Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Page 2
!
Hafa svona pistlar verið til
lengi? Voru þeir til fyrir þrjá-
tíu árum? Ég hef ekki haft
fyrir því að fara á Lands-
bókasafnið til að fletta gömlum
blöðum, en ég þori að fullyrða
að þeir hafi ekki verið til í
mínu ungdæmi. Þá snerust
blaðagreinar nær eingöngu um pólitík,
stangveiði og bridge (svo var eitthvað
sem hét „Svar mitt“ eftir Billy Gra-
ham, það var á trúarlegum nótum, held
ég, en maður las það aldrei).
Það eru glettilega margir pistlahöf-
undar, sem skrifa í blöð-
in, bara svona einhverjar
hugrenningar. Sumir eru
að vísu enn þá að pæla í
pólitík, stangveiði og bridge. En flestir
fjalla bara um daginn og veginn. Heim-
ilið og börnin, biðraðir í Bónus, sjón-
varpið, skemmtanalífið … hvað sem er.
Það er vinsælt að segja litla reynslu-
sögu með fyndnu ívafi. Stöðumælaverð-
ir eru ágætis umfjöllunarefni. Sem og
strætóbílstjórar, leigubílstjórar og hið
opinbera. Það er sívinsælt að rekja
raunir sínar eftir að hafa verið sendur
á milli Pontíusar og Pílatusar á ein-
hverri stofnuninni með eyðublöð og
beiðnir.
Mig grunar að einhverjir hafi
kannski orðið fyrir áhrifum frá Carrie
Bradshaw í Sex and the City. Hún
starfar eingöngu sem pistlahöfundur –
og hefur það bara fínt. Lifir reyndar
mjög litríku lífi og hefur alltaf efni á
dýrum fötum og fínum kokkteilum. Það
er sjálfsagt eitthvað öðruvísi launa-
umhverfi þarna í New York. Ég varð
meira að segja pínuponsu hissa, þegar
ég fékk greitt fyrir þetta. Ég hélt að
öllum þessum pistlahöfundum lægi
bara svona mikið á hjarta.
En það er kannski ekki raunin. Þetta
er bara vinalegt mal. Við erum að bera
saman bækurnar. Ég veiti örlitla inn-
sýn í mitt líf, og fletti svo blaðsíðunni
og fæ að lesa um þitt líf. Innlit/útlit er
svipað. Fólk hleypir Völu Matt innfyrir
og sýnir hvernig það hefur það. Innlit/
útlit hefur einmitt mesta áhorfið á Skjá
einum. Eru allir að pæla svona mikið í
innréttingum og húsgögnum? Eða er
maður að máta sig við hitt fólkið? Gæti
ég búið í svona íbúð? Gæti ég búið með
þessari konu eða þessum manni? Átt
svona börn? Eða ætti ég kannski að
breyta minni fjölskyldu í meira svona
fjölskyldu?
Svo eru það sumir pistlahöfundar
sem eru gjörsamlega óskiljanlegir. Þeir
skrifa ekki hugrenningar um daginn og
veginn. Heldur eitthvað fullkomlega
ójarðbundið orðasalat, sem hefur enga
áþreifanlega tengingu við raunveruleik-
ann af neinu tagi. Sem bendir vitaskuld
til þess að pistlaskrif séu að breytast í
listform – og fyrstu súrrealistarnir, eða
abstraktlistamennirnir séu að koma
fram á sjónarsviðið.
Aðrir pistlahöfundar eru ávísun á um
það bil þriggja mínútna tímasóun og
leiðindi. Maður er fljótur að vingsa úr
og finna sína pælara. En ég á reyndar
alveg eftir að kynna mér bloggið og
þann hugarheim. Það litla, sem hefur
rekið á fjörur mínar, minnir helst á
dagbókarskrif. Það er aðeins hógvær-
ara, að leggja dagbókina sína svona á
almannafæri. Ef einhver skyldi hafa
áhuga …
En pistlahöfundurinn stígur beinlínis
á svið og lætur ljós sitt skína í fullvissu
þess að einhver hafi áhuga. Einu sinni
var til útvarpsþáttur sem var kallaður
„Þjóðarsálin“. Það var fyrirtaks vett-
vangur fyrir svona umfjöllun. Þeir sem
hringdu inn og voru að agnúast út í allt
og alla, voru kallaðir „kverúlantar“. En
pistlahöfundar eru ekki kverúlantar,
þeir vanda málfarið og þeir eru alltaf
með hæðnislegan undirtón. Þeir hafa
tilfinningu fyrir byggingu; upphafi,
miðju og endi. Þeir eiga það til að
þykjast vera jákvæðir, en eru í raun-
inni neikvæðir – og öfugt. Og hvað ger-
ir svo pistlahöfundur þegar hann er
uppiskroppa með umfjöllunarefni?
Hann skrifar bara um svona pistla.
Svona
pistlar
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004
Nú í vikunni dreifðu samtökin „Bláttáfram“ bæklingi um kynferðislegtofbeldi gegn börnum inn á hvertheimili í landinu. Samkvæmt hon-
um hafa ein af hverjum fjórum stúlkum og einn
af hverjum sex drengjum verið misnotuð kyn-
ferðislega áður en þau ná 18 ára aldri. Þetta eru
skelfilegar tölur ef þær reynast sannar, því að
samkvæmt þessu má ætla
að 20% allra barna hafi ver-
ið misnotuð kynferðislega.
Félagslegan faraldur af
þessari stærðargráðu mætti leggja að jöfnu við
margar verstu drepsóttir Íslandssögunnar.
Það er þó ýmislegt sem dregur úr trúverð-
ugleika bæklingsins sem er miður vegna þess
að um afskaplega mikilvægt málefni er að
ræða. Í DV í vikunni eru forsvarsmenn samtak-
anna, systurnar Svava og Sigríður Björns-
dætur, gagnrýndar fyrir að fullyrða í auglýs-
ingum „að börn í nær öllum fjölskyldum séu
beitt kynferðislegu ofbeldi“. Svava varði þessa
ákvörðun í DV á eftirfarandi hátt: „Ástæðan
fyrir því að við tökum svona sterkt til orða er
fyrst og fremst að við viljum að fólk taki eftir
þessu málefni.“
Máli sínu til stuðnings bendir Svava á að „ein
af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum
tíu drengjum verða fyrir þessu“, en fullyrð-
ingar Svövu eru byggðar á könnun um kynferð-
islegt ofbeldi gegn börnum sem unnin var af
Hrefnu Ólafsdóttur félagsfræðingi. Þetta er
skelfilega hátt hlutfall, en þetta eru líka aðrar
tölur en þær sem koma fram í bæklingi samtak-
anna sem Svava er í forsvari fyrir (og vísað var í
hér að ofan), en þar er stuðst við bandarískar
rannsóknir. Þá vaknar sú spurning hvers vegna
íslensku tölurnar voru ekki notaðar? Þóttu þær
ekki nógu svakalegar? Rétt er að geta þess að
þótt bæklingurinn sé þýddur eru ýmsar upp-
lýsingar úr honum staðfærðar og lagaðar að ís-
lenskum veruleika.
Útgáfa bæklingsins „Blátt áfram“ var styrkt
af fjórum íslenskum ráðuneytum sem gefur til
kynna að fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafi
kynnt sér inntak hans og leggi blessun sína yfir
þær niðurstöður sem þar er að finna. Þó er ým-
islegt í niðurstöðum bæklingsins sem veldur
mér heilabrotum, fullyrðingar sem rétt er að
nema staðar við. Það eru „talsverðar líkur á að
þú þekkir barnaníðing“ segir í bæklingnum og
svo eru gerendurnir flokkaðir niður. Þeir eru
ættingjar og fólk sem fjölskyldan treystir, ein-
staklingar sem starfa náið með börnum, og síð-
ast en ekki síst er stór hluti barnanna „misnot-
aður af eldri eða stærri börnum“. Hvað merkir
þessi setning? Er stór hluti íslenskra barnaníð-
inga íslensk börn? Hversu gömul börn? Sjö ára,
níu ára, tólf ára, fimmtán ára? Og hvaða áhrif
hefur það á tölfræðina ef níðingar á barnsaldri
eru greindir frá hinum níðingunum? Um það
segir bæklingurinn ekkert.
Íslendingar hafa fylgst af undrun og skelf-
ingu með málum Arons Pálma Ágústssonar, ís-
lensks drengs búsettum í Texasríki, sem fékk
10 ára fangelsisdóm fyrir að hafa ellefu ára
gamall níðst á sex ára pilti með því að setja lim
barnsins í munn sér. Saksóknarar í Texas líta
enn á Aron Pálma sem einn hættulegasta
barnaníðing ríkisins og fóru fram á að hann
yrði dæmdur í 30 ára fangelsi. Í þessu ljósi má
varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherrar
dóms- og kirkjumála, heilbrigðis- og trygging-
armála, félagsmála og menntamála (en þessi
ráðuneyti komu að útgáfu bæklingsins) felli sig
við þá niðurstöðu að flokka beri börn sem
barnaníðinga, og við hvaða aldur vilja þá ráð-
herrarnir draga mörkin? Samkvæmt rannsókn
Hrefnu Ólafsdóttur er misnotkunarhlutfallið
hærra hér á landi (17%) en á hinum Norð-
urlöndunum, en tíðnin hefur mælst 14% í Nor-
egi og 11% í Danmörku í sambærilegum rann-
sóknum, en aðeins 6% í Svíþjóð, þar sem beitt
var annarri rannsóknaraðferð. Að mínu mati
gefa rannsóknarniðurstöður Hrefnu ástæðu til
að farið verði frekar ofan í saumana á þessum
málum hér á landi og sérstaklega verði hugað
að því hvers vegna sænsku rannsóknarnið-
urstöðurnar sýna svo sláandi mun. Sænsku töl-
urnar eru nógu skelfilega háar til að réttlæta
rausnarlegt framlag af hálfu íslenskra yfirvalda
og það er í raun undrunarefni að íslenskir
stjórnmálamenn hafi ekki axlað ábyrgð í þess-
um efnum með því að kosta víðtækar rann-
sóknir gerðar af íslensku félagsvísindafólki. Af-
skaplega mikilvægt er að sjá hvort viðameiri
rannsóknir staðfesti niðurstöður Hrefnu og í
ljósi slíkra rannsókna má síðan reyna að meta
raunverulegt umfang og eðli vandamálsins og
hvernig bregðast megi á ábyrgan hátt við því.
Á heimasíðu samtakanna „Blátt áfram“ er að
finna eftirfarandi fullyrðingu, sem ég sneri úr
ensku: „Það er mikilvægt að koma börnum í
skilning um að ekki tekur allt fullorðið fólk þátt
í samsæri þagnarinnar“. Í ljósi þessa er fólk
hvatt til þess að tilkynna „það tafarlaust hafir
þú minnsta grun um kynferðislega misnotkun,
innan fjölskyldu þinnar eða utan“. Fólk er jafn-
framt minnt á að „hjá mörgum börnum eru
bókstaflega engin sjáanleg einkenni“, á meðan
hlédrægni, óskýranleg reiðiköst, kvíði, mótþrói
og uppreisn geta verið önnur einkenni. Al-
menningur er ekki öfundsverður að ráða fram
úr þessu, þar sem þetta eru jafnframt allt ein-
kenni á dæmigerðum íslenskum unglingum.
Ég hef enga löngun til að kasta rýrð á fram-
tak Svövu og Sigríðar sem er augljóslega mótað
af djúpstæðri hugsjón. Ég óttast þó að bæk-
lingur samtakanna „Blátt áfram“ komi að tak-
mörkuðu gagni við að kveða niður það böl sem
kynferðisleg misnotkun á börnum er vissulega í
íslensku samfélagi.
Samsæri þagnarinnar
’Er stór hluti íslenskra barnaníðinga íslensk börn?Hversu gömul börn? Sjö ára, níu ára, tólf ára, fimmtán
ára? Og hvaða áhrif hefur það á tölfræðina ef níðingar
á barnsaldri eru greindir frá hinum níðingunum?‘Fjölmiðlar
eftir Guðna Elísson
gudnieli@hi.is
Það er orðin nokkur lenska að flétta filmubrot á tjaldiinn í leiksýningar til innskota eða áhersluaukn-ingar sem er svo sem í góðu lagi stundum og þá í
hófi. Finnst samt oft eins og höfundur/leikstjóri leiti um of
í möguleika kvikmyndarinnar sem auðvitað býður upp á
meiri breidd en leiksviðið. Filman veitir oft auðveldar
lausnir á ýmsu sem erfitt væri að ná fram í hlutrænni þrí-
vídd á sviði og kvikmyndin með öllum sínum tæknibrellum
oft mun stórfenglegri en hlutveruleikinn. Það angrar mig
samt stundum að sjá kvikmyndina teygja sig æ meir inn í
leikhúsið. Ef mig langaði að horfa á stórbrotna kvikmynd
þar sem leiksviðið er nánast veröldin öll og rúmlega
það … nú þá færi ég auðvitað í bíó. Sú einstaka stemning
sem hins vegar fylgir leikhúsi, nándin og straumarnir milli
sviðs og salar, leikenda og áhorfenda, hinn jarðbundni
áþreifanleiki þess sem fram fer á fjölunum ... er einmitt
það sem gerir leikhúsið sér á báti og er bara alls ekki að
finna í bíó. Að blanda þessu tvennu saman getur verið at-
hyglisvert en á móti spurning hvort og þá hve mikið glat-
ast af sérkennum og andrúmslofti leikhússins. Það má vel
vera að leikhúsið standi kvikmyndinni langt að baki í þró-
un og tækninýtingu og sé fyrir bragðið eilítið gamaldags í
tæknihraðasamfélaginu en er það ekki einmitt það sem
ljær því sjarmann mitt í öllum látunum?
Þórey Friðbjörnsdóttir um Héra Hérason
í Borgarleikhúsinu. | kistan.isMorgunblaðið/Golli
Leikhús eða
kvikmynd
I Íslenskt leikhúslíf mun væntanlega takaeinhverjum breytingum á næstunni með
nýjum leikhússtjóra í flaggskipinu Þjóðleik-
húsinu. Fróðlegt verður að vita hvort umræða
um hlutverk slíks þjóðarleikhúss fylgir í kjöl-
farið – nú eða umræða um hlutverk leikhúss-
ins í samfélaginu yfirleitt –
og þá ekki síður í hverju
breytingin verður fólgin. Í viðtali Rögnu Söru
Jónsdóttur við Egil Heiðar Anton Pálsson
leikstjóra kemur fram að með leikhús-
stjóraskiptum í Konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn hafi töluverðar breytingar
orðið á starfsháttum þess. Áður var Kon-
unglega leikhúsið í hans augum „staðnaður
risi sem setti upp klassísk og lítt tilrauna-
kennd leikverk“, en þegar „Mikkel Harder
Munck-Hansen tók við sem leikhússtjóri
markaði hann leikhúsinu strax nýja stefnu.
Hann ákvað meðal annars að setja upp svið
sem væri eingöngu fyrir avant-garde-
starfsemi, og var litla svið Turbine-hallanna
tekið undir það“, segir Egill. Agli var boðið að
taka þátt í að móta starfsemi þessa nýja sviðs
og er ætlunin meðal annars að „hleypa yngri
kynslóð leikstjóra inn og gefa þeim tækifæri
til að þróa sitt leikhústungumál“, eins og það
er orðað í greininni í Lesbók í dag. Hvaða leið
verður farin hér á landi er auðvitað engan veg-
inn hægt að sjá fyrir, en víst er að nýju fólki
fylgir ætíð ákveðið uppgjör og um leið líta nýj-
ar áherslur dagsins ljós.
II Ekki er víst að allir aðdáendur GuðbergsBergssonar rithöfundar viti að hann hefur
um áratugabil verið mikilvirkur myndatöku-
maður. Í greininni Raunveruleikinn í römmum
segir hann frá löngun sinni til að nýta alla eig-
inleika sína; „nýta sig til fulls“. Og það gerði
hann meðal annars með því að taka myndir í
margvíslegum tilgangi. Hann gerði súrreal-
ískar stuttmyndir, notaði myndavélar til
skráningar eins og í dagbók, tók upp kvik-
myndir til að myndskreyta ljóð og fylgdist
með heimsviðburðum í gegnum linsuna. Hluta
af þessu forvitnilega efni hefur hann síðan
leyft Helgu Brekkan kvikmyndagerðarkonu
að nýta við gerð heimildarmyndar hennar, Rit-
höfundur með myndavél, sem sýnd verður á
kvikmyndahátíð þeirri er nú stendur fyrir dyr-
um. Myndin er eins konar „óformleg ævisaga“
að hennar sögn og mun án efa afhjúpa nýja
hlið á Guðbergi.
III Í Lesbókinni er að sjálfsögðu haldiðáfram að fjalla um nýjar bækur á þessu
hausti, enda bókaumfjöllun ómissandi þáttur í
hversdagslífi landsmanna á þessum tíma árs.
Þótt margir býsnist yfir hinu árvissa jóla-
bókaflóði er vert að hafa í huga að slíkt flóð er
þó alltént merki um lifandi áhuga á bók-
menntum – sem er allra góðra gjalda vert á
tímum stafrænnar afþreyingar.
Neðanmáls
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
Eftir Óskar
Jónasson
oj@internet.is