NT - 13.12.1985, Blaðsíða 10

NT - 13.12.1985, Blaðsíða 10
Tíu milljón kr. til fiskeldisrannsókna ■ Fyrir nokkru úthlutaöi nefnd á vegum Rannsóknaráðs ríkisins 10 millj. kr. til fiskeldisrannsókna og skyldra verkefna. Fé þetta var fimmti hluti af fjárframlagi, sem ríkisstjórnin hafði ákveðið aö verja til nýsköpunar í atvinnuh'f- inu, til rannsókna- og þróunar- starfsemi. Fjölþætt rannsóknarstarf Sýnt er, að skriður kemst á fjöl- þætt rannsóknarstarf í fiskeldi fyrir tilstilli þessa góða stuðnings hins opinbera. Þau verkefni, sem styrk hlutu á sviði laxeldis eru. „Mögu- leikar á stórseiðaeldi og áframeldi þeirra í sláturstærð í sjó og fersku vatni“ ,Áhrif Ijóslotumeöferðar á tvískiptingu vaxtar og sjógöngu- búnings laxaseiða", „Aðlögun laxa-i seiða að sjó fyrir náttúrulegan tíma“, „Seltuþol laxaseiða", „Flot- eldi á laxi allt árið“ og „Laxeldi við mismunandi seltu". Auk þess var veittur styrkur til „Tilrauna með framleiðslu og notkun á fiskafóöri úr lághitaþurrkuðu loðnumjöli og loðnulýsi". Fyrrgrcindir styrkir námu frá 350þús. kr. í 2.2 millj. kr. og fékkst hæstur styrkur til aö- lögunar laxaseiða að sjó, er fyrr var nefnd, en það er verkefni sem Júlíus B. Kristinsson vinnur að í samvinnu við íslenska járnblendifé- lagiö á Grundartanga. Það voru bæði einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, sem styrki hlutu. Auk fyrrgreindra styrkja til fisk- eldis á laxi, voru framlög veitt til „Rannsókna á flæði sjávar í sandi", „Sölnun og eldi á smá- lúðu", „Vaxtarhraða og hrygning- artíma kræklings í Hvalfirði" og á tæknisviði styrkur til Pólsins á Isa- firði vegna „Laxaflokkara" að fjár- hæð 500 þús.kr. Það voru því 11 aðilar, sem feng'u stuðning vegna fiskeldis- rannsókna og skyldra verkefna. Þegar umsóknir þeirra, sem sóttu um styrk, eru skoðaðar kemur í ljós, samkvæmt Fréttabréfi Rann- sóknarráðs, sem upplýsingar þess- ar eru sóttar í, að 28 aðilar óskuðu eftir stuðningi á fyrrgreindu sviði, en þeir hugðust verja alls tæpl. 37 millj. kr. í rannsóknir. í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1986, er gert ráð fyrir að veitt verði sama fjárhæð til styrkveitinga í rann- sóknar- og þróunarstarfsemi eða 50 millj. kr. I fréttabréfinu er þess getið, að sýnt sé, miðað við gæöi umsókna um styrki á þessu ári, þá megi ráða að æskilegt sé að nokkru meira fé væri til ráðstöfunar á næsta ári, cn gcrt sé láð fyrir í fjár- lagfrumvarpinu. Kvererréttur sjókvíaeldis? Ymsir hafa vafalaust velt því fyr- ir sér, hver sé réttur sjókvíaeldis gagnvart næsta landeiganda. Ný- lega er fallin Hæstaréttardómur í Noregi þar sem deilt var um hvort að sjókvíar í firði einum væru heimilar án leyfis landeigenda. í stuttu máli féll dómur í þá veru, að talið var hcimilt að hafa þennan búnað í sjó, enda var hann utan net-laga viðkomandi landareig- anda, og hafði engin tengsl við land. Áður hafði undirréttur dæmt sjókvíaeiganda í óhag og urðu sjókvíamenn flcmtri slegnir. Nú kætast þeir aftur á móti, jafnvel þó að ýmis vandamál samfara starf- semi af þessu tagi í sjó séu ekki til lykta leidd. Það, sem nú liggur hreint fyrir eftir dóm Hæstaréttar er það, að annar aðili en landeig- andi hefur rétt til þess að vera með sjókvíabúnað úti fyrir landhelgi jarðar, án þess að landeigandi geti amast við því. Hins vegar er Ijóst, að leyfi landeiganda þarf til að koma, ef ætlunin er að tengja bún- aðinn við land. Þá þarf einnig að taka tillit til annarra, sem nota eða fara um sama svæði og búnaðurinn er á. Fiskeldi í Danmörku Verðmæti fiskeldisframleiðsl- unnar í Danmörku nemur í út- flutningsverðmæti 400 millj. kr. eða 1.8 milljarður íslenskar krónur. Þetta eru hreinargjaldeyr- istekjur því að aðföng í fiskeldi, svo sem hráefni; fóður er heima- fenginn baggi. Margvísleg vandamál plaga fisk- eldi í Danmörku og er mengun þar efst á blaði. Er hvorttveggja á ferð í þeim efnum: aukinn þrýstingurer á því að dregið verði úr mengun í vatni, er stafar frá eldisstöðvunum, og hinsvegar, að þær verði ekki fyr- ir tjóni af völdum annarra mengun- arvalda, sem ofar stöðvunum búa. Þar koma ýmsir til sögu, t.d. er í bú- skap notuð ýmiskonar lyf og efni, til að eyða meindýrum og skor- kvikindum í gróðri, sem skolast í frárennsli, fellur í læki og árog það vatn er notað í fiskeldi. Oft eru margar eldisstöðvar við sama vatnakerfið. Oft hefur orðið tjón af þessum völdum hjá eldisstöðv- um. E.H. Föstudagur 13. desember 1985 10 ■ Laxar úr hafbeitarstöð Pólarlax, sem gengið hafa upp í lónið í Straumsvík. NT-mynd: Róberl. Borgarskipulag í nýtt húsnæði ■ Borgarskipulag Reykjavíkur flutti fyrir skömmu úr Þverholti I5 í nýtt húsnæði, Borgartún 3. Borgarskipulag Reykjavíkur, áður Þróunarstofnun Reykjavík- ur, var sett á stofn árið 1972 og hafði það meginverkefni að endur- skoða aðalskipulag Reykjavíkur. Þróunarstofnun Reykjavíkur og Skipulagsdeild borgarverkfræð- ings voru síðar sameinaðar árið 1980 í Borgarskipulag Reykjavík- ur. Við þessa sameiningu komust skipulagsmál borgarinnar undir stjórn einnar stofnunar sem varð sjálfstæðari og með víðtækara verkefnasvið cn fyrri stofnanir. Borgarskipulag Reykjavíkur er undir yfirstjórn skipulagsnefndar Reykjavíkur sem er pólitískt kjör- in nefnd. Skipulagsnefnd er stefnu- markandi og ráðgefandi fyrir borg- arráð og borgarstjórn svo og aðrar borgarstofnanir varðandi skipu- lagsmál Reykjavíkur. í borgarskipulagi er nú unnið að nýju aðalskipulagi fyrir Reykja- vík. Hlutverk aðalskipulags er að sýna meginatriði í þróun byggðar, landnotkunar og umferðarkerfis næstu tvo áratugina í Reykjavík. Frumtillögur borgarskipulags að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík verða kynntar borgarbúum fljót- lega eftir áramótin og á sérstökum hverfafundum næsta vor. 1 ágúst á næsta ári verður aðalskipulagið svo kynnt á skipulagssýningu sem haldin verða í tengslum við 200 ára afmæli borgarinnar. Auk nýs aðalskipulags er unnið á vegum borgarskipulags að fjölda skipulagsverkefna víða um borg- ina. Nefna má deiliskipulag Kvos- arinnar sem nú er til sýnis í Bygg- ingarþjónustunni Hallveigarstíg 1, auk deiliskipulags af Skúlagötu- svæði, Háskólasvæði, Laugardal og Reykjavíkurflugvelli. Hjá borgarskipulagi starfa nú 17 manns, m.a. arkitektar, land- fræðingar og skipulagsfræðingar. Forstöðumaður borgarskipulags er Þorvaldur S. Þorvaldsson arki- tekt. Sími borgarskipulags verður þrátt fyrir flutningana áfram hinn sami, 26102. BIL: Birgir kosinn forseti ■ Birgir Sigurðsson, rithöfund- ur, var einróma kosinn forseti Bandalags íslenskra listamanna á aðalfundi þess, laugardaginn 30. nóvember sl. Þorkell Sigur- björnsson, tónskáld, lét þá af forsetastörfum eftir fjögurra ára farsælt starf og var þakkað af fundarmönnum. Aðrir í stjórn BÍL eru: Vara- forseti Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaður, gjald- keri Jes Einar Þorsteinsson, arki- jkt, ritari Viðar Eggertsson, ■ikari, og meðstjórnendur eru ígunn Eydal, myndlistarmaður, Örn Guðmundsson, listdansari. Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri, Jónas Ingimundarson, tónlistarmaður, og Þorkell Sigur- björnsson, tónskáld. Að loknum aðalfundi BÍL var haldin ráðstefna um menningar- stefnu stjórnvalda - sjálfsvitund listamanna. Var þar samþykkt ályktun og sagði hún m.a. að Ráðstefna BÍL skoraði eindregið á stjórnvöld að búa þannig að listastofnun í þjóðfélaginu að tilvist þeirrar starfsemi yrði tryggð, og lýsti ráðstefnan yfir þungum áhyggjum vegna sí- minnkandi framlags stjórnvalda til lista og menningarmála. ■ Eigendur Kabaretts Örn Arnarsson og kona hans Petra Þorláksdóttir, asamt starfsstúlkum. NT-mynd: Árni Bjarna Nýrveitingastaður: Kabarett í Austurstrætinu ■ Um helgina var formlega opn- aður undir nýju nafni veitingastað- urinn Kabarett, Austurstræti 4 (áður Fjarkinn). Undanfarið hafa staðið yfir breytingar og til viðbótar við salinn niðri, sem rúmar 30 manns, hefur nú verið bætt við nýjum og glæsi- legum sal á efri hæð hússins sem rúmar um 20 manns. Staðurinn leggur áherslu á skjóta og ódýra þjónustu á mat og kaffi og eigendur staðarins eru Örn Arnarsson og Petra Þorláksdóttir. Kabarett er opinn á og framyfir venjulegan opnunartíma verslana.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.