NT


NT - 08.12.1985, Síða 6

NT - 08.12.1985, Síða 6
6 Sunnudagur 8. desember NT INNSÆIÐ RÆÐUR FERÐINNI Upphaf leikferils þíns er hlut- verk í sjónvarpsþættinum Raw- hide, finnst þér vænna um kúr- ekamyndir en aðrar myndir? Ég hef gaman af hvers- konar kvikmyndum, en ég hef aldrei litiö á mig sem per- sónugerving kúrekans, hinsveg- ar hafa örlögin hagað því á þann veg: Ég lék í Rawhide þáttunum og síðan í ítölsku vestrunum, sem sagt ég varð að kúreka í augum fólks. En er þaö ekki nóg? Ég er ekki viss um að Gary Cooper eða John Wayne hafi veriö sannir kúrekar, kúrekafötin fóru þeim einfaldlega vel. Samt sem áður stendur þú einna næst leikurum eins og Gary Cooper og John Wayne af þeim leikurum sem eru einna hæst skrifaðir í dag, og sem leik- stjóri fetar þú í fótspor þeirra Fords og Hawks... Ég hef aldrei velt þessu mikið fyrir mér. Ég kunni að meta myndir þessara manna á meðan þeir störfuðu, en þeir skipa engan heiðurs-sess í huga mínum. Ég dáist mjög að myndum Fords á sama hátt og margra annarra. Það má vel vera að ég fylgi arfleifð þeirra, vegna þess að ég er alinn upp á þessum slóðum og mér finnst viðfangsefni vestrans standa mér nærri. Annars held ég að flest það sem maður kemst í kynni við á lífsleiðinni móti mann að ein- hverju leyti. Sumt ristir djúpt annað ekki. Ólstu með þér löngun frá upp- hafi að leikstýra þínum eigin myndum? Já, á sínum tíma stóð til að ég stjórnaði Rawhide. Um þetta leyti framleiddi CBS annan þátt þar sem aðalleikarinn leik- stýrði sjálfur, hann fór langt framúr fjárhagsáætlun og end- aði á því að missa stjórn á öllu saman. í framhaldi af því ákvaö CBS að fela ekki fleiri leikurum leikstjórn. Þegar ég fór að vinna á Ítalíu og Spáni skaut hug- myndinni aftur upp kollinum og átti Don Siegel stóran þátt í því, hann hvatti mig mjög til dáða. Þegar ég sagði honum að mig langaði til að gera Play Misty for me bauðst hann til að aðstoða mig á allan hátt. Hvernig leist þér á ítölsku vestrana til að byrja með? í fyrstu myndinni voru mjög litlir peningar og ég hafði ekki hugmynd um hvað kæmi út úr henni. En ég kunni vel við Sergio og hafði gaman af því að vinna með honum. Við tókum myndina á Spáni með takmark- að fjármagn milli handanna en gnótt af vandamálum. Myndin var fjármögnuð af Spánverjum, ítölum og Þjóðverjum og þaö var eilíft rifrildi um hver ætti að borga hvað og endalausar / seinustu myndunum þínum virðist manni þú vera að leika þér að ímyndinni sem hefur festst við þig frá kúreka og Harry myndunum. Ég myndi ekki orða það þannig, ég er ekki að leika mér að ímyndinni. í raun og veru er ég alltaf sama persónan í mismunandi hlutverkum. Ég held aö Bronco Billy eigi margt sameiginlegt með Dirty Harry. Má vera, en þú hefur verið að gera hluti sem áhorfendur áttu ekki von á frá þér. Clint Eastwood hefur verið heiðraður bak og fyrir uppá síðkastið fyrir framlag sitt til kvikmyndalistar- innar. Einmana kúrekinn er orðinn að menningar- hetju. Viðtalið sem fer hér á eftir var tekið í París snemma á þessu ári. Ég veit það ekki, ef til vill vegna þess að ég átti stóran þátt í mótun Harry, sem var ekk- ert annað en venjuleg lögreglu- saga til að byrja með. Ef við snúum okkur að fyrstu myndinni sem þú leikstýrir, Play Mistyfor me.... Ég var búinn að eiga handritið í nokkur ár, ég keypti réttinn handa vini mínum (Joe Hines) sem ætlaði sér að verða handritahöfundur. Sagan heill- aði mig og ég var staðráðinn í því að gera þessa mynd. Margir ráðlögðu mér eindregið frá því, en hvað um það, sagan var góð og ég hef alltaf heillast af spennumyndum, auk þess sem handritið bauð uppá næma persónusköpun. Spennumyndir snúast alltof oft um eintómt of- beldi eða þá aðalleikarann. Það sem skiftir mig mestu máli er sagan, að söguefnið sé spenn- andi. Hvernig var myndinni tekið? Yfirleitt vel, ég fékk já- kvæða dóma, nokkra mjög góða. Annars áttu gagnrýnend- ur í hálfgerðum vandræðum með að fjalla um mig sem leik- stjóra. Breezy er eina myndin sem þú hefur leikstýrt án þess að leika í henni sjálfur.... Mér fannst ég vera of ungur fyrir hlutverkið, ég hafði William Holden í huga.... Það var mjög þægilegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru en leik- stjórninni. Þegar ég gerði Play Misty for me vann ég bókstaf- lega allan sólarhringinn, á dag- inn stóðu tökur yfir, á kvöldin skipulagði ég tökur næsta dags og svo fór nóttin í að hugsa um hlutverkið. Síðar þegar þú varstkominn til Bandaríkjanna til að leika í Hang ’em high hafnaðirðu tilboði um að leika í Once up on a time in the west.... Mig langaði tii að tak- ast á við nýja hluti. Sergio lýsti myndinni fyrir mér, og mér fannst ég vera búinn að gera þetta allt áður. Hang ’em high var ef til vill ómerkilegri kvikmynd, en persónusköpunin var meiri. Síðan lék ég í Coog- ans bluff og hélt inná nýjar braut- ir. Ef ég hefði sest að á Ítalíu og haldiö áfram að leika í sömu myndunum hefði það eyðilagt leikferil minn. Fólk setti mig sjálf- krafa í samband við ákveðnar myndir. Það er nauðsynlegt að söðla um annað slagið. Harry Gallahan... Mér fannst Harry mjög áhugavert hlutverk og aðstæður hans athyglisverðar. Harry á í sífelldri baráttu við kerfið, og spillta stjórnmálamenn. Þróaðist persónusköpunin frá einni mynd til annarrar? Já, með tímanum breytist allt, ég verð eldri með hverri mynd. Hvernig stóð á því að þú leik- stýrðir seinustu myndinni um Dirty Harry - Sudden Impact? samnings viðræður. Það gekk allt á afturfótunum, en okkur tókst að klára myndina þrátt fyrir allt. „Hnefafylli af dollurum" sló svo í gegn. Hvernig vann Sergio Leone? Það hljóta að hafa verið allt önn- ur vinnubrögð en hjá banda- ríska sjónvarpinu... Jú, óneitanlega. En þegar allt kemur til alls fer mest- ur tími kvikmyndafólks í að glíma við sömu vandamálin. Það var búið að gera mikið af kvikmyndum á Ítalíu og Spáni, marga vestra en engin þeirra hafði komist í alþjóðlega dreif- ingu. Að lokum féllst United Ar- tists á að dreifa dollaramyndun- um.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.