NT


NT - 24.12.1985, Qupperneq 13

NT - 24.12.1985, Qupperneq 13
 Þriðjudagur 24. desember 1985 17 liL Vettvangur Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri: Um sláturflutninga K.B. o.fl. ■ í NT 26. nóvember 1985 cr að finna grein eftir Bjarna Pálsson. Mér sást raunar yfir greinina í byrj- un en rekst nú á hana í blaðaúr- klippum um samvinnumál. Greinarhöfundur ræðir nokkuð um tlutning á sláturfé að sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga sl. haust og segir m.a., að einstaklingur hafi tekið að sér að flytja sláturféð fyrir 16. kr. lægra verð á kind heldur en kaupfélagið hafi viljað fá fyrir flutninginn. Ég veit ekki hversu mikið grcin- arhöfundur þekkir til uppbygging- ar samvinnuhreyfingarinnar á ís- landi, en nú skal égfræðahann svo- lítið um K.B. Kf. Borgfirðinga er deildaskipt félag. Þvíerskiptí 18 félagsdeildir, þ.e. eina í hverjum hreppi á félags- svæðinu, sem nær frá Skarðsheiði og vestur fyrir Jökul. Á hverju ári, venjulega í apríl, eru haldnir aðal- fundir í félagsdeildunum, þar setn m.a. eru kosnir fulltrúardeildanna á aðalfund kaupfélagsins, setn jafn- an er haldinn í byrjún maí. Kaupféiagsstjóri rnætir alltaf á deildafundunum. nema forföll hamli. Auk hans mæta oft aðrir starfsmenn. svo sent mjólkurbús- stjóri. Á deildarfundunum eru málefni kaupfélagsins rædd vítt og breitt. Umræður eru oft fjörugar, jafnan máleínaiegar og gagnlegar. Ég hreyfði því á deildarfundun- um sl. vor hvort ckki væri rétt að leita tilboða í fjárflutninga. All- niargir bændur sýndu þessu áhuga en aðrir voru vantrúaðir, töldu að erfitt væri að bjóða slíkt verkefni út og alls ekki á allra færi að taka svona verkefni að sér. Á aðalfundi K.B. var málinu vís- að til sláturhúsráðs cftir allmiklar umræður. Sláturhúsráð er skipað þremur bændum, sláturhússtjóra og kaupfélagsstjóra. Ákveðið var að leita tilboða í verkið. Slíkt verkcfni scm þetta hefur mér vitanlega ekki verið boð- ið út áður hér á landi. Við fcngum því verkfræðing til þcss að gera út- boðslýsingu. Vcrkfræðingurinn vann verk sitt vel enda lagði hann í það mikla vinnu. Kaupfélagínu bárust fjögur tilboð. Það hæsta var upp á kr. 52,- á kind en það lægsta kr. 39,- á kind. Kaupfélagið gerði ekki tilboð. en samkomulag varö um að þaö legöi til tvo bíla til verksins. sem keyrðu auðvitaö fyrir sama gjald og liinir vcrktakarnir. sem voru þrír. Það er því rangt sem segir í nefndri grein Bjarna Pálssonar aö K.B. hafi viljað fá 16 krónum meira hcldur en verktaki baiið. K.B. gcrði einfaldega ekkert boð í þá og gaf ckki upp ncinar upplýsingar um hugsanlcga taxta. en gekk aö liluta til inn lægsta boð, eins og fyrr segir. Það cr rétt að K.B. reiknaöi sér4 krónur á kind til þess aö mæta lil- kostnaði fclagsins vegna fjárflutn- inganna. Um helmingur þessa gjalds fer til að greiöa fyrir stjórnun, símakostnað, skrifstofu- vinnu og ýmislegt fleira viö skipu- lagningu og framkvæmd flutning- anna. Hinn helmingiirinn ler til að greiða kostnað við útboðið svo sem gerð útboðslýsingar, öflun tilboöa og annan tilkostnað. Hn allveru- lega vinnu þurfti að inna af henni áður en gerð útboðslýsingar gat hafist. Þetta er auðvitað talsverður til- kostnaður en í útboð á ekki að þurl'a að leggja á næstunni aftur. Kostnaður viö þessa þjónustu á því að veröa allvcrulega niinni næsta haust en var í síðustu sláturtíð. 1 sömu grcin segir Bjarni Pálsson aö sniásöluverð á kjöti út úr kaupfc lagsbúð á Akranesi sé 15% hærra heldur en hjá Versluninni Víði í Reykjavík. Það cr crfitt að svara þessu nema vita. um hverskonar kjöt er að ræða. Er hér átt við kindakjöt. nautgripakjöt eða livað? Hvenær er þessi samanburður gerður? Hr e.t.v. verið aö bera saman annarsvegar verö á dilka- kjöti frá 1984 og hinsvegar verð á dilkakjöti Irá 1985? Itorgarnesi, 17. desember 1985 Ólafur Sverrisson Árbæjarprestakall Aðfangadagur: Aftansöngur í safn- aðarheimili Árbæjarsóknar kl. 18.00. Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta í safnaðarheimilinu kl. 14.00. 2. jóladagur: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14.00. Sr. GuðmundurÞorsteinsson. Ásprestakall Aðfangadagur: Aftansöngur í Áskirkju kl. 18.00. Kolbrún á Heyg- um syngur einsöng. Aftansöngur Hrafnistu kl. 16.00. Sr. Grímur Grímsson messar. Kleppsspítali: Aftansöngur kl. 16.00. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta Áskirkju kl. 14.00. Ingveldur Ýr Jónsdóttir syng- ur einsöng. Dalbrautarheimili: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15.30. 2. jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju kl. 14.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14.00. Tvísöngur: Helga Ingimundardóttir og Rebekka Jón- asdóttir. Organisti er Daníel Jónas- son. Guðsþjónusturnar eru í sam- komusal Breiðholtsskóla. Sr. Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Hljóðfæraleikarar og söng- vararnir Eiríkur Hreinn Helgason og Inga Backman flytja jólasálma í hálfa klukkustund á undan mess- unni. Kirkjuklukkur Bústaðakirkju verða vígðar og af því tilefni flytur kór Bústaðakirkju og hljóðfæra- leikarar 1. þáttinn úr Jubilate eftir Hándel. Organisti Guðni Þ. Guð- ntundsson. Séra Ólafur Skúlason. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir prédikar. Kirkjukórinn flytur jólalög við texta eftir Hinrik Bjarna- son í hálfa klukkustund fyrir messu. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Skírnarmessa kl. 15.30. Séra Ólafur Skúlason. 2. jóladagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14.00. Séra Jón Bjarman prédikar. Ingibjörg Mar- teinsdóttir syngur einsöng í mess- unni. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Skírnarmessa kl. 15.30. Sr. Ólafur Skúlason. Jólatrésskemmtun verður haldin í safnaðarheimili Bústaðakirkju föstudaginn 27. desember og hefst hún kl. 14síðdegis. Sóknarnefndin. Digranesprestakall Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 23.00 Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11.00. 2. jóladagur: Hátíð- arguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjan Aðfangadagur: Þýsk jólamessa kl. 14.00. Sr. Þórir Stephensen. Aftan- söngur kl. 18.00. Sr. Þórir Stephen- sen. Hafnarbúðir: Messa kl. 14.00. Organleikari Birgir Ás Guðmunds- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Jóla- dagur: Hátíðarmessa kl. 11.00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Hátíðarmessa kl. 14.00. Sr. Þórir Stephensen. Kl. 15.15 skírnarmessa. Sr. ÞórirSteph- ensen. 2. jóladagur: Kl. 11.00 hátíð- armessa sr. Agnes M. Sigurðardótt- ir. Kl. 14.00 hátíðarmessa sr. Hjalti Guðmundsson. KI. 17.00dönskjóla- messa. Sr. Frank M. Halldórsson. . Landakotsspítali: Jóladagur: Jólamessa kl. 11.00. Org- anleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkór- inn syngur við flestar guðsþjónustur í Dómkirkjunni. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Fella- og Hólakirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Guðmundur Þ. Gíslason syngur hátíðasöngva sr. Bjarna Þor- steinssonar. Organisti Guðný Mar- grét Magnúsdóttir. Jóladagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Prestur: sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir, aðstoðarprestur. Guðmund- ur Þ. Gíslason syngur hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organ- isti: Guðný Margrét Magnúsdóttir. 2. jóladagur: Skírnarguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Organisti Jakob Hallgríms- son. Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 14.00. Jóhanna Möller syngur ein- söng. Organisti Árni Arinbjarnar- son. 2. jóladagur: Messa kl. 14.00. Skírnir og altarisganga. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Hálfri klukkustund fyrir messu leik- ur Hljómskálakvintettinn jólalög í turni kirkjunnar. Miðnæturmessa kl. 23.30. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 14.00. Sr. Ragnar Fj alar Lárusson. 2. jóladagur: Messa kl. 11.00. Strengjakvartett barna leikur jólalög. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Messa kl. 14.00, - fyrir heyrna- skerta og aðstandendur þeirra. Landspítalinn: Aðfangadagur: Messa á kvennadeild kl. 15.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Messa á spítalanum kl. 17.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Jóla- dagur: Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Háteigskirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Sr. Tómas Sveinsson. Mið- næturmessakl. 23.30. Sr. Arngrímur Jónsson. Jóladagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14.00. Sr. Tómas Sveinsson. 2. jóladagur: Messa kl. 14.00. Sr. Ólafur Jóhannsson pré- dikar. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Árngrímur Jónsson. Kársnesprestakall Aðfangadagur: Aftansöngur í Kópa- vogskirkju kl. 18.00. Organisti Guð- mundur Gilsson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Jóladagur: Hátíð- arguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Organisti Guðmundur Gilsson. Sr. óuðmundur Örn Ragn- arsson. Langboltskirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Kór Langholtskirkju og Garðar Cortes flytja hátíðasöngva séra Bjarna Þorstcinssonar. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur. Org- anisti Jón Stefánsson. Prestursr. Sig- uröur Haukur Guðjónsson. Jóladag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Kór Langholtskirkju og Garðar Cortes flytja hátíðasöngva scra Bjarna Þorsteinssonar. Organisti Jón Stefánsson. Prestur séra Pjétur Maack. 2. jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14.00. Unglingar undirstjórn Sig- urðar Sigurgeirssonar flytja helgilcik saminn eftir jólaguðspjallinu af scra Kristjáni Róbertssyni og Þorsteini, heitnum, Eiríkssyni, yfirkennara. Organisti Jón Stefánsson. Prestursr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Tón- leikar kl. 16.30: flutt verður Jólaóra- toría eftir J.S.Bach 1. til 3. hluti. Flytjendur: Kór Langholtskirkju, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Solveig M. Björling, Jón Þorsteinsson, Kristinn Sigmundsson. Kammcr- sveit - konsertmeistari: Michacl Shelton. Stjórnandi Jón Stefánsson. Laugardaginn 28. desember: Tón- leikar kl. 16.30. 4. til 6. hluti Jólaora- toríu Bachs. Sömu flytjendur og kynntir eru með fyrri hlutanum ann- an dag jóla. Við erum í hátíðaskapi, hlökkum til alls þess er kirkjan okkar býður uppá á jólum. Taktu þátt í því með okkur. Sóknarnefnd. Laugarnesprestakall Aðfangadagur: Kl. 16.00 Jólaguðs- þjónusta í Hátúni 12, Sjálfsbjargar- húsinu. Barnakór Laugarneskirkju syngur. Kl. 18.00 aftansöngur í kirkjunni. Leikið verður á orgel kirkjunnar frá kl. 17.35. Barnakór- inn aðstoðar í guðsþjónustunni. Jól- adagur: Kl. 11.30 Hátíðarguðsþjón- usta. Jón Þorstcinsson óperusöngv- ari syngur einsöng. 2. jóladagur: Kl. 11.00, jólaguðsþjónusta í Hátúni lOb 9. hæð. Kl. 14.00 hátíðarguðs- þjónusta. Altarisganga. Martial Nardeau leikur á flautu. Hátíða- söngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar verða sungnir í öllum guðsþjónust- unum og kirkjukórinn flytur jólalög. Fóstudagur 27. des.: Kl. 20.00. Jóla- guðsþjónusla í Hátúni 10, 9. hæð. Barnakór Laugarnéskirkju syngur. Sóknarprestur. Neskirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Náttsöngur kl. 23.30. Einsöng- varar Unnur Jensdóttir og Þórður Ólafur Búason. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. 2. jóladagur: Jólasamkoma barn- anna kl. 11 árdegis. Prcstarnir. Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Seljasókn. Aðfangadagur: Altansöngur í Oldu- sclsskólanum kl. 18.00. Kór Öldu- selsskóla syngur undir stjórn Mar- grétar Dannheim. Sr. Gylfi Jónsson prédikar. Miðnæturguðsþjónusta í Langholtskirkju kl. Í23.30. Kirkju- kórinn syngur. Sr. Valgcir Ástráðs- son predikar. lngibjörg Guðjóns- dóttir syngur cinsöng. Jóladagur: Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Sóknarprestur predikar. 2. jóladagur: Guðsþjónusta í Öldusels- skólanum kl. 14.00. Sóknarprcstur predikar. Fríkirkjan í Reykjavík Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Hjálmar Kjartansson syngur stólvers. Jóladagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14.00. Dóra Rcynidal syngur stólvcrs.2. jóladagur: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smá- barnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhalds- saga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Kirkja óháða safnaðarins Aðfangadagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 18.00. Jóladagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Heiðmar Jónsson. Séra Þórstcinn Ragnarsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Einar Eyjólfsson. Eyrarbakkakirkja Aðfangadagur: Messa kl. 23.30. Sóknarprcstur. 2. jóladagur: Mcssa kl. 14.00. Sóknarprestur. Slokkseyrarkirkja Aðfangadagur: Messa kl. 18.00. Sóknarprestur. Gaulverjabæjarkirkja Jóladagur: Messa kl. 14.00. Sóknar- prestur. Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæini sunnudaginn 29. des- eniber 1985. Árbæjarprestakall: Bárnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni Bcrgur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Séra Ólaf- ur Skúlason. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. Dómkirkjan: Mcssa kl. 11.00. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Grensáskirkja: Lcsmessa kl. 14.00 án prédikunar með altari^göngu. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgríinskirkja: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Messa kl. 10.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14.00. Sr. Tómas Sveinsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kársncsprcstakall: Messa í Kópavogskirkju kl. 14.00. Guðsþjónusta í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð kl. 16.00. Organisti Guð- mundur Gilsson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Langholtskirkja: Óskastund barnanna á jólum kl. 14.00. Söngur-sögur-leikir og jóla- ball. Þórhallur Heimisson, Jón Stef- ánsson og annað starfsfólk safnaðar- ins. Á jólaballinu, sem hefst að helg- istundinni lokinni er dansað kringum jólatré - jólasveinn kemur í heim- sókn - smákökur og súkkulaði. Hvað er í pokanum sem við höldum á heim? Sóknarnefnd. Laugarneskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Jóla- saga, jólasöngvar. Sóknarprestur. Eyrarbakkakirkjá: Barnamessa kl. 10.30. Sóknarprest- ur.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.