NT


NT - 08.12.1985, Side 3

NT - 08.12.1985, Side 3
Hann sótti aldrei um inngöngu í framtiðina, lét sig ekki dreyma um að sín yrði minnst. Né heldur bað hann bláókunnugt fólk að veifa pálmum eða smyrja fætur sína. Óhugur greip hann, er hann sá æðið í augum þessa fólks. Það yrðu vandræði ef þessi geggjun yrði leyst úr læðingi, svo hann bað það fara. En þróttlítil rödd hans týndist í fagnaðarlátunum og enginn heyrði hana. Höfðu þau nokkurn tíma heyrt hana?, velti hann fyrir sér. Ógæfa hans var að lifa með sundr- aðri þjóð á ráðvilltum tímum, þar sem auðmýkt var nýjung, áhrifamikil tíska. Með hryllingi minntist hann sagna um fólk í fjarlægari lands- hluta, er barið hafði og flegið sjálft sig í hans nafni. Allt sem hann vildi var að fá að vera maður, að fá að hafa mannlega sál. En æstur múgurinn skildi það ekki og - það sem verra var - það var önnur sál innan í sál hans, djúp sem hafið, víðáttumikil sem himinninn. Hvernig sem hann reyndi að bæla hana niður braust hún fram og náði valdi á honum. Það var þessi innri sál, sem stjórnaði öllum furðuverkun- um, ekki hann sjálfur. Hvað var. hann annað en aumur trésmiður, skólaður í iðn föður síns, sem ýtt hafði verið á faraldsfót vegna mis- skilnings annarra á þessari innri sál. Náðargáfu kölluðu þeir hana, en hann formælti henni í hljóði. Hversu oft, er hann ætlaði að mat- ast eða ganga til hvílu með kven- manni, hafði hún ekki brotist úr böndum sínum og tekið að segja furðulegar sögur, sem hann skildi ekki sjálfur? Skelfilegast var þó til þess að hugsa að fyrst önnur sál var inni í hans eigin, gat þá ekki verið enn önnur inni í hinni innri og enn önnur inni í hinni, og þannig endalaust? Ef til vill var hann fleiri en einn maður, ef til vill var hann allir menn. Bitur óskaði hann þess að hann ætti sjálfur sína eigin sál, þeirri sem unni víni og korni og vífi og bakaðri sléttunni, en hún hvarf alltaf í móðu líkri þeirri er rómversku hermennirnir þyrluðu upp er þeir þrömmuðu um rykuga stígu þessa gæfusnauða lands. Hvers vegna fordæmdu öldungarnir og prestarnir hann? Hann sem aldrei hafði svívirt Lögmálið. Mæðulegt bros rann fram á þurrar varir hans, er hann minntist þeirra trúbrjálæöinga, er sögðu að hann væri sjálft Lögmálið. Nokkrum dögum síðar, er hátíð Lambsins fór í hönd, settist hann að teiti með vinum sínum, en er vínið tók að svífa á hina breysku félaga og væringar gengu í garð fann hann til þeirrar löngunar að vera einn. Hann ráfaði út í ferskt nætur- loftið, numinn af anda vínsins, og endaði sú gönguför einhvern veginn í unaðsfögrum garði, þar sem höfgi seig á hann, svo hann lagðist til svefns. Þar dreymdi hann hinn dul- arfyllsta draum. Þótti honum sem í flöktandi móðu hann sæi jullinn bikar nálgast hann úr lofti í Ijós- hnoðu, en er hann rétti fram grannar hendur sínar til að grípa bikarinn og teyga hann, breyttist skálin í gálga líkan þeim er Rómverjarnir kross- festu þjófa og ræningja á úti á þjóðvegunum. Og á gálga þessum hékk ókunnugur, nakinn maður, sárum drifinn. Óttasleginn ýtti hann fram lófunum, til að víkja þessari ógeðfelldu sýn á brott frá sér, en það reyndist of seint. Snertingin hafði þegar átt sér stað. Á þeirri stundu varð hnoðan skerandi skær og lúðrar miklir gullu, svo hann hrökk upp í kófi, feginn að vakna til þessa heims. Þó greip hann einhver óróleiki, því hann vissi að þetta var ekki eigin draumur, heldur sálarinn- ar inni í sálinni. Á sömu stundina sá hann Ijóskyndlaröð nálgast og greindi tæran hljóm rómverskra gjallarhorna, er barst auðveldlega yfir þunna nóttinai Daginn eftir, enn undrandi yfir því réttarmorði, sem á honum hafði verið framið, enn kvalinn af benjum, með hendurnar er virtust ógnar- langar á örmum krossins, fann hann til bitrar kaldhæðni í garð örlag- anna. Þeir höfðu logið á hann sakir, hætt og spottað án nokkurrar ástæðu. Er dómsorðið var kveðið hafði enginn orðið meira undrandi en hann. Ef heimurinn var slíkur markmiðslaus ærslaleikur var hann glaður yfir því að kveðja hann. Þá loks mundi hann losna undan því bagalega hlutverki, sem áhangend- ur hans höfðu heimfært upp á hann. Þá loks mundi hann gleymast. Tileinkað Martin Buber, verj- anda hins innra máls. JOLATILBOÐ NR.1 M ETSÖLUSAMSTÆÐAN FRÁ TECHNICS SYSTEM Z-100 er mest selda Teclinics hljómtækjasamstæðan á íslandi í dag. ■ Ástæðumar fyrir vinsældum hennar eru margar og augljósar. Plöstuspilarinn er með hinu fullkomna og nákvæma 4TP pick-up kerfi. Kröftugur 70 watta magnari, útvarp með FM-steríó, LB, MB, kassettutækið er með snertitökkum, nákvæmum fluorcent mælum og að sjálfsögðu Dolby kerfi. Tveir 100 watta hátalarar sjá svo um hljóminn. Ekki spillir glæsilegt útlit en tækin eru í vönduðum skáp með lituðu gleri og á hjólum. Nú gefst ykkur enn tækifæri til þess að eignast þessa frábæru hljómtækjasamstæðu á einstöku jólatílboðsverðí. Rétt verð 48.370,- JÓLATILBOÐ 35.930.- I >JAPIS BRAUTARHOLT 2. SÍMI 27133 Úrskjóðu sögunnar NT Sunnudagur 8. desember 3 HVER ERMAÐURINN?

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.