NT


NT - 08.12.1985, Page 22

NT - 08.12.1985, Page 22
FRÓÐÁRUNDRIN ■ Eins og flestum er kunnugt gaf bókaútgáfan Svart á hvítu út íslendingasögurnar fyrir skemmstu. Þær sagnir þurfa ekki kynningar við en þar sem við höfum verið að birta úr jólabókunum væri óforsvaranlegt að sleppa þessum perlum. Við birtum því lítið brot úr Eyrbyggju með góðfúslegu leyfi útgefanda en ekki tókst að hafa samband við höfund til að fá hans sam- þykki. Þessi kafli gengur undir nafninu Fróðárundrin og er mögnuð draugasaga og því tilvalin lesning í skammdeginu. í næsta helgarblaði verður viðtal við Vilhjálm Árna- son, heimspeking um siðfræði í íslendinga sögun- um. mmm Sumar (Daö er kristni var | í lög tekin á íslandi kom skip af hafi út við Snæ- fellsnes. Þaö var Dyflinnarfar. Voru þar á írskir menn og suður- eyskir en fáir norrænir. Þeir lágu mjög lengi um sumariö viö Rif og biöu þar byrjar aö sigla inn eftir firöi til Döguröarness og fóru margir menn um Nesiö til kaupa viö þá. Þar var á ein kona suðureysk er Þórgunna hét. Þaö sögöu hennar skipsmenn að hún mundi hafa gripi þá meö aö fara aö slíkir mundu torugætnir á íslandi. En er Þuríður húsfreyja að Fróöá spyr þetta var henni mikil forvitni á aö sjá gripina því aö hún var glys- gjörn og skartskona mikil. Fór hún þá til skips og fann Þórgunnu og spurði ef hún hefði kvenbúnað nokkurn þann er afbragðlegur væri. Hún kveöst enga gripi eiga til sölu en hafa lést hún gripi svo aö hún væri óhneist aö boðum eöa öörum mannfundum. Þuríður beiddist aö sjá gripina og það veitti hún henni og sýndust henni vel gripirnir og sem best farandi en eigi fémiklir. Þuríöur falaöi gripina en Þór- gunna vildi eigi selja. Þá bauö Þur- íöur henni þangað til vistar meö sér því að hún vissi aö Þóraunna var fjölskrúöig og hugöist hún mundu fá gripina af henni í tómi. Þórgunna svarar: „Gott þykir mér aö fara til vistar með þér en vita skaltu þaö aö eg nenni lítt aö gefa fyrir mig því aö eg er vel verkfær. Er mér og verkið óleitt en þó vil eg engi vosverk vinna. Vil ég sjálf ráöa hvaö ég skal gefa fyrir af því fé sem ég hefi." Talaði Þórgunna um heldur haröfærlega en Þuríður vildi þó aö hún færi þangað. Voru þá föng Þórgunnu borin af skipi. Þaö var örk mikil læst, er hún átti, og svipti- kista. Var þaö þá fært heim til Fróðár. Og er Þórgunna kom til vistar sinnar baö hún fá sér rekkju. Var henni fengið rúm í innanveröum skála. Þá lauk hún upp örkina og tók þar upp úr rekkjuklæði og voru þau öll mjög vönduö. Breiddi hún yfir rekkjuna enskar blæjur og silki- klút. Hún tók og úr örkinni rekkju- refil og allan ársalinn meö. Þaö var svo góöur búningur aö menn þótt- ust eigi slíkan séö hafa þess kyns. Þá mælti Þuriður hústreyja. „Met þú viö mig rekkjubúnaðinn.“ Þórgunna svarar: „Eigi mun ég liggja í hálmi fyrir þig þó aö þú sért kurteis og berist á rnikiö." Þetta mislíkar Þuriði og falar eigi oftar gripina. Þórgunna vann voö- verk hvern dag er eigi var heyverk. En þá er þerrar voru vann hún aö þurru heyi í tööunni og lét gera sér hrífu þá er hún vildi ein meö fara. Þórgunna var mikil kona vexti, bæði digur og há og holdug mjög, svartbrún og mjóeyg, jörp á hár og hærö mjög, háttagóö hversdag- lega og kom til kirkju hvern dag áöur hún færi til verks síns en eigi var hún glöö eöa margmálug hversdaglega. Þaö var áhugi manna aö Þórgunna mundi sótt hafa hinn sétta tug og var hún þó kona hin ernasta. í þennan tíma var Þórir viðlegg- ur kominn á framfærslu til Fróöár og svo Þorgríma galdrakinn kona hans og lagöist heldur þungt á meö þeim Þórgunnu. Kjartan sonur bónda var þar svo manna að Þórgunna vildi flest viö eiga og elskaði hún hann mjög en hann var heldur fár viö hana og varð hún oft af því skapstygg. Kjartan var þá þrettán vetra eöa fjórtán og var bæöi mikill vexti og skörulegur aö sjá. m Sumar var heldur | óþerrisamt en um haust- I iö komu þerrar góöir. Var þá svo komið heyverkum að Fróöá aö taöa öll var slegin en full- þurr nær helmingurinn. Kom þá góður þerridagur og var veður kyrrt og þunnt svo aö hvergi sá ský á himni. Þóroddur bóndi stóð upp snemma um morguninn og skipaöi til verks. Tóku þá sumir til ekju en sumir hlóöu heyinu en bóndi skip- aöi konum til að þurrka heyiö og var skipt verkum meö þeim og var Þórgunnu ætlað nautsfóður til at- verknaöar. Gekk mikið verk fram um daginn. En er mjög leið aö nóni kom skýflóki svartur á himininn noröur yfir Skor og dró skjótt yfir himin og þangað beint yfir bæinn. Þóttust menn sjá að regn mundi í skýinu. Þóroddur baö menn raka upp hey- ið en Þórgunna rifjaði þá sem óö- ast sitt hey. Tók hún eigi aö raka upp þótt það væri mælt. Skýflókann dró skjótt yfir. Og er hann kom yfir bæinn aö Fróöá fylgdi honum myrkur svo mikiö aö menn sáu eigi úr túninu á brott og varla handa sinna skil. Úr skýinu kom svo mikið regn aö heyið varö allt vott það er flatt lá. Flókann dró og skjótt af og lýsti veðrið. Sáu menn aö blóöi hafði rignt í skúrinni. Um kveldið geröi þerri góöan og þornaði blóöiö skjótt á heyinu öllu ööru en því er Þórgunna þurrkaði. Þaö þornaöi eigi og aldrei þornaði hrífan er hún hafði haldið á. Þóroddur spurði hvaö Þórgunna ætlar að undur þetta muni benda. Hún kvaöst eigi þaö vita „en þaö þykir mér líklegast," segir hún, „aö þetta muni furða nokkurs þess manns er hér er.“ Þórgunna gekk heim of kveldið og til rúms síns og lagði af sér klæöin þau hin blóðgu. Sfðan lagöist hún niður í rekkjuna og andvarpaði mjög. Fundu menn aö hún hafði sótttekið. Skúr þessi haföi hvergi víðar komiö en að Fróöá. Þórgunna vildi engum mat bergja um kveldið. En um morgun- inn kom Þóroddur bóndi til hennar og spuröi að um sótt hennar hvern enda hún hyggur aö eiga mundi. Hún kvaöst þaö ætla að hún mundi eigi taka fleiri sóttir. Síöan mælti hún: „Þig kalla eg vitrastan mann hér á bæ,“ segir hún. „Vil eg því þér segja mína til- skipan hverja eg vil á hafa um fé þaö er eg á eftir og um sjálfa mig því aö þaö mun svo fara sem eg segi,“ sagöi hún, „þó aö yður þyki fátt merkilegt um mig aö eg get lítt duga munu af því aö bregða sem eg segi fyrir. Hefir þetta þann veg upp hafist að eg get eigi til mjórra enda þoka munu ef eigi eru ramm- arskoröur viö reistar." Þóroddur svarar: „Eigi þykir mér lítil von aö þú verðir nærgæt um þetta. Vil eg og því heita þér,“ sagði hann, „að bregöa eigi af þín- um ráðum.“ Þórgunna mælti: „Það er skipan mín aöeg vil láta færa mig í Skála- holt, ef eg andast úr þessi sótt, því aö mér segir svo hugur um aö sá staður muni nokkura hríð veröa mest dýrkaöur á þessu landi. Veit eg og,“ segirhún, „að þarmununú vera kennimenn aö veita mér yfir- söngva. Vil eg þess biöja þig aö þú látir mig þangað flytja. Skaltu þar fyrir hafa af minni eign svo aö þig skaöi eigi í. En af óskiptri minni eigu skal Þuríður hafa skarlats- skikkju þá er eg á. Geri eg þaö til þess aö hún skuli létta á leggja þótt eg sjái fyrir ööru mínu fé slíkt er mér líkar. En eg vil að þú takir í kostnaö þann er þú hefir fyrir mér það er þú vilt eöa henni líkar af því er eg læt til. Gullhring á eg og hann skal fara til kirkju meö mér en rekkju mína og rekkjutjald vil eg láta brenna í eldi því aö þaö mun engum manni aö nytjum veröa. Og mæli eg þetta eigi fyrir því aö eg unni engum aö njóta griþanna ef eg vissi aö að nytjum mætti verða. En nú mæli eg því svo mikiö um,“ segir hún, „aö mér þykir illt aö menn hljóti svo mikil þyngsl af mér sem eg veit aö veröa mun ef af er brugðiö því sem eg segi fyrir.“ Þóroddur hét aö gera eftir því sem hún beiddi. Eftir þetta megn- aðist sóttin viö Þórgunnu. Lá hún eigi mörg dægur áður hún andað- ist. Líkið var fyrst borið í kirkju og lét Þóroddur gera kistu að líkinu. Um daginn eftir lét Þóroddur bera út rekkjuklæöin í veður og færöi til viðu og lét hlaða þar bál hjá. Þá gekk aö Þuríður húsfreyja og spyr hvað hann ætlar aö gera af rekkjuklæöunum. Hann kveöst ætla aö brenna þau i eldi sem Þórgunna haföi fyrir mælt. „Þaö vil eg eigi,“ segir hún, „aö þvílíkargersemar séu brenndar." Þóroddur svarar: „Hún mælti mikið um aö eigi mundi duga aö bregöa af því er hún mælti fyrir." Þuríður mælti: „Slíkt er eigi nema öfundarmál eitt. Unni hún engum manni aö njóta, hefir hún þvi svo fyrir mæit. En þar munu engi býsn eftir korna hversu sem slíku er breytt." „Eigi veit eg,“ segir hann, „aö þetta takist annan veg en hún hefir fyrir sagt.“ Síöan lagöi hún hendur yfir háls honum og baö aö hann skyldi eigi brenna rekkjubúnaðinn. Sótti hún þá svo fast aö honum gekkst hugur viö og kom þessu máli svo að Þór- oddur brenndi dýnur og hægindi en hún tók til sín kult og blæjur og ársalinn allan og líkaöi þó hvorigu vel. Eftir þetta var búin líkferð og fengnir til skilgóðir menn aö fara meö líkinu og góðir hestar er Þór- oddur átti. Líkið var sveipað líndúkum en saumað eigi um og síðan lagt í kistu. Fóru þeir síöan suður um heiði svo sem leiðir liggja. Og er eigi sagt af þeirra ferö áður þeir fóru suður um Valbjarn- arvöllu. Þar fengu þeir keldur blautar mjög og lá oft ofan fyrir þeim, fóru síðan suðurtil Noröurár og yfir ána aö Eyjarvaöi og var djúp áin. Var bæði hregg og allmikið regn. Þeir komust aö lyktum á bæ þann í Stafholtstungum er í Nesi heitir hinu neöra, kvöddu þar gistingar en bóndi vildi engan greiöa gera þeim. En meö því aö þá var komið að nótt þóttust þeir eigi mega fara lengra því aö þeim þótti eigi friölegt aö eiga viö Hvítá um nótt. Þeir tóku þar af hestum sínum og báru líkiö í hús eitt fyrir dyrum úti, gengu síö- an til stofu og fóru af klæðum sín- um og ætluðu að vera þar um nótt matlausir en heimamenn fóru í dagsljósi í rekkju. Og er menn komu í rekkjur heyröu þeir hark mikið í búrið. Var þá farið að forvitnast hvort eigi væru þjófar inn komnir. Og er menn komu til búrsins var þar sén kona mikil. Hún var nökvin svo aö hún haföi engan hlut á sér. Hún starfaði aö matseld. En þeir menn er hana sáu uröu svo hræddir að þeir þoröu hvergi nær aö koma. En er líkmenn vissu þetta fóru þeir til og sáu hversu háttaö var. Þar var Þórgunna komin og sýndist það ráö öllum aö fara eigi til meö henni. Og er hún haföi þar unnið slíkt er hún vildi, þá bar hún mat í stofu. Eftir þaö setti hún borð og bar þar á mat. Þá mæltu líkmenn viö bónda: „Vera má aö svo lúki viö áöur vér skiljum aö þér þyki alkeypt að þú vildir engan greiða gera oss.“ Þá mæltu bóndi og húsfreyja: „Viö viljum víst gefa yður mat og gera yöur annan greiöa þann er þér þurfið." Og þegar er bóndi haföi boðið þeim greiöa gekk Þórgunna fram úr stofunni og út eftir þaö og sýnd- ist hún eigi síöan. Eftir þetta var gert Ijós í stofu og dregin af gestum klæöi þau er vot voru en fengin önnur þurr í staðinn. Síðan gengu þeir undir borö og signdu mat sinn en bóndi lét stökkva vígðu vatni um öll hús. Atu gestir mat sinn og sakaði eng- an mann þótt Þórgunna heföi matbúið, sváfu af þá nótt og voru þar í allbeinum staö. Um morguninn bjuggu þeir ferö sína og tókst þeim allgreitt en hvar sem þessi atburður spurðist sýnd- ist flestum þaö ráö aö vinna þeim þann beina er þeir þurftu. Var þaö- an af allt tíöindalaust um þeirra ferö. Og er þeir komu í Skálaholt voru fram greiddir gripir þeir er Þór- gunna haföi þangað gefiö. T óku þá kennimenn glaðlega viö öllu saman. Var Þórgunna þar jöröuð en líkmenn fóru heim og tókst þeim allt greitt um sína ferö og komu meö öllu heilu heim. b a Aö Fróðá var eldaskáli J mikill og lokrekkja innar \J mm afeldaskálanumsemþá var siöur. Utar af eldaskálanum voru klefar tveir, sinn á hönd hvorri. Var hlaöið skreið í annan en mjölvi í annan. Þar voru gervir mál- eldar hvert kveld í eldaskála sem siður var til. Sátu menn löngum viö eldana áöur menn gengu til matar. Þaö kveld er líkmenn komu heim, þá er menn sátu við málelda aö Fróöá, þá sáu menn á veggþili hússins aö komiö var tungl hálft. Þaö máttu allir menn sjá þeir er í húsinu voru. Það gekkt öfugt um húsiö og andsælis. Þaö hvarf eigi á brott meðan menn sátu viö elda. Þóroddur spuröi Þóri viölegg hvaö þetta mundi boða. Þórir kvaö það vera urðarmána „mun hér eftir koma manndauður," segir hann. Þessi tíðindi bar þar viö viku alla aö uröarmáni kom inn hvert kveld sem annað. mm Það bar hér næst til tíö- « inda aö sauöamaöur %J\J kom inn meö hljóðleik- um miklum. Hann mælti fátt en af styggö þaö er var. Sýndist mönn- um þann veg helst sem hann mundi leikinn því að hann fór hjá sér og talaði við sjálfan sig og fór svo fram um hríö. En er liðnar voru af vetri tvær vikur kom sauðamaður heim eitt kveld, gekk þá til rekkju sinnar og lagðist þar niöur. En um morgun- inn var hann dauðurer menn komu til hans og var hann grafinn þar aö kirkju. Brátt eftir þetta gerðust reimleik- ar miklir. Það var eina nótt að Þórir viö- leggur gekk út nauðsynja sinn og frá dyrunum annan veg. Og er hann vildi inn ganga sá hann aö sauðamaður var kominn fyrir dyrnar. Vildi Þórir inn ganga en sauðamaður vildi þaö víst eigi. Þá vildi Þórir undan leita en sauða- maöur sótti eftir og fékk tekið hann og kastaði honum heim aö dyrun- um. Honum varö illt viö þetta og komst þó til rúms síns og var víöa orðinn kolblár. Af þessu tók hann sótt og andaðist. Var hann og graf- inn þar að kirkju. Sýndust þeir báö- ir jafnan síðan í einni ferö, sauða- maður og Þórir viöleggur. Og af þessu varö fólkið allt óttafullt sem von var. Eftir andlát Þóris tók sótt húskarl Þórodds og lá þrjár nætur áöur hann andaðist. Síöan dó hver af öðrum þar til er sex voru látnir. Var þá komið að jólaföstu en þó var þann tíma eigi fastaö á íslandi. Skreiöinni var svo hlaðið í klef- ann aö hann var svo fullur aö eigi mátti huröinni upp lúka og tók hlaö- inn upp undir þvertré og varð stiga til að taka aö rjúfa hlaðann ofan. Það varö til tíðinda um kveldum, er menn sátu viö málelda, aö heyrt var í klefann að rifin var skreiöin en þá er til var leitað fannst þar eigi kvikt. Það var um veturinn litlu fyrir jól aö Þóroddur bóndi fór út á Nes eftir skreiö sinni. Þeir voru sex saman á teinæringi og voru út þar um nótt- ina. Þaö var tíðinda að Fróðá það sama kveld, er Þóroddur hafði heiman fariö, aö máleldar voru

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.