NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 08.12.1985, Qupperneq 9

NT - 08.12.1985, Qupperneq 9
NT Sunnudagur 8. desember 9 um. Gera ýmis prakkarastrik eins og er von og vísa en sinna skyldu- störfum sínum af mikilli kost- gæfni... Kvikmyndin er nýjasta fram- leiösla kvikmyndafyrirtækisins Nýs lífs Þráins Bertelssonar sem þarf sko ekki aö kynna fyrir íslend- ingum, ekki fremur en Þór og Danna. Þráinn leikstýrirog skrifaöi handritiö ásamt Ara Kristinssyni sem að auki sá um kvikmyndunina og klippingu myndarinnar. Aö auki komu fjöldi annarra valinkunnra manna nálægt gerö myndarinnar. Myndin veröur frumsýnd 19. desember og væntanlega eiga kvikmyndahúsagestir eftir aö taka bakföll af gjallandi hlátri. Þrumur í Austurbæjarbioi Þaö hefur nokkuö færst í tísku aö gera framhaldsmyndir um kempur sem áhorfendum hafa fall- iö í geö. Stjörnustríð og Súper- menn, Rambóarog Harrison Ford- arar, birtast meö reglulegu millibili á hvita tjaldinu og draga alltaf aö jafn marga aödáendur. Einn þess- ara kappa er ástralska fyrirbæriö Mad Max, sem Mel Gibson leikur. Nú hefur þriöja myndin í rööinni veriö framleidd og veröur hún jóla- mynd Austurbæjarbíós i ár. Nefn- ist hún Beyond the thunderdom og gengur undir nafninu Wlad Max í þrumuhvolfi hjá forráöamönnum kvikmyndahússins. Myndin er framleidd í samvinnu Astrala og Bandaríkjamanna og er Charles Miller bæði leikstjóri og framleið- andi. Kyntákniö og söngkonan Tina Turner leikur stórt hlutverk í myndinni en titillag hennar We don't need another Hero hefur trónaö ofarlega á vinsældalistum. I litlu sölunum verða kvikmynd- irnar Gremlins og Protokoll meö Goldie Hawn. Afturtil framtíðarinnar Jólamynd Laugarásbfós er enn ein mestölukvikmynda úr smiöju Spielbergs. Hér er um aö ræða Aftur til framtíðarinnar (Back to the future), sem Robert Zemeckis, leikstýrir og Steven Spielberg framleiöir. Mynd þessi sló öll að- sóknarmet í Bandaríkjunum sl. sumar, enda er hér um fyrirtaks unglingamynd aö ræöa, stór- skemmtilega og fulla af mannlegri hlýju. Segir hún frá unglingspilti sem er góðkunnugur rugluðum uppfinningamanni. Uppfinninga- maöurinn hefur búiö til tímavél, sem gerir mönnum kleift aö feröast fram og aftur í tímanum. Fyrir slysni ferðast unglingurinn aftur til þess tíma er foreldrar hans voru á svipuðum aldri og hann sjálfur. Mamma hans fellur fyrir þessum ókunnuga gesti og stráksi á í mestu erfiðleikum meö að láta for- eldra sína ná saman. Laugarásbíó hefur fengiö tvær kópíur af kvikmyndinni og veröur hún sýnd í báöum sölum kvik- myndahússins til að byrja meö. Upp úr áramótum er svo ætlunin að senda annað eintakið út á land, en meö því er verið aö bregöast viö þeirri þróun sem átt hefur sér staö á landsbyggðinni, en hún er sú aö fólk er einfaldlega hætt aö fara á bíó, enda berast kvikmyndir yfir- leitt fyrr á myndböndum út um hin- ar dreifðú byggðir landsins. Kabojmynd í Stjörnubíói Silverado heitir jólamyndin í Stjörnubíói. Þetta er hörkuspenn- andi, glænýr stórvestri. Framleiö- andi og leikstjóri er Lawrence Kasdan. Hann er íslenskum kvik- myndaáhorfendum ekki ókunnur því hann skrifaði handritiö aö stór- myndum eins og Raiders of the Lost Ark, The Empire Strikes Back, Return of the Jedi o. fl. en leikstýrði Body Heat og The Big Chill. Margir frægir leikarar leika í myndinni m.a Danny Glover (Plac- es in the Heart) Linda Hunt (sem fékk Óskarsverölaun fyrir leik sinn í The Year of Living Dangerously) Scott Glenn (Apocalypse Now, The Right Stuff) og Rosanna Arqu- ette (Desperately Seeking Susan). En nú hefur sumsé Lawrence Kasdan vestrann til vegs og virð- ingar. Og djúpa röddin sem kynnir myndina segir: „Þegar engin lög eru í gildi og lífið lítils virði, riöufjór- ir félagar á vit hins ókunna.“ Spennandi, ekki satt? Svart og sykurlaust í Regnboganum veröa tvær jólamyndir. Ber þar fyrst að telja splunkunýja islensk-þýska kvik- mynd Svart og sykurlaust sem leikhópurinn Svart og sykurlaust geröi í samvinnu viö v-þýska kvik- myndaleikstjórann Lutz Koner- mann og v-þýska kvikmyndafyrir- tækiö Optische Werke. Og vænt- anlega kemur þessi kvikmynd til meö aö slá i gegn, því brotin sem fréttamönnum voru sýnd nýlega lofa mjög góöu ... Myndin er í svarthvítu, gerist aö mestu leyti á Ítalíuogfjallarannars vegar um islenskan leikhóp sem er í leikferð á Ítalíu og hins vegarv- þýskan kennara sem er í fríi á svip- uöum slóöum. Örlagaríkir atburöir gerast og fyrir tilstuölan einkenni- legra afla tvinnast saga þeirra saman. Grín, glens og gaman og ástin blossar upp, lífið iöar og draumar rætast. Meö helstu hlut- verk fara: Edda Heiðrún Bachmann, Guöjón Ketilsson, Guöjón Pedersen, Hanna María Karlsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Lutz Konermann, Þröstur Guö- bjartsson auk Skúla gamla og ítölsku leikkonunnar sem grét tveimur, tveimurog hálfu og þrem- ur tárum eftir pöntun. Myndin er aö mestu leikin á íslensku og ensku en þó má einstöku sinnum greina i henni ítölsk orö. Myndin hefur þegar verið seld til tveggja þýskra sjónvarpsstöðva. Og viö bíöum spennt... Hlátrasköll og tár Hláturinn lengir lífiö en sjálfur hláturinn er líka lífsseigur, sumir segja eilífur. Svipaö er hægt að fullyrða um grátinn og þaö sem kitl- aöi hláturtaugar og grátkirtla fyrir 50 árum gerir þaö enn. í Regnbog- anum veröur hiö sígilda meistara- stykki Chaplins, The Kid, eöa Drengurinn, tekið til endursýning- ar. í þeirri kvikmynd spilar Chaplin á viökvæmt strengjakerfi áhorf- andans og laðar fram tár úr augn- krókum samtímis brosviprum viö munn. Á stundum viröist viö- kvæmnin keyra úr hófi en í næstu andrá er þaö gleymt en hláturs- krampi í maga ætlar aö gera út af viö áhorfandann. Með fínu fólki (Idle class) sem er 15 mínútna meistaragrín um yfirstéttina eftir Chaplin verður viö- auki viö Drenginn. Olkelduvatn í Tónabíói Gamli bítillinn George Harrisson á stóran þátt í jólakvikmynd Tóna- bíós Vatnið. Hann erframleiöandi kvikmyndarinnar og semur tónlist- ina ásamt gítarsnillingnum Eric Clapton og fleirum. Myrd þessi gerist á eyju í Karabíska hafinu og erá léttari nótunum. Eyjaskeggjar, sem búa við þröngan kost finna ölkelduvatn í jöröu sem gerir þá á svipstundu auðuga. Aöalhlutverk er í höndum Michael Caine. MZEROWATT tilboð - tíminn! Þrátt fyrir lítið þvottaherbergi er örugglega gólfpláss bæði fyrir Zerowatt þvottavél og þurrkara því nú er hægt að setja þurrkarann ofan á þvottavélina. Með verð og gæði í huga er þetta ekki spurning. Það er öruggiega pláss fyrir Zerowatt. nM{OKp nwtaww ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0-8(266

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.