Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Page 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004
Fífl dagsins er
eftir Þorstein
Guðmundsson.
„Hlæið þið bara
og segið: Hann er
að skrifa ævisögu
Sigga Tex til þess
að upphefja sjálf-
an sig, hann vill
standa á öxlum
mikilmennis, nið-
urlægja og eyði-
leggja, notfæra og traðka á. En þið
lesið áfram og þið lesið áfram vegna
þess að þessi bók er ekki um mig, hún
er um Sigga Tex og það er ekki ein
setning í þessari bók sem hann stend-
ur ekki á bak við, ekki eitt orð sem
ekki má rekja til hans, ég er verkfæri
í hans höndum, ómerkilegur leigu-
penni, skíthæll.“
Á tímum þegar fólk getur ekki
rabbað saman nema fyrir milligöngu
fjölmiðla og það þekkir vel einkalíf
fólks sem það kemur aldrei til með að
tala við – þá verða til sögur eins og
þessar: Frumlegar, óhugnanlegar og
töfrandi sögur um leit okkar að sjálfi
og fólkið sem við lifum í gegnum.
Þegar Siggi Tex, frægasti Íslend-
ingur samtímans, flytur inn í stiga-
ganginn hjá sögumanni með und-
urfagurri konu sinni tekur líf hans
hamskiptum. Þetta er fyrsta skáld-
saga Þorsteins Guðmundssonar leik-
ara, rithöfundar og skemmtikrafts.
Útgefandi er Mál og menning. 239
bls. Verð: 4.290 kr.
Nýjar bækur
Málsvörn og minn-
ingar er eftir Matth-
ías Johannessen.
Málsvörn og minn-
ingar er uppgjör
Matthíasar við sam-
tíma sinn. Hann var í
áratugi í eldlínu þjóð-
félagsumræðunnar
sem ritstjóri Morg-
unblaðsins. Nú horfir hann á vígvöll-
inn úr fjarlægð sem veitir honum
færi á að greina og túlka það sem
hann sér. Innlifun og eldmóður ein-
kenna stíl Matthíasar sem fer geyst
og kemur víða við. Hér er fjallað um
skáldskap og trú, mennsku og list,
stundlegan gróða og varanleg gildi,
uppruna, rætur, tungumál og fjöl-
miðla nútímans. Ljóð og sendibréf,
samtöl og ádrepur, allt fellur í einn
farveg og mótar áhrifaríka málsvörn
skáldsins sem hefur staðið af sér
hryðjur og storma og hefur margs
að minnast.
Matthías Johannessen hefur lengi
verið í fremstu röð íslenskra rithöf-
unda og eftir hann liggur fjöldi
ljóðabóka, sagna, samtalsbóka og
leikrita auk ritgerða og greina um
margvísleg efni.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 533 bls. Verð: 4.980 kr.
Nýjar bækur
Samkvæmis-
leikir eftir Braga
Ólafsson.
Sagan hefst
undir morgun
þegar prentnem-
inn Friðbert hef-
ur kvatt síðustu
gestina í þrítugs-
afmælisveislu
sinni. Þá rekur
hann augun í svarta rúskinnsskó
fyrir framan dyrnar á stigapallinum,
skó sem hann kannast ekki við að
hafa séð áður.
Samkvæmisleikir er óvenjuleg,
ágeng og spennandi saga, lituð af
ísmeygilegri kímni sem einkennt
hefur fyrri verk Braga Ólafssonar.
Skáldsögur hans, Hvíldardagar og
Gæludýrin voru tilnefndar til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna.
Útgefandi er Bjartur. Verð kr.
4.250.
DAGBÓKIN er mörgum unglings-
stúlkum dýrmæt því að henni
treysta þær fyrir leyndarmálum
sem enginn annar fær að heyra.
Gerður Berndsen notar dagbók-
arformið fyrir stutta skáldsögu sína
um Krissu, þrettán ára stelpu, sem
kvíðir því að fara í áttunda bekk auk
þess sem hún og systkini hennar
tvö, fimmtán og átta ára, eiga
drykkfellda foreldra. Drykkju-
skapnum fylgja óhjákvæmilega
mörg vandamál en systkinin þurfa
oft að bjarga sér sjálf. Önnur vanda-
mál, sem fullorðnum þykja kannski
léttvægari en eru alvarleg fyrir
unglingnum, eru til dæmis að stelp-
an á í erfiðleikum með vinkonurnar
og er hrifin af strák en þorir ekki að
láta það uppi. Sagan er trúverðug
og hnitmiðuð; formið þjónar efninu
mjög vel, sjónarhornið er skýrt,
persónusköpunin er góð, málfarið
eðlilegt og þrátt fyrir stóru vanda-
málin er aldrei alhæft eða farið yfir
strikið í efnistökum. Til viðbótar er
stutt í húmorinn sem kraumar í
textanum en kemur líka
fram í skemmtilegum
smáteikningum höf-
undar.
Gerður Berndsen á
auðvelt með að setja sig
inn í hugarheim ung-
linga, auk þess sem hún
lýsir vandamálum
áfengissjúkdómsins og
áhrifum hans á aðstand-
endur af þekkingu og
innsæi. Sögukonan og
aðalpersónan Krissa
byrjar að skrá hugleið-
ingar sínar í tilrauna-
skyni vegna þess að hún
hefur fengið dagbókina að gjöf.
Smám saman gefur hún meira af sér
í skrifin og bókin reynist henni nauð-
synleg kjölfesta en þess utan reynist
það verða prýðileg sálfræðihjálp að
skrifa um vandamálin; hún persónu-
gerir dagbókina sína, hana Rúnu, og
heitir henni því að vera heiðarleg.
Allt tekst þetta firna vel og persónu-
sköpun Krissu og annarra persóna
verður skýr þar sem alltaf er reynt
að finna rök og ástæður fyrir orðum
og hegðun fólks þegar mikið gengur
á. Til dæmis gerir Krissa sér grein
fyrir því að mamma hennar hefur
leiðst út í drykkju eftir að hafa misst
systur sína: ,,Eftir að Rannveig dó
fór mamma að fara reglulega út með
pabba og svo oftar og
oftar og … æi, ég held
að þau séu bara helvít-
is (fyrirgefðu orð-
bragðið) fyllibyttur
eins og afi … ég elska
þau samt. (64) Krissa
er venjulegur ungling-
ur, þæg og kurteis,
sem tekur meiri
ábyrgð á fullorðna
fólkinu og litla bróður
sínum en henni er
hollt. Hún lærir að lifa
meira fyrir sjálfa sig,
reynir að falla inn í hóp
krakkanna á unglinga-
stiginu með því að óhlýðnast for-
eldrum sínum en gerir sér grein fyrir
því hvað fjölskyldan er henni mikils
virði.
Auk áðurnefndra kosta heilla helst
við bókina látleysið og sannfærandi
sjónarhorn sögukonunnnar en of oft
vill brenna við að rithöfundar sem
skrifa fyrir unglinga prédiki yfir
þeim eða treysti um of á róm-
antískar, stílfærðar myndir sem vilja
verða yfirborðskenndar. Því er sann-
arlega ekki að heilsa um bók Gerðar
og óskandi að hún reyni sig frekar
með því að skrifa skáldsögur fyrir
lesþyrsta krakka.
Góð stelpusaga
BÆKUR
Unglingasaga
eftir Gerði Berndsen
125 bls. Salka, Reykjavík 2004.
Rúna
Trúnaðarmál
Hrund Ólafsdóttir
Gerður Berndsen
BÓKIN Frosnu tærnar eftir Sigrúnu
Eldjárn er veglegur gripur. Lítil bók-
in fer vel í hendi. Mött áferð káp-
unnar og mjúk litasamsetning henn-
ar gefa bókinni virðulegt yfirbragð.
Myndskreyttar blaðsíðurnar eru
hnausþykkar og gljáandi. Svo virðist
sem ekkert hafi verið til sparað við
frágang bókarinnar. Bókin er þó ekki
aðeins falleg á yfirborðinu heldur er
sagan sjálf mikið djásn.
Frosnu tærnar er sjálfstætt fram-
hald bókarinnar Týndu augun. Sagan
segir frá ævintýrum þeim sem systk-
inin Stína og Jonni lenda í er íbúar
bæjarins Háhóls óska eftir aðstoð
þeirra. Er þau koma að Háhóli er þar
hins vegar enginn sem getur sagt
þeim til hvers er ætlast af þeim. Þau
halda samt sem áður í hættulegan
leiðangur án þess þó að vita við hvað
þau eiga að etja eða að hverju þau
leita. Sagan er úthugsuð og uppbygg-
ingin góð. Óvissan um
hvert verkefni þeirra
raunverulega er gerir
söguna skemmtilega
ófyrirsjáanlega. Þær
vísbendingar sem
krökkunum eru gefnar
og koma þeim á sporið
eru vel útfærðar.
Jafnvægi ríkir á milli
fantasíu og raunsæis í
Frosnu tánum. Sagan
er samtímasaga. Aðal-
persónur hennar kunna
að eiga ýmislegt sam-
merkt með lesendum
bókarinnar. Jonni er
sólginn í pizzur og hlakkar til þess að
koma heim úr leiðangrinum því hann
hyggst fá pabba sinn til þess að leigja
handa sér myndbandsspólu. Stína á í
eilífri baráttu við farsímann sinn sem
er ýmist utan þjónustusvæðis eða við
það að verða batteríslaus. Í kunnug-
legum samtímanum örlar á fantas-
íunni. Ekki er þó látið koma til
árekstra á milli ólíkra þátta sög-
unnar. Þótt ákveðins raunsæis gæti í
umgjörð hennar er aldrei leitast við
að réttlæta eða útskýra yfirnátt-
úrulega hluti sem eiga
sér stað. Þeir virðast
einfaldlega vera hluti af
heildinni. Stína og
Jonni nýta sér töfra-
gripi sem þeim eru
fengnir gagnrýnislaust
rétt eins og þau senda
sms skilaboð með
gemsanum sínum. Fyr-
ir þeim virðist enginn
munur á réttmæti
töfragripanna og far-
símans. Samtímasagan
verður því töfrum
blandin, en jafnframt
heilsteypt.
Samband systkinanna er heillandi
og eru þau bæði vel skapaðar en ólík-
ar persónur sem bæta hvor aðra upp.
Stína er ábyrg ung stúlka sem gerir
hvað hún getur til þess að halda hlífi-
skildi yfir litla bróður sínum. Bréf
sem Stína ritar látinni móður sinni í
dagbók sína eru hjartnæm. Þau gera
lesandanum kleift að kynnast henni
náið. „Elsku mamma. ... Ég veit að
það er frekar asnalegt að skrifa bréf
til þín af því að þú ert dáin og getur
ekki lesið þetta. En ég ætla bara
samt að gera það því mér finnst það
gott og þá er eins og ég sé ekki alveg
búin að missa þig“ (bls. 28). Jonni er
gott mótvægi við Stínu. Á honum er
meiri fyrirferð og hann er mikill
grallari. Hjá honum er kímnin aldrei
langt undan og frá honum koma all-
nokkrir þokkalega útfærðir kúk- og
piss-brandarar.
Þótt sagan taki á alvarlegum efn-
um eins og því hvernig systkinin
spjara sig eftir dauða móður sinnar
vottar aldrei fyrir væmni eða tilgerð.
Hversu mikil alvara sem liggur að
baki umfjöllunarefninu er stutt í
glettnina. Nefna má Skafta gamla
sem dæmi. Hann hefur fengið sjónina
á nýjan leik eftir að hafa verið blind-
ur um langt skeið. En hann á erfitt
með að aðlagast. „Það er bara ein-
hvern veginn eins og ég finni ekki
neitt eftir að ég fór að sjá aftur,“ taut-
ar hann (bls. 14).
Frosnu tærnar er falleg, fyndin og
spennandi saga. Hana prýða margar
kúnstugar persónur sem ættu að
verða krökkum góður félagsskapur
um jólin.
Töfrum blandin samtímasaga
BÆKUR
Börn
Texti, myndir, umbrot: Sigrún Eldjárn
Prentun: Nørhaven bogtrykkeri a/s, Vi-
borg, Danmörku. Bls: 226 . Forlag og út-
gáfuár: Mál og menning, 2004
Frosnu tærnar
Sif Sigmarsdóttir
Sigrún Eldjárn
Í FORMÁLA segir Helgi Guð-
mundsson frá tilurð bókarinnar
Hvað er á bak við fjöllin? en hana
má rekja til framkvæmda við að
koma upp málverkasafni Tryggva
Ólafssonar á Neskaupstað sem opn-
að var árið 2001. Fyrsta hugmynd
Helga var að hljóðrituð frásögn
Tryggva af uppvaxtarárum sínum
væri góð viðbót við safnið. Endanleg
mynd bókarinnar ber þessari hug-
mynd vitni, því rödd Tryggva og frá-
sagnarmáti hans móta bókina meira
en nokkuð annað, það er rödd hans
sem lesandinn heyrir við lesturinn.
Ég myndi hiklaust kalla þessa bók
ævisögu, þó að hún spanni ekki líf
Tryggva til dagsins í dag heldur
beini sjónum sínum að uppvexti
hans og mótunarárum fram til tví-
tugs. Það er fyrst og fremst mann-
eskjan Tryggvi sem birtist okkur en
minna er fjallað um
myndlist hans eins og
við þekkjum hana,
þannig er til dæmis
engin ljósmynd í bók-
inni af málverki
Tryggva í þeim stíl
sem við þekkjum í dag,
heldur einungis mynd-
ir af byrjendaverkum
hans. Þetta er auð-
skilið líti maður á bók-
ina í samhengi við
safnið á Norðfirði en
þar sem bókin er kom-
in nokkuð frá því hefði
hér að ósekju mátt
birta fleiri og nýrri myndir líka, að
mínu mati. En hér er sem sagt ekki
fræðileg umfjöllun um myndlist
Tryggva á ferð, slík bók bíður betri
tíma. Frásögn Tryggva er lifandi og
skemmtileg og heldur lesandanum
föngnum bókina út í gegn. Bygging
bókarinnar er reyndar með þeim
hætti að lesandanum þykir kannski
við hæfi að grípa til orða karlsins á
Eyrarbakka sem Tryggvi segir frá í
bókinni, en orð hans „Hún þótti ekki
fögur í smíðum, pottausan“, vitnaði
Jóhannes Geir oft í og
átti við að oft væri
ágætt að bíða átekta og
sjá hvernig málin þró-
uðust áður en maður
myndaði sér skoðun. Í
fyrstu virðist frásögn
bókarinnar nefnilega
hlaupa nokkuð út og
suður líkt og oft er hjá
góðum sagnamönnum,
en þegar fram vindur
sér lesandinn betur
samhengi og tímalega
framvindu í frásögn-
inni. Tryggvi er fæddur
1940 á Neskaupstað
þar sem hann bjó fram á unglingsár
en fluttist þá til Reykjavíkur og fór í
menntaskóla og lauk prófi utanskóla
og segir hann nokkuð ítarlega frá
því sem á daga hans dreif á þessum
árum. Ég er fædd rétt rúmum tutt-
ugu árum síðar en þó er líkt því
hann hafi alist upp á annarri öld, svo
ólíkur var uppvöxturinn. Í bókinni
er mikið af þjóðháttalýsingum en
Tryggvi var í sveit á bæ sem var í
öllu eins og á öldum áður. Ekki vant-
ar sögur af skemmtilegu fólki,
þekktum einstaklingum eins og
Kjarval eða óþekktum sem hér er
forðað frá gleymsku. Í bland við
þetta laumar Tryggvi að gullkornum
úr lífsfílósófíu sinni og hugmyndum
sínum um listina og eigin listsköpun
þannig að þó að í bókinni sé mest
sagt frá uppvaxarárum hans fær les-
andinn einnig töluvert að vita um
persónulega hugmyndir listamanns-
ins Tryggva í dag. Þessi bók er í
miklum samhljómi við líf og list
Tryggva, hann er ekki mikið fyrir að
fjölyrða á fræðilegan hátt um list
sína heldur er hún órjúfanlegur
hluti af honum sjálfum og lífi hans.
Öllum sem hafa áhuga á málaranum,
lífi hans og starfi hans er fengur í
þessari bók en ekki síður gömlum
Norðfirðingum og þeim sem áhuga
hafa á háttum fyrri tíma að
ógleymdum þeim sem vilja bara lesa
skemmtilegar sögur. Aðferð Helga
við skráninguna hefur gengið ágæt-
lega upp, bókin dregur upp lifandi
og sannfærandi mynd af manni sem
er gull af manni og einlægur í list
sinni.
Lífslist
BÆKUR
Ævisaga
TRYGGVI ÓLAFSSON SEGIR FRÁ, HELGI
GUÐMUNDSSON SKRÁÐI 206 bls.
Mál og menning 2004
HVAÐ ER Á BAK VIÐ FJÖLLIN?
Ragna Sigurðardóttir
Tryggvi Ólafsson
Oliver Twist er
eftir Charles
Dickens. Hannes
J. Magnússon
þýddi.
Drengur fæð-
ist á fátækrahæli
en móðir hans
deyr við barns-
burðinn. Dreng-
urinn Oliver
sendur á milli
staða og má þola mikið harðræði.
Hann lendir í hrakningum þegar
hann flýr kvalara sína og hafnar hjá
undirheimafólki í Lundúnum sem
reynir að leiða hann inn á braut
glæpa og ofbeldis. Honum er bjarg-
að af velgjörðamanni sínum, herra
Brownlow, en hinn dularfulli Monks
rænir honum aftur í illum tilgangi.
En örlögin ætla Oliver betra hlut-
verk og smám saman kemur í ljós
hver hann er í raun og veru.
Í frásögninni blandast kímni og
alvara þar sem dregin er upp skýr
mynd af stéttaskiptingu, hræsni og
lífi undirmálsfólks þar sem grimmd,
barnaþrælkun og glæpir eru daglegt
brauð.
Útgefandi er JPV-útgáfa.
Bókin er ríkulega myndskreytt
upphaflegum koparstungumyndum
eftir George Cruikshank.
Hannes Hafstein
er eftir Kristján
Albertsson.
Í tilefni af 100
ára afmæli
heimastjórnar á
Íslandi hefur
Bókafélagið Ugla
sent frá sér ævi-
sögu Hannesar
Hafsteins eftir
Kristján Alberts-
son. Ritið var fyrst gefið út í þremur
bindum fyrir rúmum 40 árum, en
kemur nú út allmikið stytt í einu
bindi í kiljuformi.
Útgefandi er Bókafélagið Ugla.