Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Síða 20
20 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004
Æskan er dásamlegt fyrirbæri. Því-líkur glæpur að sóa henni á börn,“sagði breskur rithöfundur, nokkuðfarinn að reskjast. Eins og menn
vita getur sannleikurinn verið mótsagnakenndur,
samanber þá grundvallarstaðreynd að um leið og
líf kviknar ber það dauðann í sér.
Ég skrifa þetta ekki til að vera hátíðlegur, aldr-
ei þessu vant, heldur í tilefni af óvæntu og dálítið
sérkennilegu innleggi í umræðuna um stöðu ís-
lenskra kvikmynda á
heimamarkaði. Þetta inn-
legg kom frá The New York
Times. Blaðið hafði sent
fulltrúa sinn hingað til
lands til að fjalla um meintan makalausan kvik-
myndaáhuga Íslendinga, þjóðar sem fari oftar í
kvikmyndahús en Ameríkanar eða 5,4 sinnum á
ári. Fulltrúinn fór svo í bíó eitt laugardagskvöldið
hér í Reykjavík og varð fyrir merkri opinberun
um hinn makalausa bíóáhuga. Hann hitti tvær 14
ára stúlkur sem hugðust fara á ameríska spennu/
hryllingsmynd, sem ekki hefur verið mikils metin
hjá gagnrýnendum. Myndin var bönnuð innan 16
ára og því urðu þær stöllur frá að hverfa. Í sama
kvikmyndahúsi voru tvær íslenskar kvikmyndir á
boðstólum, hvorug bönnuð innan 16 ára. Í stað
þess að velja aðra hvora þeirra vildu stúlkurnar
frekar fara heim á ný og horfa á sjónvarpið. Þær
sögðu bandaríska fulltrúanum að lítið væri varið í
íslenskar kvikmyndir og unglingar færu ekki á
þær. Íslenskar kvikmyndir væru fyrir eldra fólk.
Nú kemur ekki fram í frásögn fulltrúans um
hvaða íslenskar myndir var þarna að ræða, en all-
ar líkur benda þó til að þær hafi verið Dís, eftir
samnefndri metsölubók, og Blindsker, heimild-
armyndin um Bubba Morthens. Án þess að þær
myndir teljist „unglingamyndir“ í venjulegri
merkingu hlýtur meginhöfðun þeirra þó að vera
til einmitt yngri kynslóða frekar en hinna eldri.
Samt telja stúlkurnar tvær þær til marks um að
íslenskar kvikmyndir séu fyrir eldra fólk.
Það kæmi mér ekki á óvart að þetta viðhorf
stúlknanna tveggja sé nokkuð dæmigert fyrir
þeirra kynslóð, og jafnvel fleiri kynslóðir, því
miður. Ég hef áður nefnt það á þessum vettvangi:
Það þykir einfaldlega ekki nógu spennandi, hvað
þá nauðsynlegt að fylgjast með því sem er að ger-
ast í íslenskum bíómyndum núna. Þessi tilvist-
arkreppa er áreiðanlega að stórum hluta ímynd-
arkreppa. Það þarf að skerpa og breyta ímynd
íslenskra bíómynda. Það þarf að gera það ekki
aðeins spennandi og eftirsóknarvert heldur einn-
ig eðlilegt og sjálfsagt að fara á íslenska bíómynd.
Það á ekki að vera fjarlægt og framandi að horfa
á íslenskt.
Þetta er ekki auðvelt verkefni og lausnin liggur
ekki í augum uppi. En hvoru tveggja þarf að
ræða af einurð og skoða marga samverkandi
þætti. Ég er sannfærður um að einn af lykilþátt-
unum snúi hins vegar ekki að íslenskri kvik-
myndagerð heldur að íslenskum sjónvarps-
stöðvum. Stúlkurnar tvær vildu frekar fara heim
að horfa á sjónvarpið en sjá íslenska bíómynd.
Þær reiknuðu áreiðanlega með því að á dagskrám
hinna ýmsu stöðva væru leiknir bandarískir þætt-
ir eða bíómyndir, ekki leikið íslenskt efni.
Nú er svo komið að frumsýnt leikið íslenskt
sjónvarpsefni er álíka óalgengt og frumsýning
leikinnar íslenskrar bíómyndar. Ég geri ekki lítið
úr grínsyrpum á borð við Svínasúpu eða Spaug-
stofuna; þær eru ómissandi, jafn ólíkar og þær
eru að efni og efnistökum. Það vantar einfaldlega
miklu meira og fjölbreyttara leikið efni þar sem
Íslendingar sjá sjálfa sig, sitt líf og sitt umhverfi
við mismunandi dramatískar aðstæður. Og liggur
við að ég þori að veðja: Væri slíkt efni reglulega
en ekki stopult á boðstólum yrði smám saman
bæði sjálfsagt og eðlilegt, jafnvel spennandi og
nauðsynlegt, að fara í bíó til að sjá sams konar
efni í öllu viðameiri og stærri umbúðum. Þetta
sannast í öðrum norrænum löndum; þar helst
gróskan í innlendri bíómyndaframleiðslu og áhugi
innfæddra á henni í hendur við gróskumikla
framleiðslu leikins innlends sjónvarpsefnis og
áhuga innfæddra á henni.
Í vetur eigum við sem betur fer von á íslensk-
um sjónvarpskrimma og íslenskri gamansápuröð.
En það er svo miklu meira sem þarf að gera á
þessu sviði; það vita allir sem vilja vita. Og núna
þurfa stjórnvöld að sýna áhuga sinn og vilja til
breytinga í verki en ekki aðeins orði.
En þversagnirnar eru margar. Á þessum stað í
síðustu Lesbók skrifaði Hávar Sigurjónsson at-
hyglisverða hugleiðingu um erindi íslenskra bíó-
mynda við íslenska áhorfendur. Þar sagði hann
m.a.: „Íslenskar kvikmyndir eru einnig því marki
brenndar margar hverjar – þó ekki allar – að erf-
itt er að átta sig á því fyrir hvern þær eru ætl-
aðar, frásagnarmátinn hentar börnum og ung-
lingum en efnið er ætlað eldri áhorfendum.“
Ef þetta er rétt, sem vel má vera, er ljóst að
þessi frásagnarmáti dugir ekki til að koma í veg
fyrir að stúlkurnar sem fulltrúi The New York
Times hitti í bíó fari heim til að horfa á sjón-
varpið. Þær „eru ekki að fíl’ann.“ Honum er, eins
og æskunni, sóað á börn.
Hvað, hvernig og fyrir hvern?
’Það vantar einfaldlega miklu meira og fjölbreyttara leikiðefni þar sem Íslendingar sjá sjálfa sig, sitt líf og sitt umhverfi
við mismunandi dramatískar aðstæður.‘
Sjónarhorn
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
Jehane Joujaim, bandarískur leikstjóri afegypsku bergi brotin, sýnir tvær gjör-ólíkar hliðar á sama stríði. Hér er jafnvelekki nógu djúpt tekið í árinni. Í Stjórn-
stöðinni (Control Room, 2004) birtir Joujaim tvö
ólík stríð, hvorugt stríðið er raunverulegt en bæði
vísa til sama heimssögulega atburðar: innrásar
Bandaríkjanna í Írak.
Misvísandi fréttaflutningur
Noujaim var umkringd af fréttamönnum í Doha, í
Qatar, þegar styttunni af Saddam Hussein var
velt um koll í Bagdad. Hún var örugg í fjölmiðla-
miðstöðinni sem bandaríski
herinn hafði komið á fót,
með eigin tökumann sér við
hlið, og þaðan fylgdist hún með vestrænu fjöl-
miðlafólki fagna atburðinum. Viðbrögðin voru
önnur hjá al-Jazeera, arabísku fréttastöðinni sem
nær til áhorfenda um gervöll Mið-austurlönd. Þar
var spurt hvað orðið hefði um íraska herinn og
sérsveitirnar. „Jafnvel þótt okkur líki illa við
Saddam er vandræðalegt að stytta af honum sé
rifin niður frammi fyrir heimsbyggðinni,“ sögðu
fréttamenn stöðvarinnar.
Það er einmitt þessi fréttastöð, al-Jazeera, sem
er helsta viðfang Stjórnstöðvarinnar, einstakrar
heimildarmyndar sem varpar ljósi á skekkju-
áhrifin sem fylgja fjölmiðlun líðandi atburða.
Myndin reynir að miðla þeim fjölmörgu og flóknu
venslum sem tengjast miðlun veruleikans.
Hún sýnir hversu grátbroslega kjánalegt það er
að vísa til hugtakanna „hlutleysi“ eða „veruleiki“
þegar fréttaflutningur af stríðinu er annars vegar.
Það eina sem hægt er að segja er að stríð hafi átt
sér (og sé ennþá að eiga sér) stað – handan þess er
fátt að finna sem hægt er að kenna við stað-
reyndir. Stríðið sem áhorfendur bandarískra fjöl-
miðla þekkja er af allt öðrum toga en stríðið sem
áhorfendur arabískra fjölmiðla þekkja. Og vafa-
laust er stríðið sem íraskir borgar upplifa eitthvað
enn annað og óþekkjanlegt. Þannig er mikilvæg-
asti boðskapur Stjórnstöðvarinnar ekki pólitísk
baráttuyfirlýsing, heldur sú staðreynd að áhorf-
endur fá að fylgjast með tilraun til að nálgast eða
festa hendur á þeirri ógnarstóru gjá sem skilur
milli heimssýnar Vestur- og Austurlandabúa.
Rótgróin sannindi?
Joujaim er sjálf ekki undanskilin frásagnarlegum
lögmálum: hún byggir mynd sína umhverfis
nokkrar aðalpersónur sem í framrásinni reynast
eins konar vitundarlegir hornsteinar verksins.
Samir Khader er einn þeirra, yfirmaður í al-
Jazeera. Einnig Hassan Ibrahim, glaðlyndur en
skarpur fréttamaður fyrir sjónvarpsstöðina og
svo Josh Rushing liðsforingi sem er tengiliður
kvikmyndagerðarfólksins við bandaríska herinn.
Persónur þessar verða ekki einungis áhorfendum
góðkunnar heldur lýsir myndin samskiptum
þeirra innbyrðis, andstæðum sjónarhornum og
hægfara vinskap. Í tilviki hins síðastnefnda,
Rushing liðsforingja, er næstum um þroskasögu
að ræða. Í hans tilviki fylgjast áhorfendur með
heragaðri þjóðhollustu lenda í árekstri við nýjan
menningarheim, þeir fá að kynnast liðsforingj-
anum þar sem hann byrjar að draga í efa „rótgró-
in“ sannindi og smám saman taka mið af dýr-
keyptri reynslu sem gefur í skyn að
fyrirframgefin sannindi séu oft tálsýnir. Og þegar
myndin kom út var hann rekinn úr hernum.
Líkja má myndinni við ljósmyndirnar frá Abu
Ghraib fangelsinu: spurningarnar sem vakna við
áhorf myndarinnar eru einfaldlega þessar: hvers
vegna vissi ég þetta ekki? Og svarið er svo sem
ekki flókið. Sjónvarpsskjárinn er glugginn að um-
heiminum. Glugginn sem við horfum út um er hins
vegar ekki gagnsær, hann er eins og kirkjurúð-
urnar þar sem vandlega málaðar myndir skerða
útsýni og afmynda það sem fyrir ber. Og nú þegar
nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum hafa
komið í veg fyrir skynsamlega lausn á Íraks-
ævintýrinu er jafnvíst að kvikmynd Joujaim á er-
indi við áhorfendur.
Íraksstríðið átti sér (oft) stað
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
Skyggnst inn í stjórnstöð arabísku fréttastöðvarinnar al-Jazeera.
Stjórnstöðin verður sýnd á dagskrá Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Reykjavík 17.–25. nóvember
næstkomandi.
Fréttaflutningur vestrænna
fjölmiðla og arabísku stöðv-
arinnar al-Jazeera af Íraks-
stríðinu hefur verið afar
ólíkur.
KvikmyndagerðarmaðurinnMichael Moore ætlar að gera
framhald af Fahrenheit 9/11, heim-
ildarmynd sem beint er gegn rík-
isstjórn George W. Bush Banda-
ríkjaforseta. Áætlað er að
framhaldsmyndin komi út á svip-
uðum tíma og baráttan fyrir næstu
forsetakosningar fer af stað.
Framhaldið
gengur undir
nafninu Fahr-
enheit 9/11 og ½
og ætlar Moore
að fjalla um svip-
uð málefni og í
fyrri myndinni.
„Við ætlum að
koma myndatöku
af stað og hafa
myndina tilbúna
eftir tvö til þrjú ár,“ sagði Moore í
samtali við Daily Variety.
„51% Bandaríkjamanna skorti
upplýsingar í síðustu kosningum og
við viljum fræða fólk. Þeim var ekki
sagður allur sannleikurinn.“
Bush var
endurkjörinn í
síðustu viku
og fékk 51% atkvæða og John
Kerry, fékk 48%.
„Opinberi sorgartíminn er liðinn í
dag og hér koma góðu fréttirnar –
George W. Bush er bannað sam-
kvæmt lögum að bjóða sig fram aft-
ur,“ bætti Moore við.
Fahrenheit 9/11 fékk aðalverðlaun
Cannes-kvikmyndahátíðarinnar og
hefur tekið inn 120 milljónir dala,
um 8,4 milljarða króna, frá því að
hún var frumsýnd í júní, sem er met
fyrir pólitíska heimildarmynd.
DreamWorks staðfesti í vikunniað fyrirtækið hafi keypt rétt-
inn að gera kvikmynd eftir Strand-
vörðum (Baywatch). Þættirnir nutu
mikilla vinsælda á tíunda áratugnum
og þegar stóð sem hæst voru þeir
sýndir í 142 löndum.
Höfundar þáttanna, Michael
Berk, Doug Schwartz og Greg Bon-
ann framleiða myndina en ekki er
ljóst hverjir klæðast baðfötunum.
David Hasselhoff, sem lék Mitch
Buchanan, leiðtoga strandvarðanna í
Malibu, kemur ekki nálægt verkefn-
inu. Óvíst er hvort einhverjar reynd-
ar baðstranda-
gellur taka þátt
en þeirra á meðal
voru Pamela
Anderson, Carm-
en Electra,
Yasmine Bleeth,
Donna D’Errico,
Nicole Eggert og
Traci Bingham.
Þættirnir luku
göngu sinni árið
2001 á Hawaii, þangað sem þeir voru
fluttir frá Kaliforníu vegna sífellt
vaxandi kostnaðar og minnkandi
vinsælda.
Verið er að leita að handritshöf-
undi og búast má við því að Strand-
varðamyndin verði frumsýnd árið
2006.
Hugh Grant hefur lýst því yfir aðhann sé búinn að missa áhuga
á leiklist og ætli að hætta. Grant,
sem leikur hjartaknúsarann Daniel
Cleaver í framhaldsmynd Bridget
Jones, segir í samtali við Evening
Standard að kvikmyndaleikur sé
„ömurleg reynsla“. Í Bridget Jones
leikur hann á móti Renée Zellweger,
sem segist líka ætla að taka sér hlé
frá kvikmyndaleik í a.m.k. ár.
„Þetta er svo langdregið og leið-
inlegt og erfitt að gera hlutina rétt.
Ég er hálfpartinn sestur í helgan
stein. Ég held áfram að hugsa um að
ég ætli að skrifa frábært handrit,“
sagði Grant, sem m.a. hlaut frægð
fyrir leik í myndunum Fjögur brúð-
kaup og jarðarför og Notting Hill.
Erlendar
kvikmyndir
Renée Zellweger og Hugh Grant.
Michael Moore
David Hasselhoff