Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Síða 17
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 17 ÞORSTEINN Antonsson fer sjaldnast alfara- leið. Að þessu sinni leitar hann uppi kalviði og kynjakvisti sem sannarlega vöktu athygli, hver á sínum tíma. Ekki endilega vegna verka sinna. Fremur sakir hins að þeir voru öðruvísi en fjöldinn en létu eigi að síður á sér bera með- al fjöldans. Snillingum er fyrirgefið. Allir vilja sýna sig með þeim. Þessir menn voru ekki taldir snillingar, jafnvel þvert á móti. Ein- angrun þeirra varð því sjálfgefin. Dauðir jafnt og lifandi héldu þeir áfram að vera lítils metn- ir. Nema Sigurður málari sem á ekki heima undir þessari skilgreiningu; ekki heldur Magnús Gestsson safnvörður. En hvað olli því að menn eins og Eiríkur Laxdal og Jóhannes Birkiland fengu svo slak- lega notið sín? Höfðu þeir ekki vit eða hæfi- leika til að laga sig að kröfum tímans? Eða var lífshlaup þeirra einhvers konar meðvituð mót- mælaganga? Átjándu aldar maðurinn Eiríkur Laxdal hefur verið bæði fjölhæfur og hug- myndaríkur. En hugmyndaflug hans var væg- ast sagt ótamið. Og skapgerðin spillti svo sannarlega fyrir honum. Tuttugustu aldar maðurinn Jóhannes Birkiland leitaði sannleik- ans og sendi frá sér bækur en var líkast til of hreinskilinn fyrir sinnar tíðar smekk. Yfir heildina litið má segja að báðir hafi þeir búið yfir fjarstæðukenndum frumleika svo stuðst sé við orð Þorsteins í þætti hans um Harald Hamar. Sam- félagið leit á hugverk þeirra eins og hvert annað illgresi í blóma- garði sínum. En illgresið er líka gróður. Þorsteinn gerir hvorugt, að verja þá né ásaka. Hann segir aðeins söguna eins og hún kemur honum fyrir sjónir og leitar við- hlítandi skýringa. Tvær sögu- hetjur hans ólust upp í skugga stórskálda. Haraldur Hamar var sonur Steingríms skálds. Og Jochum M. Eggertsson var bróð- ursonur séra Matthíasar. Hann tók sér einmitt skáldanafnið Skuggi. Þorsteinn kafar djúpt til að finna frumlegum skoðunum hans haldbæra útlistun. Fljótt á litið virðist hann hafa orðið fyrir áhrifum af guðspekinni sem mjög var í tísku á yngri árum hans. Þau áhrif hafa síðan leitt hann út um víðan völl. Svipað má segja um Harald Hamar. Hann dvaldist í London þar sem guðspekin hafði verið tískustefna á árum áður. Í einsleitu bændasamfélagi beið utangarðs- mannanna tómleiki og vesöld. Svo fór um Jó- hannes Norland, bróður séra Sigurðar í Hind- isvík. Skrifaðir þættir hans, sem Þorsteinn skírskotar til, bera vitni um spaklega íhugun í bland við magnaða sálarkreppu. Í fjölmenningarlegu samfélagi höfuðstaðarins, sem þá var að skjóta rótum, hefði honum hugs- anlega verið búið annað og skárra hlutskipti. Þórður Sig- tryggsson, sem Þorsteinn telur vera fyrirmynd organistans í Atómstöðinni, naut þess að hóp- urinn í Unuhúsi meðtók hann með kostum og kynjum. Þar með hafði honum verið smeygt inn í félagsskap með stórskáldum og öðru frægðarfólki. Þangað hefur hann sótt sjálfstraustið sem sýn- ist hafa verið aldeilis óbilað. Har- aldur Hamar komst inn á svip- aðan hóp í London. Athvarf af því taginu hefði hvorugur þeirra fundið í íslenskri sveit. Bertel E. Ó. Þorleifsson kom sér fyrir í skáldahóp, orti kvæði og hafði útlitið með sér. Kveðskapur hans hefði þó seint borið hróður hans út um borg og bý. Hitt skipti sköpum að hann varð einn Verðandimanna. Að vera nefndur í sömu andrá og Einar, Gestur og Hannes – meðan það var, og auðvitað upp frá því – jafngilti að minnsta kosti aukaaðild að bókmenntasamfélaginu og nægði til að nafn Bertels stendur skráð í bókmenntasögunni. En félagsskapurinn, sem boðaði svo kröft- uglega nýja tíma, leystist upp fyrr en varði. Og Bertel stóð einn eftir, örsnauður og einangr- aður, í borg þar sem tækifæri buðust dugandi mönnum og viljasterkum. En Bertel skorti hvort tveggja, frumkvæði og viljastyrk. Að lokum kiknaði hann undir byrðum þeim sem lífið hafði lagt honum á herðar, sagan öll! Sigurður málari var fátækur og engan veg- inn við allra skap. En hann hafði fullt vald á því sem hann tók sér fyrir hendur. Það gerði að sjálfsögðu gæfumuninn. Svo sannarlega gerði hann sitt til að lyfta undir bæjarlífið í verðandi höfuðstað. Samtíðin viðurkenndi hann. Framsýni hans hefur sömuleiðis verið með ólíkindum. Þorsteinn minnir t.d. á að hann hafi lagt til að þjóðleikhúsi yrði komið á fót í Reykjavík. Og sundlaug og íþrótta- leikvang hafi hann séð fyrir sér í Laugardal! Þættirnir af mönnum þessum halda manni rækilega við efnið. Þorsteinn er sögumaður góður. Þrátt fyrir fræðilega nákvæmni, eða ásamt henni réttara sagt, tekst honum að blása lifandi lífsanda í þessa þætti sína. Auð- vitað er hann að lýsa veröld sem var. Sögu- hetjur hans lifðu og dóu á tímum sem koma okkur annarlega fyrir sjónir. En einstaklingar af því taginu, sem hann lýsir, eru alltaf að koma fram og eru síður en svo einkenni einnar aldar fremur en annarrar. Vafalaust má benda á einhverja slíka nú, að nýhafinni öld. Þannig hafa Ljósberar og lögmálsbrjótar – vísvitandi eða óvart – ákveðna skírskotun til dagsins í dag. Fáeinar prentvillur hafa skotist inn í text- ann sem jafnan er erfitt að varast í fræðum sem þessum. Ennfremur skal á það bent að Menntaskólinn í Reykjavík var ekki til á tíð Verðandimanna. Það hlýtur Þorsteinn Ant- onsson að vita manna best. Kalkvistir BÆKUR Íslensk fræði eftir Þorstein Antonsson. 156 bls. Útg. Pjaxi. 2004. Ljósberar og lögmálsbrjótar Erlendur Jónsson Þorsteinn Antonsson PÓSTKÓLÓNÍALISMI er hugtak sem lítið hefur farið fyrir í íslenskri menningar- umræðu enda þótt Íslendingar séu óumdeil- anlega fyrrum nýlenda. Það er þó mín skoð- un að Sigfús Daðason hafi með skrifum sínum í Tímariti Máls og menningar á sín- um tíma um Franz Fanon, menningarný- lendustefnu Bandaríkjamanna og fyrrum nýlendukúgara í Evrópu verið meðal braut- ryðjenda þessarar greinar menningarfræð- innar í Evrópu. Því er upp á þessari um- ræðu bryddað hér að þjóðernishyggja eftirstríðsáranna og eftirnýlendutímans er vakin upp í nýlegri, sögulegri skáldsögu eft- ir Ragnar Arnalds, sem hann nefnir Mar- íumessu. Þjóðernisstefna á Íslandi vaknar í og með upplýsingastefnunni og rómantík sem ber- ast hingað á svipuðum tíma. Alveg frá upp- hafi var grunntákn íslenskrar þjóðern- ishyggju kynferðislegt. Fjallkonan. Og í meðferð skáldanna í gegnum tímann er fjallkonan í ýmsum kvenmyndum oft flekk- uð af nýlendukúgurunum, Dönum, eða öðr- um kúgurum. Þessa ímynd notar Ragnar Arnalds í verki sínu. Bók hans er sögulegt verk sem fjallar um viðskipti Herlufs Daa, eða Herlegrar Dáðar og Íslendinga, einkum afskipti hans af Þórdísi Hall- dórsdóttur í Sólheimum í Skagafirði sem varð eitt fórn- arlamba Stóradóms vegna legorðssakar. Ragnar velur að segja sög- una annars vegar í 1.p. frá- sögn Herlufs Daa og hins vegar í 1.p. frásögn Þórdísar. Styrkur þessa frásagn- arháttar er augljós. Bygging sögunnar er einföld og hún dregur upp einfalda mynd af andstæðum kúgaranna og hins kúgaða. En í þessari að- ferð eru fólgnar hættur. Þannig sýnist mér Ragnar frekar en hitt fegra þátt íslenskrar yfirstéttar í sögunni og gera sér far um að draga býsna neikvæða mynd af Dönum. Að- ferðin hindrar líka flæði milli herbúða þannig að of mikið er gert úr sögulegum andstæðum íslenskrar yfirstéttar og danska valdsins. Þetta var raunar einkenni á hinu þjóðernissinnaða líkani Íslandssögunnar, einkum á fyrri hluta 20. aldarinnar. En þessi aðferð leiðir einnig til full- einfaldra persónugerða. Hinn spillti emb- ættismaður, Herluf Daa, hinn spillti kon- ungur, Kristján fjórði, hinn spillti danski, ritari og klerkur, Markús Gyldenstjerne, andspænis Íslendingum sem voru að vísu ekki lausir við mannlegan breyskleika en hrein- lundaðir og þeirra fremst er Þórdís Halldórsdóttir sem var svo sannfærð um hreinleika sinn að hún sór þess eið að hafa aldr- ei verið við karlmann kennd eft- ir að hún varð ófrísk. Sagan er í sjálfu sér ágætlega spunnin. Á bak við hana er ekki bara þjóðernislegur undirtónn heldur einnig kynferðislegur eins og greina má í þjóð- ernisímynd Íslendinga í gegnum tíðina. Meðferð Dana á Íslend- ingum hefur áður verið tákngerð með nauðgun kvenímyndar fjall- konunnar. En sjaldan jafnaugljóslega. Stíll bókarinnar ber nokkurn keim af þjóðfræða- og lögfræðiáhuga höfundar og hann leggur sig fram um að skýra ein- staklinginn út frá þróun samfélags og sögu. Þannig fáum við innsýn í sögu Danakon- ungs og störf Alþingis og stöðu á þessum árum. Á köflum verður skáldsagan því nokkuð fræðileg og minnir meira á ritgerð en skáldsögu. Stíll Ragnars er aftur á móti lipur og auðlesinn svo að þetta er ekki til verulegra lýta. Fjallkonan flekkuð BÆKUR Skáldsaga eftir Ragnar Arnalds. Útg. krabbinn.is. 276 bls. 2004 Maríumessa Skafti Þ. Halldórsson Ragnar Arnalds ÞAÐ er ferskur blær af ljóðabókinni Ást og appelsínur eftir Þórdísi Björnsdóttur. Hér er um að ræða fyrstu bók Þórdísar, sem er fædd 1978, og er því í hópi nýrrar kynslóðar sem er að hasla sér völl í íslenskri ljóðagerð. Þórdís fer af stað af krafti, bókin er 80 blað- síður sem skipt er niður í 8 hluta sem saman mynda ákveðna heild þar sem áhersla er á samband tveggja: „ég og þú“ koma fyrir í nær öllum ljóðunum. Kannski mætti lýsa bókinni sem einum ljóðabálki í 8 hlutum þar sem rýnt er í tveggja manna ástarsamband. En nálgun Þórdísar að þessu eilífðaryrk- isefni skálda er nokkuð óvænt, því mynd- málið sækir hún til hryllingshefðarinnar og hún yrkir um líkamann og kynlífið feimn- islaust og af talsverðum húmor eins og til að mynda í ljóðinu „Sönn ást“: Mig langar svo að þú vitir hvað ég elska þig mikið […] svo ég aflima úrbeina sker þig í bita salta og krydda og steiki á pönnu háma þig svo í mig af greddu og ást. (54–55) Þessi mynd af kvenkyns ljóð- mælanda sem étur elskuna sína er eitt af leiðarstefjum bók- arinnar og einnig er hún sýnd í vampírulíki, liggjandi „í opinni kistu“ (og elskhuginn er „fölur og púlsinn er eins og á líki“ (37). En það er ekki bara að mynd- mál Þórdísar sé óvenjulegt (í ís- lenskri ljóðhefð) heldur er einnig um að ræða nokkurn umsnúning hefðar þegar kemur að kynhlutverkum elskendanna. Kvenljóðveran hér er sterk, ástríðufull og gerandi en elskhuginn („þú“) er yfirleitt í hlutverki þolandans. Þetta má til dæmis sjá í ljóðinu „Manstu“ (53) sem endar á þessu er- indi: Þú hlýddir eins og hundur gerðir allt sem ég vildi þar til ég endaði í götunni útglennt og örmagna með sæðislæki um líkamann og sleikti útum. Það er kannski ekki mjög „snyrtileg“ lokamynd af ljóð- mælanda hér en áhrifarík og sýnir okkur konu sem er við stjórnvölinn og fær sinni kyn- hvöt fullnægt blygðunarlaust. Það er þessi skemmtilega frakki tónn sem helst vekur at- hygli í Ást og appelsínum og myndmál. Ljóðin í bókinni eru vissulega misjöfn að gæðum, ljóðmálið stundum nokkuð óhamið, stuðlasetning ofnotuð og málið fellur á einstaka stað niður í flat- neskju. Margt er hins vegar þrusugott og höfundar á borð við Vigdísi Grímsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur og Kristínu Óm- arsdóttur koma í hugann sem hugsanlegir áhrifavaldar. Úrvinnsla Þórdísar er hins vegar mjög persónuleg og sjálfstæð og lofar góðu um framhaldið. BÆKUR Ljóðabók Þórdís Björnsdóttir. 80 bls. Höfundur gefur út 2004 Ást og appelsínur Soffía Auður Birgisdóttir Þórdís Björnsdóttir Bragðmikið byrjendaverk Lömuðu kennslukon- urnar er eftir Guðberg Bergsson. Hér er um að ræða fyrstu skáldsögu Guð- bergs í tíu ár. Heim kominn frá námi í útlöndum uppgötvar sjálf vonarstjarna og stolt móður sinnar að hans bíður ekkert við sitt hæfi á Íslandi, heldur situr hann fastur í teppalyktinni í samliggjandi stofum þeirra mömmu og pabba eftir að hafa baðað sig frjáls í sólinni hjá stærri og meiri þjóðum. Uns hann verður fastur starfskraftur í heimilisþjónustunni, þar sem hann endar við rúmstokkinn hjá systrunum lömuðu, Lóu og Jónu, og tekur að segja þeim sögur. Áður en hann veit af hafa lömuðu kennslukonurnar neytt hann út á braut þaðan sem ekki er aftur snúið. Afl hins lam- aða rekur hann út á söguslóðir sem eru andstæðar hans eigin vilja, hið frumstæða og ruddalega nær yfirhöndinni, og hann heldur sig jafnvel vera kraftaverkaskáld. En þegar þær lömuðu rísa á fætur – hvað er þá eftir af samvisku skáldsins sem lét hrekja sig út í söguna? Útgefandi er JPV-útgáfa. Verð: kr. 4.280. Nýjar bækur Heimsmetabók Guinness 2005 er komin út í ritstjórn Árna Snævarr. Í ár eru liðin 50 ár frá því að Heims- metabók Guinness leit dagsins ljós. Útgáfan sem byrjaði tiltölulega smá í sniðum er nú seld í 100 löndum og þýdd yf- ir á 23 tungumál og á ári hverju seljast um 3,5 milljónir eintaka af Heimsmetabókinni sem ber þekkingarþorsta mannkyns vitni auk gíf- urlegs áhuga fólks á að verða heimsmethafar. Einungis biblían og önnur trúarrit hafa notið viðlíka vinsælda og selst í fleiri eintökum. Metin í bókinni spanna vítt svið, í henni má finna allt það hraðasta, hægasta, stærsta, minnsta, þyngsta, léttasta og lengsta og stysta af öllu mögulegu í heim- inum á hverjum tíma og frávikin frá hinu venjulega eru svo sannarlega eftirtekt- arverð. Frá fyrstu útgáfunni hafa líka flest met verið slegin, en ekki öll. Hæsti maður heims árið 1955 var til dæmis Robert Wadlow frá Bandaríkjunum sem árið 1940 mældist 2,72 m. Enn hefur enginn maður náð þvílíkri hæð svo vitað sé. Þessu til samanburðar er gam- an að geta þess að minnsti fullorðni mað- urinn sem skráð vitneskja er um er Indverj- inn Gul Mohammad. Árið 1990 var hann mældur á sjúkrahúsi í Nýju-Delhí og reynd- ist vera 57 sm á hæð. Heimsmetabók Guinness hefur verið gefin út hérlendis þrisvar sinnum, síðast árið 1990. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 533 bls. Verð: 4.980 kr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.