Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Page 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 15
R
itstjórn bókarinnar
skipa Helgi Björns-
son, formaður, Egill
Jónsson og Sveinn
Runólfsson.
Þeir segja, að
hvergi sé sambýli Íslendinga við
jökla svo náið sem sunnan Vatna-
jökuls. Þetta sjáist greinilega í bók-
inni, sem sé ekki bara jöklafræði,
heldur þverfaglegt verk um náttúru
og mannlíf á landræmunni milli
sjávar og jökla í A-Skaftafellssýslu.
Bókinni má
skipta í þrjá
efnisflokka.
Sá fyrsti
geymir fróð-
leik um sögu og náttúru eftir að
land byggðist. Egill Jónsson skrifar
um landgæði í Austur-Skaftafells-
sýslu á landsnámstíð, Páll Berg-
þórsson skrifar um loftslag allt frá
landnámi, Páll Imsland fjallar um
landsig og landris í Hornafirði,
Helgi Björnsson og Finnur Pálsson
lýsa nýjum rannsóknum á landslagi
undir jöklum í A-Skaftafellssýslu og
Sveinn Runólfsson ritar um land-
kosti og landbætur í Austur-
Skaftafellssýslu.
Í miðkafla bókarinnar fjalla tveir
jarðfræðingar; Jón Jónsson og Guð-
mundur Ómar Friðleifsson, um
jarðsögu svæðisins, en Jón, sem er
aldursforseti íslenzkra jarðfræð-
inga, hóf langan rannsóknaferil sinn
á þessum slóðum fyrir meira en
hálfri öld. Í þriðja hlutanum rekja
fræðimenn minningarbrot frá störf-
um í A-Skafafellssýslu; þeir Sverrir
Scheving Thorsteinsson og sænski
Íslandsvinurinn Gunnar Hoppe og
bókinni lýkur með endurminningum
frá samvinnu Íslendinga og Svía á
Vatnajökli 1936–38. Carl Mann-
erfelt lifir enn í hárri elli einn þátt-
takenda, en auk endurminninga
hans, birtast minningarbrot úr ferð-
um Sigurðar Þórarinssonar um
Austur-Skaftafellssýslu 1934–39,
sem sonur hans Sven Þ. Sigurðsson
hefur tekið saman.
Þeir félagar segja, að fyrsta hug-
myndin að þessari bók hafi kviknað
eina góða morgunstund, þegar
Helgi og hans menn fóru að lýsa
landinu undir Hoffellsjökli, sem
þeir höfðu verið að mæla. Þar var
þá strax ákveðið að gefa út bók og
höfundarnir ellefu valdir til hennar.
Helgi Björnsson tók að sér að vera
ritstjóri bókarinnar og „síðan skip-
uðum við félagarnir okkur þrjá í rit-
nefnd og höfum í sameiningu unnið
að framgangi verksins,“ segir Egill.
„Aðal þessarar bókar tel ég vera
myndirnar; þær eru bæði margar
og merkar,“ segir Sveinn. „Við höf-
um farið í flugvélum og fótgangandi
um fjöll og firnindi,“ bætir Egill við
og „grafið í gömlum myndasöfnum
og bjargað þeim frá glötun,“ botnar
Helgi.
Málverkin komu á óvart
Egill Jónsson er heimamaðurinn og
ég spyr hann, hvernig breyting-
arnar hafi horft við honum af
hlaðinu á Seljavöllum.
„Ég ólzt upp á Hoffelli og var ná-
inn afa mínum; Guðmundi í Hoffelli,
sem þekkti til breyttra tíma í veð-
urfari og náttúru allt aftur til 19ndu
aldar. Síðan er ekki síður víðsýnt til
jökla af hlaðinu á Seljavöllum. Það-
an sjást vel breytingar á jöklum í
Hornafirði og þótt hægt fari, þekkja
menn á mínum aldri verulega rýrn-
un jökla og landvinninga.
Graslendið á undirlendinu tók
miklum breytingum á síðustu öld og
því meiri sem lengra leið. Jöklar og
jökulár voru ekki eins aðgangshörð
og landið var varið, bæði vegna
vegagerðar og landgræðslu, sem
hvort tveggja er góður undirbún-
ingur fyrir landið til að taka á sig
aðra sýn; ræktunar í stað gróð-
urleysis.
Einn þáttur í starfi okkar við
bókina, hefur verið að skoða og
bera saman málverk af jöklum. Við
birtum í bókinni málverk frá byrjun
20ustu aldar eftir Ásgrím Jónsson
við hliðina á ljósmynd frá sama
sjónarhorni, sem Magnús Reynir
Jónsson tók nærri öld síðar. Mun-
urinn á jöklinum er gífurlega mikill.
Til eru mörg falleg málverk, sem
lýsa náttúrufari í Austur-Skafta-
fellssýslu, sem vert væri að kynna.
Við myndöflunina safnaðist að
okkur svo mikill fjöldi ljósmynda,
að það er vel hægt að gefa út aðra
bók, bara með myndum!“
Undraverð gróðurbylting
Sveinn Runólfsson segir, að oft trúi
fólk því ekki, þegar því er sagt
hvernig ástandið var, til dæmis fyr-
ir einni öld, og það borið saman við
þann árangur, sem náðst hefur í
landgræðslunni.
Hann segir, að af dönsku herfor-
ingjaráðskortunum frá 1903 í Aust-
ur-Skaftafellssýslu, megi lesa dýr-
mætar upplýsingar um gróðurfar
landsins og sjá, hvað landið var þá
orðið hart leikið af óblíðum nátt-
úruöflum; jöklum, ám og eldfjöllum.
„Það er óvíða sem land hefur ver-
ið leikið jafn grátt á sögulegum
tíma.
Hins vegar er óhætt að fullyrða
að í Austur-Skaftafellssýslu hefur
gróður tekið hvað mestum stakka-
skiptum og framförum síðustu 50
ár, sem ég hef orðið vitni að nokk-
urs staðar á landinu.
Ég tek sem dæmi ástandið á
Skógeyjasvæðinu í Hornafirði. Þar
hófst landgræðsla á 9nda áratug
tuttugustu aldarinnar. Það þurfti að
beita mjög sérstæðum aðferðum,
því Skógeyjasvæðið var ýmist þurrt
og sandi orpið eða vötnin flæmdust
um það.
Því urðu að haldast í hendur
varnaraðgerðir gegn ágangi fljót-
anna og síðan mikið átak í upp-
græðslu, þegar landið þornaði. Það
hefur verið afar athyglisvert að sjá
hvernig sáðgrösin viku fyrir inn-
lendum gróðri; fyrst svokölluðum
landnemaplöntum og nú sjást víða
víðir og birki, sem gefa fyrirheit um
að Skógey beri aftur nafn með
rentu.
Nú er Skógeyjasvæðið, sem fyrir
þremur áratugum var gróðurvana
eyðimörk, orðið iðjagrænt gróð-
urlendi.
Árangur sandgræðslu og tún-
ræktar í A-Skaftafellssýslu hefur
verið undraverður og mikilvægt er
að stuðla að því, að sú gróðurbylting
haldi áfram.“
Landslagið afhjúpað
„Kaflaskipti urðu í jöklarann-
sóknum, þegar okkur tókst með
íssjá að afhjúpa landslagið undir
Vatnajökli, þar á meðal upp af
Hornafirði,“ segir Helgi Björnsson.
„Á þessu landsvæði ber fyrst að
nefna að við fundum undir Hoffells-
jökli 10 kílómetra langa rennu, sem
nær niður fyrir sjávarmál; allt að
300 metra. Þessi renna er upphafið
að hinum forna Hornafirði, sem ís-
aldarjökullinn gróf og síðar fylltist
af sandi, þegar sá ísskjöldur hvarf.
Þegar núverandi Hoffellsjökli er
svipt af, kemur í ljós landslag, sem
kemur heim og saman við gamlar
frásagnir og fornar sögur frá
A-Skaftafellssýslu og hjálpar okkur
að lesa Íslandssöguna allt aftur til
landnáms, þegar ferðaleiðir lágu yf-
ir fjöll, sem síðan huldust jökli.
Nú þekkjum við landslagið undir
jöklinum hærra uppi. Það vekur at-
hygli, hversu lágt það er. Jökullinn
hvílir á hálendi, sem er að jafnaði í
800 metra hæð og er 560 metra
þykkur, þar sem mest er.
Aðeins um 10% af fjalllendinu
undir jöklinum nær upp fyrir nú-
verandi snælínu, sem er í um 1100
metra hæð. Því er ljóst að jökullinn
hefur orðið til við mun kaldara lofts-
lag en nú er og þegar snælínan var
lægri.“
Þegar Ísland var numið, voru
jöklar minni en nú. Snælínan við
sunnanverðan Vatnajökul var þá í
um 1100 metra hæð, eins og nú, en
síðan féll hún niður fyrir 800 metra
um 1500 og hélzt í 700 metrum til
loka 19ndu aldar. Þá settust snjó-
fyrningar á alla fjallshæðina upp af
Hornafirði og Mýrum og stórir jökl-
ar uxu og skriðu niður á láglendi.
Undir Hoffellsjökli eru 70% af flat-
armáli botnsins yfir 800 metra hæð.
Hoffellsjökull var orðinn 234 fer-
kílómetrar árið 1890, en síðan tók
hann að rýrna, einkum frá 1930 til
1960 og árið 2001 var hann 212 fer-
kílómetrar.
Hoffellsjökull hefur við hlýindi
síðustu tíu ára hopað enn hraðar en
áður og nú þarf hann að draga sig
lengra til baka til þess að ná nýju
jafnvægi sem heldur honum á lífi.
Helgi Björnsson segir að hann
muni að óbreyttu loftslagi ná jafn-
vægi norður við Tungur, Múla og
Gæsaheiði, en gangi spár eftir um
að framundan sé enn hlýrra loftslag
„munu barnabörn okkar sem mið-
aldra erum sigla eftir jökullóni til
Nýju-Núpa.“
Margmiðlunardiskur með
Með bókinni Jöklaveröld fylgir
margmiðlunardiskur, þar sem efnið
er kynnt á myndrænan hátt: lýst er
landsháttum í Austur-Skaftafells-
sýslu á fyrri tímum og sýndar þær
breytingar sem orðið hafa með
landgræðslu og hlýnandi veðráttu.
Landslagi undir jöklum er lýst.
Margmiðlunardiskurinn er einnig
til í enskri útgáfu.
Landvinningar undir jökli
Mælingar á undirlagi Vatnajökuls
suðaustanverðum ríma vel við sög-
ur í byggðinni sunnan Vatnajökuls.
Á fyrstu öldum eftir landnám náðu
jöklar ekki niður á láglendi, en við
kólnandi loftslag eftir 1300 tóku
jöklar að vaxa og skríða niður frá
hálendinu. Þar sem Hoffellsjökull-
inn hvílir nú riðu forfeður okkar
rennisléttan og gróinn Hoffellssand
til Nýju-Núpa. Frá þessu segir bók-
in Jöklaveröld, en hún er ekki ein-
asta frásögn um það, hvernig land-
ið leit út, þegar landnámsmenn
komu fyrst fyrir meira en 1100 ár-
um, heldur fjallar hún um náttúru
og mannlíf allar götur síðan og þær
gríðarmiklu breytingar, sem hafa
orðið á útliti byggðarinnar í Aust-
ur-Skaftafellssýslu.
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Jöklaveröld er ekki bara jöklafræði, heldur þverfaglegt verk um náttúru og mannlíf á landræmunni milli sjávar og jökla í
Austur-Skaftafellssýslu. Ritnefndin; Helgi Björnsson, Egill Jónsson og Sveinn Runólfsson.
Stóralág. Málverk Ásgríms Jónssonar frá 1912.
Ljósmynd/Magnús Reynir Jónsson
Stóralág 2002.