NT - 13.12.1985, Page 2

NT - 13.12.1985, Page 2
Frá Borgarskipulagi Kvosin ’85 Teikningar og líkan af skipulagstillögunni eru til sýnis í Byggingarþjónustunni, Hallveigarstíg 1, frá kl. 10.00- 18.00 alla virka daga. Fulltrúar Borgarskipulags og hönnuða verða til staðar á miðvikudögum kl. 16.00-18.00. •Æfa Iðnaðarráðuneytið Æ®,auglýsir Nýtt símanúmer 6-21-900 Jafnframt er raouneytið enn tengt við aðalsímamiðstöð stjórnarráðsins 25000 Lóð og hús til sölu kauptilboð óskast í eftirfarandi eignir Skútuvogur 7, Reykjavík, grunnbygging að iðnaðarhúsnæði, þ.e. sökklarog steypt plata að hluta, 43002. Stærð lóðar er 11.155 m2. Kópavogsbraut 9, Kópavogi, einlyft steinhús með risi og bílskúr. Bruna- bótamat kr. 3.407.000.- Stærð húss 285m3 til sýnis föstudaginn 13. des. og laugardaginn 14. des. kl. 13-15.00. Tilboðseyðublöð liggja frammi í ofangreindri húseign og á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð kl.11.00, föstudaginn 20. des- ember 1985,1 Borgartúni 7, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844____ w Frá Borgarskipulagi Skrifstofur Borgarskipulags Reykjavíkur eru fluttar úr Þverholti 15, í Borgartún 3,3. hæð, gegnt Skúlatúni 2. Borgarskipulag Reykjavíkur VST - ÚTBOÐ Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen óskar eftir tilboðum I forsteyptar for- spenntar holplötur fyrir byggingu Pennans s.f. og Lyfjabúðar Breiðholts aö Álfabakka 12, Reykjavík. Heildarmagn er áætlað 1280 m2. Útboðsgagna má vitja hjá undirrituðum gegn 3000.- kr. skilatryggingu frá og meö 12. desember 1985. Tiiboö verða opnuð á sama stað kl. 11.00 föstudaqinn 20. desember 1985. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF ' VERKFRÆÐIRÁOGJAFAR FRV Jörð óskast í skiptum óska eftir jörð sama hvar á landinu er, í skiptum fyrir 3ja herbergja íbúð í góðu standi í Keflavík. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild NT fyrir mánaða'- mótin des. - jan. merkt 10. Frá menntamálaráðuneytinu Staða kennara I tölvufræðum við Menntaskólann við Hamrahlíð er laus frá næstu áramótum. Til greina kemur hlutastarf eða stundakennsla. Ennfremur vantar kennara I efnafræði frá sama tíma. Upplýsingar veitir rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík fyrir 20. desember. Menntamálaráðuneytið Til sölu Til sölu Danmax ísskápur í góðu lagi. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 43259 eftir kl. 4 á daginn. Föstudagur 13. desember 1985 2 LlL' Fréttír Þak á niðurskurð mjólkurframleiðslu - segir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra ■ Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra hefur óskað eftir því við Stéttarsamband bænda að tillögur Stéttasambandsins verði lagðar til grundvallar svæðaskiptingu í mjólkurframleiðslu en þó þannig að niðurskurður í mjólkurfram- leiðslu einstakra svæða verði ekki meiri en um 6% miðað við fram- Ieiðslu síðasta árs. í samtali við NT segir ráðherra að meðalsamdrátturinn muni nema um 4% en nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að niðurskurður- inn komi ekki of hart niður á ein- staka búum eða búsvæðum. „Eftir að Stéttasamband bænda hafði mótað fyrstu tillögur sínar þá vorum við sammála um að á þeim væru ákveðnir agnúar sem yrði að leiðrétta. Ég óskaði því eftir að reiknuð yrði út leyfileg framleiðsla hvers bónda fyrir sig miðað við svæðaskiptingu og án hennar. Pessir útreikningar liggja ekki enn fyrir en niðurstaðna er að vænta nú öðru hvoru megin við helgina." Jón Helgason leggur áherslu á að miðað sé við að þær reglur um skiptingu, sem nú er unnið að, gildi fyrst og fremst fyrir þetta verðlags- ár og þannig skapist tími til að at- huga nánar hvernig haga beri fram- leiðslunni eftir að upplýsingar frá bændum liggja fyrir. „Ég tel rétt að Stéttasambands- fundur fjalli um þær reglur sem gilda eiga í framtíðinni og þar verði reynt að móta stefnuna til lengri tíma. Það er einnig ljóst að grund- vallaratriðið í hinum nýju lögum er að byggja upp nýja atvinnustarf- semi í sveitunum sem gefi mönnum viðunandi afkomu auk hinna hefð- bundnu búgreina.“ Hvað greiðslur til sauðfjár- bænda snertir vegna slátrunar í haust þá kom fram í viðtali við ráð- herra að þessa dagana er verið að ganga frá fyrirframgreiðslum ríkis- sjóðs á niðurgreiðslum og útflutn- ingsbótum vegna kindakjötsfram- leiðslunnar og nema þær alls 447 milljónum króna. „Ég vænti þess að viðskipta- bankarnir standi við þann samning sem gerður var í vor um að afurða- lán væru óbreytt en greiðslur ríkis- ■ Jón Helgason sjóðs eru miðaðar við það. Með því móti er tryggt að afurðastöðv- arnar geta greitt bændum fullt verð fyrir framleiðsluna á kindakjöti," segir landbúnaðarráðherra. Hitnað í hamsi ■ Þingmönnum getur hitnað í hamsi eins og öðrum. Reyndar má fullyrða að þcim hitni hlutfallslega oftar í hamsi en öðrum starfsstétt- um vegna starfa síns. Meðfylgjandi bræði bitnar oftast á pólitískum andstæðingum en það hcndir ein- stöku sinnum að þeir ausa úr skál- um reiði sinnar yfir þá sem yfirleitt eru samherjar. Þvílíkur atburður átti sér stað í gær er svokallað kvótafrumvarp kom til annarrar umræðu á Alþingi, nánar tiltekið í neðri deild. Ólafur Þ. Þórðarson 5. þm. Vestfjarðakjördæmis tók til máls og var mikið niðri fyrir. Helst beindi liann orðum sínum að Hall- dóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráð- herra sem er óneitanlega sam- flokksmaður þingmannsins. Ólaf- ur líkti honum við einræðisherra af verstu sort og varð tíðrætt um bók- menntalestur og skaplyndi Hall- dórs þannig að ekki fór á milli mála að grunnt er á því góða milli þeirra tvcggja vegna stjórnunar fisk- veiða. Hvatning til launþega ■ í tilefni þess að jólin nálgast óðfluga og launþegar naga sig í handarbök vegna tómahljóðsins í sparibauknum langar okkur að lauma að baráttukveðjum frá stór- huga ntönnum, sem láta ekki slíka smámuni sem erfiða efnahags- stöðu buga sig, heldur rísa upp tví- efldir og stappa stálinu hver í ann- an með kristilegum hvatningar- söngvum. Þessi barst okkur með flöskupósti frá Belgíu: Afram kristmenn krossmenn, á krossgötum stöndum vér. IHóti straumnum stefnir strandaður Hafskipaher. Þvotturinn verður þó allavega hvítþveginn

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.