdum. Frá æskudögum hefur Magnús starfað mikið í K.F.U.M. Fyrst í Reykjavík og síðar á Akranesi eftir að hann flutti þangað. Fræðslu- mál á Vesturlandi hefur hann látið mjög til sín taka og löngum átt sæti í Fræðsluráði Vesturlands, enda for- ustumaður fyrir stofnun Fjölbrautar- skólans á Akranesi, eins og áður er vikið að. Þá hefur Magnús verið mjög virkur í norrænu vinabæjarsamstarfi. Lengi starfað í Rotaryhreyfingunni og gengt þar ýmsum trúnaðarstörf- um. Er þá margt enn ótalið. Magnús kvæntist 1965 - Svandísi Pétursdóttur kennara. Mikilhæfri konu, sem einnig hefur tekið virkan þátt í félagsmálum á Akranesi. Hún er m.a. formaður í samtökunum Þroskahjálp á Vesturlandi og formað- ur Norræna félagsins á Akranesi. Sonur þeirra er Pétur - 14 ára grunn- skólanemi. Magnús er enn ungur að árum. Þrátt fyrir aðeins 50 ár sem mér finnst enginn aldur - getur hann fagnað starfsamri og viðburðaríkri ævi. Spor hans sjást víða og munu lengi minna á göngulag hans. Enn er ævisólin hátt á lofti og bjart til allra átta. Margra tíðinda getur því verið að vænta á ókomnum árum. Það er ósk mín og von að næstu áratugirnir verði honum jafn árangursríkir og þeir síðustu. Að sól hamingjunnar megi jafnan brosa við honum. Að lokum þakka ég honum langt og gott samstarf um leið og ég flyt honum og fjölskyldu hans innilegar árnaðaróskir á 50 ára afmæl- *nu Dan. Ágústínusson. ATH. á afmælisdaginn tekur Magnús á móti gestum í Öddfellowhúsinu á Akranesi kl. 3-6. HANSKAR OG TOSKURIURVALI Teg.6962 Kr. 2.300.- Litir: Grátt, svart. Teg. 6953 Kr. 1.870.- Litur: Grátt, svart. Teg.6997 Kr. 2.300.- Litir: Grátt, svart. Hanskar^^j^^ Skinn ^^3^^ Frákr. 1.195 Litur: Svart, brúnt, beige. PÓSTSENDUM Litur: Svartur, brúnt, blátt. VERSLUNIN JÓJÓ AUSTURSTRÆTI8 sími 13707.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.