Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Qupperneq 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 Dýralæknatal – Búfjár- sjúkdómar og saga, er komin út í ritstjórn Brynj- ólfs Sandholt. Í bókinni er að finna ágrip af sögu Dýralækna- félags Íslands ásamt dýra- læknatali Íslendinga og umfjallana um helstu dýra- sjúkdóma og starfssvið dýralækna. Þar má sjá fjölda mynda úr starfi dýralækna á Íslandi og einnig fylgja myndir með umfjöllun um dýrasjúkdóma. Útgefandi er Dýralæknafélag Íslands. Bók- in er 423 bls. að lengd. Nýjar bækur Múrinn í Kína er eftir Huld- ar Breiðfjörð. Hér segir af ungum Reykvíkingi sem fær þá flugu í höfuðið að ganga meðfram endilöngum Kína- múrnum. Hann sækir einka- tíma í kínversku, kaupir sér viðlegubúnað og leggur síð- an af stað. En það eru ekki liðnir margir dagar í nýju landi þegar það fara að renna á hann tvær grím- ur. Framundan er tæplega 3.000 kílómetra krefjandi ferðalag og frásögn af glímu óreynds ferðalangs við framandi tungumál og menn- ingu, endalausar eyðimerkur, lamandi vatns- skort og sína heimatilbúnu fordóma. Um kápuhönnun sá Hunang. Prentun var í höndum Odda hf. Verð 4.250 kr. HÖFUNDAR bókarinnar „Barn verður til“ eru sérfróðir hvor á sínu sviði. Lars Hamberg- er sem skrifar textann er prófessor í fæðingar- og kvensjúkdómafræði við háskólann í Gauta- borg í Svíþjóð og í fremstu röð þeirra sem stuðlað hafa að tæknifrjóvgunum á Norð- urlöndum. Lennart Nilsson er sænskur ljós- myndari sem í samstarfi við væntanlega for- eldra og lækna þeirra og með ótrúlegri tækni og snilld leyfir okkur að skyggnast inn í hulda veröld fóstursins sem í gegnum aldirnar hefur verið mönnum dulin ráðgáta. Þroskaferli fóst- urs er síðan fylgt eftir myndrænt frá getnaði fram yfir fæðingu. Bók þeirra kom fyrst út árið 1965 en sú út- gáfa sem nú birtist okkur á íslenzku er sú fjórða í röðinni. Hún hefur verið endurskoðuð rækilega og henni breytt mikið sem ekki er undarlegt, því tækninni fleygir jú sífellt fram. Þannig eru flestar myndir í bókinni nýjar af nálinni. Segja mætti að þetta væri myndabók með texta fremur en myndskreytt lesefni, því myndirnar bera bókina uppi. Myndirnar gætu í sjálfu sér staðið að miklu leyti einar. Þær eru hrein snilld margar hverjar og sumar svo ótrú- lega fallegar að maður fellur í stafi. Maður get- ur varla ímyndað sér að hægt sé að fylgjast með vexti og þróun fósturs á þann hátt sem Lennart Nilsson gerir og mann rekur í roga- stanz aftur og aftur yfir því sem hægt er að gera með ljósmyndalinsu. Um textann er það að segja að hann er nokk- ur fræðilegur á köflum og þótt mér sem lækni sem leggur stund á mæðravernd finnist hann lýsandi, fróðlegur og áhugaverður er erfitt að segja hvort ungum foreldrum muni finnast hann aðgengilegur. Sumt er sett fram skýrt og á mannamáli en á milli koma fróðleiksmolar sem mörgum gætu þótt of ítarlegir. Þá er líka allt í lagi að hlaupa yfir þá og óþarft að láta slíkt fæla sig frá. Bókin er byggð þannig upp að í fyrstu er fjallað um ástir karls og konu, þá um getnaðinn og fóstrinu síðan fylgt eftir í móðurkviði. Með- gangan er jú um 40 vikna löng og fjallað er um vikur 3.–12., 13.–26. og 27.–40. sérstaklega. Næst kemur kafli um fæðinguna og á eftir hon- um kaflinn Náttúrunni rétt hjálparhönd, en þar segir frá tæknifrjóvgunum. Sú sérþekking sem manni er rétt á silfurfati í þessari bók er afar verðmæt. Þarna er að finna flest það sem komið getur upp í hugann og hægt að finna svör við svo ótal mörgu. Ég rakst þó á einstaka hluti sem ekki eru alls kostar réttir eða sem mér fannst vanta. Ekki er getið um mikilvægi þess að taka krabbameinsstrok frá leghálsi í byrjun meðgöngu eða þá eftir að fæðing er afstaðin allt eftir því hve langt er síð- an síðasta sýni var tekið. Þá sá ég hvergi minnzt á það að konum væri ráðlagt að taka inn vítamínið fólinsýru á fyrstu vikum meðgöngu. Á bls. 93 segir svo undir yfirskriftinni Hjartað slær: „Hjartsláttur fósturvísisins er afar ör, næstum tvöfalt örari en hjartsláttur móð- urinnar. Auðvelt er að heyra hann, jafnvel með einföldustu hlustunarpípu. Ein öruggasta leið- in til að gæta að vellíðan fóstursins er að fylgj- ast með hjartslætti þess.“ Það er ekki rétt að maður geti heyrt hjartslátt fósturvísis með ein- földustu hlustunarpípu. Það er hins vegar hægt að heyra hjartslátt hans með sónartækni og flóknari tólum. Í mæðraskoðun eru notaðir hljóðnemar, sem magnað geta upp fósturhljóð og gert þau heyranleg frá og með 10. til 12. viku meðgöngu og er þessi aðferð notuð í hvert skipti eftir það þegar konan kemur í mæðraeft- irlit. Hjartslátt fer maður ekki að heyra með venjulegri hlustunarpípu fyrr en löngu seinna í meðgöngunni og þá er ekki lengur hægt að tala um fósturvísi. Þar sem ég hef ekki upphaflega textann veit ég ekki hvernig þetta hefur verið sett fram á frummálinu. Bókin er prýðilega þýdd og það sérstaklega þar sem textinn er ekki alls staðar árennilegur. Því hefur ekki verið um einfalt verk að ræða. Formálsorð ritar Reynir Tómas Geirsson prófessor/yfirlæknir á kvennadeild Landspít- alans. Hann undirstrikar þar meðal annars hve alúð og ástúð foreldra og samfélags séu barni mikilvæg. Undir það vil ég taka. Skyggnzt inn í hulda veröld BÆKUR Heilbrigði Höfundar: Lennart Nilsson og Lars Hamberger. Þýðandi: Guðrún Svansdóttir. 240 bls. Útgefandi: Vaka-Helgafell. Reykjavík 2004. Barn verður til Katrín Fjeldsted ALICE Sebold var „heppin“. Hún var ekki drepin, henni var „bara nauðgað“. Og lánið hélt áfram að leika við hana. Nauðgarinn náð- ist og var dæmdur. Áverkarnir hurfu án þess að skilja eftir sig ör. Hún hélt áfram í skól- anum. Lífið hélt áfram. En hún lifði ekki ham- ingjusömu lífi upp frá því eins og persónurnar í ævintýrunum. Hún var ekki lengur ein af stelpunum. Hún var „stelpan sem var nauðg- að“. Stelpan sem fólk vissi ekki hvernig það átti að umgangast. Stelpan sem fólk ýmist vor- kenndi eða hryllti við. Stelpan sem hvíslast var á um á bak við hana. Stelpan sem vinir og fjöl- skylda forðuðust að horfast í augu við. Stelpan sem ókunnugt fólk þóttist þekkja af því að hún var „fræg“. Kokhrausta stelpan sem bar höf- uðið hátt og fór að djamma ótæpilega til að sýna heiminum að það væri sko „allt í lagi með mig“. Stelpan sem varð aldrei söm, hvorki innra með sér né í augum umhverfisins. Stelp- an sem var svo heppin að vera bara nauðgað. Heppin er frásögn hennar sjálfrar af nauðg- uninni og eftirleik hennar. Óvægin og tæpi- tungulaus frásögn þar sem hvergi vottar fyrir beiskju eða ásökun og engin tilraun er gerð til að vorkenna sjálfri sér eða fegra eigin hlut. Skelfileg frásögn af þeim hryllingi sem nauðg- un er og þeim tvískinnungi sem ríkir bæði í dómskerfinu og þjóðfélaginu gagnvart þessum glæp. Og les- andinn sveiflast upp og niður til- finningaskalann fram og til baka. Verður reiður, skelfdur, hrærð- ur, glaður, sorgmæddur og hissa. Langar til að henda bókinni frá sér, loka augunum, fría sig ábyrgð á þessum heimi og órétt- læti hans. En stílgáfa og hrein- skiptni höfundar gera það að verkum að maður les áfram, bölvandi og snöktandi til skiptis og leggur ekki bókina frá sér fyrr en henni er lokið. Og getur ekki hætt að hugsa um þessa sögu. Vill svo innilega geta talið sjálfum sér trú um að þetta séu nú ýkjur og öfgar, að viðhorfið til nauðgana hafi nú breyst á þessum rúmu tuttugu árum sem liðin eru frá því að Alice Sebold var nauðgað. Að þetta sé nú miklu verra í Ameríku en hér heima. En veit að sú er ekki raunin. Þetta er nákvæmlega svona. Nauðgun er eini glæpurinn sem gerir fórnarlambið „óhreint“ og vekur grunsemdir um samsekt þess. Meira að segja pabbi Alice skilur ekki hvernig þetta gat verið nauðgun fyrst nauðgarinn var ekki vopnaður. Og það er ekki fyrr en fram kemur við réttarhöldin að hún hafi verið hrein mey, ómáluð og í víðum „ósexý“ fötum að kviðdóm- endur fara að trúa á sakleysi hennar. Mann langar til að öskra! Enginn skilji þó orð mín svo að hér sé á ferðinni einhver „femínískur áróður“ sem hefur það að mark- miði að sýna fram á skepnuskap karlmanna. Það er óralangt frá því. Konurnar í umhverfi Alice eru engu skilningsbetri eða sam- úðarfyllri en karlarnir. Nauðgun er bara óþægileg „uppákoma“ í augum fólks og eitthvað sem helst á ekki að tala um nema í hvíslingum og kjaftasögum. Eng- inn sem Alice leitar til fæst einu sinni til að segja orðið nauðgun. Fólk fer undan í flæmingi og talar um „þetta sem kom fyrir þig“ eða „árásina“. Margar lýsingarnar á vandræðagangi fólks sem hún umgengst eru bráðskondnar, þrátt fyrir sársaukann sem kraumar undir niðri. Og það er þessi húmor sem gerir það að verkum að þrátt fyrir allt er Heppin skemmti- leg bók. En hún er líka hræðilega sorgleg. Vel skrifuð og vel byggð. Sannfærandi og heið- arleg. Og áhrifameiri en nokkur skáldsaga sem ég hef lesið. Ætti að vera skyldulesning fyrir alla. Stráka og stelpur. Foreldra og kennara. Lækna og lögfræðinga. Jón og Gunnu. Mig og þig. Við erum nefnilega ekki saklausir áhorfendur. Við erum hluti af þjóð- félaginu. Og þjóðfélagið lítur enn þá á nauðgun sem minni háttar glæp. Fórnarlömb nauðgara eru ennþá „heppin“ í augum heimsins. Og það er löngu tímabært að breyta því viðhorfi. Að sleppa með skrekkinn BÆKUR Frásögn Alice Sebold, þýð: Helga Þórarinsdóttir, JPV-útgáfa 2004, 303 bls. Heppin Friðrikka Benónýs Alice Sebold KRISTÍN Helga Gunnarsdóttir er einn besti barnabókahöfundur okkar. Hún hefur mest skrifað fyrir stálpuð börn en nú er markhóp- urinn nokkuð yngri; um það bil fjögurra til sjö eða átta ára. Fíasól í fínum málum er safn lítilla, skemmtilegra sagna um sjö ára eldhressa stelpu sem er vænsta skinn og mikill prakkari. Bókin er skrifuð í þeim glað- lega, skýra stíl sem einkennir verk Kristínar Helgu og skreytt hæfilega mörgum ágætum teikn- ingum og kápumynd Halldórs Baldurssonar. Það er vel til fundið að hafa formála að bókinni þar sem er út- skýrt hver Fíasól er, hver fjöl- skylda hennar er og hvar hún býr ásamt því að segja frá persónu- einkennum hennar en þau eru helst gríðarlegt hugmyndaríki og sjálfstæði. Kaflarnir snúast svo um ævintýrin og árekstrana sem hún lendir í vegna þessara eig- inleika sinna. Velt er upp spurn- ingum um rétt og rangt, foreldr- arnir eru mannlegir og oft ráðþrota gagnvart litlu manneskjunni en kærleiksrík ákveðni ræður þegar til kast- anna kemur. Eins og í mörgum bókum Kristínar ríkir hér gleði, hlýja og umburð- arlyndi gagnvart börnum. Þetta kemur til dæmis vel fram í sögunni af því þegar stelpuskottið vill bara vera í bleikum fötum og endar á því að fara í náttfötum í skólann. Það er hægt að ræða heilmikið um efni bókarinnar við litlar mann- eskjur sem vilja vera stórar og treysta sér alveg til að taka þátt í mannlífinu. Gott dæmi um slíka sögu er þegar Fíasól rænir sælgæti og lendir í miklum vandræðum þess vegna. Stíllinn er skýr og skemmti- legur eins og áður sagði og mjög vel gert að blanda saman sjónarhorni barnsins og fullorð- inna en það kemur fram í efn- istökum og orðanotkun. Höf- undur er óhræddur við að nota flókin orð og setningar og þess vegna er upplagt að fjölskyldan lesi bókina saman. Fullorðnir og eldri systkini munu nefnilega ekki síður hafa gaman af uppátækjum Fíusólar en þau litlu. BÆKUR Börn eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur með teikningum eftir Halldór Baldursson. 93 bls. Mál og menning, Reykjavík 2004. Fíasól í fínum málum Hrund Ólafsdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttir Íslensk Lína Glóið þið gullturnar er eft- ir Björn Th. Björnsson. Þeir dönsku kaupmenn sem störfuðu hér fyrr á öld- um hafa ekki fengið góð eft- irmæli í Íslandssögunni og löngum verið kenndir við maðkað mjöl, svik og pretti. Ekki voru þeir þó allir und- ir þá sök seldir og sumir þeirra ákváðu að setjast hér að og deila kjörum með þjóðinni – gerðust Íslendingar. Einn þessara manna var Fritz Hendrik Berndsen sem kom til Skagastrandar upp úr miðri 19. öld til að gerast þar beykir. Hann setti á fót eigin verslun árið 1875 og rak hana um árabil, en auðgaðist aldrei, gullturnar hans voru allir hugarsmíð. Lífshlaup hans og Bjarg- ar Sigurðardóttur konu hans var hins vegar um margt skrautleg og óvenjuleg. Frá Fritz er komið margt manna sem dreifst hafa víða og afkomendur hans hafa um langan aldur sett mikinn svip á samfélagið á Skagaströnd. Björn Th. Björnsson hefur nú ritað heim- ildaskáldsögu um Fritz Hendrik og byggir meðal annars á eftirlátnum endurminningum hans en í seinni hluta sögunnar segir nokkuð af einum sona hans, Sigurði Berndsen, sem var kunnur fésýslumaður í Reykjavík. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 234 bls. Verð: 4.490 kr. Á leiðinni er heiti ljóða- bókar eftir Sigurð Skúla- son leikara sem komin er út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Ljóð Sigurður eru afar persónuleg og blandar hann saman hárbeittum ör- sögum og tregafullum ljóð- um um ást og ástleysi í við- sjárverðum heimi. Sigurður hefur áður gefið út tvær ljóðabækur og lagt stund á þýðingar. Bókin er 46 bls. og var prentuð hjá Guten- berg. Höfundur og Hlynur Helgason sáu um hönnun kápu. Leiðbeinandi útsöluverð er kr. 1.690. Bulgarisambandið er skáldsaga eftir Fay Weld- on í þýðingu Þórunnar Hjartardóttur. Bulgarisambandið er jafnekta og skartgripirnir frá ítalska hönnuðinum Bulgari, en það var einmitt hann sem bað Weldon um að skrifa bók þar sem nafn- ið Bulgari kæmi fyrir. Þetta er hárbeitt og fyndin saga um ástir og örlög, mútur og mafíu, nunnur og drauga. Konur og karlar takast á, atburðarásin er ófyrirsjáanleg og loks stendur ekki steinn yfir steini. Bulgarisambandið hefur hlotið miklar vin- sældir og er bókin talin með þeim bestu þessa þekkta höfundar. Bókin er gefin út með styrk frá Þýðing- arsjóði. Hún er í kiljubroti, 263 bls. og prentuð í Odda. Hunang sá um kápuhönnun. Leiðbein- andi útsöluverð er 2.490 kr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.