NT - 13.12.1985, Qupperneq 18
líGolfverslun
/\ John Drummond
Gjöfina handa golfaranum
fáiö þiö hjá okkur!
Stórkostlegt úrval af kylfum, pokum,
kerrum, skóm og fatnaöi í öllum verö-
flokkum.
fvluniö líka gjafakortin vinsœlu.
í desember er opiö frá kl. 16:00 til 20:00
mánudaga til föstudaga og frá kl. 10:30
til 16:00 á laugardögum.
Látiö atvinnumanninn velja meö ykkur
gjöfina.
jTGolfverslun
s\ John Drummond
Golfskálanum Grafarholti
Simi:82815 Heima:40189
nr? Föstudagur 13. desember 1985 18
LlL Minraing
Mundína F. Þorláksdóttir
Fædd 8. aprfl 1899
Dáin S. desember 1985.
Þeir hverfa nú óðum af sjónar-
sviðinu sem slitu barnsskónum um
aldamótin síðustu og nefndir hafa
verið aldamótakynslóð. Þeir hafa á
margan hátt þótt skera sig úr öðr-
um þjóðfélagsþegnum því á þeirra
herðum skullu öldur umróts og
byltingar í þjóðfélagsháttum, er
þeir voru að komast til fulls þroska
upp úr nítján hundruð og tuttugu.
Þessi aldurshópur varð að takast
á við nýbreytni í lífs- og menning-
arháttum. Hafna mörgu því eldra,
en velja úr það besta af því sem að
ströndum barst og taka í þjónustu
sína það sem ætla mátti að yrði
þjóðlífinu til blessunar og lyfti
þjóðinni í röð menningarþjóða og
þjóðlífinu á göfugra svið, frá fá-
tækt og vonleysi.
Aldamótakynslóðin varð á
margan hátt hamingjusöm og
margir fagrir draumar hennar hafa
ræst, þótt margt hafi farið á annan
veg en vonir stóðu til, en börn
þeirra og barnabörn blessa þau nú
fyrir baráttu þeirra og framsýni.
Ég sting niður penna til að minn-
ast konu úr aldamótakynslóðinni.
Tengdamóður minnar Mundínu
Freydísar Þorláksdóttur á Ytri Á í
Ólafsfirði.
Ég veit hún muni ekki kæra sig
um langt mál og málskrúð enda
mun ég ekki gera svo, en um ævi-
starf hennar mætti þó rita langt
mál.
Hún var ekki nema meðalkona
að vexti, hún Mundína, en faðmur
hennar var stór, og faðmur hennar
var hlýr og faðmur hennar var
mildur og mjúk var höndin, og eins
hvort hún strauk burt tár af ungum
vanga, eða reiddi fram veitingar
fyrir sjóhrakta eða göngumóða.
Álltaf sama jafnvægið þótt ekki
væri ávallt logn á hennar leiðum.
Ung að árum giftist hún sveit-
unga sínum Sigurbirni Finni
Björnssyni á Ytri Á, og hófu þau bú
skap þar og bjuggu alla sína bú-
skapartíð.
Bæði áttu þau ættarrætur í hin-
um afskekktu byggðum við vestan-
verðan Eyjafjörð, og þar var lífs-
baráttan háð frá vöggu til grafar.
Þeim hjónum fæddust tuttugu
börn. Fjögur létust á ungum aldri
en níu synir og sjö dætur náðu full-
orðinsaldri, hafa stofnað heimili
sjálf og fylgja öll móður sinni til
hinstu hvílu og leggja nú verð-
skuldaða þökk og blessun yfir hvíl-
una hennar. En húsfaðirinn þrek-
mennið Finnur Björnsson dvelur
nú á sjúkrahúsi í Ólafsfirði, ör-
þreyttur eftir glímuna við elli kerl-
ingu, oggeturþví ekki fylgt ástvinu
sinni síðasta spölinn en bíður
endurfunda bak við tjaldið sem
skilur heimana.
Finnur lét aldrei sinn hlut eftir
liggja að afla fanga til heimilisins
og til framfærslu sínum stóra
barnahóp, var heppinn og harð-
fengur við sjósókn, nærfærinn við
skepnur og á margan hátt
framsýnn, svo sem sýnir þátttaka
hans í byggingu rafstöðvar fyrir
Kleifaþorpið 1933, og jarðrækt-
armál lét hann líka til sín taka og
jók heyfeng á ræktuðu landi á ábýl-
isjörð sinni að stórum mun að
ógleymdum húsabótum. Húsfreyj-
an lagði fram þrek sitt svo sem
verða mátti og gladdist við hvern
sigur sem vannst í framfaramálum
og fylgdist með af áhuga.
Börnin uxu úr grasi og urðu
myndarleg og vinnufús, en eins og
þeir þekkja sem kynnst hafa upp-
eldi margra systkina, þá annast
eldri systkinin á margan hátt sín
yngri systkin og létta foreldrunum
þannig lífsstarfið.
En alltaf er það húsfreyjunnar,
móðurinnar að halda utanum hóp-
inn og sjá fyrir fæði og klæðum.
Mýkja sár á líkama og sál, og miðla
þessu ómetanlega, ástúðinni og
umhyggjunni, sem hvert ungviði
býr að ævina á enda.
Mundína var komin á sextugs-
aldur þegar ég giftist dóttur þeirra
hjóna og kom fyrst á heimili þeirra.
Vel var mér tekið þá, sem ávallt
síðan, alltaf mætti ég umhyggju og
hlýju, og nú að leiðarlokum langar
mig að þakka Mundínu öll blessun-
arorðin í minn garð.
Ávallt sagði hún er komið var að
kveðjustund, og haldið skyldi úr
hlaði: Ég kem út og kveð ykkur.
Hún gekk út á bæjarhólinn og bað
vegfaranda blessunar og velfarn-
aðar og „farið varlega í Múlan-
um,“ ef leiðin lá um þann vara-
sama veg.
Umhyggja hennar var sérstök, í
því sambandi minnist ég þess að ef
einhver þurfti að vakna á óvenju-
legum tíma til starfs eða ferðar. Þá
var oft sagt. „Mamma þú vekur
mig.“ Og ekkert var henni ljúfara,
þótt svefntími hennar væri oft rof-
inn við þá bón.
Þakklát var hún fyrir hverja
gefna gleðistund og veitta hjálp
þegar aldurinn færðist yfir.
Nú kemur Mundína ekki lengur
út á bæjarhólinn að biðja vegfar-
anda blessunar, nú er hún sjálf
lögð upp í ferðina löngu sem allra
bíður, en er kannski styst allra
leiða.
Og bærinn hennar geymir ekki
lengur neina manneskju, nema þá
um stundar sakir. Byggð hefir lagst
þar af.
Ég veit að Mundína biður fyrir
þakkir og kveðjur til sambýlis-
konunnar Guðrúnar Sigurjóns-
dóttur sem nú dvelur háöldruð hjá
dóttur sinni í Ólafsfjarðarbæ, og til
systranna sinna á Hofi sem ávallt
voru henni tryggir vinir og hjálpar-
hellur.
Öllum sveitungunum skulu
sendar þakkir fyrir samstarf á
langri liðinni ævi.
Þau hjónin Mundína og Finnur
hafa dvalið á hjúkrunarheimilinu
Hornbrekku í Ólafsfirði síðan vor-
ið 1983, og notið þar vináttu og
umönnunar svo sem unnt hefur
verið, en lífsorka hennar smá dvín-
aði en rúmliggjandi var hún ekki
nema síðasta mánuðinn, en þrekið
var alveg búið og hvíldin síðasta
kærkomin.
Hún var falleg kona hún Mund-
ína og hélt sínu formi undra vel til
endadægurs.
Ég sá hana síðast tuttugasta og
þriðja nóv. síðastliðinn og fögur
var birtan sem þá hvíldi yfir henni,
og falleg var höndin og óhnýtt sem
ég þrýsti þá í síðasta sinn. Snotra
fagurskapaða höndin hennar hélt
lögun sinni undra vel, þrátt fyrir
strit og starf langrar ævi.
Þökk og hlýhugur okkar hjóna
fylgir henni yfir á ströndina ó-
kunnu.
Hjartans þökk fyrir allt 'Mund-
ína. Guð blessi þig.
Segið það móður minni
að mold sé farin að anga
svali leiki um sali
og sólbrennda vanga
Býst eg nú brátt til ferðar
brestur þó vegnesti.
En þar bíða vinir í varpa
sem von er á gesti.
D.St.
Gunnar S. Sigurjónsson
Einar Eggertsson
Fæddur9. ágúst 1925
Dáinn 13. nóvember 1985.
Hann Einar varð bráðkvaddur
þann 13. nóv, Hannvarlengi búinn
að þjást af hjartasjúdómi, sem
hann barðist við af karlmennsku á
meðan stætt var og hneig að síð-
ustu í valinn á vinnustað. Hann var
fæddur á Akureyri og voru foreldr-
ar hans Eggert Guðmundsson
trésmíðameistari, skagfirskrar ætt-
ar og Stefanína Sigurðardóttir frá
Kamphóli við Eyjafjörð, valin-
kunn sæmdarhjón.
Ungur fór Einar til sumardvalar
í sveit, enda varð hann fljótt ötull
og vinnufús. Meðal annars var
hann á Sigurðarstöðum á Melrakka-
sléttu í tvö sumur. Þaðan rakti hann
margar ljúfar minningar og við Sig-
urðarstaðafólk battst hann traust-
um vináttuböndum, sem entust til
endadægurs. Sveitastörf vóru Ein-
ari mjög að skapi og eitthvað mun
hann hafa hugleitt að gerast bóndi
þótt ekki yrði sá draumur að veru-
leika. Einar lauk námi í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar og síðar
námi í húsasmíðum og stundaði
hús og brúarsmíði um árabil. Var
oft kjörinn verkstjóri við erfið og
vandasöm verkefni, og skilaði
þeim að jafnaði með ágætum, enda
úrræðagóður og kjarkur brást hon-
urn aldrei.
Snemma hneigðist hugur Einars
að félagsmálum og skyldi hann
gjörla mátt samtaka og sameining-
ar, og varð strax á sínum iðnnema-
árum virkur félagi í Iðnnemafélagi
Akureyrar, var og um tíma for-
maður í því félagi og stóð þá fast á
rétti iðnnema. Síðar var hann kjör-
inn formaður í Trésmíðafélagi
Akureyrar og sýndi þá málefnum
trésmiða mikinn áhuga. Vegna
samdráttar í byggingaiðnaði og
minnkandi atvinnu í þeirri grein
hætti Einar að mestu smíðum en
stofnaði hjólbarðaverkstæði sem
hann rak um árabil við gott gengi.
Þó að Einar væri starfsamur og
vinnufús gaf hann sér góðan tíma
til þess að sinna sinni eftirlætis
tómstundaiðju, sem var hestar og
hestamennska. Það voru miklar
sólskinsstundir í lífi hans að sitja á
góðum hesti með hæfilega brjóst-
birtu að veganesti. Þá fór hann
mildum höndum um vini sína,
hestana og maður og hestur urðu
samstilltir og einhuga.
Einar kvæntist Helgu Brynjólfs-
dóttur, bónda í Efstalandskoti,
hinni ágætustu konu, sem bjó hon-
um og börnum þeirra hlýlegt og
gott heimili.
Ég sendi Helgu og börnunum
innilegar samúðarkveðjur og
þakka Einari áratuga vináttu. Far
þú í friði kæri vinur og hafðu heila
þökk fyrir samfylgdina.
Sveinbjörn Magnússon