Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Page 1
Laugardagur 13.11. | 2004
[ ]Bækur | Viðtöl við höfunda og ritdómar, m.a. um Kleifarvatn Arnalds Indriðasonar | 11Raunveruleikinn í römmum | Heimildarmyndin Rithöfundur með myndavél á Kvikmyndahátíð | 8Sannleikur vafinn lygum | Þórdís Aðalsteinsdóttir sýnir myndlist í New York | 5
LesbókMorgunblaðsins
H
inn 19. nóvember næst-
komandi verður verkið
„Galskab“ eða „Brjál-
æði“ frumsýnt á litla
sviði Konunglega leik-
hússins í Kaupmanna-
höfn. Það er ekki í frá-
sögur færandi nema
vegna þess að verkið er samið og leikstýrt af
ungum íslenskum leikstjóra, Agli Heiðari Ant-
oni Pálssyni.
Egill er þrítugur leikstjóri sem hefur á síð-
ustu tveimur árum tekist að starfa við helstu
áhugasvið sín innan leikhússins bæði á Íslandi,
í Danmörku, í Finnlandi og Svíþjóð. Hann út-
skrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999
og hélt þaðan beint í framhaldsnám í leikstjórn
við Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn.
Þaðan útskrifaðist hann vorið 2002 en má telj-
ast heppinn að hafa komist inn því aðeins tveir
umsækjendur eru teknir inn á ári hverju við
deildina.
Meðan á námi stóð leikstýrði Egill Diskó-
pakki í nýstofnuðu Vesturporti, og að
Egill Heiðar Anton Pálsson er ungur leik-
stjóri sem haslar sér völl á Norðurlöndunum.
Leikverk sem hann bæði semur og leikstýrir
verður frumsýnt innan skamms í danska
Konunglega leikhúsinu, en þar spyr hann
stórra spurninga sem eiga við okkur öll.
3
Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur | rsj@mbl.is
Ljósmynd/Jens Dige
Burt með
væntingar
um borgara-
legt leikhús