NT


NT - 08.12.1985, Page 21

NT - 08.12.1985, Page 21
NT Sunnudagur8. desember 2 1 viö fólk úr Rangárvalla- og Arnessýsl- um, sem í æsku sinni upplifði sjálft að vera boðið upp, eða öllu heldur niður, og vera ráðstafað til lægstbjóð- enda. Sumum fullorðnum þótti ég kjaftfor krakki. Ég lét engan eiga hjá mér, tók því ekki þegjandi þegar verið var að hnýta í foreldra mína og systkini. Fólk átti ekki í vandræðum með að finna efni í niðurlægjandi athugasemdir. Allir hafa kannski gott af að kynnast fátækt einhvern tíma á ævi sinni. En hún má aldrei verða langvarandi. Sá sem lengi þarf aö búa við kröpp kjör bíður alltaf tjón á sálu sinni. Það er mín skoðun, mér er sama hvað aðrir segja. I rauninni skil ég ekki hvernig móðir mín komst í gegnum þetta óhemju erfiða líf. Ég held það hafi verið henn- ar sterka og óbifandi trú sem bjargaði henni, ásamt því hvað hún var ótrú- lega glaðlynd. Hún hló ekki minna en við krakkarnir, lærði alla nýjustu danslagatextana eins og við og steig oft dansspor við sjálfa sig eftir að við fengum útvarp. En hún átti margar sárar stundir. Henni þótti til dæmis afar erfitt að þurfa að láta eitthvert okkar frá sér, einkum ef barnið var farið að stálpast. Oft var lagt hart að henni. Yngri syst- kini mín þóttu falleg og efnileg og þó nokkuð oft bauðst fólk til að taka eitt- hvert þeirra í fóstur. Hópurinn var svo stór. Þegar hún færðist undan slíkum til- boðum stóðum við eldri systkinin með henni, því yngri systkinin urðu líka börnin okkar. Ég man, að einu sinni var hún mikið beðin um litlu systur mína, þjóð- sagnapersónuna hana Eyju. Mamma gat ekki hugsaö sér að missa hana, og við systkinin biöum í kvíða og ofvæni eftir því hvort sú yrði raunin á. Vinkona mömmu gerði sér sérstaka ferð til okkar í því skyni að tala um fyrir henni. Ég var vitanlega á vappi í kring. Alltfrá þvi að ég, sex ára gömul, varð elsta stelpan á heimilinu hafði ég sterka verndartilfinningu gagnvart móður minni. Svo mátti ég heldur ekki til þess hugsa að Eyja færi burt. Vinkonan talaði lengi og mikið. Þegar hún varð að horfast í augu við að henni hafði mistekist að telja mömmu hughvarf sneri hún snúðugt til dyra og hreytti út úr sér um leið: „Þeim er ekki viðbjargandi, sem býöst hjálpin, en þiggja hana ekki.“ Eftir næstum sextíu ár man ég greinilega hyldjúpan sársaukann í rödd mömmu, þegar hún svaraði: „Það er sama hvað fátækur maður er, tilfinningar verða aldrei teknar frá manni.“ Aftur á móti man ég ekki, hvort það var í þetta skipti eða eitthvert annað álíka, sem ég hljóp út úr bænum í ógurlegri hugaræsing. Úti var hvass- viðri og kalt, en ég hljóp og hljóp þangaö til fæturnir gátu ekki borið mig lengur. Örmagna datt ég niður og öskraði upp i vindinn: „Ég skalalltaf, alltaf berjast móti fátæktinni. “ Kannski hef ég, þó ung væri, fundið á mér, að menntun væri gott vopn í bardagann. Aö minnsta kosti grenjaði ég mig inn i barnaskólann níu ára gömul. Ég átti ekki að byrja fyrr en tíu ára, en grét svo mikið að foreldrar mínir héldu að ég væri að verða hættulega veik af ekka. Fyrstu tvö skólaárin min var kennt i stofu á einum bænum á Efri-Steins- mýri, það þriðja á bæ á Syðri-Steins- mýri, sjö til átta vikur á hverjum vetri. Það var ætlast til, að við Bjarnfreðs- krakkarnir stæðum okkur vel. Því þótt pabbi væri fátækur, var hann óum- deilanlega gáfaður. Um það efaðist enginn. En ég er hrædd um, að þessi kvöö hafi orðið sumum systkinum mínum nokkuð þungbær. Annars lærðum við talsvert heima. Pabbi lét okkur skrifa stíla, gerði þá sjálfur fyrstu línurnar með sinni fall- egu rithendi, og lét okkur halda áfram. Hann lagði áherslu á, að við legöum okkur eftir fallegu máli. Og það var mikið talað um bækur. Ýmist voru þær fengnar að láni eða bræður mínir komu með þær heim, eftir að þeir voru farnir að fara í verið. Bækurnar gengu frá einum til annars, eða þær voru lesnar upphátt, og síðan voru þær rökræddar endalaust. Hver sögupersóna átti yfirleitt sinn aðdáanda í fjölskyldunni. Þaö vartek- ist á af mikilli orðgnótt. Mikið skelfing gátum við verið mælsk! Ef það fór að verða heldur heitt í kolunum varð alltaf einhver til að sjá skoplegu hlið- ina á umræðunum. Þessar kvöld- stundir enduðu oftast með almennum hlátri - og eru einhverjar skemmtileg- ustu endurminningar bernsku minnar. Ein var sú persóna, sem sagði okk- ur krökkunum margar sögur. Það var hún „Guddaokkar allra“. Gudda var uppeldissystir föður míns. Hún giftist aldrei og eignaðist aldrei börn. Á vetrum var hún vinnu- kona hjá stöndugu fólki í Vestmanna- eyjum, en á vorin kom hún ævinlega til okkar með Skaftfellingi, færði okkur gjafir, einkum notuð föt af húsbænd- um sínum og börnum þeirra, og svo vann hún okkur kauplaust fram yfir slátt. Gudda var fjarska starfsöm. Vinna og aftur vinna, það var hennar æðsta boðorð. Bókalestur var í hennar aug- um algjör tímasóun. En þegar hún þurfti að fá okkur krakkana til að gera eitthvað, sem okkur leiddist, til dæmis sauma skóleppa úr gömlum flíkum, átti hún það til að segja okkur heilu skáldsögurnar. Hún kunni þær utan aö og lék allar persónurnar, svo þær urðu Ijóslifandi fyrirokkur. Ógleyman- legust varð Kapítóla, aðalhetjan í reyfara, sem náði feikivinsældum á þessum árum. Kapítóla var kjarkmikil og kunni ekki að hræðast, fór eigin leiðir og stóð uppi í hárinu á öllum, þar á meðal Svarta Dónald, sem var skúrkurinn í sögunni. Þetta var uppáhaldssaga mömmu, og fyrsta gjöfin, sem Eyja systir keypti handa henni, eftir að hún var farin að „þéna“ sem vinnukona. Gudda var einhver gjafmildasta manneskja, sem ég hef þekkt á æv- inni, enda dó hún sem öreigi. En hún lét engan vaöa ofan í sig. Henni fannst til dæmis fargjaldið frá Vík að Kirkjubæjarklaustri of hátt, svo hún borgaði bara það, sem henni sjálfri sýndist - og komst upp með það. Um skólagöngu mína er þaö nánar að segja, að fjórða árið fylgdi ég kennslukonunni minni út í næstu sveit, Landbrotið. Á Þykkvabæ í Landbroti var skólahús, viðbyggt við íbúðarhús hjónanna Þórarins Helga- sonar og Halldóru Eyjólfsdóttur. Þau leyfðu mér að búa hjá sér, vitaskuld endurgjaldslaust, og voru mérfjarska góð. Þarna kynntist ég fyrst þessu merkilega fyrirbæri, sem kallað er rafmagn. í Þykkvabæ var fyrsta heim- ilisrafstöð sýslunnar, smíðuð af Bjarna í Hólmi . Bjarni var sjálf- menntaður rafvirki, sem fór víða um land og veitti Ijósi og yl inn í lágreista bæi. Heima á Steinsmýri var olíulampi i baðstofunni, en annars var lýst upp með týrum, sem búnar voru til með því að setja olíu í tóma blekbyttu og korktappa í. Niður í gegnum tappann var stungið eirröri og kveikur dreginn í gegnum það. Ég held ég kunni enn að búa til svonatýru. Það var mikil framför, þegar gas- luktirnar komu. Seinasta skólaveturinn minn var kennt í skólahúsi í Efriey. Efriey er að vísu i Meðallandi, en of langt frá Steinsmýri til að hægt væri að fara á milli daglega, svo ég fékk að búa hjá hjónum í Rofabæ, Guðrúnu Vigfús- dóttur og Markúsi Bjarnasyni. Þar sváfum við í einu rúmi, ég og Sigríður dóttir þeirra, og áttum mjög skemmti- legar stundir saman. Síðan skildu leiðir í nokkra áratugi, þangað til við hittumst aftur sem Sóknarkonur í Reykjavík. ■ I I I I Gódcu og vandadar bœkui Árni Óla Reykjavík íyrri tíma II Tvœr aí Reykjavíkuibókum Árna Óla, Skuggsjá Reykjavíkui og Horít á Reykjavík endurútgefnar í einu bindi. Saga og sögustaöir veröa ríkir aí lííi og frá síðum bókanna geíur sýn til íortíðar og íramtíðar - nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höíuðborg landsins og íorvemnum er hana byggðu. Eíni bók- anna er íróðlegt íjölbreytt og skemmti- legt. Fjöldi mynda írá Reykjavík fyrri tíma og aí persónum sem mótuðu og settu svip á bœinn prýða þessa vönd- uðu útgáíu. Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt II Petta er annað bindið í endurútgáíu á hinu mikia œttírœðiriti Péturs, niðjatali hjónanna Guðríðar Eyjólísdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi em niðjar Höskulds, Brands, Eiriks, Loíts og Jóns eldra Bjamasona. Fyrsta bindið kom út 1983, en œtlunin er að bindin veiði alls íimm. í þessu bindi eins og því íyista, em íjölmargar myndir aí þeim sem í bókinni em neíndir. péruR ZOPHONÍASSON VÍKINGS IÆKJARÆITII NIÐJATAL GUÐRlDAR EYJÓLFSDÓTTUR OG 8JARNA HALLDÓRSSONAR HREPPSTJÓRA A VlKINGSLÆK. s. -Afya 'íjtff) ff'f'Hffj ’ftt/f( t <)ff it/f 'tttf t /ttf ->Jcf/it/<’//i -Jrt t tn • r,;/..., /t j/tftfJ Birtan að handan Saga Guðrúnar Siguröardóttur írá Torfufelli Sverrir Pálsson skrádi Guðrún Sigurðardóttir var landsþekkt- ur miðill og hér er saga hennar sögð og lýst skoðunum hennar og líísvið- horfum. Hún helgaði sig þjónustu við aðra til hjálpar og huggunar og not- aði til þess þá hœíileika, sem henni vom geínir í svo ríkum mœli, skyggni- gáíuna og miðilshœíileikana. Þetta er bók, sem á erindi til allra. Ásgeir Jakobsson Einars saga Guöfinnssonar Þetta er enduiútgáía á œvisögu Einars Guðfinnssonai, sem verið hefur óíáanleg í nokkur ár, en hlaut óspart lof, er hún kom fyist út 1978. Þetta er baráttusaga Einars Guðfinnssonai írá Bolungarvík og lýsir einstökum dugnaðarmanni, sem barðist við ýmsa eríiðleika og þurfti að yfiistíga margar hindranir, en gafst aldrei upp; var gœddur ódrepandi þiautseigju, kjarki og árœði. Einnig er í bókinni mikill íióðleikur um Bolungaivík og íslenzka sjávarútvegssögu. ÁSI.I llt • •! VkOISSSO\ SKUGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.