Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Síða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 K vikmyndin Jargo, eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur, hefur vakið athygli að undanförnu en hún verður sýnd á dagskrá Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík í næstu viku, en þar er lögð sérstök áhersla á kvikmyndir eftir íslenska kvik- myndagerðarmenn sem starfa er- lendis. Jargo var frumsýnd á Berl- ínar-hátíðinni í Þýskalandi í sumar, og er nú í sýningum á kvik- myndahátíðum í Evrópu. Myndin hlaut m.a. tilnefningu til norsku Amöndu-kvikmyndaverðlaunanna og vann til verðlauna í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Sarajevo. María Sólrún býr og starfar í Berl- ín en hún útskrifaðist úr námi í hand- ritsgerð við kvikmyndaakademíuna í Berlín árið 1998. Hún hefur síðan unnið við handritsgerð fyrir sjónvarp og leikstýrt kvikmyndum. Stutt- mynd Maríu Sólrúnar „Tvær litlar stúlkur og stríð“ (1995) vakti mikla athygli þar sem hún var sýnd og vann til fjölda verðlauna. Jargo er fyrsta kvikmynd Maríu Sólrúnar í fullri lengd en handritið að henni skrifaði hún sem útskriftarverkefni við kvikmyndaakademíuna. Jargo fjallar um vináttu tveggja unglingsstráka í Berlín. Jargo er Þjóðverji, alinn upp í Sádi-Arabíu, sem flyst Berlínar eftir að faðir hans fyrirfer sér, en Kamil er Tyrki, alinn upp í Berlín. Piltarnir eru að upp- götva ástina og lífið. Þeir eru að vaxa úr grasi og einmitt þá taka þau gildi, sem feður þeirra reyndu að inn- prenta þeim, að sækja á. „Báðir mót- ast af austrænum karlmennskugild- um en eru um leið algjörir Þjóðverjar. Þetta er kannski lýsandi fyrir þá merkilegu menningarlegu blöndun sem er að finna í Berlín,“ segir María Sólrún Sigurðardóttir m.a. um aðalpersónur Jargo sem glíma báðir við drauga feðra sinna bæði í bókstaflegri og táknrænni merkingu. – Myndin fjallar að mörgu leyti um menningarblöndun og tvo drengi sem eru líkt og útlendingar í heima- landi sínu. Hvað beindi áhuga þínum að þessu efni? „Sjálfsagt það að vera sjálf útlend- ingur í landi sem er búið að vera heimaland mitt í mörg ár, þó að ég sé ekki fædd hér í Þýskalandi og hafi ekki eytt bernskuárunum þar. Spurningin er hvenær maður hættir að vera útlendingur einhvers staðar – eða verður jafnvel einhvers konar útlendingur annars staðar. Mér finnst það stundum skrítið að koma heim til Íslands og kunna ekki lengur á daglega hluti, eins og að setja í stöðumæli. Það var líka skrítið að hafa verið mikið bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi á sínum tíma og svo þegar Berlínarmúrinn fór átti þetta fólk allt í einu eitthvað sameig- inlegt, sem kom þér nánast ekki við,“ segir María Sólrún og bætir því við að e.t.v. fjalli myndin ekki síst um það að allir elski, missi, gráti og sakni, hvar sem þeir eru staddir í heiminum og hvort sem um er að ræða Þjóðverja frá Sádi-Arabíu eða Tyrkja í Berlín. Áleitin unglingasaga Við sögu í Jargo koma einnig tvær stúlkur, Emilia sem býr í sömu blokk og Jargo og tekur honum eins og hann er, kippir sér lítið upp við það þótt hann gangi um í skósíðum kyrtl- um þegar svo ber undir. Mona er kærasta Kamils, sem tekur að hrífast af Jargo. Í Monu býr María Sólrún til einkar flókna og kvalda unglingssál, stúlku sem á við fíkniefnavanda að stríða og er við það að glata tengslum við veruleikann. – Jargo er að mörgu leyti mjög djörf og áleitin, ekki síst sem ung- lingamynd. Hvernig hafa viðbrögð ungs fólks verið við henni? „Í rauninni er Jargo ekki skrifuð sem unglingamynd, þó svo að við vilj- um gjarnan líka ná til þess áhorf- endahóps. Jargo var frumsýnd á Berlínarhátíðinni í flokki fyrir ung- linga og eldri og finnst mér að það hafi valdið þeim misskilningi að hún sé bara fyrir unglinga. Við hefðum meira að segja getað frumsýnt hana í öðrum flokki á hátíðinni, en þar sem þessi flokkur var nýr, vorum við að vonast til að fá meiri athygli. Fólk á öllum aldri hefur brugðist vel við myndinni. Unglingum eða ungu fólki finnst þeirra málum ekki aðeins gerð góð skil, þeim finnst líka gaman eins og hinum eldri. – Hvernig var að vinna með þess- um ungu leikurum, eru þau þekkt í Þýskalandi? „Ungu leikararnir voru uppfull af sama krafti, forvitni og lífslöngun og persónurnar í sögunni, að það nýttist mjög vel. Þessi kraftur var ástæðan fyrir því að sagan fjallar yfirhöfuð um þennan aldurshóp,“ segir María Sólrún. Hún segir þó að þessi kraft- ur, sem einkennir fólk á þessum aldri, geti verið mjög hættulegur. „Þegar ég lít til baka er ég stundum hissa að maður skyldi komast lifandi í gegnum þennan aldur, þar sem maður er að prófa sig í öllu og finna út hvað hægt er að ganga langt. Ef að mamma hefði bara vitað! Og hvað mín eigin börn varðar, þá er ég farin að biðja almættið um að halda yfir þeim sömu verndarhendi og það hélt yfir mér. Helst báðum vernd- arhöndum, takk! Tveir af leik- urunum, Constantin von Jascheroff sem leikur Jargo og Josefine Preuss sem leikur Emiliu voru barnastjörn- ur úr sjónvarpsseríum, með eigin aðdáendaklúbba og ég veit ekki hvað. Hin tvö, Nora von Waldstätten sem túlkar Monu og Oktay Özdemir sem leikur Kamil höfðu eitthvað leikið, en þetta var samt fyrsta bíómyndin fyr- ir öll fjögur. Oktay vinnur annars í kolabúð pabba síns, átti sitt fyrsta barn og gifti sig um daginn. Hann er nýorðinn 17 ára. – Nú leikur hinn þekkti þýski leik- ari Udo Kier föður Jargos. Hvernig kom hann inn í myndina? „Við Udo erum hjá sömu umboðs- skrifstofu í Þýskalandi, svo það var ekki erfitt að fá aðgang að honum, sérstaklega þar sem umboðskonunni líkaði vel við handritið. Svo líkaði Udo vel við handritið. Og mér og Udo líkaði hvoru við annað þegar við loks- ins hittumst. Þá var allt klárt. Hann er fínn leikari sem hefur unnið með fleiri Íslendingum en mér og kunni meira að segja nokkur orð á íslensku. Vont að detta á bananahýði – Sérstakur húmor einkennir mynd- ina sem lýsa má sem nokkurs konar tragikómedíu, mjög áleitinni á köfl- um. Upphafsatriðið, sem lýsir sjálfs- morði föður Jargo og eftirmálum þess, er sérstaklega sterkt hvað þetta varðar. Hverju reynir þú að koma til leiðar með þessum stíl? „Ætli þetta sé bara ekki minn per- sónulegi lífsstíll, afstaða til lífsins. Maður er búin að lenda í ýmsu eins og margur, skíða margan táradalinn, en þegar ég hugsa til baka eða segi frá því, þá tek ég eftir því, hvað öll þessi þraut og pína er skopleg. Veistu hvað það er virkilega vont að detta á bananahýði? – Mikið er lagt í tónlistina í mynd- inni, hvaða fólk stendur að henni? „Aðaltónlistarhöfundurinn er Austur-Þjóðverjinn „Iron“ Henning Rabe, sem einnig starfar sem DJ. Kærastinn minn, Wolfram Krabiell með Punk-lúðrasveitinni sinni „Die bolschewistische Kurkapelle Rot- Schwarz“ samdi tvö lög, svo eru þarna klassískari verk eftir ungan kvikmyndatónlistarhöfund frá Sviss, Christine Aufderhaar og síðan en ekki síst fékk ég að nota tónlist samda af löndum mínum Bjargeyju Ólafsdóttur og Ólafi Breiðfjörð. Frá- bært lag sem heitir „Gay Popstar“. – Hvað er á döfinni hjá þér núna, bæði hvað varðar sýningar á Jargo og næstu verkefni? „Jargo mun ferðast eitthvað áfram um á kvikmyndahátíðum. Ég er að kenna handritsgerð í augnablikinu ásamt að skrifa handrit að bíómynd- um fyrir aðra. Ég er líka aðalhöf- undur að gamansjónvarpsseríu sem er nýbyrjað að sýna og gengur vel. Síðast en ekki síst er ég að malla mínar eigin sögur sem enginn fær að leikstýra nema ég. – Líturðu fremur á þig sem kvik- myndagerðarmann eða handritshöf- und? „Á færeysku heitir handritshöf- undur filmrithöfundur. Mér finnst þetta mjög viðeigandi og lýsandi orð. Segjum að ég líti á mig sem kvik- myndagerðarmann með áherslu á handritsskriftir,“ segir María Sólrún Sigurðardóttir að lokum. Mín afstaða til lífsins „Í rauninni er Jargo ekki skrifuð sem unglingamynd, þó að við viljum gjarnan líka ná til þess áhorfendahóps.“ Jargo fjallar um vináttu tveggja unglingsstráka í Berlín. Udo Kier, Constantin von Jascheroff og María Sólrún Sigurðardóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.