Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Page 19
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 19 Þ egar fjallað er um sögu marg- víslegra vísindagreina kemur nafn þýska heimspekingsins Gottfried Wilhelm Leibniz (1646–1716) gjarnan fyrir. Hans er minnst sem eins mesta fjölfræðings mannkyns- sögunnar. Þrátt fyrir að opinbert starf hans mesta hluta ævi sinnar hafi verið bókavarsla og sagnfræðigrúsk við hirð furstans í Hannover, þá tók hann engu að síður að sér (í sum- um tilfellum óumbeðinn) ýmiss konar menningar-, vísinda- og lögfræðileg málefni. Hann varð forstöðumaður myntsláttunnar og stjórnaði námagreftri í ríkinu. Vél- og verkfræðilegar vangaveltur vöktu einnig mikla athygli. Reiknivél hans er líklega þeirra þekktust, en hún gat ekki aðeins lagt saman og dregið frá, heldur einnig margfaldað, deilt og fundið rætur talna. Áður hafði hann fundið upp örsmæðareikninginn og tvíundatölustærðfræði sem við þekkjum í dag í tölvunarfræðum. Leibniz hannaði mælitæki til þess að mæla tíma, fjar- lægðir og veður, og hann hannaði sjóngler, vagna, vindmyllur, dælur og gírkassa. Hann skrifaði rit- gerðir um heimspeki, guðfræði, eðlisfræði, stærð- fræði, tölfræði, efnafræði, grasafræði, jarðfræði, sagnfræði, lögfræði, stjórnspeki, hagfræði, texta- fræði og skjalavörslu og voru þau öll hvert á sínu sviði með því besta sem ritað var í Evrópu á þeim tíma. Öll þessi misjöfnu starfs- og áhugasvið end- urspegla þó ekki beint persónuleika Leibniz eins og freistandi er að álykta. Fátt var honum meira á móti skapi en að menn væru að vasast í hinu og þessu eins og um aðskilda hluti væri að ræða. Hann hafði megna andúð á öllu ósamræmi, mis- sætti og mishljómi. Að vísu verður að taka það fram að slík andúð var töluvert einkenni á tíð- arandanum. Hugsun og persónuleiki Leibniz sam- ræmdist ágætlega þeim barokkstíl sem þá var ráðandi. Andúð hans beindist fyrst og fremst að því hvernig kristnir menn höfðu skipst upp í and- stæðar fylkingar. Ástæða þess að hann tók það svo nærri sér eru líklega sárin sem þýsku ríkin báru enn, þegar hann var ungur, eftir 30 ára stríð- ið (1618–1648) svokallaða. Í Hannover höfðu hug- leiðingar hans um að setja fram einhvers konar grundvallarguðfræði, sem allir kristnir menn gætu verið sammála um og því sameinast að nýju, sérstakt gildi. Þar var furstafjölskyldan kaþólsk en þegnar hennar upp til hópa mótmælendatrúar og því voru ekki síður pólitískar en persónulegar ástæður fyrir viðleitni Leibniz. Í heimspeki sinni vonaðist hann einnig til að afhjúpa og sameina það sem hann áleit vera rétt og satt í öllum heimspeki- og hugmyndakerfum samtímans – sama hversu ósamræmanleg þau voru. Hann taldi að þau hefðu öll rétt fyrir sér að einhverju leyti. Heimspeki hans var sem sagt ætlað að vera viðbragð við – og lausn á – deilum kaþólikka og mótmælenda, efn- ishyggju Tómasar Hobbes (1588–1679) og tví- hyggju Descartes (1596-1650), vélhyggju flestra samtímaheimspekinga og markhyggju aristótel- ískrar skólaspeki. Hið heimspekilega verkefni sem Leibniz taldi sig vera að leysa var að veita lesendum sínum skilning á þeim heimi sem þeir byggja og stöðu þeirra í honum. Enda þótt ég tali hér um þetta sem heimspekilegt verkefni er ekki hægt að horfa framhjá þeirri guðfræði sem leikur stórt hlutverk í því. Hún kemur til þar sem Leibniz var sann- færður um að áðurnefnd markmið næðust aðeins ef mannkynið reyndi að setja sig í spor Guðs þar sem hann skapaði heiminn og fyrirbæri hans sam- kvæmt sinni bestu vitund. Upphafspunkt finnur Leibniz í því, sem hann telur vera augljós sann- indi, þ.e.a.s. hvernig hugur Guðs takmarkast af þeim lögmálum sem við köllum lögmál hugsunar- innar. Líkt og konungur getur ekki frekar en kot- bóndi hugsað án tillits til mótsagnarlögmálsins, þá er Guð engu betur settur en konungurinn. Rök- fræðilögmál duga þó ekki ein og sér til þess að út- skýra hvers vegna heimurinn er eins og hann er. Þess vegna telur Leibniz að Guð sé einnig bund- inn af öðru lögmáli sem hann kallar lögmál hinnar fullnægjandi ástæðu. Val Guðs á þessum tiltekna heimi stjórnast af löngun til þess að gera það besta sem mögulegt er (hann gerir einungis það sem hann telur sig hafa fullnægjandi ástæðu fyr- ir) og því er tilkomin sú skoðun Leibniz að við bú- um í hinum besta mögulega heimi. Stærstur hluti heimspeki og náttúruvísinda Leibniz fer svo í að útskýra hvað hann á nákvæmlega við með þessu. Til dæmis þarf hann að útskýra hvers vegna Guð gat ekki haft hamingju mannsins eina að leið- arljósi. Val hins besta krefst einnig hreins skiln- ings á þeim fyrirbærum sem geta passað saman. Leibniz telur að slíkur skilningur sé ekki mögu- legur nema á einingum. Samsettar verundir valdi hættu á misskilningi. Þess vegna setur Guð ekk- ert í mögulegan heim nema órjúfanlegar eindir, sem Leibniz kallaði undir lok ævi sinnar mónöður. Þessar mónöður eru eilífar þar sem upplausn get- ur aðeins átt sér stað í hinu samsetta og einu eig- inleikarnir sem greina eina frá annarri (engar tvær geta verið eins) eru skynjanir og langanir. Þær eru allar óefnislegar og svipar því til sálna en á milli þeirra er stigskipting þannig að aðeins mannssálir teljast raunverulegar sálir. Heimspeki Leibniz telst form af hughyggju þar sem efnis- legur veruleiki er ekki raunverulegt eðli hlutanna. Orsakatengsl eru heldur ekki raunveruleg þar sem mónöðurnar eru ,,gluggalausar“ eins og Leibniz orðar það. Allt það sem mun koma fyrir hverja þeirra er ritað í hugtaki hennar og stjórn- ast þær allar af svokölluðu fyrirframákveðnu samræmi. Ofan á þessa heimsmynd skapar Leibn- iz síðan siðferðilega sýn þar sem tilgangur hvers einstaklings er að líkja eftir vali Guðs með skiln- ingsgáfuna eina að vopni. Guð hefur því svo fyr- irkomið að hverjum og einum sé refsað og umbun- að eftir því sem honum tekst til, en réttlætisvitund Guðs kemur þó helst fram í því að hann hefur gefið hverjum og einum möguleikann á því að þroska anda sinn og sjá hvað býr undir ásýnd veruleikans, sem Leibniz viðurkennir að geti virst æði ruglingsleg. Svona skyndikynni af heimspeki Leibniz verða einmitt tilefni til þess að menn banda henni frá sér sem heldur furðulegri þulu yfir innstu leynd- ardóma raunveruleikans, byggðri upp af sérstakri blöndu reyfarakennds hugmyndaflugs og grárrar forneskju. Frægt er að breski heimspekingurinn Bertrand Russell (1872–1970) orðaði fyrstu kynni sín af heimspeki Leibniz eitthvað á þá leið að hún væri eins og ævintýri sem þrátt fyrir fullkomið röklegt samhengi væri algjörlega gripið úr lausu lofti. Hvers vegna skyldum við þá hafa áhuga á að lesa þessa heimspeki enn í dag? Eitt mögulegt svar við þeirri spurningu byggist á því að „fjöl- fræði“ Leibniz snýst ekki einfaldlega um að vita sem mest um sem flest heldur beinist hún fyrst og fremst að því að byggja á frumforsendum eða grunnlögmálum raunveruleikans. Hún er dæmi um það sem vantar stundum svo sárlega í vísindi samtímans, þ.e. gagnrýna en um leið fordóma- lausa sýn yfir þann grundvöll sem er flestum vís- indum sameiginlegur. Það eru augljós sannindi að enginn getur geymt alla þá þekkingu sem er til staðar í heiminum, en jafn skarpþenkjandi höfuð og það sem bar ábúðarmiklar hárkollur Leibniz gat engu frekar fyrir þrjúhundruð árum torgað öllum hinum sammannlega viskubrunni. Áherslur hans voru aðrar en við temjum okkur í dag á tím- um endalauss upplýsingaflæðis og lítils skilnings, en þær eru sýnu mikilvægari fyrir vikið. En jafnvel þó menn hafni þessari skoðun minni á heimspeki Leibniz og mikilvægi hennar í sam- tímanum, þá verður því heldur ekki neitað að hann setur fram svör – svör sem halda sínu gegn flestri þeirri gagnrýni sem að þeim hefur verið beint – við flestum þeim dýpstu spurningum sem mannsandinn hefur spurt sig. Heimspeki Leibniz svarar auðvitað óbeint óteljandi spurningum sem fólk á það til að velta fyrir sér, en þær sem hún svarar beint eru meðal annars spurningar um tengsl anda og efnis, ástæðu hins illa í heiminum, uppruna og eðli mannlegrar þekkingar, eðli stærðfræðinnar og hvað það þýðir að vera ein- staklingur af ákveðinni tegund eða innan ákveðins hóps. Þessi svör hafa svo í gegnum tíðina, og lík- lega aldrei meira heldur en á allra síðustu áratug- um, höfðað til margs konar hópa. Í grófum drátt- um má skipta þeim í tvennt. Í fyrri hópnum eru þeir sem takast hvorki sérstaklega tæknilega, né kerfisbundið, á við heimspeki Leibniz og líta meira á hana sem einhvers konar lífsspeki. Þenn- an hóp skipa til dæmis þeir sem líta fyrst og fremst til frumlegrar guðshugmyndar Leibniz og reyna þannig að leita kristindóms og guðstrúar utan hefðbundinna trúfélaga. Þar má meðal ann- ars finna Vesturlandabúa sem leita í austurlensk trúarbrögð og marga svokallaða nýaldarsinna. Sumir umhverfissinnar notast einnig við dæmi og rökstuðning úr verkum Leibniz til þess að efla málstað sinn. Pólitískt séð (enda þótt ekki sé verið að vísa beint til pólitískra hugmynda Leibniz) þá telja jafnframt þeir sem berjast gegn útlend- ingahatri og fyrir fjölmenningu sig geta lært margt af frumspeki hans. Í seinni hópnum má finna einsleitari einstaklinga sem flestir tengjast háskólastofnunum. Þar má meðal annars finna marga forherta rökgreiningarheimspekinga sem eru búnir að tapa sálu sinni við að takast á við sum erfiðari atriði í heimspeki Leibniz. Heimsfræð- ingar velta fyrir sér sumum frumsetningum hans í fullri alvöru, en stærsta hópinn fylla væntanlega vísindasagnfræðingar sem horfa til Leibniz sem frumherja á fjölmörgum sviðum. Það sem gerir hins vegar Leibniz öðru fremur að svo mikilsverðum heimspekingi er hversu heil- steypt hugsun hans er. Að fylgjast með manni ferðast eftir ystu mörkum skilningsgáfunnar án þess að misstíga sig er sérstök upplifun. Verk hans eru þó ekki einungis andlegir loftfimleikar. Fáir ef þá nokkrir heimspekingar í gegnum hug- myndasögu Vesturlanda hafa verið eins nátengdir þjóðfélaginu sem þeir þrifust í. Hann var fyrst og fremst hirðmaður sem hafði þá helstu köllun í líf- inu að bæta líf þegna ríkisins og anda hirðarinnar. Verk Leibniz eru ekki heldur þurr og óspennandi texti, eins og frumspekilegur tónn þeirra gæti gef- ið fólki tilefni til að ætla. Íslenskir lesendur fá nú loksins tækifæri til að kynnast þeim í nýjum þýð- ingum í lærdómsriti Hins íslenska bókmennta- félags. Erindi Leibniz við samtímann Hið íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út Lærdómsrit eftir Leibniz, Orðræðu um frum- speki, í þýðingu Gunnars Harðarsonar. Hér er fjallað um erindi Leibniz við samtímann. Eftir Henry Alexander Henryson Gottfried W. Leibniz (1646—1716). Hans er minnst sem eins mesta fjölfræðings mannkynssögunnar. Höfundur er heimspekingur og ritaði inngang að Orðræðu um frumspeki. Miðausturlönd samtímans semog á 12. öld eru sögusvið nýj- ustu skáldsögu norska rithöfund- arins Thorvald Steen. Bókin nefnist Kamelskyer og byggist, líkt og fyrri verk Steen, á ítarlegri heimildavinnu og nákvæmum sagnfræðilýsingum, þó að sögusvið höfundarins hafi til þessa verið öllu nær heimaslóð- um. En Steen hefur í gegnum tíðina beint at- hyglinni að sögu- frægum per- sónum á borð við Snorra Sturlu- son. Kamelskyer fær góðar við- tökur hjá gagn- rýnanda norska dagblaðsins Aften- posten, en í viðtali við blaðið gefur Steen til kynna að hann leiti við- fangsefna í fortíðinni til að skýra samtím- ann. „Til að skilja heiminn í dag þá verður maður hafa þekkingu á mannkynssögunni,“ segir Steen og bendir á þau áhrif sem krossferð- irnar hafa haft á samtímann út frá þeim andstæðu pólum sem þá mynd- uðust.    Kappið sem bandarískir foreldrarleggja á að koma börnum sín- um í góða einkaskóla er viðfangsefni fyrstu skáldsögu Nancy Lieberman. Bókin nefnist Admissions, eða Inn- ganga, eins og heiti hennar gæti út- lagst á íslensku, og segir samkvæmt lýsingu höfundarins sjálfs á bók- arkápunni frá eins konar nútíma- útgáfu foreldra á Manhattan í New York af drápsíþróttum á borð við refa- og fuglaveiðar. Admissions segir frá Helen og Michael Drag- er, framafólki sem gengur vel í lífinu, en eru for- eldrar með- alnemandans Zoe sem er að ljúka námi í ein- um virtasta grunnskóla borg- arinnar í upphafi bókar. Við tekur síðan örvænting- arfull leit við að koma Zoe inn í álíka virta menntastofnun á næsta skóla- stigi. Að mati gagnrýnanda New York Times tekst Lieberman einkar vel að halda athygli lesandans sem ekki getur stillt sig um að hlakka yf- ir óförum Drager-hjónanna.    Nýjasta bók Bent Vinn Nielsenfær góða dóma hjá gagnrýn- anda danska blaðsins Information. Bókin nefnist En bedre verden, eða Betri heimur, eins og þýða mætti heiti hennar, og segir frá Rudy, ljós- myndara sem starfar sjálfstætt og selur vinnu sína jafnt fjölmiðlum sem auglýsendum. Sjálfur lýsir Rudy sér sem apa, sem lifir á rusl- fæði og leitast við að ná myndum af augnablikum sem fyrirsætur hans vildu helst ekki sjá á filmu, allt þar til dag nokkurn að hann veikist og það uppgötvast að líf hans sem „api“ er að gera hann blindan. Nielsen fer að sögn gagnrýnanda blaðsins að venju vel með efnivið sinn og nær á eðlilegan og jafnframt hirðuleys- islegan máta að segja söguna í heild sinni þannig að jafnvel klisjurnar ná að njóta sín.    Leitin að arftaka Harry Potter-bóka breska rithöfundarins J.K. Rowling, er náðu heldur betur að endurvekja lestraráhuga barna víðsvegar um heim, hefur beint kast- ljósinu að hinum ýmsu æv- intýrasögnum og nú síðast norn- arsögu landa hennar, Önnu Dale. Bókin, sem er fyrsta skáldsaga Dale, nefnist Whispering to Witches, eða Hvíslað að nornum og þar segir frá Joseph Binks sem sendur er til dval- ar hjá móður sinni, stjúpföður og hálfsystur yfir jólin. Joseph er langt í frá ánægður með þessa högun mála, og hefði frekar kosið að eyða jólunum með föður sínum, allt þar til hann uppgötvar að hann er fastur í hringamiðju ráðagerðar um að út- rýma öllum nornum á Bretlandi. Erlendar bækur Nancy Lieberman Thorvald Steen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.