NT - 13.12.1985, Page 11

NT - 13.12.1985, Page 11
Föstudagur 13. desember 1985 11 Stærðfræðikeppni framhaldsskóia: Yfir hundrað nem- endur tóku þátt ■ Stærðfræðikeppni framhalds- skólanema veturinn 1985-'86 er í tveimur stigum. Þriðjudaginn 12. nóvember sl. fór fram keppni í lægra stigi sem er ætlað nemendum á fyrri tveimur árum framhalds- skólanna, og fyrri hluti keppni í efra stigi sem ætlað er nemendum á seinni tveimur árunum. Alls tóku 414 nemendur frá 15 skólum þátt í keppninni. Þar af tóku 220 nemendur frá 14 skólum þátt í lægra stigi keppninnar og 194 nemendur frá 14 skólum í fyrri hluta efra sfigs. Viðurkenningar- skjöl verða veitt 20 efstu keppend- um á hvoru stigi. í efstu sætum á lægra stigi keppn- innar voru eftirtaldir nemendur í þremur fyrstu sætunum, Ari Krist- inn Jónsson, Hörður H. Helgason og Helga Þdrhallsdóttir, • öll frá Menntaskólanum í Reykjavík. í efstu sætunum á fyrri hluta efra stigs voru eftirtaldir nemendur í fyrstu þremur sætunum, Kristján Magnús Arason, Ágúst S. Egilsson og Einar Már Júlíusson, einnig all- ir í Menntaskólanum í Reykjavík. Öllunt tuttugu efstu keppendum á fyrri hluta efra stigs og þrentur efstu keppendum á lægra stigi verður boðið að taka þátt í úrslita- keppni sem fer fram við Háskóla íslands í mars 1986. Átta hlutu NATÓstyrk - þar af sex til náms í Bandaríkjunum ■ Áttamannshlutuvísindastyrki Atlantshafsbandalagsins sem menntamálaráðuneytið úthlutaði nýlega. Umsækjendur voru alls 27 og fjárhæðin sem kom í lilut fs- lendinga var 835 þúsurtd krónur. Þeir sem hlutu styrki: Ágústa Guðmundsdóttir, B.S. hlaut 110.000 kr. til framhaldsnárns í ör- verufræði og lífefnafræði við Un- iversity of Virginia í Bandaríkjun- um. Björgvin S. Gunnlaugsson, B.S. hlaut 70.000 kr. til framhalds- náms í tölvunarfræði við McGill University í Kanada. Fjalar Krist- jánsson, cand. pherm., 110.000 kr. til framhaldsnáms í lyfjaefnafræði við University of Kansas, í Banda- ríkjunum. Gestur Valgarðsson, M.S. 110.000 kr. til framhalds- náms í vélaverkfræði við Univer- sity of Tennessee í Bandaríkjun- um. GuðmundurStefánsson, B.S., 110.000. kr. til framhaldsnáms í matvælafræði við Leeds University í Bretlandi. Guðrún Marteinsdótt- ir, M.S. 110.000 kr. til framhalds- náms í vistfræði í Rutgers Univer- sity í Bandaríkjunum. Hans Kr. Guðmundsson, Ph. D. 145.000 kr. til 4 mánaða dvalar við University of Illinois í Urbana-Campaign í Bandaríkjunum til að vinna að rannsóknum á framleiðslu og eig- inleikum málmglerja og örfínt kristallaðra efna og Kolbeinn Ar- inbjarnarson, B.S. 70.000 kr. til framhaldsnáms í aðgerðagreiningu við Stanford University í Banda- ríkjunum. Kveiktá Hamborgarjólatré ■ Hamborgarjólatréð, hátt ogsnjallt... Umsíðustu helgi var kveikt á jólatrénu og þetta er ■ 20. sinn sem Hringborðsvíkingamir í Hamborg senda Reykjavíkurhöfn jólatré að gjöf. Hringborðsvíkingarnir nefnist félagsskapur fyrrverandi sjómanna, blaða- og verslunarmanna í Ham- borg og nágrenni. Rúmlega þriðjungur „víkinganna“ sem eru um 35 talsins komu til Reykjavíkur í tilefni dagsins og afhentu tréð sem hafn- arstjóri veitti móttöku að undangengnum lúðrablæstri. NT-mynd Róbert. —• .ju •■ ■ ■■—m ■ Frá „bás“ Kosta Boda og Búkaupa á svölum Garöakaups í Garðabæ, en þar opnuöu scx nýjar vcrslanir nýlega Sex nýjar verslanir opna í Garðakaupum ■ Nýlega opnuðu sex nýjar versl- anir á efri hæð (svölum) stórmark- aðsverslunarinnar Garðakaup að Garðatorgi 1 í Garðabæ. Garðbæingar hafa þar með feng- ið ýmsa þá verslunarþjónustu í bæ- inn sem lengi hefur vantað. Þær verslanir sem opnuðu eru þessar: Zikk-Zakk, álnavöruverslun sem Sigrún Gunnlaugsdóttir á og rekur. í versluninni fæst allt til sauma ásamt nýjustu tískublöðum og sniðum. Þar fást líka sængur og sængurfatnaður og seinna verður á boðstólum úrval gluggatjaldaefna. Viktoría, tískuvöruverslun fyrir dömur og herra, rekin af þeim Gísla Sigurðssyni og Jónínu Lárus- dóttur. Verslunin selur víðkunn merki eins og t.d. Henrietta, Blitz, For You, Fais og Dodge. Vöruval, skóverslun, barna- vöruverslun og sportvöruverslun og reka þeir Gústaf, Hallgrímur og Andrés Valberg verslunina og er þetta stærsta verslunarplássið á hæðinni. í versluninni Vöruval er mikið úrval af fyrrgreindum vöruflokk- um m.a. íþróttavara frá Svíþjóð, Lejon. Kosta Boda, hin kunna gjafa- vöruverslun og er þessi útibú frá versluninni í Bankastræti. Þar verða á boðstólum allar sömu vörur og þar. Kaupmenn útibúsins eru þau Guðrún Steingrímsdóttir og Már Egilsson. Búkaup, búsáhaldaverslun og býður hún upp á fjölbreytt úrval af hverskonar heimilisvörum, raf- magnstækjum og minni tækjum. Eigandi Búkaupa er Rósa Þór- hallsdóttir. Radíóbær, hljómtækjaverslun og hefur sama fyrirtæki lengi starf- að við Ármúla í Rcykjavík. Kaup- maður er Hans Kragh og í verslun- inni er að finna fjölbreytt úrval af hljómtækjum, sjónvörpum og vídeótækjum. Fyrirtækið llyturinn og selur merkin, Aiwa, Steeple- ton, Binaton og Xenon. Þá er úr- val af hljómplötum og kasettum. Allar innréttingar á hæðinni koma frá Matkaupum hf. en þau eru jafnframt umboðsaðilar fyrir Beanstilk-hillubúnað og verslana- innréttingar. Stórmarkaðurinn Garðakaup opnaði fyrir réttu ári og hafa bæjar- búar nýtt sér þá þjónustu í miklum mæli. Námsstjóri í félags- málum nauðsynlegur að mati æskulýðsmálanefndar ■ Nefnd sú sem menntamála- ráðuneytið skipaði árið 1981 til aö fjalla um oggera úttekt á æskulýðs- ■' starfi í landinu, aðstöðu þess, skip- an og fjármögnun hefur nú skilað áliti sínu og tillögum til mcnnta- málaráðherra og telur að ekki þurfi að gera grundvallarbreytingar á þeirri skipan sem nú er við lýði. Nefndin leggur þó til að æsku- lýðsstarfsemi eigi að vera sem mest í höndum æskulýðsfélaga og sam- taka og að ríki og sveitarfélög efli stuðning sinn við þessi samtök og setji sér ákveðnari reglur um fjár- veitingar til þeirra t.d. með því að stofna sérstakan sjóð, Æskulýðs- sjóð sem hafi það hlutverk að veita styrki til æskulýðsstarfscmi eftir því hvar þörfin er mest. Nefndin telur mikilvægt að skipaður verði námsstjóri eða um- sjónarmaður félagsstarfs og félags- málafræðslu í skólum og að gerð verði ýtarleg könnun á samnýtingu skólahúsnæðis til kcnnslu annars vegar og til félags- og tómstunda- starfs hins vegar. í framhaldi af því telur nefndin að ríkið þurfi að cfla fræðslu og námskeiðahald fyrir leiðbeinendur félags- og æskulýðsmála svo völ verði á vel menntuðu og hæfu fólki til þessara starfa á hverjum tíma. Þá telur nefndin afar mikilvægt að stjórnvöld marki ákveðnari stefnu í baráttu gegn hvers konar vímuefnum og auki stuðning sinn viö þau félög, samtök og stofnanir sem vinna að fyrirbyggjan.di að- gerðum gegn þeim í samræmi við mótaða stefnu. Nefnd þessa skipuðu Reynir Karlsson formaður, Unnar Stef- ánsson, Ómar Einarsson, Arnald- ur Bjarnason, Níels Árni Lund, Kristján Valdemarsson. Guð- mundur Guðmundsson og Arn- finnur Jónsson og hélt hún samtals 40 fundi. Borgin breiðir úrsér ■ 100 hektara landssvæði við Úlfarsfell hefur bæst við landssvæði í eigu Reykja- víkurborgar því borgarráð hefur staðfest samning um kaup á þessu landssvæði fyr- ir 35 milljónir króna.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.